Morgunblaðið - 02.12.1993, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
Minning
Pétur Stefánsson
fv, lögregluvarðstj.
í Vestmannaeyjum
Fæddur 1. maí 1917
Dáinn 24. nóvember 1993
Allt hefur sinn tíma-.
Þau okkar sem eiga mikið hljóta
að missa mikið. Höggið var líka
þungt þegar bróðir minn, Sveinn
Ingi, sagði mér að faðir okkar væri
dáinn.
Hann var orðinn 76 ára gamall
en ágætlega sjálfbjarga, þokkalega
uppistandandi eins og hann orðaði
það sjálfur, síhugsandi um velfejð
bama sinna og bamabama. Ég
hélt einhvern veginn að hann yrði
eilífur. Auðvitað ristl elli kerling
sínar rúnir í-hann eins og aðra, en
hann veitti harða mótspymu, hafði
andstyggð á allri hrömun enda alla
daga að laga eða skapa. Hann tók
oft svo til orða að aldrei skyldi
hann fara á elliheimili nema ef vera
skyldi að hann gæti verið okkur
systmm samferða inn á slíkt heim-
ili. Það gekk ekki eftir en flest
annað sem hann ætlaði sér gerði
það.
Fáa þekki ég sem líktust honum,
hann var stór í öllu, ekki síst í ást
sinni til okkar systkina, stundum
gat það verið erfítt, en oftast mjög
ljúft. Aldrei þurfti ég að biðja hann
tvisvar um að rétta mér hjálpar-
hönd, og oftast varð hann fyrri til,
hafði næmt auga fyrir þörfum síns
fólks.
Á sorgar- og saknaðarstundum
streyma fram minningamar eins
og beljandi foss endalaust og enda-
laust. Þá er svo gott að eiga fangið
fullt af ljúfum minningum. Mínar
fyrstu minningar frá bemsku em
þegar hann vatnsgreiddi mér og
sápuþvoði nefíð, en það var sett að
skilyrði tii þess að fá að fara í
gönguferð um bæinn. Ég man hvað
ég var stoit af að fá að leiða þenn-
an fallega mann enda fann ég fyrir
öfund og aðdáun, ef ég leit í kring
um mig. -Allt hefur sinn tima-. Mér
er enn í fersku minni fyrsti stóri
greiðinn sem hann gerði mér. Ég
bað hann um að saga sitt af hvomm
enda af herðatré sem mér var gert
að pijóna utanum í handavinnu.
Þetta reyndist mér ofvaxið verk-
efni, ég sagði honum að þetta ætti
að vera svona. Hann horfði í augun
á mér og vissi betur, en sagaði
samt. Hann fór sjálfur aldrei stystu
leiðina, þvert á móti bætti hann
við, honum féll aldrei verk úr hendi,
verkin tala, húsið hans og fallegi
garðurinn.
Afmælisdagurinn hans var 1.
maí. Það skýrði fyrir mér sem barni
alla þessa fána í bænum þennan
dag. Margoft var mér sagt að það
væri vegna frídags verkalýðsins, en
bamstrú minni hef ég haldið hvað
þetta varðar.
Sumt er of nálægt manni. Ég
skil núna að hveiju dró og veit líka
að dauðinn var honum líkn, hann
var tilbúinn. Hann þoldi illa þá til-
hugsun að verða upp á aðra kominn
enda vanastur því að vera sá sterk-
asti. Fólk segir að tíminn lækni öll
sár. Sé það rétt er það bara gott,
komi annað í ljós fer ég að hætti
hans og tek því með karlmennsku.
-Allt hefur sinn tíma-.
Hann var maður ljóss og lífs.
Hlakkaði alltaf til vorsins og gró-
andans, garðurinn hans ber þess
vott. Ár hvert um þorra sagði hann:
„Hallgerður mín, þegar komið er
fram í mars, svona um tuttugasta,
förum við að vakna í björtu". Og
það gekk eftir.
Faðir minn hafði mikla unun af
ljóðum og kunni mörg þeirra. Eitt
ljóð fór hann oftar með en önnur
síðustu árin, en það var „Móðir
mín“ eftir Einar Ben.
Móðir. Eg sigli minn sjó fram á haust.
Til suðurs hver fold er í kafi.-
En Sóley rís úti, sveipuð laust
í svellgijá og kvöldroða-trafí.
Hér á að draga nökkvann í naust.
Nú er ég kominn af hafí.
En bæri ég heim mín brot og minn harm
þú brostir af djúpum sefa.-
Þú vógst upp björg á þinn veika arm.
Þú vissir eigi hik eða efa.
í alheim ég þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör
voru sjóir með hrinjandi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér Ijóðastafí.
Tii þess tók ég fari, til þess flaut minn knör.
Til þess er ég kominn af hafí.
Ég sé núna betur en áður hvað
við áttum góðan foður. í honum
áttum við góðan og einlægan fé-
laga, fyrir það þakka ég núna. Það
riijuðust upp fyrir dóttur minni,
Sólveigu Ástu, ýmis atvik eins og
t.d. að ef hún fékk flensu gaukaði
hann að henni tvö hundruð krónum,
sem hann var hættur að nota, en
þegar hún fékk rauðu hundana gaf
hann henni fjögur hundruð vegna
þess að þá fengi hún bara einu sinni.
Þau missa mest bamabömin, því
eins og hann var góður faðir var
hann betri afí.
Fyrir mörgum ámm gaf hann
mér bókina Spámanninn eftir Ka-
hlil Gibran, en þar segir á einum
stað: „Þeim mun dýpra sem sorgin
grefur sig í hjarta mannsins þeim
mun meiri gleði getur það rúmað.
Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú munt sjá
að þú grætur vegna þess sem var
gleði þín.“ Oft hef ég lesið þetta,
en núna fyrst skil ég þetta til fulls.
Mér verður hugsað til systkina
hans og vina. Sérstaklega hugsa
ég til Magnúsar Jónssonar á Eski-
fírði, jafnaldra hans og æskuvinar.
Sú vinátta var einstök og hreif okk-
ur öll. Sl. þrettán ár kom hann í
heimsókn á hveiju vori og áttu þeir
saman eina viku „strákurinn og ég“
eins og faðir minn orðaði það.
Magnús var ári yngri og fékk því
að lúffa fyrir „karlinum" en gerði
það með glöðu geði. Það hreif okk-
ur öll að sjá hvað tveir fullorðnir
menn geta notið lífsins og gert
gott úr því þótt giktin sé orðin við-
varandi. Tvisvar fóra þeir utan sam-
an og nutu þess báðir.
Háa skilur hnetti
himingeimur
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgr.)
Hallgerður.
Hinsta kveðja frá
systkinum
Þú mundir fyrst eftir þér ungum
í umhverfi hárra fjalla
þar báru þig bamafætur
um brekkur heiðar og hjalla.
Þótt hamaði handartakið
úr huganum fór ekki myndin
vermandi vorsólargeislar
vöfðust um Hólmatindinn.
Snemma þín laðaðist lundin
hin ljúfa djarfa og sanna
. að útnesja harðbýlisháttum
og heiðarleik góðra manna,
sem þekktu listina að iifa
í lágreistu köldu hreysi
og kjark til að mæta kalli
með karlmennsku og æðruleysi.
Þótt brenn’i ekki ljósið þitt iengur
og lokið sé æfídögum
mig langar að færa þér fjólur
sem fæddust í Austfirskum högum.
Þær óskuðu einskis fremur
en ilma dafna og gróa
og vera öllum til yndis
í umhverfi sinna móa.
Við leggjum af stað út í Iífíð
leitandi systur og bræður.
Við emm dæmd til að deyja
en dómarinn stundinni ræður,
við bjástram í biðsal dauðans
og bíðum þar sólarlagsins.
Ljúft er að leggjast til hvflu
að lokinni vinnu dagsins.
Hafsteinn Stefánsson.
Vinur minn og tengdafaðir er
dáinn. Þótt búast megi við því að
leiðir fari að skilja þegar fullorðinn
þreyttur maður á í hlut kemur þessi
frétt ævinlega flatt upp á mann,
jafnvel þótt hann hafí undirbúið
okkur undir að þessi tímamót væra
að nálgast. Um leið og við syrgjum
fráfall bróður, föður, tengdaföður,
afa og langafa getum við glaðst
yfír því að hann fékk að halda reisn
sinni til dauðadags. Ekkert fannst
honum nöturlegra tilhugsunar en
að eiga eftir að verða ósjálfbjarga,
upp á aðra kominn. Að vera þokka-
lega uppistandandi til dauðadags
var hans einlæga ósk. Honum varð
að ósk sinni og þess ættum við að
minnast í sorg okkar yfir ótíma-
bæra andláti hans. Ef ég ætti að
lýsa honum í einni setningu myndi
ég segja: „Hann var barn vorsins,
ærlegur og heiðarlegur og vinur
vina sinna.“
Pétur var fæddur að Högnastöð-
um við Reyðarfjörð, sonur hjónanna
Stefáns Hermannssonar bónda og
skósmiðs og Guðrúnar Halldórs-
dóttur. Örlögin höguðu því þannig,
að hann ólst upp hjá föður sínum
og móðurömmu, Guðríði Sigurðar-
dóttur. Hann átti þijú alsystkini,
þau Helgu, sem nú er látin, Haf-
stein og Önnu og þijár hálfsystur,
þær Kristínu, Siggerði og Kolbrúnu
Þorsteinsdætur. Samfeðra átti hann
einn hálfbróður, Hermann Stefáns-
son, sem lést ungur af slysföram.
Á gamlársdag 1941 kvæntist
hann Jóhönnu Sigrúnu Magnús-
dóttur frá Vestmannaeyjum. Hún
var dóttir Magnúsar Jóhannessonar
frá Vík í Mýrdal og Jónínu Kristín-
ar Sveinsdóttur frá Ósi á Eyrar-
bakka. Jóhanna Sigrún lést í apríl
1981. Böm þeirra era fímm. Élst
er Björk Guðríður, þá Stefán,
Sveinn Ingi, Hallgerður og yngst
er Helga Sigurborg. Bamabömin
era 14 en bamabarnabömin era nú
níu.
Pétur hóf störf í lögregluliði
Vestmannaeyja 1942. Þar var hann
lögreglumaður og varðstjóri til
1970, en þá tók hann við starfí
heilbrigðisfulltrúa Vestmannaeyja,
sem hann gegndi fram að gosi
1973. Eftir það fluttust þau hjón
upp á land. Haustið 1974 réðst
hann sem húsvörður að Garðaskóla
og síðar Fjölbrautaskóla Garðabæj-
ar og gegndi því starfí til ársins
1989 eða í fímmtán ár. Allan sinn
starfsferil naut hann virðingar og
trausts samstarfsmanna sinna.
Pétur var mikið snyrtimenni.
Einskis naut hann betur en að laga
og bæta það sem úrskeiðis hafði
farið. Eftir að hann hætti vinnu og
fór að ráða tíma sínum sjálfur sner-
ist allt hans líf um að bæta og fegra
hús og garð og ef því var ekki til
að dreifa þá tók hann niður útiljós-
ið hjá okkur til að „flikka það upp“
eða stól eða borð hjá hinum bömun-
um í sama tilgangi. Einnig gladdi
það hann mjög ef við voram að
vinna heima að endurbótum á eig-
um okkar. Hann var alltaf tilbúinn
með ábendingar hvað mætti laga
næst og með hugmyndir um að
hvaða leyti hann gæti tengst því
með aðstoð og hjálp. Ég minnist
þess í eitt sinn er ég var að taka
saman dót sem átti að henda að
hann gerði athugasemd við það að
sumt af dótinu mætti laga til þann-
ig að það mætti koma einhveijum
að gagni. Þá sagði hann: „Þú veist
að dýrasti lúxus sem þú veitir þér
er hirðuleysi." Oft fannst mér, um
stund, ábendingar hans og leiðbein-
ingar of ágengar en, sem betur
fer, skildi ég oftast að það var fyrir-
höfnin af því að bregðast við ábend-
ingum hans sem olli óþægindunum.
Þetta þekkti Pétur ekki sjálfur.
Hann velti því ekki fyrir sér hvort
verkefni væri fyrirhafnarmikið eða
óþægilegt. Verk var verk sem þurfti
að vinna og meira var ekki um það
að segja.
Þegar við fóram fyrst saman á
gæsaveiðar haustið 1968 kynntist
ég fyrst fyrir alvöra kappi hans og
viðhorfum til lífsins. Mér varð fljót-
lega ljóst að í hans augum var þetta
ekki sport heldur veiðimennska.
Hann mundi vel að þegar hann var
Á geisladisknum Kom heim syngja hinir
frábæru söngvarar, Björgvin Halldórsson,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Óiafsson og Guðr
Gunnarsdóttir 12 einstök trúarlög af alkunnri
snilld.
Öllum ágóða af sölu disksins verður varið til
þess brýna verkefnis að koma á fót
áfangaheimili fyrir stúlkur, en Krossgötur hafa
rekið slíkt heimili fyrir unga menn s.l. 7 ár.
Kom heim, góð tónlist, gott málefni og
knýjandi þörf!
Dreifing:
GÖTUR
JAPIS
SMUHHSB8ÉR