Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER 1993 Coppelia flytur í Islensku óperuna Poula Villanova og Mauro Tambone í 3. þætti Coppeliu. Ballett Olafur Olafsson Coppelia, ballett í þremur þátt- um. Uppsetning Evu Evdokimovu, byggð á dönsum Arthur Saint- Léon og Marius Petipa. Tónlist: Léo Delibes. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Aðstoð við uppsetningu: María Gísladóttir, Alan Howard. Æfingar á barnadönsum: Nanna Ólafsdóttir, Margrét Gísiadóttir. Sýningarstjóri: Kristín Krist- jánsdóttir. Hljónisveitarsljóri: Örn Óskars- son. Endurfrumsýning í Islensku óperunni, 22. október 1993. Það var í vor á sviði Borgarleik- hússins, sem Islenski dansflokk- urinn, ásamt Listdansskólanum, frumsýndi Coppeliu, rómantiskan gamanballett við tónlist Léo Delib- es. Coppelia hefur nú verið flutt í íslensku óperuna og sviðsetning Evu Evdokimovu aðlöguð sviðinu þar. Sviðið hefur verið stækkað töluvert og byggt yfir hljómsveit- argryfjuna. Coppelia telst til hefð- bundinna klassískra balletta, þar sem látbragðsleikur ræður miklu. Ballettinn var fyrst sýndur í París árið 1870, en tekið breytingum í meðförum ýmissa danshöfunda. Dansgerðin, sem hér er sýnd, er byggð á kóreógrafíu Saint-Léon og Marius Petipa. Eva Evdok- imova setti ballettinn á svið í vor og gaf verkinu sinn persónulega blæ. Söguþráðurinn er glettinn, rómantísk ástarsaga Svanhildar og Frans, þar sem afbrýðisemi Svanhildar út í brúðuna Coppeliu setur strik í reikninginn. Þegar misskilningi hefur verið eytt, sætt- ast allir og sagan fær farsælan endi. Það er ánægjulegt til þess að vita, að Coppelia hefur aftur verið tekin til sýninga. Uppfærslan í Borgarleikhúsinu tókst mjög vel og það var með blendnum tilfinn- ingum, sem fréttinni um flutning í Isl. óperuna var tekið. Það er ekki hægt að stytta sér leið í list- dansi og allar málamiðlanir eru varasamar. Ljóst var, að miklar tilfærslur þurfti að gera, skera niður fjölda dansara í hópdönsum og minnka leikmynd. En viti menn; þessi flutningur tekst og það með sóma. María Gísladóttir og Alan Howard velja að mínu viti réttustu leiðina. Þau fækka dönsurum í stóru hópdöns- unum, takmarka fjölda þorpsbúa og aðlaga kóreógrafíuna minna sviði, í stað þess að reyna að troða öllu á sviðið. Meira að segja skrautíjaðrir eins og Marsúrka og Sardas halda sínu, þó með færri dönsurum sé. En magn er ekki sama og gæði. Það sem aftur á móti vinnst við breytinguna er, að hópdansamir verða skýrari og hreinni fyrir vikið. Tvídönsum og minni hópdönsum þurfti ekki að breyta að neinu ráði og halda sínu fyllilega. Sýningin verður öll ná- lægari og látbragðið skilar sér vel. Nýir dansarar eru í ýmsum hlut- verkum. Poula Villanova dansaði aðalhlutverkið á frumsýningunni. Þessi heillandi ítalski dansari kom til liðs við dansflokkinn nú í haust. Hún fór of varfærnislega af stað og látbragðið í 1. þætti er of veikt. Það er erfitt að opna ballettsýn- ingu á litlu sviði og í mikilli ná- lægð við áhorfendur, svona eins og að framkvæma töfrabrögð með áhorfandann of nærri. Það bitnar mest á henni. En þegar leið á verkið færðist hún í aukana og galdurinn hennar gekk upp. í öðr- um þætti mátti heyra á salnum, að hún náði athyglinni vel. Hún hefur góða og heillandi kosti sem dansari. Mauro Tambone dansaði hlutverk Frans og var í alla staði stórkostlegur og nánast stal sen- unni hvað eftir annað. Suðrænn, glettinn og gefandi. Það var ánægjulegt að sjá Sig- rúnu Guðmundsdóttur og Þóru Guðjohnsen í hlutverkum vin- kvenna Svanhildar og aftur með íslenska dansflokknum. Þær báð- ar hafa til að bera einstaka svið- stöfra. Þóra Guðjohnsen dansaði sóló í 3. þætti. Og ég verð að játa, að þó að þær sem hingað til hafa dansað þetta sóló hafi gert það stórvel, lagði Þóra hlýju og inni- leik í dansinn, sem ég hef hingað til saknað. En það eru fleiri íslend- ingar komnir til dansflokksins. Katrín Ingvadóttir er á nema- samningi og það sama á við um Jóhann Björgvinsson, sem er að koma frá tveggja ára námi í Stokkhólmi. Mikið reynir á Jóhann í sýningunni og kemst hann með sóma frá sínu, þó hann skorti meiri reynslu á sviði, sem eðlilegt er með svo ungan dansara. Andrew Mitchell dansar hliðstætt hlutverk og Jóhann. Hann er eflaust ágætis dansari, en virkaði dálítið óbeislaður á sýningunni. Lilia Valieva, Janine Noelle Bryan, David Greenall og kjölfesta dans- flokksins til margra ára, Hany Hadaya, stóðu sig öll með prýði. Barnadansarnir voru dansaðir af nemendum Listdansskóla íslands. Þau lífga upp á sýninguna og gefa henni breidd. Alan Howard, sem á að baki langan og farsælan ferii sem dans- ari og listdanskennari, var í hlut- verki borgarstjórans. Hingað til hefur hlutverkið verið í höndum leikara, sem er gott og blessað. Alan Howard lagði áherslur dans- arans í verkið og var stórgóður. Það er gaman að hafa nafn þessa meistara meðal þeirra listamanna, sem komið hafa fram með íslenska dansflokknum. Björn Ingi Hilm- arsson var í hlutverki Dr. Coppel- iusar á frumsýningunni. Hann var sem fyrr mjög trúverðugur. Þess má reyndar geta, að ungur ís- lenskur dansari, Guðmundur Helgason, mun fara með hiutverk Dr. Coppeliusar á móti Birni Inga. Guðmundur hefur verið við ballett- nám í Stokkhólmi í tvö ár og verð- ur spennandi að sjá hann takast á við hlutverkið. Ymislegt er það þó í umgerð sýningarinnar, sem heldur sér, svo sem búningar Hlínar Gunnarsdótt- ur. Þó svo leikmyndin sé minni, kemur það ekki að sök. Ljósahönn- un í Óperunni er erfið, en ég hygg að ljósameistarinn hafi leyst sitt verk eins og kostur var. Hljóm- sveitin hljómar vel á opnu svæði í salnum undir góðri stjórn Arnar Óskarssonar. Ég er sannfærður um, að núna gefst betra tækifæri en gefist hef- ur undanfarin ár fyrir foreldra, skóla og þá sem láta sér listrænt uppeldi einhveiju varða, að fara á ballettsýningu. Svo er hljómsveit- inni ekki pakkað niður í gryfju, heldur fær að hljóma í salnum. Nú er tækifærið og um að gera að láta það ekki ganga sér úr greipum. Morgunblaðið/Amór Gunnar Örn við eitt verka sinna. Gunnar Örn með mál- verkasýningu í Garði MYNDLISTARMAÐURINN Gunnar Örn opnaði málverkasýn- ingu í Sæborgu sl. laugardag. Á sýningunni eru 20 myndir málað- ar sl. tvö ár og hafa ekki verið sýndar áður. Gunnar Öm er sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hann hefir haldið yfír 25 myndlistarsýningar. Hann hélt sýningu sjðast í Garðinum vet- urinn 1982. Ástæðan fyrir því að Gunnar sýrúr'í Garðinum er sú að hann ey áð nokkru uppalinn hér og stundaði sitt barnaskólanám í Gerða- Skóla og að hans eigin sögn fínnst honum hann vera Garðmaður. Sýning Gunnars Arnar er nokkuð ólík síðustu sýningu hans sem var fyrir tveimur árum á Kjarvalsstöð- um. „Það verða alltaf einhveijar breytingar. Annars nennti maður ekki að standa í þessu,“ sagði Gunn- ar Öm. „Ég málaði meira landslag síðustu árin en nú er ég kominn áftur í minn gamla stíl sem er and- lit og fígúrur." Á annað hundrað manns komu á sýninguna fyrsta daginn en sýning Gunnars Arnar stendur til 31. októ- ber og er opin kl. 18-21 virka daga en kl. 14-21 laugardag og sunnu- dag. Sýningin er í boði M-nefndar og hreppsnefndar Gerðahrepps. - Arnór Kammersveit Reykjavíkur Kammersveit Reykjavíkur. Morgunbiaðið/Þorkeii Tónlist Ragnar Björnsson Kammersveitin byijaði tónleika- röð sína með að mörgu leyti glæsi- legum tónleikum í Áskirkju sl. sunnudag. Flytjendur tónleikanna að þessu sinni voru Rut Ingólfs- dóttir, fíðlu, Júlíana Kjartansdóttir, fiðlu, Margrét Kristjánsdóttir, fiðlu, Svava Bemharðsdóttir, víólu, Guðmundur Kristmundsson, víólu, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, Bryn- dís Halla Gylfadóttir, selló. Jósef Ognibene, horn, Þorkell Jóelsson, horn og Matej Sarc, óbó. Þau hófu tónleikana með Sextett Beethovens í Es-dúr fyrir strengi og tvö horn. í efnisskrá er þess getið „til gam- ans“, að Beethoven hafi verið 25 ára þegar hann skrifaði sextettinn og á sama aldri voru og hin tón- skáldin sem verk áttu á efnis- skránni. Hornpartarnir í sextettin- um eru virtúósahlutverk sem Þor- kell og Jósef skiluðu oft glæsilega, þrátt fyrir smá-klikk, sem erfitt getur verið að varast. Einkennilegt er að sextettinn var eina verk tón- leikanna hvar heyra mátti að höf- undurinn bak við verkið væri á miðri þroskaleið. Mjög stuttur og eiginlega dálítið vandræðalegur annar þáttur benti til þess, svo og rondóið, sem á stundum er sem vogi ekki út af sporinu. En hvað um það, strengirnir skiluðu sínu án þess þó að hafa fyllilega í tré við hornin. Að vísu var dálítið þunglamalega af stað farið og kannske voru strengirnir of hlé- drægir, hefðu mátt spila meira út og þar hefði fyrsta fiðla þurft að taka af skarið, því eftir hennar upptakti dansa hinir strengirnir. Kvartett í F-dúr fyrir óbó og strengi KV 370 var næst á efnis- skrá og þar kvað strax á fyrsta takti við nýjan tón. Upptaktinn sló slóvenskur óbóleikari að nafni Matej Sarc. Kannske ekki mikinn tón en fallegan og tárhreinan og með mjög góða tækni. Og sjóð- andi músíkkvaliteti leiddi hann Mozart-kvartettinn til enda, hreif hina með sér í sampili og flutningi sem verður eftirminnilegur. Að vísu var stundum eins og farið væri út á ystu nöf hvað styrkleika- sveiflur varði. Einn kostur enn er ónefndur, en það var nákvæmt ryþmískt spil, nokkuð sem við ís- lendingar mættum á stundum leggja nákvæmari hlustun við. Matej Sarc mun vera á förum af landinu. Það gerist stundum að fólki er meinað landvistarleyfi, í þessu tilfelli fyndist mér athug- andi hvort ekki mætti meina manninum brottfararleyfís frá landinu. „Verklarte Nacht op. 4“ eftir Arnold Schönberg var upphaflega skrifað fyrir strengjasextett, síðar umskrifað fyrir strokhljómsveit og þannig oftar flutt. E.t.v. gefur þó þessi upprunalega gerð réttari og sterkari mynd af innihaldinu. Öll raddfleygun verður skýrari, til- fínningarnar persónulegri, skilar sér betur sem kammermúsík, eins og það er hugsað, en allt þetta byggist vitanlega á því að vel sé flutt og svo var að þessu sinni svo að undirstrika verður. Kannske ætti engan úr hópnum að nefna fremur öðrum, en freistandi er þó að nefna fyrstu fiðlu, Rut Ingólfs- dóttur, sem nú dró ekki af sér, og Bryndísi Höllu á sellóið, sem báðar sýndu sérlega fallega ein- leiksparta. Ekki verður annað sagt en Kammersveitin hafí farið glæsi- lega af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.