Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER 1993 Sigurður Bragason fær frábæra dóma í NÓVEMBERHEFTI breska tón- listartímaritsins, „Musical Opini- on“, birtist dómur um tónleika Sig- urðar Bragasonar í Wigmore Hall í Lundúnum 17. september sl. Und- irleikari var Hjálmur Sighvatsson. í dóminum kemur eftirfarandi fram: Eins og við var að búast miðað við yfírskrift tónleikanna, „Söngvar ljóss og myrkurs", var þungbúið yfírbragð yfir fyrri hluta tónleikanna: Fjórir þunglyndislegir og áhrifamiklir söngvar eftir Jón Leifs sköpuðu áleit- in áhrif og voru óvenjulega viðeigandi inngangur að „Söngvum og dönsum dauðans" eftir Mussorgsky, sem Sig- urður söng af djúpri tilfinningu og samræmingu, með góðum undirleik Hjálms Sighvatssonar. Sigurður Bragason Léttara yfir- bragð var yfir seinni hlutanum: Flokkur af skemmtilegum þjóðlögum var sunginn á að- dáunarverðan hátt, einnig flokkur af „Gamankvæðum" eftir Atla Heimi Sveinsson, Fremristekkur Einbhús 144 fm, ásamt 33 fm bílskúr, byggt 1972. 2 stofur, 4 svefnherb., þvottahús og búr innaf eldhúsi, gestasnyrting og baðherb. Fallegt útsýni. Verd 13,9 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, VIÐAR FRIÐRIKSSON, : LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASÍMI 27072. 29077 Breiðholt - Hólahverfi Fallega innréttuð 4ra herb. íbúð ófarlega í lyftuhúsi, stærð 106 fm nettó. Gott fyrirkomulag. Suðursv. Glæsi- legt útsýni. Örstutt í flesta þjónustu og skóla. 30 fm bílskúr getur fylgt. Laus strax. Hagstætt verð. 4443. jf S: 685009-685988 ARMULA21 DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJ. ARINBJÖRN SIGURGEIRSSON, SÖLUM. E Fasteignasalan EIGNABORG sf. - 641500 - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Oska eftirtil leigu Höfum fjársterkan leigjanda aö raðhúsi eða sérhæð í Kópavogi. Langtímaleiga kemur til greina. Eignir í Reykjavík Stórageröí - 4ra 95 fm á 4. hæð. Endurn. ekjhús. Laus samkomulag. Huldubraut — parhús 146 fm á tveimur hæðum ásamt 28 fm bílsk. Að mestu fullfrág. Álfhólsvegur — sérh. 129 fm, 4 svefnherb., á jarðhæð. Mikið útsýni. Áhv. 2,5 millj. veðd. Einb. - Kópavogi Skólagerði — einb. 154 fm. 5 rúmg. svefnherb. Endurn. gler. Klætt m. Steni að hluta. 43 fm bílskúr. Vatnsendabl. - einb. 105 fm nýl. timburh. ekki alveg fullfrág. Stendur á 3000 f m lelgu- Iðð. Laus e. samklagi. V. 8,5 m. Miðtún — einb. 160 fm kj., hæð og ris. Húsið er mikið endurn. utan sem innan. Ýmis skipti möguleg. Klapparberg - einb. Um 205 fm á tveimur hæðum. 4 svefnherb., nýtt eldh. 30 fm bflsk. Glæsíi. útsýni yfir Elliðaárdal. Eignir í Kópavogi 1 -2ja herb. Hamraborg — 2ja 58 fm á 3. hæð. Laus strax. Mosfellsbær Grenibyggð — raðhús 96 fm einnar hæðar fullfrág. nýtt rað- hús. 2 svefnherb. Parket og flísar. Til afh. strax. Verð 10,8 millj. Hafnarfjörður Álfaskeiö — 5 herb. 115 fm endaíb. á 2. hæð. Nýl. eldhinnr. Vandaðar innr. 28 fm bílsk. Laus fljótl. Stekkjarhvammur — radh. 205 fm endaraðhús í Hafnarf. á tveimur hæöum. Vandaðar innr. Rúmg. bílsk. Atvinnuhúsn. í Kóp. 3ja herb. Furugrund — 3ja 80 fm á 1. hæð í 2ja haeðe húsi. Suðursv. 13 fm sukaherb. I kj. m. aðg. aðsnyrtingu. Eínkasala. Hamraborg - skrifsthúsn. 250 fm fgllfrág. skrífsthúsn. i lyftuh. Vandaðar Innr. Hagst. verð. Langtímaleigusamn. ef óskað er. 4ra herb. Kjarrhólmi - 4ra 95 fm á 3. hæö. Parket á stofu. Ljósar Innr. Laus strax. Sérhæðir — raðhús Kársnesbraut — raðh. 136 fm á tveimur hæðum. Rúmg. 3 svefnh. Stór sólverönd. 23 fm bílsk. Byggt 1989. Selbrekka — raðhús 240 fm 2ja hæöa hús. Mikið endurn. Lítil einstaklíb. á jarðhæð. Áhv. veð- deild 2,3 millj. Skipti á minni eign mögul. Kaupendur athugið Höfum fjölda annarra eigna til sölu. Sendurn söluskrá strax í faxi ef óskað er. EFasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 12, s. 641 500 Vilhjálmur Einarsson, hs. 41190, * Jóhann Hálfdánarson, hs. 72057 löggiltir fasteigna- og skipasalar. II voru fyndin og höfðuðu til áheyrenda, Tveir eftirminnilegir söngvar eftir Sigvalda Kaldalóns voru fluttir á und- an fjölbreytilegum ítölskum ljóða- flokki. Sigurður söng þá frábærlega: Hann er hæfileikamikill og fágaður söngvari, sem væri fengur að, að sjá á óperusviði í Bretlandi. sem Eugenia Ratti og Jóhanna Möller. Morgunblaðið/Sverrir Setja upp Öndina frá Kaíró Rætt við Eugeniu Ratti óperusöngkonu EUGENIA Ratti situr í eldhúsi í vesturbænum og segir söguna af Ondinni frá Kaíró, sem Mozart samdi óperu um. Hún talar skýra itölsku og hlær oft en andlitið og röddin breytist eftir því hvaða persóna sögunnar á i hlut. Síðan kemur nemandi i söngtíma og Ratti hverfur að píanói inni í stofu. Þaðan heyrast upphitunartónar unga mannsins, svolítið klemmdir ennþá, og öðru hvoru stórar opn- ar rokur Ratti. Hún fékk píanó þriggja ára gömul, fór í fyrsta söng- ferðalagið fjórtán ára og debuteraði tvítug í Scala. Nú er hún á íslandi að kenna söng í níunda sinn. Nemendur hennar setja upp Ohdina frá Kaíró í húsnæði Frú Emelíu i Héðinshúsinu á þriðjudags- kvöld. Ratti kom fyrst til íslands fyrir þrettán árum, á vegum Ingólfs Guð- brandssonar, og hélt söngnámskeið. Síðan hefur heimsóknum hennar fjölgað og þeim íslendingum heldur betur sem lært hafa hjá henni. Jó- hanna Möller hefur sex sinnum fengið Ratti til landsins og hefur aðstöðu fyrir þessa ítölsku söngkonu og vinkonu heima hjá sér. I stof- unni hennar eru nú pífóttir búning- ar, skrautlegur hestur og önd sem bíða uppfærslunnar í Héðinshúsinu. Öndin frá Kaíró tekur um klukku- stund í flutningi en tímarnir að baki eru auðvitað margfalt fleiri, troð- fullir af vinnu, vegna þess að hópur- inn hefur aðeins haft tæpan mánuð til undirbúnings. íslenska óperan lánar búninga, eins og fyrir tveimur árum þegar nemendur Ratti sungu Ráðskonu- ríkið eftir Pergolesi í Hallgríms- 51500 Hafnarfjörður Hjallabraut 33 - þjónustuíbúð Höfum fengið til sölu 3ja herb. íb. á 4. hæð á þessum vinsæla stað fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri. Áhv. ca 3,2 m. byggsj. Hjallabraut Góð 2ja herb. þjónustuíb., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. bygg- sjóður ca 3,2 millj. Alfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Ölduslóð Til sölu góð ca 110 fm íb. í tvíb- húsi á 2. hæð. 4-5 herb. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi. Nýviðgert að utan. Trönuhraun Til sölu og/eða leigu efri hæð ca 350 fm. Hentugt sem kennsluhúsn., verslunar- og/eða skrifsthúsnæði. Nánari uppl. á skrifst. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., 4^™ Linnetsstig 3, 2. hœð, Hfj., II símar 51500 og 51601. kirkju. Raunar er öndin sjálf og hestur sem hún situr á og ýmis höfuðföt útbúin af aðstandendum sýningarinnar eða ættingjum þeirra. „Þetta hefur verið mjög samhentur og skemmtilegur hópur,“ segir Ratti, „mér finnst ég vera ung eins og þau þegar við vinnum saman.“ Ratti kennir nú söng og sviðs- framkomu í tveim tónlistarskólum í heimabæ sínum, Piacenza á Norð- ur-ítalíu, og setur þar á hveiju sumri upp óperur undir berum himni í kastalagörðum. Gamlir nemendur hennar koma margir aftur til henn- ar vegna þess hvernig hún kennir — ekki aðeins eftir námsskránni heldur allt sem hún á. Og það er án efa ríkulegt, hún var í tvo ára- tugi ein af aðalsöngkonum Scala- óperunnar í Mílanó og ferðaðist um heiminn með öllum frægustu stjórn- endunum. Ratti hefur sungið alia tíð og fékk sitt fyrsta píanó þriggja ára. Fjöl- skyldan bjó í Genóva og foreldrar Ratti höfðu úr litlu að spila. Þegar krílið Eugenia krafðist þess að fá hljóðfæri og linnti ekki látum sneri mamma hennar sér til píanókaup- manns í borginni og bar upp erind- ið. Hún fékk hljóðfæri á góðum kjör- um en dóttirinn rak upp skaðræðis- öskur um leið og hún snerti nóturn- ar. Þetta píanó vildi hún sko ekki. Aftur fór mamman til kaupmanns- ins, alveg í vandræðum, og þá segir hann að þessi stúlka eigi eftir að verða eitthvað. Píanóið hafi verið ómögulegt og úr því svona sé kom- ið megi barnið fá eitt af hans bestu hljóðfærum. Það var með Tito Schipa sem frétti af henni og fékk hana með sér á tónleika aðeins íjórtán ára gamla. Hann var orðinn 76 ára þeg- ar þetta var en hélt að minnsta kosti óskertum þeim sjarma sem hann þótti hafa á sviðinu. Svo liðu unglingsár Eugeniu og tvítug söng hún sitt fyrsta hlutverk í Scala, í Ástardrykknum eftir Donizetti. Síðan eru liðin 33 ár og Ratti þessa dagana í önnum á Islandi. Hún leiðbeinir 20 nemendum á söngnámskeiði* þennan mánuð og setur upp Öndina frá Kaíró með átta þeirra. Mozart er talinn hafa skrifað hana 27 ára gamall við texta Varesco. „Hann var fullur eftir- væntingar og féilust eiginlega hend- ur við neikvæð viðbrögð vina og kunningja," segir Ratti. „Þeim fannst sagan vitlaus og töldu kjark úr Mozart sem ef til vill lauk aldrei við skrif óperunnar. Eftir dauða hans var nótnabrotum raðað saman í heila óperu. í henni eru yndislegar aríur, sem höfundurinn er fullsæmd- ur af, og afskaplega kómískar sen- ur. Sagan fjallar um hinn einfalda Don Pippo, sem telur sig yfir aðra hafínn, og brellur nokkurra ung- menna til að skipa hjúskaparmálum sínum á farsælan máta. Don Pippo vill eiga stúlku sem annar maður elskar og ekki gefa dóttur sína vonb- iðli hennar. En öndin frá Kaíró ruglar hann í ríminu og ekki greið- ist úr ástamálunum fyrr en undir lokin.“ Uppfærslan í Héðinshúsinu við Seljaveg hefst klukkan átta í kvöld, þriðjudagskvöld. Fram koma Örn Arnarson, Valdimar Másson, Ragn- ar Davíðsson, Bjarni Guðmundsson, Margrét S. Stefánsdóttir, Laufey Geirlaugsdóttir, Ingibjörg Marteins- dóttir og Hörn Hrafnsdóttir. Hlé verður gert eftir óperuna að sögn Jóhönnu Möller og síðan syngja nokkrir nemendur Ratti og ef til vill fólk í salnum. Þ.Þ. Norræna húsið Fyrstu Háskóla- tónleikar vetrarins FYRSTU Háskólatónleikar vetr- arins verða í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 27. októ- ber, kl. 12.30. Verða tónleikarnir síðan reglulega á miðvikudögum fram til 15. desember, nema hvað tónleikar falla niður 1. desember. Á þessum fyrstu tónleikum vetr- arins leikur Gunnar Kvaran einleiks- verk fyrir selló eftir Hafliða Hall- grímsson og J.S. Bach. Verk Haf- liða, Solitaire fyrir einleiksselló, var upphaflega samið 1970 en er nú flutt í endurskoðaðri útgáfu frá 1991. Höfundur tileinkaði verkið Gunnari Kvaran. Einleikssvítur Bachs fyrir selló voru lengi vel gleymdar, þangað til Pablo Casals vakti athygli á þeim. Nú teljast þær til lykilverka tónbók- menntanna. Að þessu sinni leikur Gunnar Svítu nr. 2 í d-moll. Flytjandinn, Gunnar Kvaran, hóf bamungur tónlistarnám. Eftir nám hér heima stundaði hann nám í Kaup- mannahöfn og Basel. Meðal kennara Gunnar Kvaran hans má nefna dr. Heinz Edelstein, Einar Vigfússon, Erling Blöndal Bengtsson og Reine Flachot. Gunnar er nú deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík og kennir þar sellóleik og stofutónlist. Nemendum við Háskóla íslands er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangur fyrir aðra er kr. 300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.