Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER 1993 39 VERSLUN Skósmíðin gengur í ættir Verkalýðsforingjar og atvinnurekendur athugið! Hannes Friðriksson skósmiður sem nýlega opnaði skóvinnu- stofu að Sæmundargötu 3, á Sauð- árkróki nam iðnina hjá föður sínum Friðriki M. Friðrikssyni. Friðrik rak skósmíðastofu á Sauðárkróki í rúm fjörutíu ár og var þekktur langt út fyrir Skagafjörð vegna afbragðs góðrar og ódýrrar þjónustu en ekki síður munu hnakkar smíðaðir af honum þótt betri og ódýrari en annars staðar gerðist. í þessari nýju skóvinnustofu sagðist Hannes hafa mun betri að- stæður til þess að þjóna hinum fjöl- mörgu viðskiptavinum sínum en einnig væri mun rýmri aðstaða til þess að framleiða hnakka og önnur reiðtygi og myndi hann í tengslum við verkstæðið vera með sérverslun með hestasportvörur. „Það getur varla talist ofrausn að bjóða hestamönnum í Skagafirði upp á góða sérverslun, þar sem hægt er að fá allt það sem hestaeig- andinn þarfnast," sagði Hannes en í verslun sinni verður hann með, auk eigin framleiðslu, allt frá skeif- um undir hestana til ýmiskonar reiðfatnaðar fyrir hestamenn. .s o 2 Rautt Edal Ginseng skerpir athygli og eykur þol Morgunblaðið/Björn Björnsson Hannes Friðriksson ásamt eiginkonu sinni og starfsmanni í hinni nýju verslun. SJONVARP Vill ekki leika í bama- myndum lengur Leikkonan Alyssa Milano, sem iék dóttur Tony Danza í sjónvarps- þáttunum Hver á að ráða? virðist vera umhugað að sýna fram á að hún sé vaxin upp úr barnahlutverk- um. Nýlega var tekin af henni nekt- armynd fyrir tímaritið Bikini sem væntanlegt er innan skamms á markað í Bandaríkjunum og er ætlað ungum mönnum. Tímaritið á að koma út annan hvern mánuð og verða birtar í því nektarmyndir af þekktu fólki. Þegar menn fóru að spyijast fyrir um hvers vegna Alyssa hefði látið mynda sig nakta svaraði umboðsmaður hennar að hún hefði viljað láta mynda sig á óvanalegan hátt. „Sem leikkona er nauðsynlegt að koma fólki á óvart,“ sagði hann. í fyrra lék Alyssa í einni af þrem- ur útgáfum af sjónvarpsmyndinni „The Amy Fisher Story“. Sjónvarps- myndin var byggð á sannsögulegum atburðum. Amy Fisher var þá 16 ára og skaut af skambyssu á Mary Jo eiginkonu Joey Buttafuoco með þeim afleiðingum að hún særðist. Amy hefur síðan haldið því fram, að hún hafi skotið á Mary Jo vegna þrýstings frá Buttafuoco. Buttafuoco hélt því lengi fram að ekkert hefði verið á milli hans og Amy. Þau hefðu að vísu farið á pizzustað og fengið sér að borða. Hann hefur ekki átt upp á pallborð- ið hjá almenningi vegna málsins og var m.a. gert grín að honum í söng- leikjum og í teiknimyndabók. Auk þess tók Madonna hann fyrir í sýn- ingu sinni „Saturday Night Live“. Viðurkenndi samræði Mál Buttafuoco var tekið fyrir í síðustu viku og þar játaði hann að hafa átt mök við Amy þegar hún var aðeins 15-16 ára. Getur hann hlotið fyrir það athæfi allt að sex mánaða fangelsi, fimm ár á skilorði og 5.000 dollara sekt. Amy Fisher afplánar nú 5-15 ára dóm fyrir morðtilraun. Alyssa Milano úr sjónvarpsþátt- unum „Hver á að ráða?“ lék Amy Fisher í öðrum sjónvarpsþætti. Sálfræðistööin Námskeið Sjálf sþekking - Sjálf söryggi námskeiðinu kynnast þátttakendur: Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum Hvernig má greina og skilja samskipti Hvernig ráða má við gagnrýni Hvernig finna má lausnir í árekstrum Hvernig læra má samskipti sem aujía sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Éydaí. Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 62 30 75 og 21119 kl. 11-12. Ábending til stjórnenda fyrirtækja I | Starfsmaðurinn kemur Starfsmaðurinn kemur tvíefldur til baka að loknu markvissu og kröftugu tölvunámskeiði. Windows - Word - Excel - Bókhald Joey Buttafuoco fær nú dóm vegna Amy Fisher-málsins. Innfetlda myndin sýnir Amy. Töluuskóli Reykiavíkur I fflB BORGARTÚNI 28. 105 REyKJAVÍK, sími 616699. fax 616696 Georg yfírsparibaukur íslandsbanka hjálpar krökkum, 12 ára og yngri, ab spara og fá vexti og verblaun. V J S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.