Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 36

Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 Er samvíimustefnan dauð? eftir Jón Sigurðsson á Bifröst Mikligarður í Reykjavík var fyrst sameignarfélag og síðar hlutafélag en aldrei samvinnufélag. Og það segir ekkert um ágæti eða van- kanta sameignarfélags, hlutafélags eða samvinnufélags sem rekstrar- og réttarforma þótt einstök fyrir- tæki og félög fari á hausinn. Erfið- leikar Sambandsins og aðildarfyrir- tækja þess geta stafað af óteljandi ástæðum öðrum en lögformi, rétt eins og endalok Hafskipa, Útvegs- bankans eða fyrirtækja Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík geta ekki verið síðasta orðið um réttarform þeirra. Það er hryggilegt þegar mikið starf, öflugt framtak, áunnin þekk- ing og gildir sjóðir tærast upp. Iðu- lega vitum við ekki fyrr en of seint hveijir sfraumar leika undir yfir- borði og við sjáum þróun ekki fyr- ir. Hnignun Sambandsins og aðild- arfélaga þess er hrun sjónarmiða heillar kynslóðar sem batt stefnu sína m.a. við óraunhæfa vexti, við- horf liðinnar tíðar til verslunar- svæða, við úrelta stefnu í landbún- aðarmálum og við draumóra í byggðamálum. Samvinnufélög eru til þess að þjóna félagsmönnum og ef þau gera það ekki eða fólkið snýr sér frá þeim eiga þau að víkja. Önnur mælistika á samvinnustarf er ekki til. Samvinnuformið mun gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni. Eins og er hafa menn ekki trú á því, með reynslu margra eldri sam- vinnufélaga fyrir augum. En innan skamms munu menn aftur sjá að þörf er fyrir lýðræðisleg félög sem stunda atvinnurekstur með því að efla eigin sjóði af rekstrinum sjálf- um og gjalda, þegar það er unnt, hagnað eftir viðskiptahiut en ekki eftir eignarhlut. Þessi félög eiga að lifa og standast á jafnréttis- grundvelli við hlið annarra rekstrar- og réttarforma. Þau eiga að dafna eða leggjast af eftir vilja og þörfum félagsmanna. Mörgum samvinnufé- lögum vegnar reyndar vel um þess- ar mundir, og sum þeirra hafa að jafnaði gengið vel enda rekin af fyrirhygju og ráunsæi. Mikligarður í Reykjavík starfaði aldrei samkvæmt samvinnusjón- armiðum. Það sjónarmið margra samvinnumanna á neytendamark- aði að veita góða vöru á sem allra lægstu verði birtist m.a. í rekstri Hagkaupa og nú á síðustu árum í Bónus. Hagkaup og Bónus starfa aftur á móti ekki samkvæmt sam- vinnureglum um m.a. fijálsa aðild, lýðræðislega stjórn og arðskipti eft- ir viðskiptum félagsmanna. Þessi fyrirtæki bæði mætti reyndar enn styrkja og festa í sessi með sam- „Hnignun Sambandsins og aðildarfélaga þess er hrun sjónarmiða heillar kynslóðar sem batt stefnu sína m.a. við óraunhæfa vexti, við- horf liðinnar tíðar til verslunarsvæða, við úr- elta stefnu í landbúnað- armálum og við draum- óra í byggðamálum. Samvinnufélög eru til þess að þjóna félags- mönnum og ef þau gera það ekki eða fólkið snýr sér frá þeim eiga þau að víkja. Onnur mæli- stika á samvinnustarf er ekki til.“ vinnureglunum, tryggja þannig markaðsstöðu, hollustu viðskipta- vina o.s.frv. enn frekar án þess að það þyrfti að koma niður á arð- semi, stöðugleika eða skilvirkni og án þess að bera hagsmuni fjár- magnseigenda fyrir borð. En er samvinnustefnan þá ekki dauð? A Islandi hefur orðið „samvinnu- stefna“ haft nokkuð víðtæka merk- ingu. Sumir samvinnumenn, t.d. Benedikt á Auðnum, vildu móta allt samfélagið að hætti samvinnu- félaga og þetta vildu róttækir náms- menn um 1970. Þetta afbrigði sam- vinnustefnu hefur vikið um sinn. Jónas frá Hriflu og margir samherj- ar hans vildu m.a. leggja áherslu á gildi samvinnustarfs í stjómmála- átökum. Þau viðhorf eru úr sög- unni. Vilhjálmur Þór og samverka- menn hans gerðu Sambandið að stórveldi í íslensku atvinnulífi. Það tókst en tímarnir breyttust síðar. En aðrir samvinnumenn fyrr og síðar hafa litið á málin öðmm aug- um og túlkað samvinnustefnuna öðmvísi. Minna má á að Jakob Hálfdanarson á Grímsstöðum taldi að „lífshvötin" fengi menn til að vinna saman og standa saman þeg- ar þeir þyrftu þess með. Hann var fyrsti kaupfélagsstjórinn á Húsavík og hafði litla einkaverslun sjálfur meðfram kaupfélaginu. Pétur Jóns- son á Gautlöndum, alþingismaður og formaður Sambandsins, reyndi að standa gegn því að samvinnufé- lögin yrðu pólitísk. Sunnlenskir og vestlenskir samvinnumenn vom svipaðs sinnis og þeir Jakob og Pétur. Samvinnuviðhorf Jakobs á Grímsstöðum, Péturs á Gautlönd- Jón Sigurðsson um, Ágústs í Birtingaholti, Gests á Hæli og fleiri eru enn í fullu gildi. Sjónarmið Sláturfélags- og Mjólk- urfélagsmanna, eins og t.d. Kol- beins afa míns í Kollafirði og fleiri, þurfa ekki róttæka endurskoðun þótt tímamir breytist. Samvinnustarfið er í nokkurri lægð um þessar mundir, en sam- vinnumenn eiga að horfa fram á leiðina. Það verður nóg að gera. Höfundur er lektor við Samvinnuháskólann og fyrrverandi rektor á Bifröst. Nokkur orð um Háskóla Islands á fullveldisdaginn eftir Eystein Björnsson „Menn skyldu varast að halda að þeir viti nú alla skapaða hluti þó þeir hafi lesið eitthvert slangur af bókum, því sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag." Þannig hefst sú bók íslensk sem kennd er við alþýðu manna. Sá maður sem hana reit var ekki menntaður í Háskóla íslands. Engu að síður var hann all vel menntur. Hann hafði hlotið menn- ingararf þjóðarinnar við ömmu kné og varðveitt sem helgan dóm eða fjöregg sitt æ síðan svo sem gert hafa þeir menn göfugastir er uppi hafa verið á íslandi. Það Iétu þeir ekki falt 'hvað sem í boði var. Þeir gleymdu aldrei sínum smæstu bræðrum og sviku þá ekki þó þeim væri boðið gull og grænir skógar. Ég sé fyrir mér fund Háskóla- ráðs þar sem ákvörðunin var tekin um spilakassana, einkar áþekkan ótal slíkum fundum - prúðbúið fólk í þægilegum sætum tekur ákvörðun um að grípa til örþrifa- ráða á erfiðum tímum - það sé svo mikið í húfi. Og einhvern veginn tengjast allir þessir fundir hinum frægu einkunnarorðum - „tilgang- urinn helgar meðalið". Ég held það væri vel til fundið að hæstvirtir meðlimir Háskólar- áðs veltu því fyrir sér í hveiju sönn menntun sé fólgin og hvaða menntun Háskóli íslands ætli að veita nemendum sínum. Ætla þeir að útskrifa trúlausa guðfræðinga, siðlausa heimspekinga og lög- lærða klækjarefi? Eða ætla þeir að hafa að leiðarljósi orð mannsins sem sagði: „Það er ekki til neinar framfarir nema framfarir í góð- vild“. Sé það stefna Háskóla íslands að byggja afkomu sína á því að féfletta fólk sem stendur höllum fæti í tilverunni - þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst -• hæstvirtir, bókhneigðir Eysteinn Björnsson meðlimir Háskólaráðs kunna víst afganginn. Höfundur er kennari og rithöfundur. ■ ENDURMENNTUNAR- NEFND Félags tækniskólakenn- ara gekkst dagana 25. október til 3. nóvember sl. fyrir námskeiði um steitu undir yfirskriftinni: Það er um að gera að vera nógu rólegur. Námskeiðið, sem skipulagt var af endurmenntunamefndinni í sam- vinnu við Endurmenntunarstofnun HÍ, Félag tækniskólakennara og Tækniskóla íslands, var haldið í Tækniskóla íslands að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Þátttakendur á nám- skeiðinu voru 25, kennarar og starfsmenn skólans. Fyrirlesarar voru 9, og var fjallað um steitu í ýmsum myndum, m.a. ástina, vinn- una og vöðvabólguna, líkamsbeit- ingu, hreyfingu og slökun, gildi vinnunar og streituvalda í sam- skiptum nemenda og kennara. Námskeiðið þótti takast vel og lýstu þátttakendur ánægju með efni námskeiðsins. Félag tækniskóla- kennara hefur áður gengist fyrir námskeiðum fyrir félagsmenn sína m.a. með framsagnarnámskeiði, námskeiði í notkun myndvarpa og námskeiði um notkun tölva við glærugerð. ? 1. desember 1987 1. desember 1993 > AFMÆLISTILBOÐILTKURIDAG: Hamborgari og kók á 195 kr. Barnaboxin vinsælu 195 kr. Mest seldu steikur á íslandi: Lambasteikur - nautasteikur - svínasteikur. Frákr. O.jjB®-' Glæsilegur ítalskur salatbar með súpu kr. wm Imííhh 'J m V f í f I /7 G Á $ t O F A Sprengisandi - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.