Morgunblaðið - 02.12.1993, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
Ásgeir Guð-
mundsson
kjörinn for-
forseti al-
þjóðasamtaka
ÁSGEIR Guðmundsson, for-
stjóri Námsgagnastofnunar,
var kjörinn forseti alþjóðasam-
takanna International council
for Educational Media — ICEM
á aðalfundi samtakanna sem
haldinn var í Barcelona 26.-27.
nóvember sl. Ásgeir hefur verið
í stjórn samtakanna um nokkurt
skeið. Aðalfundur þeirra var
haldinn hér á landi árið 1991.
Námsgagnastofnun gerðist að-
ili að ICEM árið 1983 með sam:
þykki menntamálaráðuneytisins. í
samtökunum eru um 30 þjóðir,
þar af flestar þjóðir Vestur-Evr-
ópu en auk þess Bandaríki Norður-
Ameríku, Kanada, Japan og nokk-
ur önnur ríki. Aðsetur samtakanna
eru í París.
Meginverkefni samtakanna eru
að afla og dreifa til aðildarland-
anna upplýsingum um kennslu-
tæknileg atriði er varða öll skóla-
stig, hafa milligöngu um sameig-
inlega framleiðlu á fræðslumynd-
um og forritun og stuðla að sam-
skiptum milli landa um nýja tækni
í námi og kennslu. Með aðild að
ICEM hefur Námsgagnastofnun
m.a. komist í bein viðskipti við
helstu framleiðendur og dreifiaðila
Ásgelr Guðmundsson
á fræðslumyndaefni og keypt
fræðslumyndir á mjög hagstæðum
kjörum. Þá hefur gefíst tækifæri
til að framleiða efni í samstarfí
við önnur lönd innan samtakanna.
Á aðalfundinum í Barcelona var
að venju ij'allað um þau verkefni
sem fastanefndir samtakanna
vinna að en verulegur tími fór í
umræður um breytingar á starfs-
reglum. Beinast þær aðallega að
starfsháttum nefnda. Einnig var
lögð mikii áhersla á að fjölga þátt-
tökuþjóðum og að fleiri aðilum,
einstaklingum og samtökum, verði
gefínn kostur á þátttöku í ICEM.
Helgi H. Steingrímsson verkefnisstjóri debetkortanefndar
Bankarnir telja að
kortin séu örugg
„VIÐ teljum að þessi kort séu örugg, miðað við þær öryggiskröfur
sem við gerum. Ef reynt er að falsa þau sést það á áberandi hátt,“
sagði Helgi H. Steingrímsson, verkefnisstjóri Rás-nefndar sem vinnur
að upptöku debetkorta, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram
hefur komið í Morgunblaðinu eru bankarnir að hefja útgáfu debet-
korta þessa dagana.
Helgi segir ýmsir kostir hafi kom-
ið til greina þegar ákveðið var hvaða
tegund af kortum ætti að velja við
upptöku debetkortanna. Lögð væri
áhersla á að þau nýtist jafnframt
sem tékkaábyrgðarkort, og gildi
jafnt hér á landi sem erlendis. Hann
segir að ákveðið hafi verið að vanda
til kortanna og að ekkert hafi verið
til sparað í þeim tilgangi að hafa
þau eins örugg og mögulegt væri. Á
þeim yrði litmynd, stærri en venju-
lega er á slíkum kortum, auk rit-
handarsýnishorns og annarra nauð-
synlegra upplýsinga.
Ný tækni
Fyrir valinu varð nýtt kerfí,
DataCard 9000. Bankarnir hafa
fylgst með þróun vélarinnar og verða
með fyrstu notendum hennar. Helgi
segir að CitiBank, einn af stærstu
bönkum heims, hafi stutt framleiðslu
hennar og tekið í notkun í Bandaríkj-
unum þar sem gerðar séu strangar
kröfur til öryggis í kortagerð.
Reiknistofa bankanna hefur keypt
DataCard-vélina og sett upp í húsa-
kynnum sínum. Hún kostar 30-40
milljónir kr. með aukabúnaði. Þessi
vél getur framleitt öll þau kort sem
íslendingar þurfa, en engin ákvörð-
un hefur þó verið tekin um fram-
leiðslu fyrir aðra en bankana og
greiðslukortafyrirtækin, að sögn
Helga.
Þeir viðskiptavinir bankanna sem
ætla að fá sér debetkort sækja um
það í viðskiptabanka sínum. Þar
þurfa þeir m.a. að afhenda passa-
mynd í lit og rithandarsýnishorn.
Myndin fer inn í tölvumyndabanka
og er geymd þar, þannig að við-
skiptavinurinn þarf ekki að afhenda
aðra mynd þegar hann fer í annan
banka eða annað útibú til að fá sér
annað kort. Mynd og upplýsingar
fara til Reiknistofunnar þar sem
kortið er framleitt.
Hægt að falsa allt
Fölsun korta af ýmsu tagi er víða
vandamál. Bjarni Finnsson, formað-
ur Kaupmannasamtakanna, segir í
samtali við Morgunblaðið, að á veg-
um samtakanna sé verið að kanna
öryggisþátt debetkortanna.
Helgi segir að hægt sé að falsa
öll kort, ef menn hafí yfír fullkomn-
um fölsunarbúnaði að ráða. Þessi
kort séu þó tiltölulega örygg. Yfir
þau verði brennd öryggisfilma sem
gerði það að verkum að ekki væri
hægt að falsa þau nema á þeim
sæist að hreyft hefði verið við þeim.
Hann segir að lögð verði áhersla
á að viðtakendur kortanna beri sam-
an mynd og mann og undirskrift við
rithandarsýnishorn og einnig sé
nauðsynlegt að athuga hvort átt
hefur verið við kortið. Ef þessum
reglum væri fylgt tækju bankarnir
ábyrgð á öllum færslum, annars lenti
tjónið á viðtakandanum. Þá segir
Helgi að um leið og tilkynnt verði
um stolið kort eða glatað, eða það
fréttist af fölsuðu korti í umferð
yrði lokað á allar úttektir.
Járnkarlinn - Matthías
ræðir ævi sína og viðhorf
JÁRNKARLINN er heiti á nýútkominni bók sem Skjaldborg hf. gefur
út þar sem Matthías Bjarnason, alþingismaður og fyrrv. ráðherra,
ræðir um ævi sína og viðhorf við Ornólf Árnason rithöfund. Á blaða-
mannafundi í gær kynntu Matthías og Örnólfur ásamt forráðamönnum
Skjaldborgar hf. útkomu bókarinnar og einnig bókina ísland frjálst
og fullvalda ríki, sem Matthías hefur safnað efni í og búið til prentun-
ar. í æviminningum sínum rekur Matthías afskipti sín af stjórnmálum,
fyrst í „rauða bænum“ ísafirði, og síðar afskipti sín af landsmálapóli-
tík, í þingmennsku og ráðherrastörfum. Matthías fellir ýmsa dóma
um samferðamenn sína, pólitíska samstarfsmenn og andstæðinga, og
Morgunblaðið/Þorkell
Tvær bækur kynntar
MATTHÍAS Bjarnason, Örnólfur Árnason og forráðamenn bókaút-
gáfunnar Skjaldborgar hf. kynna fréttamönnum Járnkarlinn, ævi-
minningar og pólitískt uppgjör Matthíasar Bjarnasonar og einnig
rit hans ísland frjálst og fullvalda ríki.
Atvinnumálanefnd
auglýsir styrki til
nýrra viðfangsefna
ATVINNUMÁLANEFND Reykjavíkurborgar hefur auglýst til um-
sóknar styrki til nýrra viðfangsefna fyrirtækja og félagasamtaka.
Skilyrði fyrir styrkveitingu eru að verkefnin taki ekki lengri tíma
en sex mánuði og að þau verði unnin af fólki á atvinnuleysisskrá í
Reykjavík.
koma hátt í 1.000 manns við sögu.
„Það er ekki að ástæðulausu að
Geir Hailgrímsson er tfttnefndur og
mikið rætt um hans störf því við
vorum nánir samstarfsmenn og mjög
góðir vinir," sagði Matthías á blaða-
mannafundinum þar sem hann fjall-
Millilent með
veika konu
FARÞEGAVÉL frá Royal Jord-
anian Airline millilenti á Kefla-
víkurflugvelli sl. þriðjudag því
færa þurfti farþega úr vélinni á
sjúkrahús.
Bandarísk kona sem var um borð
í vélinni fékk hjartaáfall og fékk
flugstjórinn lendingarleyfi í Kefla-
vík svo hægt væri að koma kon-
unni til hjálpar. Var hún flutt á
Landspítalann.
varpsstjóra um það mál.
í grein sem birtist í Morgunblað-
inu í gær eftir Sigurlínu Margréti
Sigurðardóttur sem er í stjórn Fé-
lags heymalausra eru forráðamenn
Ríkisútvarpsins harðlega gagn-
rýndir fyrir að breyta útsendingar-
tíma táknmálsfrétta. Að sögn
aði um efni bókarinnar. í henni er
fjallað tæpitungulaust um ýmsa
stjórnmálamenn, bæði samflokks-
menn og andstæðinga Matthíasar í
stjórnmálum. „Sumir menn fá svolít-
ið sem þeim kannski líkar ekki en
mér finnst ég hafa farið afar mildum
höndum um þá,“ sagði Matthías en
nefndi engin nöfn.
í bókinni fjallar Matthías m.a. um
bernskuárin á ísafirði, fjölbreytt
störf og nám. Hann lýsir fyrstu
kynnum sínum af forkólfum Sjálf-
stæðisflokksins, lýsir atvinnulífi og
segir frá framboðsferðum fyrir vest-
an og er margar sögur að finna í
bókinni af samferðamönnum og
ýmsum atburðum, m.a. á vettvangi
stjórnmálanna þau 30 ár sem Matt-
hías hefur setið á Alþingi.
Sérstakir kaflar eru um ráðherra-
störf Matthíasar, landhelgisstríð,
stjórnarmyndunarviðræður og átök
innan Sjálfstæðisflokksins og í lokin
Hauks Vilhjálmssonar fram-
kvæmdastjóra Félags heyrnalausra
náðist samkomulag í gær við út-
varpsstjóra um að reynt yrði til
þrautar að finna milliveg þannig
að táknmálsfréttir yrðu fluttar á
tíma sem hentaði heyrnalausum.
eru ummæli nokkurra samferða-
manna um Matthías.
Matthías sagðist hefðu kosið að
fjalla meira um ýmis mál en hann
hefði gert í bókirtni og nefndi land-
helgismálið sérstaklega sem hann
sagði að hefði getað orðið efni í
heila bók.
Sjónarmið mannúðar og
samhjálpar
„Þótt farið sé yfir alla ævi Matt-
híasar og starf, þá er hans staða í
nútímanum þungamiðja í þessari bók
og hvaða augum hann lítur um-
hverfi sitt, pólitíkina í dag og þá
möguleika sem við höfum sem þjóð
til að vinna okkur út úr vandamálun-
um,“ sagði Örnólfur Árnason.
„Matthías hefur kannski meira á
seinustu árum orðið einskonar odd-
viti eða máttarstólpi fyrir ákveðin
gildi sem gerðu Sjálfstæðisflokkinn
á sínum tíma að þeirri fjöldahreyf-
ingu sem hann var og er,“ sagði
Örnólfur. „Matthías er að mínum
dómi fyrst og fremst fulltrúi fyrir
sjónarmið mannúðar og ákveðinnar
samhjálpar, sem voru miklu meira í
hávegum höfð áður fyrr og hafa
kannski vikið fyrir nýjum sjónarmið-
um á allra síðustu árum,“ sagði
hann.
Járnkarlinn er alls 312 blaðsíður
að stærð og er prýdd fjölda mynda.
250 árituð eintök
Á blaðamannafundinum greindi
Matthías einnig frá tilurð bókarinnar
ísland frjálst og fullvalda ríki sem
hann bjó til prentunar í tilefni þess
að 75 ár eru liðin frá gildistöku
dansk-íslensku sambandslaganna.
„Mér fannst rétt að minnast þessa
atburðar með því að gefa út snotra
bók, sem gefur fólki innsýn í hvað
gerðist og með hvaða hætti," sagði
Matthías. Kvaðst hann hafa verið
ákveðinn í að gefa bókina út jafnvel
þótt hann kynni að tapa á því. Menn-
ingarsjóður hefði svo veitt styrk til
bókarinnar og Skjaldborg síðan tek-
ið að sér útgáfuna. Sagðist Matthías
ánægður með fyrstu viðtökur og
sagði að 250 eintök bókarinnar væru
tölusett og árituð og væru þau að
verulegu leyti seld.
Að sögn Jónu Gróu Sigurðardótt-
ur, formanns atvinnumálanefndar,
verður fjármagn til verkefnanna
sótt til atvinnuleysistryggingasjóðs
en 500 milljóna króna styrkur sem
ríkisstjómin ákvað að veija til að
draga úr atvinnuleysi er ekki upp-
urinn. Nefndin metur hvort um-
sóknirnar sem berast uppfylli þau
skilyrði sem atvinnuleysistrygg-
ingasjóður setur og sækir um fjár-
magn úr sjóðnum til verkefnanna.
Fyrirkomulagið verður þannig að
þeir sem vinna við verkefnin fá
greidd laun úr atvinnuleysistrygg-
ingasjóði en Reykjavíkurborg greið-
ir það sem á vantar til að verkefnin
geti farið af stað.
Skammtímalausn
Jóna Gróa sagði að hér væri um
skammtímalausn að ræða en von-
andi myndu einhver verkefni reyn-
ast það vel að framhald yrði á og
þau yrðu þá sjálfbær. Hún sagði
að atvinnumálanefnd hefði gripið
til ýmissa ráða til að bæta úr at-
vinnuástandinu í borginni en það
hefði bitnað einna harðast á ófag-
lærðu fólki.
„Atvinnumálanefnd gekkst í
sumar fyrir iðnfræðslu í samvinnu
við Iðnskólann og í samvinnu við
íþrótta- og tómsturidaráð hefur at-
vinnulausu fólki á aldrinum 16-20
ára verið boðið upp á námskeið og
starfsfræðslu á hinum ýmsu stöðv-
um ÍTR. Skólaskrifstofa Reykjavík-
urborgar hefur ráðið nokkra gang-
brautarverði til að auka öryggi
barna við aðkomu að skólum og
nokkrar konur hafa verið ráðnar til
að sjá um skólafæði. í sumar voru
einnig styrkt nokkur átaksverkefni
til umhverfíssnyrtingar. Við höfum
styrkt Upplýsingaþjónustu Háskóla
íslands til sjá atvinnulausum fyrir
fræðslu og leiðbeiningum í að skapa
sér atvinnutækifæri sjálfír. Þá hafa
Námsflokkar Reykjavíkur boðið
upp á námskeið fyrir atvinnulausa
og námskeiðin miðast við að gera
fólkið hæfara á vinnumarkaði,"
sagði Jóna Gróa.
Táknmálsfréttaþulir
fresta setuverkfalli
TÁKNMÁLSFRÉTTAÞULIR hafa frestað setuverkfalli, sem átti að
hefjast 1. desember, þar sem samningar tókust milli Félags heyrna-
lausra og útvarpssljóra um að kjör þeirra yrðu leiðrétt. Félags
heyrnalausra sættir sig ekki við breyttan útsendingartíma táknmáls-
frétta í Sjónvarpinu og hefur annar fundur verið boðaður með út-
i
i
i
>
f
í
i
\
I
\
i