Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 19 Vimniflokkar Reykja- víkurborgar og vega- gerðar lagðir niður í ÁLYKTUN landsfundar um samgöngu-, fjarskipta- og ferðamál segir að leggja skuli niður eigin vinnuflokka Vegagerðar ríkisins og Reykjavíkurborgar og bjóða út verklegar framkvæmdir á frjáls- um markaði. Samþykkt var að færa skuli rekstur vita til Landhelgis- gæslunnar. Halldór Blöndal samgönguráðherra steig í ræðustól til að mæla gegn tillögu Guðmundar Hallvarðssonar alþingismanns um þetta atriði og skora á hann að draga hana til baka en tillaga Guð- mundar var samþykkt við atkvæðagreiðslu. nú löngu horfnir úr kerfinu. Sala veiðiheimilda nú tengdist fyrst og fremst erfiðleikum fyrirtækja. Baldur sagði einnig að nú þegar væri ákveð- ið gjald lagt á útgerðina. Með gengis- skráningu væri afkoma hennar ákveðin og alltaf gætt að því að menn yrðu ekki of ríkir í sjávarútvegi. Hann sagði menn hafa hopað úr einu víginu í annað varðandi auð- lindaskatt en það dytti engum heil- vita manni í hug í dag að útgerðin gæti staðið undir veiðileyfagjaldi. Með slíku gjaldi myndi staða nýrra aðila í útgerð líklega versna en ekki batna. „Það er misskilningur að það séu einhver verðmæti á sveimi sem þjóðin getur náð í. Eg held að við eigum að taka þessi mál af dagskrá. Tillaga þessa efnis var kolfelld í nefndinni. Við eigum ekki að skemmta skrattanum, eða kannski frekar krötunum, með því að taka undir þessi viðhorf," sagði Baldur. Björn Bjarnason sagðist taka und- ir orð Baldurs og lýsti yfir eindregn- um stuðningi við óbreytta ályktun. Vísir að lénsskipulagi Einar Stefánsson sagði að í tillögu sjávarútvegsnefndar segði að brýnt væri að ná sátt um sjávarútvegsmál- in. Hins vegar vantaði í tillögurnar meginforsendur slíkrar sáttar. Til- laga sú sem Markús Möller hefði kynnt gengi fyrst og fremst út á að tryggja að fiskimiðin væru sameign þjóðarinnar. „Er landsfundur andvíg- ur því?“ spurði Einar og bætti við að ef svo væri ekki væri rökrétt að ekki ætti að afhenda nokkrum ein- staklingum þessi verðmæti til eignar. Hann sagði að tvennt yrði að hafa hugfast. í fyrsta lagi hlytu útgerðar- menn að fá eðlilegan aðlögunartíma og í öðru lagi borguðu margir nú þegar hátt gjald til þeirra sem hefðu fengið veiðileyfin send í pósti frá ráðuneytinu á sínum tíma. Þá væri einnig að finna dæmi þess að menn fengju að veiða fisk gegn því að greiða kvótaeigandanum hlut. Taldi Einar þarna vera kominn vísi að léns- skipulagi. Það væri grundvallaratriði að fiskimiðin væru sameign. Guðjón A. Kristjánsson sagði að í dag væri verið að þröngva sjómönn- um til að borga auðlindaskatt til út- gerðarmanna. Ef menn bæru ekki getu til að stíga skref í átt til aukin ftjálsræðis við stjórnun fiskveiða gæti verið stutt í að þeir sem vildu gjaldtöku og þeir sem vildu meira frelsi næðu saman um sín sjónarmið. Eiríkur Þormundsson sagði al- menna hagsmuni eiga erfitt uppdrátt- ar í nefndum þar sem sérhagsmuna- aðilar ráða ferðinni. „í tillögu Mark- úsar felst von margra sjálfstæð- ismanna um sátt. Ég hvet til að hún verði samþykkt," sagði Eiríkur og bætti jafnframt við að sjávarútvegur- inn yrði að sæta því að búa við jöfn skilyrði á við aðra atvinnuvegi. Jónas Elíasson sagði ræðu Baldurs Guðlaugssonar hafa sannfært sig endanlega um að hann ætti að vera meðflutningsmaður með tillögu Markúsar. Sjávarútvegurinn byggi nú þegar við auðlindaskatt líkt og Baldur hefði bent á. Aðferðin væri hins vegar röng vegna þeirra vand- ræða sem þetta ylli öðrum atvinnu- vegum. Röng gengisskráning gerði það vonlaust að ísland yrði nokkurn tímann iðnaðarland. „Þetta mun ger- ast einhvern uímann. Þeir sem berjast gegn þessari tillögu eru að beijast gegn straumi tímans. Við verðum að finna aðra leið til að taka auðlinda- skatt en með genginu," sagði Jónas. Páll Kr. Pálsson sagði að það ætti það sama við um hann og fleiri. Það hefði verið ræða Baldurs sem fékk hann til að koma upp í ræðustól. Hann sagði að það væri ekki þjóðar- sátt um sjávarútvegsmálin nú. Islend- ingar þyrftu sjávarútveg sem tæki þátt í kerfisbreytingu. Það myndi ekki gerast nema Sjálfstæðisflokkur- inn leiddi málið. Hann fagnaði því að þessi mál hefðu verið rædd opin- skátt á þessum fundi og studdi tillögu Markúsar Möller. Á að skattleggja skort? Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að í umræðum hefðu ólík sjónarmið atvinnugreinanna komið fram. Sannleikurinn væri hins vegar sá að þessar greinar ættu sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. „Við eigum að leiða þá fram en ekki efna til úlfúðar," sagði Þorsteinn og spurði að fyrst að menn vildu auðlindaskatt á kvóta hvort að ekki ætti þá að leggja auðlindaskatt á vatn og orku fossanna. „Myndi slíkt auðvelda okk- ur að laða hingað flárfesta," spurði sjávarútvegsráðherra. Hann sagði að menn ættu líka að hugsa sig um áður en teknar væru ákvarðanir sem hefðu gengisfellingu að forsendu. Þorsteinn sagði fískveiðistjórnun- arkerfið hafa verið í þróun í tíu ár. Nú hefði fundist pólitísk lausn og fælist í henni að byggja áfram á sama kerfi en sníða af því mestu gallana. Einnig ætti að auka úreldingu í gegn- um Þróunarsjóðinn. „Ég hvet menn til að vinna áfram að þessari sátt en gera okkur ekki erfiðara um vik,“ sagði Þorsteinn. Menn yrðu líka að muna hvers vegna veiðar hefðu verið takmarkaðar. Ástæðan væri minni fiskur í sjónum. Ætti að leggja skatt á þennan skort? Ráðherra sagði sjáv- arútvegsnefnd hafa komist að ákveð- inni niðurstöðu og náð samstöðu um málamiðlun. Legði hann því til að ágreiningi um málið yrði vísað til miðstjórnar. Orðalagi mál- efnanefndar breytt I máli Guðmundar Hallvarðssonar kom fram að í málefnanefnd lands- fundarins hefði verið samþykkt fyrr- greint orðalag um að rekstur vita skuli færa til Landhelgisgæslu en í þeim ályktunardrögum sem nefndin lagði fyrir fundinn stóð: „Kannað verði hvort hagkvæmt sé að færa rekstur vita til Landhelgisgæslunn- ar.“ Guðmundur og fleiri sem til máls tóku gagnrýndu þessi vinnu- brögð og lagði Guðmundur Hall- varðsson til að landsfundur héldi sig við það orðalag sem samþykkt var á fundi nefndarinnar. Samgönguráð- herra skoraði á Guðmund að draga tillöguna til baka og sagði að unnið væri að könnun á hagkvæmni þess hvar vitamálum yrði best fyrir kom- ið og væri í því sambandi einnig hugað að sameiningu Vitamála- stofnunar við Siglingamálastofnun. Guðmundur féilst ekki á tilmæli ráðherrans og var gengið til g.t- kvæða um málið og breytingartillaga Guðmundar Hallvarðssonar sam- þykkt með dijúgum meirihluta at- kvæða. Breikkun Ártúnsbrekku og Reykj anesbr autar í ályktun um samgöngumál kem- ur einnig fram að ljúka skuli lagn- ingu bundins slitlags á hringveginn fyrir árslok 1998 en milli Reykavík- ur og Húsavíkur og Hafnar í Horna- firði fyrir lok næsta árs. Næstu verk- efni við samgöngumannvirki á höf- uðborgarsvæðinu verði breikkun Ártúnsbrekku og tvöföldun Reykja- nesbrautar frá Breiðholti til Hafnar- fjarðar. Tillaga frá Markúsi Möller var felld 56-26 SJÁVARÚTVEGSNEFND landsfundarins felldi með 52' atkvæðúm gegn 26 tillögu frá Markúsi Möller og fleirum þar sem fram kemur að til þess að sátt geti náðst um stjórnkerfi fiskveiða til frambúð- ar, verði það að sameina hagkvæmni og jafnan rétt allra íslendinga til arðsins af fiskistofnunum. Við • afgreiðslu ályktunarinnar í tillögunni sagði að endurgjalds- bar Markús tillögu sína að nýju laus úthlutun aflaheimilda til lítils fyrir fundinn en þar var henni víað hóps fyrirtækja og einstaklinga til miðstjórnar flokksins að tillögu samræmist ekki þeirri grundvallar- Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- reglu að fiskistofnarnir séu sam- ráðherra. eign þjóðarinnar. Tlj 1» ARMR I hver í sínum flokki LADA • LADA • LADA • LADA SAFIR 1500cc - 5gíra Frá 558.000 kr. 140.000 kr. út og 16.819 kr. í 36 mánuði SKUTBILL 1500cc - 5gíra Lux Frá 647.000 kr. 162.000 kr. út og 16.807 kr. í 36 mánuði SAMARA 1500cc - 5gíra Frá 596.000 kr. 149.000 kr. út og 15.509 kr. í 36 mánuði SPORT 1600cc - 5gíra Frá 798.000 kr. 200.000,- kr. út og 20.635 kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sern greiðslu upp í nýja og bjóðtun ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið heíur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslrun. AFAR KAl XILI IHi IíOSTHi: BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ARMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 BHINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.