Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER 1993 25 KSINS I LAUGARDALSHOLL 10-1.800 sem áttu rétt til setu á fundinum. Morgunblaðið/Sverrir itt um breytta kosningalöggjöf raeðisréttar þingmanna Stgórnmálaályktun 31. landsfundar Sjálfstæðisflokksins Ríkisstj órnar samstarfið verði treyst og ágreining- ur leystur innan flokkanna LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins telur að núverandi stjórn- arsamstarf hafi í aðalatriðum gefist vel og að halda eigi því áfram, segir í stjórnmálaályktun fundarins en að leggja verði kapp á að treysta samstarf stjórnarflokkanna í ríkisstjórn og á Alþingi og ráða ágreiningsmál til lykta á vettvangi flokkanna sjálfra. Lýst er fyllsta stuðningi við ríkisstjórnina, hún sé besti kosturinn til að takast á við viðfangsefnin framundan. Lands- menn eru hvattir til að standa þétt að baki henni. inda utan félaga maður lagði fram breytingartillögur við kafla ályktunarinnar um jöfnun atkvæðisréttar. Sagðist hann gera mjög strangar athugasemdir við þá forsendu, sem þar komi fram, að nauðsynlegt skilyrði lýðræðis sé að á íslandi ríki jafnt vægi atkvæða. Sagði hann að sátt hefði ríkt um það meðal forystumanna Sjálf- stæðisflokksins að nokkurt misvægi atkvæða mætti ríkja. Lagði Einar til, að nær allur texti ályktunarinn- ar um jöfnun atkvæðisréttar yrði felldur út en í staðinn kæmi eftirfar- andi ályktun: „Núverandi kosninga- löggjöf er óviðunandi. Bæði vegna þess að kosningareglurnar eru flóknar og lítt skiljanlegar og fólks- flutningar á milli landsvæða kalla á að hugað sé að kjördæmaskipan- inni. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hvetur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar til þess að leita víðtækra sátta um sanngjarna breytingu á kosningalöggjöfinni. Slíkan undir- búning þarf að vanda svo að sem minnst röskun verði í framtíðinni á þeim ramma sem kosningalöggjöf og kjördæmaskipan er í þjóðfélag- inu. Rétt er að hugað sé að mörgum kostum við endurskoðun kjördæma- skipanarinnar og kosningalaganna. má í því sambandi nefna fyrrnefnda hugmynd réttarfars- og stjórnskip- unarnefndar Sjálfstæðisflokksins, hugmyndina um landið sem eitt kjördæmi, skiptingu landsins í ein- menningskjördæmi og kjördæma- skipan Þýskalands og Irlands. Sjálf- stæðisflokkurinn leggur áherslu á í því sambandi að tryggt sé réttlátt : vægi atkvæða, þingstyrkur sé í samræmi við atkvæðamagn, fækk- un þingmanna og að kjósendum verði tryggð sem mest áhrif á val þingmanna.“ Breytingartillaga Einars var felld með miklum meirihluta atkvæða landsfundarfulltrúa. „ Str í ðsyfirlýsing“ Hrafnkell A. Jónsson gagnrýndi harðlega mannréttindakafla álykt- unarinnar við umræðurnar en í honum segir: „Sjálfstæðisflokkur- inn leggur áherslu á að réttur manna til að standa utan félaga og ganga úr félögum sé verndaður með sama hætti og réttur manna til þess að stofna og ganga í félög og telur því brýnt að eytt verði réttaróvissu um túlkun á 73. gr. stjórnarskrárinnar um félaga- frelsi.“ Hrafnkell sagði að með þessari ályktun væri því haldið fram að aðild að verkalýðsfélögum og greiðsla félagsgjalda væri mann- réttindabrot. Sagði hann að hér væri á ferðinni stríðsyfirlýsing gagnvart verkalýðshreyfingunni. Lagði hann til að þessi hluti álykt- unarinnar yrði felldur út. Var breyt- ingartillaga Hrafnkels felld með miklum meirihluta atkvæða. í sérstökum kafla um kirkjumál í ályktuninni sem samþykkt var segir að Sjálfstæðisflokkurinn fagni umræðum um jsamskipti ríkis og kirkju og ef komi til aðskilnaðar kirkjunnar frá ríkisvaldinu yrði hann að fara fram í fullri sátt allra sem hlut eigi að máli. Við umræðurnar um réttarfars- og stjórnskipunarmál mótmælti Friðjón Þórðarson, fyrrv. ráðherra og sýslumaður, harðlega tillögum í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar um fækkun og sameiningu sýslu- mannsembætta. Þá segir að markmiðið um hallalausan ríkisbúskap hafi því miður orðið að víkja um stundar- sakir fyrir öðrum mikilvægum efnahagsmarkmiðum. Ríkissjóð- ur hafi þurft að færa fórnir til að tryggja vinnufrið og sporna gegn vaxandi atvinnuleysi. Vaxtalækkun brýn og taki tillit til verðbólgustigs Á næstunni sé hins vegar brýnt að koma böndum á halla ríkissjóðs með því að draga úr útgjaldaþörf hans og lækka kostnað við opinbera þjónustu en í því efni hafi margt áunnist undanfarin tvö ár. „Minni halli dregur úr lánsfjáreftirspurn og skapar aukið svigrúm fyrir lækk- un vaxta. Slík lækkun er mjög brýn bæði vegna hagsmuna at- vinnulífs og heimila. Mikilvægt er í þessu sambandi að banka- kerfið taki fyllsta tillit til þess við vaxtaákvarðanir hve verð- bólgustigið er lágt,“ segir í stjórnmálaályktun og þar er einnig lögð áhersla á áframhald- andi einkavæðingu ríkisfyrir- tækja, þ.á m. ríkisbankanna. Gott samstarf við aðila vinnumarkaðar rofni ekki Rakið er í stjórnmálaályktun- inni að vegna neikvæðra ytri skilyrða hafi ríkisstjórnin þui-ft að heyja harða varnarbaráttu á efnahagssviðinu. „Á hinn bóginn hefur tekist gott samstarf við aðila á vinnumarkaðinum um að tryggja vinnufrið og styrkja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Mikilvægt er að það samstarf rofni ekki með uppsögn kjara- samninga.“ Síðan er rakið að þrátt fyrir erfiðleikana hafi mikilvægur árangur náðst á mörgum sviðum og samkeppnis- 1099 tóku þátt í miðstjórnar- kjöri. Drífa Hjartardóttir, bóndi, Keldum, Suðurlandi, hlaut 826 atkvæði, Þuríður Pálsdóttir, yfírkennari, Reykjavík, hlaut 817 atkvæði, Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, Reykjavík, 731; María E. Ingvadóttir, viðskiptafræðingur, Seltjarnarnesi, 671; Hildigunnur Lóa Högnadóttir, skrifstofustjóri, ísafirði, 663; Birgir Ármannsson, laganemi, Reykjavík, 651; Jón aðstaða útflutningsatvinnuveg- anna sé með besta móti enda raungengi krónunnar lægra en um árabil. Þá hafi sköttum verið létt af atvinnulífinu til að bæta starfsskilyrði þess, verðbólga sé aðeins brot af því sem áður var og minni en í nágrannalöndun- um, viðskiptahalli sé þriðjungur þess sem var 1991 og raunaukn- ing erlendra skulda hafi verið stöðvuð. Margt bendi til að botni efna- hagslægðarinnar verði náð á þessu ári og hinu næsta og að þá fari að rofa til á ný í efnahags- málum þjóðarinnar. Þá muni at- vinnuvegirnir njóta góðs af þeirri hagræðingu sem þar hafi farið fram og verði í stakk búnir til að skapa vinnufúsum höndum ný störf. Evrópska efnahagssvæðið, sem væntanlega komi til sögunn- ar um áramót, muni færa ís- lenskum fyrirtækjum margvís- legan ávinning og tækifæri til sóknar á erlendum markaði. „Framundan eru einnig ýmsar jákvæðar breytingar sem leiða af auknu fijálsræði í heimsvið- skiptum og nýju GATT sam- komulagi sem vonandi er að ná- ist sem fyrst,“ segir ennfremur í ályktuninni. „Sá samningur mun hjálpa ýmsum greinum út- flutnings en einnig kalla á aðlög- un hjá þeim sem búa munu við aukna samkeppni frá innflutn- ingi í kjölfar samningsins. Er sérstaklega mikilvægt að vel takist til um aðlögun íslensks landbúnaðar að hinu nýja við- skiptaumhverfi,“ segir í ályktun- inni. Um utanríkismál segir m.a. í stjórnmálaályktun landsfundar að Sjálfstæðisflokkurinn hafí haft forystu um mótun þeirrar Helgi Björnsson, líffræðingur, Húsavík, hlaut 649 atkvæði; Sig- urður Einarsson, útgerðarmaður, Vestmannaeyjum, 643 atkvæði; Magnús L. Sveinsson, form. VR, Reykjavík, 632 atkvæði; Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri, Bakkafirði, 614 atkvæði og Björn Jónasson, sparisjóðsstjóri, Siglu- firði, 562 atkvæði. Allir miðstjórnarmenn sem buðu sig fram til endurkjörs náðu kjöri. Þeir voru: Drífa, Þuríður, Hildi- stefnu í utanríkis- og varnarmál- um sem hafi verið þjóðinni til heilla á tímum kalda stríðsins. Við breyttar aðstæður eftir hrun sovétskipulagsins sé áfram þörf á hollustu við meginstoðir þessarar stefnu, aðildina að Atl- antshafsbandalaginu og varnar- samstarfið við Bandaríkin. Einn- ig sé nauðsynlegt að íslendingar fylgist náið með framvindu sam- starfs Evrópuþjóða á grundvelli aðildar sinnar að Evrópska efna- hagssvæðinu. Sjálfstæðisflokk- urinn telur eðlilegt að íslending- ar leggi sitt af mörkum til að hjálpa þjóðum Mið- og Austur- Evrópu að fóta sig á nýjan leik, veita stríðshijáðum borgurum Bosníu-Herzegovínu mannúðar- aðstoð og leggja Palestínumönn- um lið við uppbyggingu í kjölfar friðarsamninga þeirra og ísraels. Atkvæðisréttlnn ber að jafna í stjórnmálaályktun 31. lands- fundar Sjálfstæðisflokksins segir einnig að landsfundurinn telji að jafna beri atkvæðisrétt kjósenda í landinu. Fleiri en ein leið komi til greina í því efni og eðlilegast sé að ríkisstjórnin hafi forystu um að reyna að ná samkomulagi um breytingar sem lúta í þessa átt og gera jafnframt ráð fyrir fækkun þingmanna. „Raunhæft verður að telja að ná megi slíku samkomulagi fyrir lok kjörtíma- bilsins og taka fyrri áfanga að stjórnarskrárbreytingu vegna þessa fyrir næstu alþingiskosn- ingar,“ segir í ályktuninni. Þar er m.a. einnig vikið að því að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á að sameiginlegir hags- munir landsmanna séu mun meiri en þeir sem sundri. „Það er skaðræðisverk að etja lands- mönnum saman á grundvelli búsetu eða ímyndaðra stétta- hagsmuna. Því hvetur flokkurinn til samvinnu stétta og starfs- hópa, karla og kvenna, í dreif- býli jafnt sem þéttbýli á grund- velli umburðarlyndis gagnvart viðhorfum og hagsmunum," seg- ir í stjórnmálaályktun landsfund- arins. gunnur, Sigurður, Magnús og Björn. Einnig voru í kjöri Pétur Rafnsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði, Svanhildur Ámadóttir, gjaldkeri, Dalvík, Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Búðardal, Þórhallur Jósepsson, að- stoðarmaður samgönguráðherra, Reykjavík, og Örn Kærnested, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ. Atkvæðatölur þeirra fengust ekki uppgefnar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kýs fimm fulltrúa í miðstjórn flokksins. Það kjör fór fram í gær. Endurkjörnir voru Salome Þorkels- dóttir, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal og Pálmi Jónsson. Sturla Böðvarsson var kjörinn í stað Matt- híasar Bjarnasonar sem sagði af sér miðstjórnarsæti í vetur. Drífa Hjartardóttír varð efst í inið st j ó n íarkj öii Fjórar konur og þrír ungliðar náðu kjöri DRÍFA Hjartardóttir hlaut flest atkvæði í miðstjórnarkjöri á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Fjórar konur voru mcðal hinna fimm efstu í kjörinu. Þrír fulltrúar úr ungliðahreyfingu flokksins voru einnig meðal 7 efstu af þeim 11 fulltrúum sem landsfundur kaus í miðstjórn flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.