Morgunblaðið - 26.10.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.10.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 7 Fjárveitingar ríkissjóðs til blaðaútgáfu og þingflokka eru 116 milljónir króna Framlögin hafa lækkað um tæpar 70 millj. frá 1990 FJÁRVEITINGAR ríkisins til blaðaútgáfu og þingflokka eru tæpar 116 milljónir króna á yf- irstandandi ári samkvæmt fjár- lögum ársins og hafa lækkað um 67 milljónir króna frá árinu 1990 þegar þessi framlög voru mest en þá námu þau 182 miilj. króna á núgildandi verðlagi. Árið 1990 voru útgjöld til dagblaðakaupa fyrir stofnanir ríkisins hækkuð úr 14,9 millj. árið 1989 í 55 millj. króna. Síðan hefur verið dregið úr þessum kaupum og í ár eru keypt dagblöð fyrir 11,7 millj. króna skv. fjárlögum ársins. Ofangreindar upplýsingar koma fram í svari fjármálaráðherra á Al- Fjárveitingar til útgáfumála og stjórnmálaflokka 1988-1993 á verðlagi ársins 1993* R e i k n i n g u r Fjárlög 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Sérfræðileg aðstoð við þingflokka 16.242 23.825 24.985 25.727 25.281 24.100 Styrkur til blaðaútgáfu skv. tillögum sjórnskipaðrar nefndar 43.350 63.848 73.277 68.727 55.748 80.000 Kaup dagblaða skv. heimild í 6. gr. 13.915 . 14.946 55.004 43.971 21.037 11.700 Til útgáfumála skv. ákv. þingflokka 24.162 28.094 29.042 28.350 25.505 0" SAMTALS 97.669 130.714 182.308 166.509 127.570 115.800 * Miöað við verðvísitölu landsframleiðslu ** Sameinað styrk til blaðaútgáfu þingi við fyrirspurn Einars K. Guð- finnssonar alþingismanns. Fram kemur í. svari ráðherra að fjárveitingar vegna sérfræðilegrar aðstoðar við þingflokka hafa að mestu staðið í stað frá árinu 1989. Styrkur til blaðaútgáfu samkvæmt tillögum stjórnskipaðrar nefndar var hæstur árið 1990 eða 73,2 millj. króna en styrkurinn hefur síðan lækkað að raungildi. Á yfirstandandi ári voru þessi framlög sameinuð styrkjum sem veittir eru til útgáfu- mála samkvæmt ákvörðun þing- flokka og nema samtals 80 millj. króna samanborið við 102 milljónir sem varið var til þessara mála úr ríkissjóði árið 1990. Bræla á síld- armiðunum BRÆLA hefur hamlað veiðum á síldarmiðunum við Austurland síðan um miðja síðustu viku. Um 33 þúsund tonn af síld hafa bor- ist á land en þar af hafa tæplega 10 þúsund tonn farið í bræðslu. Um 30 skip stunda nú síldveið- arnar og er Húnaröst RE afla- hæst með 3.083 tonn. Að sögn Ómars Ólafssonar stýri- manns á Albert GK er búist við áframhaldandi brælu á miðunum næstu daga. Hann sagði að mikið virtist af síld í Berufjarðarál og útlit fyrir góða veiði þegar veður skánaði. Aflahæstu síldarbátarnir eru Húnaröst RE með 3.083 tonn, Gullberg VE með 2.630 tonn og Þórshamar GK með 2.441 tonn. -----♦------- Lítið veiðist á loðnumiðum LÍTIL loðnuveiði hefur verið að undanförnu og eru allar loðnu- verksmiðjur hráefnislausar. Bát- arnir hafa leitið loðnu fyrir Norðurlandi með litlum árangri. Um 444 þúsund tonn hafa borist á land á vertíðinni en þar af hafa erlend fiskiskip landað um 14 þúsund tonnum. Að sögn Þórðar Jónssonar rekst- ararstjóra SR mjöls á Siglufirði hefur veður verið óhagstætt og lítið fundist af loðnu að undanförnu. Loðnumælingar Þórður sagði að bátarnir hefðu leitað við Kolbeinsey og austur af Langanesi með litlum árangri. Loðnumælingar hefjast bráðlega fyrir Vestfjörðum og fæst þá úr því skorið hvort bátarnir geta hafið veiðar þar á ný. Svæðinu var lokað fyrir nokkru vegna smáloðnu í afla. ----»■♦ ♦---- Attunda Nátt- úruverndar- þing haldið á Loftleiðum ÁTTUNDA Náttúruverndarþing verður haldið á Hótel Loftleiðum 29. og 30. október 1993. Á þinginu verður lögð fram skýrsla um störf Náttúruverndar- ráðs 1991-1993 og drög að stefnu í náttúruvernd sem Náttúruvernd- arráð leggur fram sem umræðu- grunn á þinginu. Þingsetning er kl. 9 föstudaginn 29. október og að henni lokinni, kl. 9.15, mun um- hverfisráðherra flytja ávarp. Þá er vakin athygli á ræðu formanns og framkvæmdastjóra Náttúruvernd- arráðs. Hinn sívinsæli galli frá Polarn og Pyret er þekktur fyrir endingu, gæði og notagildi. Hann er hlýr, vindþéttur og blotnar ekki í gegn. Hægt er að taka fóðrið úr og nýtist gallinn því vetur, sumar, vor og haust. Þurrt og hlýtt í hvaða veðri sem er, í galla frá Polarn og Pyret. Polam&Pyret KRINGLUNNI 8 - 12 SÍMI 68 18 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.