Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 t Faðir minn, STEFNIR ÓLAFSSON bóndi, Reykjaborg við Múlaveg, andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 24. október. Rósa Stefnisdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, BIRGIR RÚNAR GUÐMUNDSSON, Bergsstöðum, Vogum, Vatnsleysuströnd, lést af slysförum 23. október. Fyrir hönd vandamanna, Ólína Brynjólfsdóttir. t Móðir okkar, ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést aðfaranótt 23. október í Sjúkrahúsi Akraness. Fyrir hönd aðstandenda, Júlíus S. Sigurðsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR VILBORG EINARSDÓTTIR, Dalbraut 27, lést í Landspítalnum 24. október. Fyrir hönd aðstandenda, Örn Steingrímsson, Alice Nilsen og synir. t Ástkær systir okkar, MÁLFRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, áður Háholti 30, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 23. október. Sigríður Þorkelsdóttir, Jón Þorkelsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARON BJÖRNSSON, Ásabraut 3, Sandgerði, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 24. október. Jarðarförin fer fram laugardaginn 30. október kl. 14.00 frá Hvalsneskirkju. Þórir Maronsson, Björn Maronsson, Viggó Maronsson, Helgi Maronsson, Margrét Maronsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Lydi'a Egilsdóttir, Erla Sveinsbjörnsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Magnús Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, KJARTAN KJARTANSSON frá Siglufirði, Mávanesi 8, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, þriðjudaginn 26. októ- ber, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minn- ast hins látna er bent á Hjartavernd. Hallfríður Guðnadóttir, Halldór S. Kjartansson, Snjólaug G. Jóhannesdóttir, Eygló B. Kjartansdóttir, Kjartan H. Kjartansson, Viðar R. Helgason, Birgir R. Halldórsson, Stella Thorarensen Bohnsack. Minninff Sigríður Pálína Friðriksdóttir Okkur langar til þess að minnast ömmu okkar Sigríðar Pálínu með örfáum orðum. Þegar við vorum börn var amma þegar orðin roskin kona, þannig að við þekktum hana eingöngu sem fullorðna, hlýlega ömmu, eins og ömmur eiga að vera. Það var mjög notalegt að koma til ömmu í Kópavogi. Hún tók allt- af glæsilega á móti okkur með ljúf- fengum heimabökuðum kökum og kaffisopa. Amma var mjög iðin við handavinnu. Það var oftar en ekki að hún sat við að prjóna þegar okkur bar að garði. Okkur fannst óneitanlega spennandi að vita á hvern hún væri að pijóna, því að hún var vön að gefa okkur systkin- unum lopapeysur reglulega. Við systkinin fórum ósjaldan í heimsókn með foreldrum okkar til ömmu og afa. Þar hittum við oft fyrir önnur barnabörn sem okkur þótti mjög gaman að leika við. Við minnumst sérstaklega í því sam- bandi jólaboðanna, en þá safnaðist öll íjölskyldan saman á jóladag heima hjá þeim. Þar ríkti gjarnan mikil gleði. Eftir góða jólamáltíð skemmtu bæði fullorðnir og böm sér við að spila á spil. Þessara daga var ávallt beðið með tilhlökkun. Við minnumst ömmu okkar með hlýhug um alla framtíð. Helgi og Kristinn Amarsynir. Mánudaginn 18. október andað- ist Pálína Friðriksdóttir, tengda- móðir mín, á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. í Sunnuhiíð hafði Pálína dvalið síðustu árin, en hún veiktist skyndilega fyrir rúm- lega fjórum árum og virtist þá sem öllu væri lokið. En það ótrúlega gerðist að hún komst til nokkurrar heilsu eftir góða umönnun á Landa- kotsspítala og síðar í Sunnuhlíð. Þegar komið er að þessari kveðjustund koma í hugann margar góðar minningar frá tæplega 40 ára kynnum okkar. Eg kynntist því fljótlega hvílík myndarkona hún var í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði til að bera mikla festu og vissi hvað hún vildi. Það var því gaman að rökræða við hana um landsins gagn og nauðsynjar. Það var notalegt að koma í eldhús- ið hjá henni og bragða á bakkelsinu sem ævinlega var nóg til af. Ég komst líka fljótlega að því að marg- ir sveitungar og vinir áttu oft leið hjá og litu inn hjá þeim Pöllu og Gumma. Raunar uppgötvaði ég nýja hlið á tilverunni þegar ég kynntist því hvernig fólkið úr Sléttuhreppi ræktaði vinskap með því að heimsækja hvert annað og hittast alltaf þegar tækifæri gafst. Á þeim árum sem fáum datt í hug að komast í skóla eða upp úr 1920, þegar Pálína var tæpra 16 ára gömul, fór hún suður til Reykjavíkur í Kvennaskólann. Á þessum tíma var það mikið ferðalag alla leið frá Aðalvík í Sléttuhreppi að komast til Reykjavíkur. I Kvennaskólanum sat hún einn vet- ur, en efnin voru ekki meiri en það að hún gat ekki verið annan vetur til eins og hana langaði til og hún hefði þurft til að ljúka skólanum. Samt var þetta ómetanleg menntun sem hún fékk þennan vetur og flutti með sér í heimabyggð sína. Pálína var afburða lagin við allan sauma- skap og nutu dætur hennar þess og síðar bamabömin. í allri kunn- áttu í handavinnu kom sér vel kennslan sem hún fékk veturinn í Kvennaskólanum auk þess sem Pálína var sérlega lagin og útsjón- arsöm til allra verka. Pálína fæddist í Rekavík bak Látrum 14. desember 1906. Móðir hennar deyr þremur vikum eftir að hún fæddist og hún ólst upp hjá fósturforeldrum á Látrum í Aðalvík til tíu ára aldurs, en þá létust báðir fósturforeldrar hennar. Hún flyst þá til föður síns og stjúpu. Árið 1924 farast í sjóróðri tveir hálfbræður hennar og árið 1933 deyr hálfsystir hennar. Á þessu sést að hún hefur mátt horfa á eftir mörgum nánum ættingjum sínum. Hún á einn eftirlifandi hálf- bróður, Gunnar Friðriksson. Á árunum eftir dvölina í Reykja- vík vann hún ýmis störf í Sléttu- hreppi og á ísafirði. Einnig var hún eitt sumar í Skagafirði. Árið 1934 giftist hún Guðmundi Rósa Bjarna- syni frá Látrum. Þau eignuðust fjórar dætur, Matthildi Guðnýju, Ému Þórdísi, Bjargeyju og Kristínu Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐJÓN INGÓLFSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áður Hraunbrún 5, andaðist í Vífilsstaðaspítala að kvöldi 22. október s.l. Aðalheiður Frímannsdóttir, börn og tengdabörn. t Faðir okkar, JAKOB FALSSON, Sundstræti 23, ísafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði sunnudaginn 24. október. Guðrún Jakobsdóttir, Jónína Jakobsdóttir, Lilja Jakobsdóttir, Sveinbjörn Jakobsson, Óli Jakobsson, Hörður Jakobsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÓLI LÁRUSSON, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, áður til heimilis í Melgerði 20, Reykjavík, sem lést 17. október, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. október kl. 15.00. Guðríður Pétursdóttir, Jón Auðunn Kristinsson, Guðmar Pétursson, Elsa Ágústsdóttir, Einar Pétursson, Valgerður Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. S. HELGASON HF E STEINSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.