Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 fclk í fréttum MANNFAGNAÐUR Vínarvalsar dansaðir í Perlunni Guðlaug María Bjarnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Þórir Bald- ursson, Guðrún Pálsdóttir, Eiríkur Tómasson, Þórhildur Líndal, Gunn- ar Stefánsson og Anna Þorgilsdóttir hituðu upp fyrir Vinarvalsana. Mikið var um dýrðir f Perlunni síðastliðið laugardagskvöld, en þá var haldinn viðhafnardans- leikur á vegum Tónlistarráðs á ís- lenskum tónlistardegi. Gestir voru í . kringum fjögur hundruð. Skemmtiatriði voru fjölbreytt óg komu alls um 120 listamenn fram. Fyrir mat komu sönghópurinn Quartetto con Marimba og Jóhanna Linnet fram, en auk þess skemmtu íslenska Óperan og Sinfóníuhljóm- sveit íslands gestum með þekktum kóraríum. Á meðan gestir gerðu matnum skil sungu Borgardætur ásamt Kjartani Valdimarssyni og Þórði Högna. Þá söng Signý Sæ- mundsdóttir ásamt Veislutríóinu og buðu þau upp á tónlist frá Vín. Þegar klukkan nálgaðist ellefu hófst dansleikur, þar sem forleikur að Leðurblökunni var leikinn og leiddu félagar íslenska dansflokks- ins dansinn. Að Vínardansleiknum loknum söng Öm Ámason frægar ópemaríur við undirieik Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Klukkan tólf á miðnætti spilaði Hljómsveit Reykja- víkur í hálfa klukkustund, en hljóm- sveitin hafði sérstaklega verið sett saman fyrir viðhafnardansleikinn. Að lokum spiluðu Gleðigjafamir undir dansi. Vilja byggingu tónlistarhúss „Við emm að minna á að það þarf hús til að hýsa tónlistina," sagði Bjöm Th. Ámason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna í samtali við Morgunblaðið. „Bygg- ing tónlistarhúss er í biðstöðu og við fáum engin svör frá borginni. Ég get út af fyrir sig skilið að Reykjavíkurborg vilji láta endur- gera Korpúlfsstaði, en það hefur ekki einn listamaður beðið um þá byggingu. Hins vegar er samstaða meðal félaga í Bandalagi íslenskra listamanna um að byggja tónlistar- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gestimir hlustuðu af áhuga á íslensku Ópemna ásamt Sinfóníuhljóm- sveitinni flytja þekktar kóraríur. Tónlistamnnendumir Guðmundur Sveinsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Speight og Stefanía Adolfsdóttir. Helgi Guðmundsson, Sigríður Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, John hús. Staðsetning hússins niður við höfnina er glæsileg. Ég get ekki séð annað en slíkt hús geti haft geypilega góð áhrif á starfsemina í miðbænum og allt það líf sem þar er.“ n; George Michael á þeim tíma er hann sá sjálfur um utgafur smar. WKili í Bopgarliringlunni TÓNLIST George Michael í mál við Morgunblaðið/Amór Milli 200 og 300 manns komu í heiðurssamsæti frú Halldóru Ingi- bergsdóttur. Á meðfylgjandi mynd tekur hún við árnaðaróskum hjón- anna Magnþóm Þórarinsdóttur og Guðbergs Ingólfssonar. HEIÐURSSAMSÆTI Hefir kennt við Gerða- skóla í fimmtíu ár Sony Breska poppstjaman George Michael hefur hafið mál á hendur Sony-fyrirtækinu þar sem hann fer fram á ógildingu samn- ings sem gerður var til fimmtán ára eftir að Sony-samsteypan keypti gömlu útgáfu hans, CBS United Kingdom Ltd. Málið hefur fordæmisgildi. Vinni Michael málið gæti það orðið til þess að tónlistar- menn semdu við útgáfur á einstaka plötum í stað langtímasamninga. Lögmaður Georges segir að hér sé ekki um að ræða málaferli vegna fjármuna heldur sé um óeðlilega markaðshindranir að ræða. „Þetta snýst um samkomulag sem bindur George Michael fjötrum varðandi frama hans,“ sagði lögmaðurinn. Samkvæmt samningum George Michael og Sony hefur Sony út- gáfurétt á öllum verkum hins fyrr- nefnda, jafnvel þó tónlistarmaður- inn hafi greitt fyrir upptökumar sjálfur. Að sögn lögmannsins hlýt- ur Sony allt að sexfalda upphæð af hverri plötu miðað við þá fjár- hæð sem George fær sjálfur. George Michael reyndi í fyrra að ná samkomulagi við Sony-sam- steypuna en tókst ekki. Búist er við að sex til sjö vikur taki að af- greiða málið fyrir dómi. Hreppsnefnd Gerðahrepps hélt fjölmennt samsæti til heiðurs frú Halldóru Ingibjömsdóttur frá Flankastöðum í Sandgerði sl. sunnu- dag. Halldóra hefir starfað við Gerðaskóla frá 1944, lengst af sem kennari en hin síðari ár sem yfírkenn- ari og aðstoðarskólastjóri. Sama daga varð hún sjötug og er því að kenna við Gerðaskóla sitt 50. starfs- ár. Finnbogi Bjömsson, oddviti Gerðahrepps, ávarpaði afmælisbarn- ið í upphafí samkomunnar og þakk- aði Halldóru vel unnin störf í þágu bæjarbúa. Margir aðilar stigu í pontu, lýstu störfum Halldóru og samskiptum sínum við hana bæði sem nemendur og svo í starfi. Núver- andi skólastjóri, Jón Ögmundsson, sagði það áberandi hve mikillar virð- ingar Halldóra nyti, hún væri ráða- góð og hefði verið kjölfestan í starfí skólans í áratugi. Hjálmar Ámason lýsti því yfír að hún hefði verið gerð að fyrsta heiðursfélaga SKÓSUÐ, sem er félag skólastjóra og yfirkenn- ara á Suðumesjum. Gylfí Guðmundsson skólastjóri í Njarðvíkum hefír þekkt Halldóru lengi, enda bjó hann í Gerðaskóla hjá afa sínum Sveini Halldórssyni skólastjóra. Gylfi sagði að Halldóra hefði m.a. kennt sér að skrifa. Það hefði leitt til þess að hann hefði mjög svipaða rithönd og Halldóra enda hefði hún nokkrum sinnum haft orð á því hve fallega rithönd hann hefði. Þá sagði Gylfi frá því hve vel Halldóra hefði mætt í skólann alla tíð. Hann minntist þess, að einhvern tíma þegar veður var mjög vont stóð Sveinn skólastjóri við gluggann í skólanum og sá hvar Halldóra barð- ist gegn veðrinu, að hann sagði: „Hún er mögnuð, þessi stelpa - já, hún er mögnuð, þessi stelpa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.