Morgunblaðið - 02.12.1993, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
Skref í átt
til friðar
í Greorgíu
GEORGÍUMENN og Abkhasar
komust í gær, að samkomulagi
um að undirrita viljayfirlýsingu
þess efnis að flóttamenn geti
snúið aftur til síns heima við
Svartahaf. Um 200.000 manns
hafa flúið stríðsátök í Abkhasíu
á síðustu mánuðum. Samkomu-
lagið náðist fyrir tilstilli Sam-
einuðu þjóðanna en það felur
einnig í sér að friðarsveitir verði
sendar til landsins.
Bílstjóri Jack-
sons vitnar
gegn honum
BÍLSTJÓRI söngvarans Micha-
els Jacksons fullyrti á þriðjudag
í vitnaleiðslum að söngvarinn
hafi sofíð að minnsta kosti 30
nætur heima hjá drengnum
sem hefur ákært Jackson fyrir
kynferðislega misnotkun.
„Leysimaður-
inn“ dæmdur
SVÍI, sem nefndur hefur verið
„Leysimaðurinn" vegna há-
tæknibyssu sem hann notaði í
árásum á innflytjendur, var í
gær dæmdur sekur um morð
og níu morðtilraunir. Héraðs-
dómur í Stokkhólmi úrskurðaði
að maðurinn þyrfti að gangast
undir sálfræðirannsókn áður en
hægt yrði að ákveða refsing-
una.
Færri ganga í
hjónaband
FIMMTA hvert barn fæðist
utan hjónabands í aðildarríkj-
um Evrópubandalagsins sam-
kvæmt nýrri skýrslu sem birt
var í gær. Skýrslan bendir til
þess að hjónabandið eigi í vök
að veijast innan EB; þeim fer
hlutfallslega fækkandi sem
ganga í hjónaband og æ fleiri
fá hjónaskilnað.
Keiko laus úr
prísundinni
HÁHYRNINGURINN Keiko
verður fluttur úr laug þeirri í
Mexíkó sem hann hefur dvalist
í undanfarin ár, vegna bágrar
heilsu hans. Háhyrningurinn,
sem veiddur var við Islands-
strendur, lék eitt aðalhlutverkið
í kvikmyndinni „Frelsum
Willy“. Ekki hefur verið upplýst
um áfangastað hans.
Varað við
bjartsýni í frið-
arviðræðum
JOHN Major, forsætisráðherra
Breta og Albert Reynolds, for-
sætisráðherra írlands munu
hittast á morgun, föstudag, til
að ræða málefni N-lrlands.
Breskir embættismenn vöruðu
þó í gær við of mikilli bjartsýni
um að stigin yrðu tímamóta-
skref í áttina til friðar.
Fleiri Finnar
á móti EB
SAMKVÆMT skoðanakönnun,
sem birt var í Finnlandi í gær,
eru andstæðingar aðildar Finna
að Evrópubandalaginu nú í
fyrsta sinn orðnir fleiri en
stuðningsmennirnir. 41% að-
spurðra sögðust andvígir EB-
aðild en 38% meðmæltir.
ISÉB
Forstjóri bandarísku leyniþjómistunnar, CIA
N-Kórea gæti
gripið tíl vopna
Tókýó, Washington. Reuter.
NORÐUR-Kóreumenn sökuðu Bandaríkjamenn í gær um tvöfalt sið-
ferði í kjarnorkumálum, þeir létu sem þeir sæju ekki fyrirætlanir
Japana um að gerast kjarnorkuveldi en fordæmdu samtímis N-
Kóreu fyrir kjarnorkuvopnasmiði sem væri eintóm ímyndun. Norður-
Kóreumenn hótuðu fyrr á árinu að draga sig út úr samningnum
um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Reuter
Einstein ungur gegn alnæmi
GRÍÐARSTÓRUM, bleikum smokki var komið fyrir á hinum fræga ein-
steinungi á Concorde-torgi í París í gær til að minna á baráttuna gegn
alnæmi. Baráttudagur gegn sjúkdómnum var í gær. Rannsóknir sýna að
alnæmi heijar meira í Frakklandi en nokkru öðru Evrópuríki og íbúamir
virðast ekki geta breyttkynhegðun sinni; flestir forðast að gera nokkrar
ráðstafanir gegn smitun. Flestir Frakkar játa kaþólska trú en Páfagarður
er andvígur getnaðarvörnum, þ. á m. smokkum.
Árásin á Bandaríkjastjórn var
gerð nokkrum stundum eftir að
James Woolsey, forstjóri banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði
í viðtali við CATN-sjónvarpsstöðina
að ekki væri hægt að að útiloka
að N-Kóreumenn gerðu alvöru úr
hótunum sínum um að beita vopna-
valdi gegn tilraunum til að þvinga
þá til að leyfa alþjóðlegt eftirlit með
stöðum þar sem talið er að komm-
únistastjómin sé að reyna að búa
til kjarnavopn. Hann sagði að um
tveir þriðju hlutar herafla kommún-
ista sem í er 1,1 milljón manna,
væm í innan við 100 km fjarlægð
frá landamæmnum að Suður-
Kóreu. Ástandið væri „mjög ugg-
vænlegt“ en jafnframt gaf hann í
skyn að þótt stalínistaríki Kim-Il-
sungs væri lokað hefði Bandaríkja-
mönnum tekist að koma sér upp
njósnurum þar.
N-Kórea sakaði einnig Bandarík-
in um að auka njósnaflug yfír land-
inu og væri þar um stríðsundirbún-
ing að ræða. Á sjötta áratugnum
sendu Bandaríkin hundruð þúsunda
hermanna til að aðstoða Suður-
Réttindi kommúnista í rússnesku kosningunum
Ráðherra Jeltsíns
viU bamia framboð
Moskvu. Reuter.
SÉRSTAKUR gerðardómur í Moskvu vísaði í gær á bug kröfu eins
af nánustu aðstoðarmönnum Borísar N. Jeltsíns forseta á þriðjudag
um að tveim stjórnarandstöðuflokkum, sem gagnrýnt hafa stjórnar-
skrárdrög forsetans, yrði bannað að bjóða fram í þingkosningunum
sem verða í desember. Æðsta Iqömefnd landsins mun taka ákvörðun
í málinu á föstudag eða laugardag. í drögunum er gert ráð fyrir
miklu valdi forseta og verður þjóðaratkvæði um þau samtímis þing-
sætunum.
Ákall Vladímírs Sjúmeikos upp-
lýsingamálaráðherra, sem m.a.
stjórnar nefnd er hefur umsjón með
framkvæmd þjóðaratkvæðisins um
stjórnarskrána, vakti hörð viðbrögð.
Þótti mörgum ljóst að ásakanir um
einræðishneigð Jeltsíns væru á rök-
um reistar en Sjúmeiko er náinn
ráðgjafi hans.
Sjúmeiko lagði til að kommúni-
staflokknum og Lýðræðisflokki
Rússlands, fremur afturhaldssöm-
um miðjuflokki, yrði meinað að taka
þátt í kosningunum þar sem þeir
hefðu ekki hlýtt skipun Jeltsíns um
að forðast að ræða stjórnarskrár-
málið. Einn af talsmönnum flokks
Sjúmeikos sjálfs, Valkosts Rúss-
lands, sagðist telja eðlilegt að flokk-
arnir fengju að segja álit sitt á drög-
unum á sama hátt og kjósendur
fengju að kveða upp úrskurð sinn
í desember. Umbótasinninn Grígorí
Javlínskí, sem er í forystu fyrir
næst-stærsta flokki landsins ef
marka má skoðanakannanir, var
harðorður um kröfu Sjúmeikos.
„Núverandi leiðtogar eru að glata
öllum skilningi á grundvallaratrið-
um lýðræðis", sagði hann.
Valerí Zorkín, fyrrverandi forseti
stjórnlagadómstóls sem Jeltsín
leysti upp í október, gagnrýndi í
gær harðlega reglur þjóðaratkvæð-
isins um nýju stjórnarskrána. Hann
minnti á ákvæði um að neytti helm-
ingur kjósenda atkvæðisréttar síns
og meirihluti þeirra sem mættu
samþykktu drögin teldust þau sam-
þykkt. „Stjórnarskrár eru aldrei
samþykktar af [aðeins] 25% kjós-
enda“, sagði Zorkín og líkti ákvæð-
inu við tímasprengju. Hann taldi
að nýr leiðtogi gæti bent á að það
væri aðeins minnihluti þjóðarinnar
sem hefði samþykkt stjórnarskrána
sem hefði því lítið gildi.
Zorkín sagði ennfremur að gert
væri ráð fýrir svo miklu forseta-
valdi í drögunum að helst minnti á
stjómhætti gamla kommúnistaveld-
isins. „En þá var um heilan flokk
að ræða, nú er það aðeins einn
maður".
um
hafi leikið tveim skjöldum í málinu
hafa áður verið viðraðar en hann
vísað þeim á bug.
Kijútsjkpv er nú ásamt öðrum
valdaránsmönnum fyrir rétti í
Moskvu þar sem hann útskýrir
gerðir sínar. Hann viðurkenndi í
gær að Gorbatsjov hefði ekki séð
lokaútgáfu yfirlýsingarinnar en
segir að forsetinn hafi verið á fundi
á Krímskaga með nokkrum höfuð-
paurum valdaránsins öðrum en
Kijútsjkov sjálfum skömmu áður
Kóreumenn í styrjöld þeirra gegn
innrásarliði norðanmanna.
Japanar óttast að íran aðstoði
N-Kóreu við að gera tilraunir með
nýja, langdræga eldflaug, Rodong,
sem norðanmenn hafa smíðað.
Stjórnvöld í Tókýó gefa í skyn að
efnahagsaðstoð við írani verði þá
hætt.
Krjútsjkov ber vitni um valdaránið 1991
Gorbatsjov sjálf-
ur með í ráðum?
Moskvu. Reuter.
VLADÍMÍR Krjútsjkov, fyrrverandi yfirmaður sovésku leyniþjón-
ustunnar gömlu, KGB, segir að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta
hafi verið kunnugt um að valdarán væri í aðsigi í ágúst 1991 og
forsetinn hafi ekki reynt að hindra það heldur hafi hann ætlað að
sjá hver framvinda mála yrði. Forsetinn hafi fengið að sjá fyrirfram
nokkur drög að yfirlýsingu þar sem valdaránsmenn réttlættu gerðir
sínar fyrir þjóðinni og öðrum ríkjum í upphafi atburðanna.
Grunsemdir um að Gorbatsjov en þeir létu til skarar skríða. „Sam-
ræðumar voru þvingaðar en ég
hygg að undir lokin hafi Gorbatsjov
slakað á. Þegar öllu er á botninn
hvolft hljóta ummæli hans: „Svona
nú, hefjist handa og við skulum sjá
hvað gerist" að hafa merkt eitt-
hvað“, sagði KGB-foringinn fyrr-
verandi. Hann sagði að dagana 17.
-18. ágúst hefðu samsærismenn
loks ákveðið upp á eigin spýtur að
taka völdin til að bjarga Sovétríkj-
unum frá hruni.
Bretland
Markaðir
fagna fjár-
lagaræðu
London. Reuter.
BRESKIR fjármálamarkað-
ir brugðust mjög vel við
fjárlagaræðu Kenneths
Clarkes fjármálaráðherra
og tóku verðbréf mikið
stökk upp á við. Hafði hluta-
bréfavísitala Financial Tim-
es (FTSE) hækkað um hund-
rað stig einungis klukku-
stund eftir að viðskipti hóf-
ust í gær og fór í fyrsta
skipti i sögunni yfir 3.200
stig.
Markaðirnir höfðu óttast að
Clarke myndi boða miklar
skattahækkanir en þess í stað
boðaði hann 10 milljarða
punda niðurskurð ríkisút-
gjalda á næstu þremur árum
og að jöfnuði yrði náð í ríkisút-
gjöldum um aldamót.
Er talið víst að með þessu
fjárlagafrumvarpi sé lagður
grunnur að auknum hagvexti
á næstu árum og að líkur
hafi aukist á að Bretland muni
vinna sig upp úr kreppu und-
anfarinna tveggja ára.
Einu fyrirtækin sem ekki
nutu góðs af ræðu Clarkes
voru flugfélög og tryggingafé-
lög en nýir skattar verða Iagð-
ir á tryggingar og flugfar-
þega.
Reuter
Lestarslys í Flórída
FLAK farþegalestar Amtrak-fyrir-
tækisins í Bandaríkjunum í grennd
við Kissimmee í Flórída. Talsmaður
Amtrak sagði að 52 hefðu slasast
er lestin fór út af sporinu á þriðju-
dag en enginn lét lífið. Dráttarvagn-
inn er fremst t.v. en hægra megin
sést rafmagnstúrbína sem lestin
rakst á.