Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 3 BIRGIR Rúnar Guðmundsson, sem lést í umferðarslysi á Vatns- leysustrandarvegi siðastliðinn laugardag. Formlegar viðræður hafnar um gjöld vegna debetkorta BANKAR og sparisjóðir hafa tekið upp formlegar samningavið- ræður við Kaupmannasamtökin og samstarfsaðila þeirra vegna þjónustugjalda á debetkort. Af hálfu bankanna mun stefnt að því að fá fram niðurstöðu fyrir lok mánaðarins þannig að útgáfa kortanna geti hafist í byrjun nóvember. Eins og komið hefur fram er stefnt að því að debetkortin verði fyrst gefin út til bankastarfs- manna í byijun nóvember. Gangi kerfið að óskum er gert ráð fyrir- að almenn útgáfa kortanna hefist um miðjan nóvembermánuð. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa verið gerðir samn- ingar um debetkort við á þriðja hundrað fyrirtæki hjá Visa íslandi og um 200 samningar hjá Kredit- kortum. Aðildarfyrirtæki að Kaup- mannasamtökunum hafa hins veg- ar hafnað samningum við greiðslu- kortafyrirtækin vegna þjónustu- gjalda sem þeim er ætiað að greiða. Hafa samtökin átt sam- starf við önnur fyrirtækjasamtök og stórfyrirtæki í þessu máli þ. á m. alla stórmarkaði, Bíl- greinasambandið, Félag íslenskra stórkaupmanna, Fríhöfnina í Keflavík, Flugleiðir, olíufélögin, kaupfélögin og Samband veitinga- og gistihúsa. Fulltrúar í samninganefnd bankanna eru þeir Jóhann Ágústs- son, stjórnarformaður Visa ís- lands, Tryggvi Pálsson, stjórnar- formaður Kreditkorta, Sigurður Hafstein, fulltrúi RÁS-nefndar, og Sveinn Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbankans. Af hálfu Kaupmannasamtak- anna og samstarfsaðila þeirra mættu til viðræðnanna Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- samtakanna, Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri samtakanna, Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, Hörður Helgason, aðstoð- arforstjóri Olís, og Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Sam- bands veitingar og gistihúsa. Lést í um- ferðarslysi BANASLYS varð á Vatnsleysu- strandarvegi skammt austan Voga skömmu eftir hádegi á laug- ardag. Þrír menn voru í bílnum, slasaðist ökumaður bflsins tölu- vert en fimm ára piltur í aft- ursæti slapp án alvarlegra meiðsla. Slysið varð í beygju og virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í lausamöl þegar bíll kom úr gagnstæðri átt. Bíll valt út fyrir veg og kastaðist farþegi í framsæti út úr bílnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Maðurinn sem lést í slysinu hét Birgir Rúnar Guðmundsson, til heimilis að Bergsstöðum Vogum. Hann fæddist 1949 og lætur eftir sig eiginkonu og þijú börn. ------......... Málefni Norð- urlanda færð til forsætis- ráðuneytisins SKRIFSTOFA Norðurlandamála á vegum ríkisstjórnasamstarfs- ins flyst úr utanríkisráðuneytinu yfir í forsætisráðuneytið um ára- mót. Þetta er liður í breytingum á vettvangi Norðurlandasam- vinnunnar í þá átt að forsætisráð- herrar beri meiri ábyrgð og tak- ist á hendur meiri verksljórn en áður hefur verið. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu, fólu forsætisráðherrar Norðurlanda fulltrúum sínum að gera um þetta tillögur fyrir nokkru. „Tillögurnar hafa verið settar fram og ræddar og nú er verið að framkvæma þær eða undirbúa framkvæmd þeirra. Ein þeirra felur í sér að forsætisráð- herrarnir hafi stærra hlutverk í Norðurlandasamvinnunni en áður, beri meiri ábyrgð og hafi ákveðna verkstjórn í því samstarfi. í tengsl- um við þetta var talið eðlilegt og rétt að skrifstofa Norðurlandamála á vegum ríkisstjómasamstarfsins væri undir forsætisráðuneytinu. Um það var fullt samkomulag innan ríkisstjórnarinnar og verður fram- kvæmt frá og með næsta ári. Starfsmenn skrifstofunnar flytjast með á milli ráðuneyta en staðsetn- ingin hefur ekki verið ákveðin end- anlega," sagði Ólafur. Norðurlandasamstarfið fer einn- ig fram á vettvangi þjóðþinga Norð- urlandanna, Norðurlandaráði. Þar sitja þingmenn og ráðherrar Norð- urlandanna. Starfsemi þess er skipulögð af sameiginlegri -.skrif- stofu í Stokkhólmi svo og af skrif- stofum í þjóðþingum hvers lands. Hér er sú skrifstofa í alþingi. Matreiðslubók í tilefni af 35 ára afmæli smjörsölunnar sf. I þessa bók höfum við valið úrval uppskrifta, sem hafa verið marg- reyndar í tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. Það er von okkar, að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi , N Y HANDBOK FYRIR SÆLKERA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.