Morgunblaðið - 26.10.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 26.10.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 Fjármálaráðherra um heilsukortin Ekki tilefni til endurskoðimar Heilbrigðisráðherra boðar fráhvarf frá tillögum sínum um heilsukortin FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að samþykkt Sjálfstæð- isflokksins á landsfundi gefi ekki tilefni til að endurskoða fyrri ákvarðanir um heilsukort. Ráðherrann sagði þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en í fréttum sjónvarpsstöðvanna sagði Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, að hann hefði ákveðið að hætta við fyrri hugmyndir um heilsukort. Sagðist hann vilja endurvekja fyrri tillögu um tekjutengt sj úkratry ggingar iðgj ald. Friðrik sagði að ríkisstjórnin muni að sjálfsögðu ræða allar tillögur sem koma frá ráðherrum um breytingar á fjárlögum og fylgifrumvörpum þeirra. Sagði hann að til þess að hægt sé að tekjutengja iðgjaldið þurfi að koma á skyldutryggingu en for- sendan fyrir því að ríkisstjórnin sam- þykkti heilsukortin var að fólk réði því hvort það greiddi fyrir kortið eða meira fyrir hluta af tiltekinni heil- brigðisþjónustu. Hugmyndin um tekjutenginguna leiddi af eðli máls að hún yrði að vera skyldutrygging og á það hafí ekki verið fallist. Sagði Friðrik að í umræðum á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins hafí sérstaklega verið tek- ið fram að ekki var verið að ræða um heilsukortagjaldið. Bókagjöf frá franska ríkinu SENDIHERRA Frakklands á íslandi, Francois Rey-Coquais, afhenti í gær Huldu Valtýsdóttur, formanni menningarmálanefndar Reykjavíkur, bókagjöf til Listasafns Reykjavíkur. í fréttatilkynningu frá safninu segir: „Hér er um að ræða bækur sem fjalla um alla helstu sam- tímalistamenn Frakka. Flestar eru þetta ríkulega myndskreyttar listaverkabækur, en auk þess er að finna vandaðar textabækur um myndlist og myndlistartengt efni. Grunnurinn að bókasafni Listasafns Reykjavík- ur eru bókagjafir frá listamönnunum Asmundi Sveinssyni, Kjarval og Erró, en auk þess hefur verið keypt umtalsvert magn af listaverkabókum í safnið á síðastliðnum árum. Þá hefur bókasafnið ennfremur að geyma bréfasöfn og allar blaða- og tímaritsgreinar sem birst hafa um Ásmund Sveins- son, Kjarval og Erró í íslenskum og erlendum blöðum og tímaritum." Héraðsdómur kvað í gær upp dóm vegna innflutnings á skinku og hamborgarhrygg Ríkið var sýknað af öU- um kröfum Hagkaups HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði I gær ríkissjóð af öllum kröfum Hagkaups í máli sem fyrirtækið höfðaði til að fá ógilta syiyun Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra og Hall- dórs Blöndals Iandbúnaðarráðherra um tollafgreiðslu á rúmu tonni af soðinni svínaskinku og tæplega 1,5 tonnum af soðn- um hamborgarhrygg í síðasta mánuði. Hagkaup krafðist 1,3 milljóna króna skaðabóta. í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, að fyrir- tækið mundi áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar. Málið sætti flýtimeðferð í héraðsdómi og kvaðst Óskar vænta þess að málið fengi einnig skjóta meðferð í Hæstarétti. HM landsliða í skák Landsliðið vann Rússa ÍSLENZKA skáksveitin á heimsmeistaramóti landsliða i Luzern í Sviss vann í gær sveit Rússa, sem er talin sú sterk- asta á mótinu, með 2'A vinn- ingi gegn U/2. Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli við Khalifman og sömu úr- slit urðu hjá Margeiri Péturssyni og Dolmatov og Helga Ólafssyni og Drejev. Hannes Hlífar Stef- ánsson tryggði sigurinn með því að vinna Vyzmanavim Þetta er í fyrsta skiptið, sem Íslendingar vinna Rússa í sveitakeppni í skák. Rússar voru jafnir Lettum í fyrsta sæti fyrir umferðina, með 5V2 v., og eru taldir eiga sterk- ustu sveitina á mótinu. íslendingum barst boð um þátttöku á mótinu með mjög stuttum fyrirvara og komu þeir því of seint til leiks. Keppninni við Úkraínu í fyrstu umferð var frestað, en í annarri umferð töp- uðu íslendingar fyrir sveit frá Úsbekistan, l'A—2V2. Játaði blygð- unarsemisbrot KARLMAÐUR á þrítugsaldri hef- ur játað fyrir lögreglunni í Reykjavík að hafa undanfarið gerst tvívegis sekur um blygðun- arsemisbrot gegn ungum stúlk- um. Maðurinn bað tvö stúlkuböm að vísa sér til vegar í Vogahverfí í Reykjavík í fyrradag. Önnur fór í bílinn með manninum en hin vildi það ekki heldur hljóp heim og lét vita. Samstundis var haft samband við lögreglu sem þegar hóf leit að bif- reið mannsins samkvæmt lýsingu stúlkunnar. Stuttu síðar fann lög- reglan manninn og var hann þegar handtekinn. Við yfírheyrslur játaði hann að hafa haft í frammi athæfí sem talið er blygðunarsemisbrot. Einnig játaði hann að hafa verið að verki í Hafnarfirði á dögunum þegar hann beitti sama bragði og bað stúlkur að visa sér leið að golfvelli. í niðurstöðum dómsins segir m.a. að það sé pólitísk ákvörðun hvenær afnema beri takmörkun á megin- reglunni um innflutningsfrelsi. Slík ákvörðun sé á verksviði löggjafans en ekki dómstóla. Umræður um frumvarp til laga um innflutning á síðasta Alþingi bendi til þess að litið hafí verið svo á að um formbreytingu en ekki efnisbreytingu hafi verið að ræða á löggjöfinni. Ekki verði talið að með þeim lögum hafí verið vikið til hliðar ákvæði eldri laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum sem kveði á um að inn- flutningur landbúnaðarvara skuli því aðeins heimilaður að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins staðfesti að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfmni. Dómurinn telur að þær innflutn- ingstakmarkanir taki til soðins svínakjöts og að orðið lándbúnaðar- vara verði ekki skýrt þrengra en orðið búvara sem löggjafínn hafí sjálfur skilgreint m.a. sem afurðir svína og verða að líta svo á að það ákvæði taki jafnt til soðinna sem hrárra landbúnaðarvara. Þá segir að málefni landbúnaðar heyri undir landbúnaðarráðuneyti samkvæmt stjórnarráðslögum _og skuli landbúnaðarráðherra því taka ákvörðun um innflutning að fengnu áliti og tillögum Framleiðsluráðs. Ákvörðunarvald sé ekki framselt Framleiðsluráði þótt löggjafínn hafi falið ráðinu sem sérfróðum aðila að afla upplýsinga um staðreyndir áður en slík ákvörðun sé tekin. Dóminum verður áfrýjað Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagði áfrýjunina byggjast á þeim sjónarmiðum sem hefur verið haldið fram í málinu og svo því að Hagkaupsmönnum þætti rökstuðn- ingurinn í niðurstöðu dómsins ekki nægilega sterkur til þess að hægt væri að una henni. Óskar sagði Hagkaup hafa viljað skilja ákvæði í búvörulögum, um innflutning landbúnaðarvara, með hliðsjón af greinargerð sem fylgdi lögunum þegar þau voru sett. Þeim skilningi hefði dómurinn hafnað og látið orðalag lagagreinarinnar gilda. „í áliti ríkislögmanns frá 1989 og í lögfræðiáliti sem þáver- andi landbúnaðarráðherra, Stein- grímur Sigfússon, óskaði eftir í árs- byijun 1990 kemur fram sama nið- urstaða og við komumst að, það er að skýra bæri búvörulögin með hlið- sjón af greinargerðinni," sagði Ósk- ar. „Hvað varðar breytingarnar á innflutningslögunum fellst dómur- inn ekki á að láta lögin gilda eins og þau standa, heldur leyfir sér í því tilviki að fara út fyrir lagagrein- ina sjálfa og ljalla um það sem hafi verið hugsanlegur vilji löggjaf- ans.“ Hvort tveggja þykir Oskari veikur rökstuðningur í dóminum. Ráðherrar ánægðir með dóminn Dómurinn er í samræmi við það sem ég hef sagt,“ sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavik- ur. Halldór sagðist hafa tekið þátt í afgreiðslu þingsins á búvörulögun- um 1985 og hafa komið að breyt- ingum á þeirri löggjöf og innflutn- ingslöggjöfínni með einum eða öðr- um hætti síðan. Hann taldi dóminn staðfesta það sem lögin segja og að þau væru í samræmi við vilja Alþingis á öllum stigum málsins. „Það sem skiptir máli er að dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að það sé vilji þingsins sem ræður,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Hann benti einn- ig á þá niðurstöðu dómsins að það hafí ekki verið ætlunin að breyta neinu um innflutning landbúnaðar- vara þegar innflutningslöggjöfmni var breytt fyrir u.þ.b. ári. Hann kvaðst fagna niðurstöðu dómsins og vera ánægður með að bótakröf- um á hendur ríkinu hefði verið hafn- að. Evrópskar sjónvarpsstöðvar íslenskt handrit fær verðlaun 16 Steramálið____________________ Vaxtarræktarmenn krefjast skaða- bóta 20 Hryðjuverkamenn_______________ Viðurkenna mistök og boða rann- sókn 23 Leiðari _________ Sjálfstæðisflokkurinn og sjávarút- vegsmál 24 Krislján kemur og Ólafur fer—Hlynur áfram hjá Þór Kr-jíl-jj'f-. ifetjfeSjSSl Iþróttir ► Þórður Guðjónsson til Bochum fyrir 8,5 milljónir króna. Kristján Finnbogason fer í KR og Ólafur Gottskálksson á brott. Hlynur Birgisson verður áfram með Þór. Hverfafundir með borgarstj óranum FYRSTI hverfafundur af sex með Markúsi Erni Antonssyni borgar- sfyóra verður haldinn á Hótel Borg í kvöld, 26. október, kl. 20.30. Á fundunum verða sýnd líkön, litskyggnur 0 g skipulagsuppdrættir. Fundurinn í kvöld verður með íbú- um í Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfí, Austurbæ-Norð- urmýri, Hlíða- og Holtahverfi. Fund- ur með íbúum í Laugames- og Lang- holtshverfi verður haldinn fimmtu- daginn 28. október kl. 20.30 í Fóst- bræðraheimilinu við Langholtsveg 109. Fundur með íbúum í Háaleitis- hverfí, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.30 í félagsheimili Hreyfíls á mótum Fellsmúla og Grensásvegar. Fundur með íbúum Arbæjar- og Seláshverfis verður haldinn miðviku- daginn 3. nóvember kl. 20.30 í fé- lagsmiðstöðinni Árseli við Rofabæ. Fundur með ibúum í Grafarvogs- hverfí verður haldinn laugardaginn 6. nóvember kl. 14 í Fjörgyn við Logafold 1. Fundur með íbúum í Breiðholtshverfunum verður haldinn miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. - I i I > I I i ► i > i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.