Morgunblaðið - 02.12.1993, Síða 47

Morgunblaðið - 02.12.1993, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 47 að þegar hann var í Iðnskólanum beið ég þess ætíð óþreyjufullur að hann kæmi heim úr skólanum. Þá borðuðum við snúða úr Asmundar- bakaríi, lásum íþróttafréttirnar í Vísi og fórum síðan í handbolta í ganginum. Minningarnar um Guð- mund frá bernskuárum mínum eru því margar og góðar, enda var hann einstaklega barngóður. Hin síðari ár voru samverustundir okkar ekki margar, þar sem ég hefi búið er- lendis, en ávallt var gaman að hitta hann og vinskapurinn var alltaf jafn góður. Guðmundur átti margar erfiðar stundir í kjölfar veikinda og frá- falls eiginkonu sinnar, Ólafíu Jóns- dóttur, fyrir fimm árum. Eftir frá- fall hennar bar Guðmundur ábyrgð á uppeldi sonanna, Jökuls og Jóns Trausta. Héldu þeir feðgar heimili f kjallaranum á Hamarsbrautinni og naut Guðmundur dyggrar að- stoðar foreldra sinna, Jóns Guð- mundssonar og Halldóru Sigurðar- dóttur, við uppeldið. Ásgeir, sonur Ólafíu, dvaldist einnig að miklu leyti á heimilinu. Guðmundur reyndist drengjunum góður faðir og félagi og er missir þeirra mikill. Það er mikið lagt á svo unga drengi að hafa misst báða foreldrana, en minningin um góða og umhyggju- sama foreldra mun fylgja þeim. Um leið og ég þakka Guðmundi samfylgdina og kveð hinsta sinni, bið ég allt það góða sem til er að styrkja Ásgeir, Jökul, Jón Trausta, Jón og Dódó, en þeirra missir er mestur og treginn þyngstur. Öðrum ættingjum og vinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Stefán. Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær. . Því að margar standa vörður þær, sem ein- hver okkar hlóð, uppi um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. Öll þau yndisfögru kvöld, okkar litlu skátatjöld, eru gömlum skátum endurminning kær. Þegar varðeldarnir seiða og við syngjum okkar ljóð, suðar fossinn og töfrahörpu slær. (Har.Ól.) Hamarsbrautin, Beddó-túnið, Slippurinn, skátarnir, Krýsuvíkin, Klettur, útsýnið úr svefnherbergis- glugganum, að tjaldabaki í Bæjar- bíó, spriklandi urriði í Mývatnssveit- inni, stórhríð á Fimmvörðuhálsi, hæsti tindur íslands, Hvannadals- hnjúkur, og við tveir, frændurnir. Það var einhvern veginn aldrei inni í myndinni að bara annar okk- ar stæði á hæsta tindi allra tinda, °g uppgötvaði æðsta sannleik allra sannleika, á undan hinum. En enginn ræður sínum nætur- stað og ærið reynast þau misstór, stundaglösin okkar mannanna. Á þeim döpru stundum, þegar bróðurpartur allra hugsana daglega lífsins hvarflar til þín, elsku vinur minn, verður ekki hjá því komist að þær kalla flestar fram hlátur og gleði, bjartsýni og græskulaust spaug í minningunni. Og það er ekki svo lítill arfur að erfa, viðhalda og færa til framtíðar. En eins og sorgin er gleðinnar systir, þá hafa sporin okkar ekki eingöngu legið saman á stundum kátínu og nota- Erfklrykkjur Glaísilegkafíi- hlaðborð Megir salirogmjög góð þjónusta. Ipplvsingar í síma 2 23 22 FLUGUEIDIR Hðm LOFTLEIMK legheita. Fyrir fimm árum síðan missti Guðmundur eiginkonu sína, Lóu, eftir erfið veikindi. Þá reyndi á þolrif stórfjölskyld- unnar, sem ekki brást hlutverki sínu og varðaði leið drengjanna þeirra, Ásgeirs, Jökuls og Jóns Trausta, til aukins þroska, hver fjölskyldu- eining á sinn hátt, með Guðmund í fararbroddi. Enn er höggvið í sama knérunn, og aftur er hnappast saman, til huggunar, halds og trausts. Hún er löng leiðin framundan og ótal mörg öngstræti á lífsins braut, en eins og ávallt, er leitað til æðri máttarvalda í von um handleiðslu og styrk. Um leið og ég votta öllum að- standendum og vinum dýpstu hlut- tekningu, sendi ég fyrir hönd móð- ur, bróður og fjölskyldna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þakka þér samfylgdina. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. (Hávamál) Vinur þinn, Sigurður Sigurjónsson. Mann setur hljóðan þegar einn af bestu vinum manns er hrifinn burt í blóma lífsins. 'en Guðmundur vinur minn lést af slysförum 21. nóvember síðastliðinn. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Guðmund, alls staðar vel- kominn, ávallt hress og kátur með bros á vör. Við Guðmundur kynnt- umst fyrst í skátunum fyrir um 27 árum og hefur vináttan haldist óslit- ið síðan. Margt hefur verið brallað á þessum árum og nú þegar þessi góði drengur er allur streyma fram minningar um traustan og góðan vin. Kímnina og skemmtilegu til- svörin, útilegurnar með skátunum, síðar ævintýralegar jöklaferðir, veiðitúra og allar keppnirnar sem við háðum í hinum og þessum íþróttum, nú síðast í körfubolta, en hann höfum við, ásamt nokkrum félögum, stundað tvisvar i viku yfír vetrartímann. Þar eins og annars staðar verður Guðmundar sárt saknað. En mestur er söknuðurinn hjá sonum hans, Jökli og Jóni Trausta, sem nú sjá á eftir föður sínum, sem var þeirra besti vinur og félagi. En Lóa móðir þeirra lést fyrir aðeins fimm árum. Fyrir átti Lóa einn son, Ásgeir, sem Guðmundur gekk í föður stað. Elsku Jökull, Jón Trausti og Ás- geir, megi ykkur veitast sá styrkur sem þið þarfnist á þessari erfiðu stund. Við Katla sendum foreldrum, systur og öðrum ættingjum innileg- ar samúðarkveðjur. Góður vinur og félagi er fallinn. Blessuð sé minning hans. Svavar. Minning Hjördís S. Kvaran í dag fylgjum við til moldar Hjör- dísi S. Kvaran, sem dó í Reykjavík 26. nóvember sl. 89 ára. Hjördís var fædd á Akureyri 27. október 1904. Foreldrar hennar voru Þuríður húsfrú Jakobsdóttir, fædd 1865, dáin 1937, Jakobsdóttir kaupmanns á Vopnafirði Helgason- ar og Kristínar Jónasdóttur og Sig- urður H. Kvaran, þá læknir á Akur- eyri og síðar á Reyðarfirði, fæddur 1862, dáinn 1936. Foreldrar hans voru Hjörleifur prófastur Einarsson að Undornfelli í Vatnsdal og fyrri kona hans, Guðlaug Eyjólfsdóttir. Meðal systkina Sigurðar læknis var Einar H. Kvaran, ritstjóri og skáld. Systkini Hjördísar sem náðu full- orðinsaldri voru Jakob kaupmaður í Kaupmannahöfn, Einar verkamað- ur í Reykjavík og Eiður mannfræð- ingur í Þýskalandi. Um afa hennar Hjörleif prófast Einarsson ritaði dr. Sigurður Nor- dal á aldarafmæli hans, að „þótt hann hefði verið mjög örgerður maður, var hann svo vammlaus og heill, eldur hans logaði svo glatt án þess að brenna nokkurn tíma til meins, að hann vex sífellt í endur- minningunni, eins og hann væri alla ævi vaxandi maður“. Læknisdóttirin gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík og Verzlunar- skólann og lauk prófum frá þeim báðum. Hún starfaði síðan hjá stór- sölufirmanu I. Brynjólfsson & Kvar- an sem bókhaldari og trúnaðarmað- ur eigendanna allan starfsaldur sinn, alls 49 ár. En þrátt fyrir einkar borgaraleg- an bakgrunn og menntun, gott ábyrgðarstarf hjá virtu fyrirtæki, varð saga Hjördísar Kvaran engin hversdagssaga. Og þótt hún m.a. notaði þrótt sinn til að sneiða hjá ævintýrunum, varð hún samt þátt- takandi í ævintýralegu eigin ferli og síðar dætra sinna tveggja. Og hún naut þessa alls, þótt hún setti sér sjálfri þröngvar skorður að hætti tíðaranda. Á fertugsaldrinum kynntist hún prófastssyninum Þorvaldi Ólafssyni Maghússonar í Arnarbæli og „heit varð sú ást, sem i meinum býr“. Þau Þorvaldur eignuðust saman tvær dætur, Ásdísi lögfræðing og Þuríði kennara og rithöfund, sem dáin er. Á glæsilegu heimili þessara þriggja ólíku mæðgna, varð nokkuð samfelld menningar- og listaveizla meðan allar lifðu. Þegar dæturnar voru í æsku voru það aldamóta- skáldin Sigurður í Holti, Magnús ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 t Móðir okkar, er látin. SALOME ÞORSTEINSDÓTTIR, Agúst Hálfdánarson, Kristján Þór Hálfdánarson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, ÞORLEIFUR SIGURÞÓRSSON rafvirkjameistari, Brekkubraut 3, Keflavík, lést 26. nóvember 1993. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. desember 1993 kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Ásgeirsson, Tómas, Sigurður Grímsson og margir fleiri, sem nutu risnu húsfreyjunnar við spil, söng og listanna líf. Þegar dæturnar uxu af prakk- araaldri og soguðust til fylgilags við ungar listaspírur og menntalið skömmu fyrir 1960, opnaði móðirin heimili þeirra fyrir þessu óstýriláta liði, umbar hrekkvísa glaðværð þess af framúrskarandi virðuleika og kurteisi. Vinir dætranna urðu og vinir hennar. En ef henni þótti æskufjörið ganga á skjön við góða siðu, gat skapsveifla hennar orðið svo drama- tísk og spennandi, flaumur orðanna reiddur fram af slíkri kynngi, að viðtakendur urðu magnþrota af íþrótt hennar. Að því afstöðnu var hún svo sezt við píanóið og orðin sem áður þutu um eyru gestanna urðu ljúfir tónar af fingrum gest- gjafans. Hjördís Kvaran var gegnheiðar- leg manneskja, sem stolt og sterk ól dætur sínar og bauð byrginn aldagömlu karlveldi í smáborgara- legu umhverfi. Á vinnustaðnum var hún mikils virt. Þar var hún eins og óbreytan- leg vaxmynd, ímynd stöðugleikans. Á heimilinu var hún bæði um- hyggjusöm og ráðagóð móðir og sem prússneskur riddaraliðsforingi, með ríkan skilning á mannlegu eðli. Líkt og reiðin er hávær og harm- urinn þögull — gat Hjördís Kvaran bognað við orð, en hún brast ekki við högg. Það man lengi til lítillar stundar um hjartalag hennar. Og hún var það sem reynist. Bragi Kristjónsson. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR, Sigtúni41, lést á heimili sínu 30. nóvember. Þorgeir Baldursson, Eyþór Baldursson, Hildur Baldursdóttir, Hilmar Baldursson, Sólveig Baldursdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN REYKDAL, ^ Móbergi, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.30. Jóhannes Reykdai, Birna Eybjörg Gunnarsdóttir, Margrét Reykdal, Þórunn Reykdal, Þórður Stefánsson, Iðunn Reykdal, Þorgeir Örlygsson, Árni Reykdal, Guörún Pálfna Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KLARA TÓMASDÓTTIR, Háaleitisbraut 41, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 3. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð kirkju Óháða safnaðarins. Sigurður Hafliðason, Vigdis Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Hafdís Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Margrét Karlsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkaer dóttir mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG HJÖRLEIFSDÓTTIR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju á morgun, föstudaginn 3. desember, kl. 14.00. Rútuferð frá BSÍ kl. 12.45. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Orgelsjóð Þorlákskirkju. Ingveldur Amundadóttir, Magnús Brynjólfsson, Edda Ríkharðsdóttir, Hjörleifur Brynjólfsson, Gróa S. Erlingsdóttir, Vigdís Brynjólfsdóttir, Sigurbergur Brynjólfsson, Kolbrún Skúladóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.