Morgunblaðið - 26.10.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.10.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 Breytingar á Litla-Hrauni Menn verði betri menn eftir vistina „VIÐ settum okkur að markmiði að umhverfi manna sem af- plána sé þannig að þeir verði betri menn eftir vistina og læri að venjast góðu og manneskjulegu umhverfi þar sem hver ein- staklingur finni að hann sé virkur í því samfélagi sem þarna er. Umhverfi fanga verði þannig að þrátt fyrir frelsissviptingu sé tryggt að mannlegrar virðingar sé gætt þó þeir séu stöðugt minntir á að um refsivist sé að ræða,“ sagði Finnur Björgvins- son annar tveggja arkitekta að nýbyggingum og endurbótum á Litia-Hrauni. Hinn arkitektinn er Hilmar Þór Björnsson. Finnur sagði að tillagan fæli í sér tvær nýbyggingar. Önnur væri fyrir íþróttaiðkun og léttan iðnað en hin fyrir 45 fanga í jafn mörg- um klefum. Hver klefi er 10 fm að stærð, með snyrtingu og sturtu. Að auki er setustofa og eldhús fyrir hvetja 9 manna deild. Tillögumar gera ráð fyrir að í nýja húsið fari mötuneyti úr elsta húsinu á lóðinni en þaðan fari fram stjómun. Austanmegin við elsta húsið verði svo aðstaða fyrir fangaverði, móttökudeild og 20 klefar. Gert er ráð fyrir gróðri á lóðinni og að girðing umhverfis hana verði bætt. Eins og fram hefur komið verð- ur áhersla lögð á að flýta fram- kvæmdum við nýju fangelsisbygg- inguna og gert er ráð fyrir að byggingunni verði fulllokið vorið 1995. Handrit Friðriks Eriings- sonar komst í úrslitin Stefnir Ólafs- son bóndi látinn DRÖG að sjónvarpshandriti Friðriks Erlingssonar, sem hlotið hefur nafnið Hreinn Sveinn, komust í 10 handrita úrslit í Genfar-handritasam- keppni EBU, Evrópusambands sjónvarpsstöðva og evrópskra menning- arstofnana. Handritshöfundamir fá 25.000 svissneska franka eða u.þ.b. 1.200 þús. íslenskar krónur til að fullvinna drögin. Sjónvarpið sendi tvö önnur íslensk handrit í keppnina en þau hlutu ekki viðurkenningu. STEFNIR Ólafsson bóndi að Reykjaborg við Múlaveg í Reykjavík er látinn, 79 ára að aldri. Stefnir fæddist 1. nóvember 1913. Foreldrar hans byggðu býl- ið og tók hann við búsforráðum af þeim. Hann var síðasti búandi bóndinn í Reykjavík. Eftirlifandi dóttir hans er Rósa Stefnisdóttir. Keppninni, sem nú er haldin í fjórða skipti, var hleypt af stokkun- um í því skyni að hvetja unga höf- unda til að skrifa handrit að sjón- varpsleikritum eða sjónvarpsþátt- um. Annað hvert ár eru 10 hand- ritadrög valin til nánari útfærslu og næsta ár á eftir er verðlauna- handrit valið og höfundi þess veitt verðlaun að upphæð 30.000 sviss- neskir frankar eða um 1.440 þús- und. Árið 1987 var handrit Vilborgar Einarsdóttur og Kristjáns Friðriks- sonar, Steinbam, valið í 10 hand- rita úrslit og árið á_ eftir hlaut það sérstök verðlaun. Árið 1991 fékk Kristlaug María Sigurðardóttir starfslaun til að vinna úr drögum handritsins Fríðu frænku. Handrit Friðriks var valið af þriggja manna dómnefnd, sem í sátu Ásdís Thoroddsen, Viðar Vík- ingsson og Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjórar. Hin handrit- in sem valin vom til keppni voru Fjöregg eftir Kristínu Átladóttur og Bókfærsla í viðlögum eftir Þor- kel S. Harðarson. „Hreinn Sveinn er ástarsaga fyr- ir alla fjölskylduna," sagði Friðrik. „Sveinn er 12 ára og ástfanginn af bekkjarsystur sinni. Hann á erf- itt með að tjá henni ást sína lengi vel. Síðan fær hann í heimsókn til sín utan af landi frænku sína 15 ára gamla og lífsreynda. Þeim lend- ir illa saman í upphafi en verða síð- an mestu mátar og hún reynist honum betur en engin þegar mál- efni hjartans em annarsvegar." Friðrik sagði að greinilega hafi mátt merkja titring evróþskra sjón- varpsframleiðenda í garð banda- rískra. „Ég hef á tilfinningunni að þessi keppni sé sett til höfuðs bandarísku sjónvarpsefni," sagði hann. „Þarna er verið að hvetja og styrkja ungt fólk til að semja efni fyrir sjónvarp og það var mjög spennandi og gaman að hitta níu aðra sem vom í sömu stöðu.“ -------» ♦ ♦------- «-e Einn best búni tækjasalur landsins, nýlega stækkaður og yfirfarinn. Mikið af nýjum tækjum frá Competition Line í Svíþjóð. Ef þú vilt æfa á afslöppuðum stað, með toppþjálfara við hendina og fjölbreytt æfingatæki er Ræktin rétti staðurinn fyrir þig. Láttu sjá þig og við tökum vel á móti þér - því fyrr þvi betra. p|i-|JBRENNSI_IJNÁI\/ISKEIÐ Nýtt 8 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 27. okt. fyrir byrjendur og þá sem vilja taka vel á. Við leggjum áherslu á að fraeða þig um ástæðu offitu og hvernig á að ná varanlegum árangri. Útbýti með greinum, skýringum og næringarfræði. Fyrirlestrar um mataræði og hreyfingu. Vigtun, fitumæling o.fl. Þolfimi þrisvar í viku. Tækjasalur tvisvar í viku. Þeir sem missa 8 kíló eða fleiri fá frítt mánaðarkort hjá Ræktinni. Takmarkaður fjöldi kemst að. Skráið ykkur strax! . . tímataflan í ræktinni: Fullkommn tækjasalur. Vatnsgufa. Fjölbreyttir þolfimitímar á dýnulögðu æfingagólfi. Þrautreyndir kennarar. Fjölskyldutilboð. Mánudagur Priöjudagur Miövikudagur Ftmmtudagur Föstudagur Laugardagur 10:30-11:30 MRL + Pallar MRL + PaHar! 1 11:00 Fitubr. opin 12:00 Kartatimar Kariatímar Kariatímar Kariatímar MRL + Pailar 14.00-15:00 MRL + PaHar MRL ♦ Paliar 13:00 Pallar + æf. 16:30-17:30 Palar+ of. Pallar + aef. Pallar + aefJ Rtuör. opin 17:30-18:30 Þrak MRL + Pallar Þrek MRL + PaUar MRL + Pailer 18:30-19:30 MRL + Pallar Þrekhringur MRL + Pallar Þrekhringur Fitubrennsla Byrýendat. 19:3020:» FiUkrennaia Byrjendat. MRL HtuDrennsia Byrjendat. MRL 20:3021:30 Rtubr. opm Framhaktet Pallar ♦ æf. Fitubr. opin Framtwktet Pallar + aaf. OÚIMPUR 8 T o Ð FROSTASKJÓLI 6 SlMAR 12815 & 12355 Morgunblaðið/Jón Svavarson ÍSÍ fær viðurkenningv Jafnréttisráðs ÍÞRÓTTASAMBAND íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs fyr- ir framtak sitt til jafnréttismála með umbótanefnd í kvennaíþróttum á sunnudag. Dómnefnd taldi óhætt að fullyrða að störf nefndarinnar hefðu vakið athygli enda hefði hún starfað ötullega og komið mörgu í framkvæmd konum til góða. Umbótnefndin leggur áherslu á þrjá þætti í starfi sínum: kynningu, upplýsingu og fræðslu. Hún hefur m.a. haldið námskeið undir yfirskriftinni „Þori, get, vil“ og eru ætl- uð konum sem hafa áhuga á að vinna að leiðtoga- og stjórnunarstörf- um innan íþróttahreyfingarinnar. Að ofan sést Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra, afhenda fulltrúum umbótanefndarinnar viður- kenninguna. Þau eru Unnur Stefánsdóttir og Ellert B. Schram. Viður- kenningin var að þessu sinni valin í annað sinn. Atti hundum á starfsmenn bensínstöðvar ÖLVAÐUR maður beitti fyrir sig tveimur Sankti Bernharðshund- um þegar honum var mejnuð inn- ganga í bensínstöð við Ánanaust í gærkvöldi. Annar hundurinn glefsaði í hönd starfsmanns á bensínstöðinni og lögreglumaður fékk skrámur á efrivör þegar hann reyndi að flytja hundana í lögreglubO. Maðurinn fyrtist við, þegar starfsmenn stöðvarinnar bönnuðu honum að hafa hundana tvo með sér inn. Hundarnir eru nú í gistingu í dýraspítala en lögreglan telur að málið verði leyst með því að maður- inn verði sektaður fyrir framferði sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.