Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
11
\
Fyrsta sýning í Galleríi
Listanum í Kópavogi
Garðar B. Sigvaldason: Akrafjall séð úr Hvalfirði.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Kópavogur hefur til skamms
tíma ekki gegnt neinu hlutverki í
myndlistarlífi landsmanna, þrátt
fyrir að vera næststærsti kaup-
staður landsins. Þar hafa búið
ýmsir þekktir myndlistarmenn í
gegnum tíðina, en til að sýna verk
sín hafa þeir mátt leita út fyrir
bæjarmörkin, þar sem ekkert sýn-
ingarhúsnæði hefur verið til staðar
í bænum.
Loks er útlit fyrir að þetta
ástand fari að breytast til batnað-
ar. Bygging Listasafns Kópavogs,
sem í hugum listunnenda á sér
svipaða sögu seinkana og úrræða-
leysis og bygging Þjóðarbókhlöðu
í hugum landsmanna almennt,
virðist nú komin á skrið, og er
gert ráð fyrir að taka safnið í notk-
un á næsta ári. Þá hefur það einn-
ig gerst, að einkaaðilar hafa opnað
fyrsta sýningarhúsnæðið í bænum,
en fyrirtækið Gallerí Listinn hefur
opnað sýningarsal í Hamraborg
20a, miðsvæðis í Kópavogi, við
helstu verslunargötu bæjarins.
Hér er um að ræða rúmgóðan
sal, sem ætti að henta undir ýmsar
tegundir myndlistar; hér með skal
aðstandendum fyrirtækisins óskað
til hamingju með framtakið, sem
verður vonandi til að efla áhuga
Kópavogsbúa á myndlist um leið
og listamenn fá aðgang að aukinni
sýningaraðstöðu á höfuðborgar-
svæðinu.
■ Fyrsta sýningin á þessum nýja
stað er um leið fyrsta einkasýning
viðkomandi listamanns. Garðar
Bjarnar Sigvaldason stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla
íslands á árunum 1979-84, og
útskrifaðist úr myndmótunardeild.
Frá þeim tíma hefur hann að mestu
starfað við útlitshönnun á dagblöð-
unum, en sinnt myndlistinni í hjá-
verkum.
A sýningunni í Gallerí Listanum
sýnir Garðar rúmlega fjörutíu
pastelmyndir, sem hann hefur
flestar unnið á ferðum sínum um
Suður- og Suðvesturland á nýliðnu
hausti. Þetta eru stílfærðar lands-
lagsmyndir, þar sem myndefnið er
ekki aðalatriðið; það er notað
ftjálsiega, og gæti oft og tíðum
einnig verið tilfallandi niðurskipun
abstrakt litaflata, eins og sést t.d.
í „Álfakirkja, Þórsmörk" (nr. 9)
og „Helgrindur" (nr. 36). Þéttir
haustlitirnir (gulir, brúnir, bláir)
eru mest áberandi í myndunum,
en óvenjulegar litasamsetningar ljá
myndunum oft einnig aukinn lífs-
þrótt, eins og í „Rjúpnafell, Þórs-
mörk“ (nr. 15) og „Bláfjöll" (nr.
21).
Sú mýkt formanna sem einkenn-
ir myndefnið minnir oft á það sem
var nefnt biomorfísk einkenni á
myndum Arshile Gorky og högg-
myndum Hans Arp, og tengist
ekki síður heimi örveranna en veðr-
uðum hæðum og mjúkum bugðum
landsins. Notkun litarins verður til
að auka við þessa mýkt; þá sjaldan
mannabyggð sést í fletinum virkar
hún sem aðskotahlutur, sem rýfur
á vissan hátt jafnvægi flatarins.
Til að skerpa ímyndina notar
Garðar oft sterkar útlínur í hvítu
eða svörtu, líkt og Gauguin og
Émile Bernard, en vegna eðlis
akrýllitarins verða skilin aldrei of
hörð; þetta sést vel í myndinni
„Akrafjall" (nr. 42), þar sem sjón-
arhornið er innan úr Hvalfirði, og
Saurbær og reykurinn frá Grund-
artanga mynda þrep upp að fjall-
inu, sem gnæfir yfir fletinum.
Þessar litlu myndir bera með
sér, að listamaðurinn hefur gott
auga fyrir umhverfi sínu, og velur
sjónarhornið af kostgæfni. Það eru
þó hin fjölbreyttu litbrigði lands-
ins, sem eiga athygli hans alla,
fremur en landslagið sjálft; formin
gætu verið abstrakt, en litirnir sem
fylla fletina gætu aðeins hafa kom-
ið frá þeim fjölbreyttu haustlitum
íslenskrar náttúru, sem hafa heill-
að svo marga listamenn í gegnum
tíðina. Þessum litum nær Garðar
vel fram í þessum litlum verkum,
og í ljósi þessarar fyrstu sýningar
er full ástæða til að hvetja hann
til að sinna listsköpuninni enn frek-
ar í framtíðinni en hann hefur
gert hingað til.
Sýning Garðars B. Sigvaldason-
ar í hinum nýja sýningarsai hjá
Gallerí Listinn í Hamraborg 20a í
Kópavogi stendur til laugardagsins
4. desember.
íslensk bókatíðindi
Obreytt verð
ájólabók-
unum í ár
íslensk bókatíðindi 1993 eru
komin út og verður þeim dreift
á hvert heimili á landinu, eða i
100 þús. eintökum. Fjöldi bóka-
kynninga er svipaður og áður,
en auglýsingar fleiri. Baksíða
tíðindanna er að þessu sinni
happdrættismiði og verður dreg-
ið daglega um vinninga frá 1.
desember. Vinningsnúmer verða
m.a. birt í dálkinum Fólki í frétt-
um hér i blaðinu.
í ávarpi segir ritstjóri íslenskra
bókatíðinda, Vilborg Harðardóttir:
„Að öllu óbreyttu hefði bókaverð
átt að hækka um 14-20% frá síð-
asta ári bæði vegna tveggja gengis-
fellinga á tímabilinu og ekki síst
14% virðisaukaskatts sem lagður
var á bækur á miðju ári. Þessa
hækkun axla nú höfundar, útgef-
endur og aðrir aðstandendur bók-
anna í því augnamiði að bókin geti
áfram verið sem hingað til í huga
íslendinga - besta jólagjöfin, - og
hagstæðari í verði en önnur gjafa-
vara á jólamarkaði."
Útgefandi er Félag íslenskra
bókaútgefenda. Kápa er eftir
Guðbjörgu Gissurardóttur. Upp-
lag er 100.000 eintök. Prent-
vinnsla er verk Samútgáfunnar
Korpus hf., Oddi prentaði. Bóka-
tíðindin eru ókeypis.
Veðrum og vandamálum ofar
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Þorsteinn E. Jónsson: Viðburða-
rík flugmannsævi. Endurminning-
ar. Síðara bindi. 264 bls. Setberg.
Reykjavík, 1993.
Þorsteinn E. Jónsson telst til ævin-
týramanna, jaðrar við að litið sé á •
hann sem þjóðsagnapersónu. Hann
er líka ritfær vel, segir líflega og
skipulega frá, kynnir sig sem hrein-
skilinn mann og hispurslausan — án
þess þó að ofbjóða nokkru sinni trún-
aði lesandans.
Ætli maður ímyndi sér ekki að
orustuflugmaður verði aldrei hrædd-
ur; þrátefli við háskann og dauðann
hljóti að hafa losað hann éndanlega
við þvílíkan veikleika? Ekki reynir
Þorsteinn að láta mann trúa því,
heldur þvert á móti. Enda væri hann
þá engin hetja. Því varla væri mikill
hetjuskapur að leggja í sölumar það
sem manni þætti sjálfum lítils virði.
Þorsteinn gat orðið skelfdur eins og
hver annar; ella hefði hann vart
sloppið lifandi frá öllum þeim hættum
sem hann hefur oft staðið andspæn-
is. En áræði og glannaskapur eru
ekki eitt og hið sama. Sjálfur telur
Þorsteinn að heppnin hafí löngum
verið með sér. Með góðlátlegri gam-
ansemi lýsir hann því t.d. hvernig
hann hafði næstum brotlent lítilli
flugvél eftir listflug á flugsýningu í
Reykjavík — beint fyrir framan nefið
á áhorfendum. Allt fór þó vel. Og
meir en svo! Því áhorfendur litu svo
á að mistökin hefðu verið hluti af
prógramminu!
Að heimsstyrjöld lokinni varð far-
þegaflugið helsti ferðamátinn lands-
hluta milli. Flugslys voru tíð. Aldrei
var þó upplýst — og ef til vill ekki
fyrr en með þessari frásögn Þor-
steins — hve flugskilyrði voru í raun
frumstæð og flugið þar með stór-
hættulegt. Að frásögn hans lesinni
undrast maður mest að óhöppin
skyldu þó ekki verða fleiri! Þrátt fyr-
ir allt á sögumaður samt bjartar
minningar frá þessum tíma, segir að
flugið hafí þá verið »margfalt ævin-
■ Birgir Sigurðsson rithöfundur
les í kvöld, fímmtudagskvöld, úr ný-
útkominni bók sinni “Hengiflugið"
í aðalsafni Borgarbókasafnsins,
Þingholtsstræti 29A. Upplesturinn,
sem hefst klukkan 20, ferfram á
efri hæð hússins.
týralegra og skemmtilegra. Meðal
annars stafaði það af því að þá var
algengt að sömu einstaklingar flygju
saman sem áhöfn dögum og jafnvel
vikum saman og við það myndaðist
sérstakur andi bræðralags og sam-
heldni.« Því má bæta við að flugliðar
voru þá flestir kornungir eins og
Þorsteinn, nýkomnir frá námi. í vit-
und almennings lék því strax um
flugið einhver æskuijómi sem lengi
eimdi eftir af.
Þorsteinn var þó ekki oftar nefnd-
ur en aðrir flugkappar á þessum
árum. Það var reyndar ekki fyrr en
með Biafrafluginu, sem hann lýsir
hér, sem nafn_ hans varð á hvers
manns vörum. í því miskunnarlausa
stríði var samúðin öll Biafra megin.
Þorsteinn lagði sig þá í svo mikla
hættu að undrun og aðdáun vakti.
Upp frá því vissi þjóðin hver hann
var. Eins og heiti bókarinnar ber
með sér er hér langmest sagt frá
flugi og flugferðum. Þrátt fyrir
margháttuð óvænt atvik verður hver
frásögnin annari'i lík á svona löngum
ferli. Leiðigjarnt væri að lesa það
allt ef ekki kæmi til sögugleði Þor-
steins. Ef rétt er frá öllu hermt hlýt-
ur minni hans að vera í traustara
lagi. Því nákvæmlega skýrir hann frá
orðum og athöfnum fyrir fjörutíu,
fimmtíu árum, allt ofan í smáatriði.
Um einkalíf sitt er hann á hinn bóg-
inn fáorðari, — án þess hann geri
sér þó nokkru sinni far um að látast
eða fela í þeim efnum.
Það fylgir frægðinni að deiia geði
við aðra fræga. Þorsteinn hefur
margan manninn hitt, bæði frægan
og ófrægan. Mannlýsingar hans eru
hnyttnar og gagnorðar. Og sjálfsagt
líka sannar svo langt sem þær ná.
Minnisstæð er t.d. heimsókn hans til
Sigurðar skólameistara. Og
skemmtilega lýsir hann tengdaföður
sínum, Ólafi Thors. Margur taldi sig
þekkja stjómmálamanninn. En Þor-
steinn var þar heimagangur og mátti
því gerst greina hið rétta andlit
flokksforingjans undir opinberu
grímunni. Skemmst er frá að segja
að sú lýsing skerðir ekki þá ímynd
sem þjóðin hefur löngum gert sér
af þessum vinsæla foringja heldur
þvert á móti. Ólafur Thors hefur
verið fáum líkur. Hann var jafnan
léttur í máli og ljúfur í viðmóti. En
skipti hann skapi, þá var það engin
hálfvelgja, þá reiddist hann með
glæsibrag. Það var stíll yfír öllum
hans orðum og athöfunum.
Eitt sinn var Þorsteinn að drepa
tímann á -skemmtistað í London.
Gefur sig þá á tal við hann maður
sem hann bar ekki kennsl á og kynnti
sig. Þar var kominn leikarinn Robert
Mitchum. »Eftir að ég hafði gert
grein fyrir sjálfum mér bauð hann
mér að setjast við borð sitt frammi
í aðalsalnum þar sem hann var í slag-
togi með fríðu föruneyti úr kvik-
myndaheiminum. Þar drakk ég
kampavín í fjörugum félagsskap
fram eftir kvöldi og skemmti mér
konunglega.«
Það var svo í Afríkuflugi sem
Þorsteinn kynntist Patrice Lum-
umba. Hann bauð »heimsvaldasinn-
um« byrginn og varð því ástmögur
vinstri manna um víða veröld líkt og
Fidel Castro á Kúbu. En lifði stutt.
Þorsteinn kynntist Afríku náið og
Þorsteinn E. Jónsson
sá fyrir erfiðleika þá sem þjóðirnar
þar eru enn að glíma við.
Þó flugið sé í raun komung at-
vinnugrein hefur saga þess verið
skráð af meiri elju en nokkur annar
þáttur samgöngusögunnar á þessari
öld. Ástæður þess kunna að vera
margar, meðal annars sú að farþega-
flugið ávann sér snemma nokkra
hefð í þjóðarvitundinni. Framar mun
þó valda ævintýraljómi sá sem löng-
um hefur leikið um flugið. Einkennis-
búningurinn og há laun flugmanns-
ins, glæsileiki flugfreyjunnar, sem
og undratækni sú sem flugið byggist
á — allt heillar það unga sem aldna.
Margar myndir eru í bókinni,
svarthvítar. Þær koma flestar vel út
og eru lýsandi með textanum, þar
með talin mynd af höfundi, tekin
fyrir fáeinum vikum. Með einbeittu
svipmóti gefur þar að iíta rúnir þær
sem tíminn hefur nú rist í ásjónu
þessa litríka ævintýramanns. Þegar
árin færast yfir líður tíminn með
þotuhraða. Allt um það má segja að
Þorsteinn E. Jónsson sé orðinn mað-
ur langlífur — í orðsins fyllsta skiln-
ingi.
Nýjar bækur
■ LEYNIFÉLAGIÐ sjö saman
ræður gátuna eftir Enid Blyton
er komin út. Þetta er fjórða bók-
in um krakkana í leynifélaginu
Sjö saman.
í kynningu útgefanda segir m.a.
„Sjömenningarnir og hundurinn
Kátur eru alltaf að lenda í ævintýr-
um. Þegar þau missa fundarstaðinn
sinn þurfa þau að finna sér nýjar
bækistöðvar og faldi hellirinn virð-
ist alveg tilvalinn — en hver er að
læðupokast í hellinum þeirra?“
Útgefandi er Iðunn. Prentbær
hf. prentaði. Verðið er 1.180
krónur.
■ ÚT erkomin ný ástar- og
spennusaga eftir Phyllis A.
Whitney. Nefnist hún Svarti
svanurinn og er 20. bókin sem
út kemur á íslensku.
í kynningu útgefanda segir;
„Susan Prentice kemur til æsku-
stöðva sinna í Virginíu til að hitta
ömmu sína, sem hún hefur ekki séð
síðan í bernsku. Þar hittir hún líka
fleiri, m.a. hina dularfullu Theresu
og æskuvininn Peter, sem hefur
verið sýknaður af ákæru um að
vera valdur að dauða eiginkonu
sinnar."
Útgefandi er Iðunn. Prentbær
hf. prentaði. Verðið er 1.980
krónur.
SYNING Leikdeildar Ungmennafélags Stafholtstungna á Tobacco Road.
„Tobacco RoacT í
Stafholtstungum
LEIKDEILD Umf. Stafholtstungna frumsýnir Tobacco Road, leikrit
byggt á samnefndri skáldsögu Erskine Caldwell, föstudaginn 3. desem-
ber. Leikgerðin er eftir Jack Kirkland en þýðingu gerði Jökull Jakobs-
son.
Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson
og hann hannaði einnig leikmynd.
Leikendur eru ellefu. Með stærstu
hlutverkin fara Ásgeir Ásgeirsson
og Laufey Karlsdóttir. Alls taka um
þijátíu manns þátt í uppfærslunni.
Sýningar verða í félagsheimilinu
Þinghamri.
„Tobacco Road“ gerist í Suðurríkj-
um Bandaríkjanna á kreppuárunum.
Þar segir frá fjölskyldu sem býr við
kröpp kjör en tónninn er gamansam-
ur og ýmsar spaugilegar persónur
koma við sögu.
Leikdeild Umf. Stafholtstungna
var stofnuð 1977. Deildin hefur stað-
ið fýrir leiksýningum og ýmsum
uppákomum, námskeiðahaldi og leik-
húsferðum.