Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 Islandsmeistaratitill í bílaíþróttum í flokki óbreyttra bíla Ævintýralegiir signr ÓSKAR Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson á Mazda 323 fjórhjóla- drifsbíl nældu í íslandsmeistaratitilinn í flokki óbreyttra bíla á síðasta rallmóti ársins á sunnudaginn, Tudor Sönnak-rallmóti Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Unnu þeir keppnina og tryggðu sér þar með titilinn eftir keppni við Ævar Sigdórsson og Ægi Ármannsson á Lancia Delta, sem leiddu rallið á tímabili. I öðru sæti urðu Stefán Asgeirsson og Anna K. Sveinsdóttir á Ford Esc- ort, aðeins rúmum 20 sekúndum á eftir fyrsta sætinu. Tveimur dögum fyrir keppni var staðan svona, bíllinn úti í hrauni og undirvagninn stórskemmdur. Meistararnir höfðu hraðar hendur og lagfærðu bílinn á mettíma. Það að hala inn titilinn gekk ekki átakalaust hjá Óskari og Jó- hannesi. Tveim dögum fyrir keppni endaði bíllinn úti í hrauni, þegar þeir voru að prófa hann og undír- vagninn stórskemmdist, skila átti bílnum í skoðun síðdegis daginn eftir. „Þetta var- áfall sem kostaði mikla vinnu alla nóttina. Við feng- um hálfan bíi í varahluti frá Jóni Ragnarssyni, sem átti samskonar Mazda-bíl og við ökum. Við kom- umst með allt í lagi í skoðun, höfð- um klukkutíma áður verið með bflinn í réttingabekk, en þurftum svo að vinna nóttina fyrir keppni til að fullklára hann. Þetta kostaði mikið svitabað, en við náðum að leggja af stað, þótt ótrúlegt sé. Þegar ég sá bílinn úti í hrauni var titillinn næstum fokinn. En keppn- isskapið hjálpaði okkur og aðstoð- armönnum okkar að beija bílinn í rétt horf,“ sagði meistarinn Ósk- ar Ólafsson í samtali við Morg- unblaðið. „Sjálf keppnin var hörð. Minn helsti keppinautur, Ævar Sigdórs- son, náði forystu á tímabili, en missti síðan bílinn útaf og tapaði miklum tíma. Ég gerði sjálfur nokkur mistök í akstri, var ör- þreyttur en það slapp, þrátt fyrir mikla keppni. Færið var mjög erf- itt, drulla lá yfir klakabundnum vegunum og því mikil hálka. Jón Ragnarsson missti sinn bíl út í kant eftir að vera kominn í mikinn ham á Djúpavatnsleið. Afturhjóla- búnaður bilaði, skiptigaffall bogn- aði síðan og hann varð að hætta eftir góða frammistöðu. Ég hafði sjálfur verið heppinn á einni leið- inni þegar afturdekk sprakk. Leið- in var styttri en upphaflega var áætlað og það var eins og himna- sending, því ég hafði þegar ekið 5-6 kílómetra á sprungnu og tapað einhverjum tíma, það fór sæmilega um mann þegar sprakk, en ég ætlaði ekki að gefa mig fyrr en í fulla hnefana. Birgir og Gunnar Vagnssynir voru á meðal toppbíl- anna en urðu að hætta eftir að afturhjól flaug undan á miðri leið. Það var vissulega kærkomið að vinna titilinn í flokki óbreyttra bíla í lokakeppninni. íslandsmeist- ararnir yfir heildina, Ásgeir Sig- urðsson og Bragi Guðmundsson á Metro, kepptu ekki á lokamótinu, en fylgdust með rallinu með myndavélar á Iofti. Það hefðu fleiri óbreyttir bílar mátt vera með í Islandsmótinu til að fá meiri spennu. Okkur langar að prófa eina keppni erlendis og erum að skoða það að fara á Norðurlanda- mótið í febrúar í Svíþjóð, þar eru aðstæður allt aðrar en við þekkj- um, snjór og ísing. Við myndum fá nýja vídd með því að fara þang- að. Svo getur verið að við seljum bílinn fyrir næsta ár. Annars hefur Mazdan reynst okkur vel. Spenn- andi væri að kaupa nýja Ford Escort Cosworth-bílinn, en hann er alltof dýr. Mazdan og Ræsir hafa reynst okkur vel, þannig að kannski kaupum við annan slíkan, eða notum sama bíl. Þetta verður allt skoðað í vetur,“ sagði Óskar. - GR Gamli skólinn í Viðey tekinn í notkun eftir endurbyggingu VEGNA mistaka í sunnudags- blaðinu, er eftirfarandi frásögn endurbirt: Endurbyggingu Viðeyjarskóla er nú lokið og var hann formlega tek- in í notkun í hófi í eynni 21 október. Skólinn á sér langa sögu, en kennsla hófst þar í heimahúsum og var þarna útibú frá Mýrarhúsa- skóla haustið 1912. Húsið sem nú hefur verið endurbyggt var hins vegar tekið í notkun í nóvember 1928 og var kennt þar til vorsins 1941. Þá lagðist skólinn af, enda fólk þá að mestu horfíð úr eynni. Húsið hefur verið að grotna niður um árabil, var lengi skjólshús hesta í eynni. En árið 1989, lét staðar- haldari stinga allt að 60 sentimetra þykka skán út úr húsinu. Var þá formlega snúið til annars vegár með húsakynnin. Síðan hefur húsið verið endurbyggt í áföngum og verkinu nú lokið. Upprunalega kostaði húsið 220 nýkrónur, en endurbygging þess kostaði nú 17,2 milljónir, þar af var kostnaður við lokaáfangann 12,1 milljón. í upprunalegri mynd Markús Öm Antonsson borgar- stjóri sagði í erindi við opnun húss- ins að við endurgerð þess hefði verið leitast við að halda húsinu í sem upprunalegastri mynd, þannig væri allt tréverk smíðað nákvæm- lega eftir sýnishornum úr húsinu og grunnplan hússins væri óbreytt, nema að klefi fyrir steypiböð væri nú tæknirými og upprunalegi kyndiklefínn rúmaði nú snyrtiher- bergi fyrir fatlaða. Markús kom einnig inn á það í máli sínu, að fýrrum hafí húsakynnin þótt hin ágætustu, þannig að öfundar hafi gætt. Það hafí komið fyrir að for- eldrar á Seltjamamesi, en Viðey tilheyrði áður því bæjarfélagi, hafí neitað að senda börn sín í Mýrar- húsaskóla meðan þar voru útik- amrar. Borgarstjóri afhenti að lokum staðarhaldara húsið til notkunar. Séra Þórir Stephensen flutti þá erindi um skólahald í Viðey allt frá tímum skólans í klaustrinu, sem stofnað var 1225 til loka skóla- halds á Sundbakka í Viðey 1941. Draugagangur Þórir Stephensen sagði ennfrem- ur að er skólahald var liðið undir lok hefði Steinn Steinarr þráð mjög að eignast híbýlin og fengið aðstoð vinar síns og útgefanda, Ragnars í Smára, við að reiða fram fyrstu útborgun. En þegar til kom varð Steini ekki svefnsamt í húsinu vegna draugagangs og var þá kall- aður til vinur hans annar sem kunni tökin á þess háttar vanda. Flæmdi sá alla drauga út í ákveð- ið hom í húsinu, dró krítarstrik fyrir homið og tilkynnti hinum framliðnu að þeim væri ekki heim- ilt að fara yfír strikið. Eftir það hafði Steinn svefnfrið. Hann hélt vinum sínum eftirminnilegar veisl- ur í skólanum, en fluttist síðan þaðan og náði aftur útborgun sinni,“. Séra Þórir Stephensen vék einn- ig að hugmyndum um framtíðarnot hússins. Væru þau mál i athugun, en áætlað væri að nota húsið til skóla-, ráðstefnu- og sýningahalds. í skólastarfí væru uppi hugmyndir um að nýta húsið sem skólasel fyrir 11 ára börn. V iðey ingaf élagið Margir fyrmm nemendur Viðeyj- arskóla vom meðal gesta. Einn þeirra, Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi, formaður Viðeyj- arfélagsins, sagði að eftirleiðis yrði 21. október sérstakur hátíðisdagur félagsins. Örlygur sagði enn frem- ur að saga skólahússins væri margslungin og skemmtileg. Nem- endur Viðeyjarskóla væra af ýms- um toga. Éyjan og skólinn væm það sem byndi hópinn saman. Það væru sterk bönd sem ekkert ynni á. Örlygur afhenti síðan skólanum að gjöf 2 myndir, aðra af kennar- hjónunum, sem þar voru lengst, Ásmundi G. Þórðarsyni og Guð- laugu Bergþórsdóttur og stóra lit- mynd af þorpinu á Sundbakka í Viðey. Þá afhenti Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi skólanum Seltirningabók að gjöf og flutti kveðjur af Seltjarnarnesi. Davíð Ólafsson fyrrverandi seðlabankastjóri, einn af nemend- um skólans tók síðastur til máls og sagði að eðlilegt væri að menn spyrðu, hvers vegna skóli þessi hafí verið byggður á þessum tíma, þ.e. 1928. Hann sagði skýringuna vera að á áranum þar um kring hefði verið mikið athafnalíf í Viðey og voru fastbúandi þar yfir 100 manns og það húsnæði, sem not- ast hafði verið við til skólahalds alls ófullnægjandi . Athafnalífið byggðist á rekstri togara í eigu Kárafélagsins. Faðir hans Ólafur Gíslason framkvæmdastjóri Kára- félagsins, var kosinn í hreppsnefnd árið 1928, eftir því sem segir í Seltirningabók. Var honum falið að útvega teikningu að hæfilegu skólahúsi og lá sú teikning fyrir 21. júlí og samþykkti hreppsnefnd- in að byggja skólann. Var Ólafi ásamt Hallgrími Jónssyni, sem einnig var úr Viðey, falið að hafa umsjón með verkinu. Eftir því sem segir í bókinni var skólinn tilbúinn til kennslu í október sama ár. Davíð rifjaði síðan upp nokkuð um athafnalífið á þessum tíma. Á tímabilinu 1925-32 vora lengst af 3 togarara gerðir út frá Viðey og lögðu upp afla sinn á eyjunni. Var það allt saltfiskur og var fiskurinn þveginn og þurrkaður til útflutn- ings. Fór þurrkurinn aðallega fram úti á stómm malarreitum, en seinni árin einnig í þurrkhúsi, sem notaði rafmagn til að drífa blástursvél- arnar og framleiða hitann. Mun það hafa verið eitt af fyrstu húsum sinnar tegundar á landinu. Loks afhentu dætur Sigurðar Jónssonar frá Stöpum skólastjóra Mýrarhúsaskóla mynd af föður sín- um, en hann var skólastjóri Viðeyj- arskóla allan tímann sem kennt var í húsinu. Hverfafundir borgarstjóra 1993 Þin skoðun skiptir máli Komdu hugmyndum þínum á framfæri við Markús Örn Antonsson, borgarstjóra, milliliðalaust. Á fundinum verða til sýnis líkön og skipulagsuppdráttur. Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi, Austurbær - Norðurmýri, Hlíða- og Holtahverfi. Þriðjudagur 26. október á Hótel Borg kl. 20.30. Fundarstjóri: Gunnlaugur S. Gunnlaugsson. Fundarritari: Áslaug Ottesen. REYKJAVÍK öflug borg í öruggum höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.