Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 4
MÖRGUtíÖÍÁÐfÉÍ SUÍÍNUDÁGUR 5. DESEMBER 1993
I
ATHAFNAKONUR Á ÍSLANDI
sniðúg og brosir, en lætur þess
getið að hún hafi ekki orðið vör
við slíka persónudýrkun, enda sé
óvarlegt að hampa einum þegar
margir hafi lagt hönd á plóginn.
Og hún kemur reyndar aftur að-
eins inn á „kvennavælið" og bætir
við að þetta hefði ekki verið hægt
ef hún hefði ekki búið í vinalegum
litlum bæ úti á landí. „Eftir því
sem ég hef heyrt í samtölum við
þá sem til þekkja, hefði fyrirtæki
af þessu tagi aldrei gengið ef það
hefði farið af stað í Reykjavík.
Hérna á Hvammstanga er þessi
yndislegi bankastjóri sem er mann-
legur og skilningsríkur. Maður sem
hefur trú á því sem verið er að
gera og vill leggja sitt af mörkun-
um. Þetta hefði ekki gengið upp í
höfuðstaðnum," segir Harpa og er
svo ákveðin að nokkur þögn fylgir
í kjölfarið. Þögn sem staðfestir að
málið sé ekki á dagskrá lengur og
mál að rýna í punktana og athuga
hvað fleira sé hægt að tala um.
Úti í sál er ljósmyndarinn að
smakka á ígulkerahrognum og tek-
ur á honum stóra sínum að missa
sig ekki og geifla sig. Segir síðan
þvoglumæltur að honum þyki
hörpuskelfískur betri. Ekki beint í
stíl við viðbrögð fréttastjóra Stöðv-
ar 2 sem smakkaði í beinni útsend-
ingu á dögunum og æpti upp af
hrifningu!
Ad vera einstakwr ...
Harpa viðurkennir að hún er
ekki þessi hefðbundni fram-
kvæmdastjóri. Hvernig svo sem
hann kunni að líta út, klæða sig
eða haga sér. Engu að síður er
eftir henni og fyrirtæki hennar
tekið. Þannig hefur fyrirtækið
Fagþing leitað eftir henni til fyrir-
lestrahalds. Hún var á dögunum
nýbúin að semja ræðu á dönsku
um ígulkeraveiðar og -vinnslu,
enda hafði Fagþing stillt henni upp
sem ræðumanni í Færeyjum. Þar
er flest í kaldakoli sem kunnugt
er og eyjaskeggjar freista þess að
lappa upp á bágt ástand með nýj-
um veiðum og vinnslu. Harpa var
örlítið taugaóstyrk vegna þessa,
hafði ekki ýkja mikla reynslu í
fyrirlestraflutningi, auk þess sem
hún hafði efasemdir um að Færey-
ingum kæmi rausið í sér að ein-
hverju gagni. Sennilega gætu þeir
ekki veitt ígulkerin. Það væri allt
of djúpur sjór við eyjarnar. Igulker-
in séu á grunnsævi, en Færeyjar
þverhníptar klettaeyjar með miklu
aðdýpi. Samt var hún á leiðinni til
Færeyja.
Lokaorðin á Harpa, er hún er
spurð hvort hún hafí ekki pínulítið
gaman af því að vera fremur
óvenjuleg. Fremur óhefðbundin
miðað við ímynd fólks af fram-
kvæmdastjórum. „Ég hef eiginlega
ekki hugsað út í það,“ segir hún.
- En ef þú hugsar út í það núna?
„Jú, ætli það ekki. Jú.“
Morgunblaðið/Júlíus
Guóríóur l.v. og Dagný l.h. meó sýnishorn af framleióslu
sinni.
ÞAÐ ER vart hægt að ímynda sér að hægt sé að byrja
smærra í sniðum en þær frænkurnar Rósa Gísladóttir og
Sigríður Guðjónsdóttir hafa gert með barnafatagerð sína
„Rosarosa“. Þær eru með eina saumavél, gamlan rokk
ofan úr Borgarfirði, einn borðlampa, tvo stóla og eitt
borð, auk haugs af lambaskinnum, í kjallaraherbergi í
Miðtúni 4 í Reykjavík. En þótt byijað sé smátt, þá er fátt
smátt við hugmyndir þeirra um framleiðslu sína og fram-
gang mála í náinni framtíð. Þær eru að hanna og sauma
barnaföt úr íslensku lambaskinni sem fyrr segir. „Við
ákváðum einhvers staðar og einhvern tímann að það væri
engin hemja hvað lítið væri gert með þessi fallegu loð-
skinn sem hér er að hafa og tímabært væri að einhver
tæki sig til og bjargaði íslenskum skinnaiðnaði, atvinnulíf-
inu og útflutningnum á einu bretti!“ segja þær.
En þegar gríni er sleppt
segja þær Rósa og
Sigríður að þær stefni
að því að næsta haust
liggi fyrir „lína“ bamafata
úr efni þessu. „Þetta er dýr
vara, enda er efnið dýrt.
En þetta verður að sama
skapi vandað og fallegt.
Við erum að byija á yfir-
höfnum, en þetta verður
allur fatapakkinn , kjólar,
buxur, áður en yfír lýkur.
Hugmyndin er að þetta
verði selt bæði á innan-
landsmarkaði og til útlend-
inga,“ bæta þær við.
Þegar málið er rætt nán-
ar kemur á daginn að ungu
konurnar hafa gengið með
hugmyndina í maganum
nokkuð lengi, en velt því
fyrir sér hvar og hvernig
best væri að koma sér af
stað. Dag einn síðasta
sumar tóku þær sig til og
pöntuðu sér viðtal hjá Iðnl-
ánasjóði. Var þar vísað til
kontórs þar sem ábúðar-
mikill karl sat fyrir svör-
um. „Ekki var að sjá að
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sigrióur t.v. og Rósa l.h.
hann hefði mikla trú á því sem
við vorum að tala um. Hann
sagði okkur að við gætum ekki
gert neitt í þessu fyrr en við
hefðum setið á námskeiði hjá
Iðntæknistofnun. Námskeiði í
því að stofna og halda utan um
fyrirtæki. Þá og fyrr ekki mætti
athuga með fyrirgreiðslu frá
þeim. Ekki leist okkur á þann
boðskap og vorum eiginlega nið-
urbrotnar þegar við gengum út.
Samt héldum við þaðan upp í
félagsmálaráðuneyti og hittum
þar fyrir Huldu Finnbogadóttur.
Hún tók okkur hins vegar afar
vel og fyrir hennar tilstuðlan
fengum við styrk sem við ætlum
að koma verkefninu af stað
með. Hulda bjargaði eiginlega
lífi okkar,“ segja þær Rósa og
Sigríður.
'Jtrein,
ail skaðlegra
aukaverkana
ÞÆR DAGNÝ E. Einarsdóttir og Guðríður Þ.Valgeirs-
dóttir standa að fyrirtækinu Erda, en merking þess
orðs er ,jörð“. Starfsemin er fólgin í því að þær fram-
leiða húðvörur, krem og snyrtivörur úr islenskum jurt-
um. „Þetta á sér langa forsögu. Þannig er, að við
Guðríður höfum um árabil tínt og notað jurtir til eigin
nota. Sjálf hef ég verið með psoriasis í 20 ár og dóttir
Guðríðar er einnig með sjúkdóminn. Við höfum farið
þessa leið, þvi stera- eða hormónakrem sem boðið er
upp á eru ekki af hinu góða. Slík krem þynna húðina
með langvarandi notkun og hafa alltaf einhveijar skað-
legar aukaverkanir. Það eru bráðum tvö ár síðan að
við fórum að prófa okkur áfram með framleiðslu í eld-
húsunum heima. Leiðarljósið er, að ef það er ekki
hægt að borða kremin sér að skaðlausu, þá er ekki
hægt að bera hana á húðina sína, enda berst það ekki
síður inn í Iíkamann með þeim hætti,“ sagði Dagný í
samtali við Morgunblaðið.
emum, „alls konar kremum,
nefndu það bara,“ segir Dagný.
Vinir, kunningjar og vandamenn
sem annað hvort eru með psorias-
is eða eru ofnæmisgjarnir, hafa
prófað vörurnar og þannig hefur
verið hægt að þróa þær vandlega.
Jafnframt hafa þær Dagný og
Guðríður haldið fjölda fyrirlestra
um þessi efni um land allt. Er nú
svo komið að eftirspurn fer vax-
andi og Dagný segir að tími sé
kominn til þess að leita út á mark-
aðinn með vörumar. Nýlega fengu
þær stöllur hjá Erdu styrk frá fé-
lagsmálaráðuneytinu og þann
styrk ætla þær að nýta í loka-
hnykkinn, er þær flytja vörur sínar
úr eldhúsunum og út á markaðinn.
„Draumurinn er að geta látið öll-
um í té krem við sitt hæfi úr ís-
lenskum jurtum," segir Dagný.
Dagný reifar málið
nánar og bendir á
að möguleikar á
framleiðslu af
þessu tagi verði að
teljast afar góðir hér
á landi. „Útlendingar
era að monta sig af því að fram-
leiða svona vörur úr lífrænt rækt-
uðum jurtum. Við Guðríður tínum
hins vegar sjálfar hvert einasta
strátil sveita, úr jarðvegi sem aldr-
ei hefur verið eitrað í. Okkar hrá-
efni er því stigi ofar,“ segir hún.
Framleiðslan er margþætt. Þeg-
ar þær voru búnar að blanda góð
krem kom í beinu framhaldi að
þá hlyti að vera hægt að framleiða
snyrtivörur líka. Nú eru tilbúnar
14 til 16 tegundir af alls konar
vörum, augnkremum, andlitskr-
Engin iKSija
ekxi ^1111111
Sölku Völkur.
Morgunblaðið/Frímann
lónid á glerkrúsir
FYRIRTÆKI að nafni Salka Valka hefur verið starfrækt í Grindavík
í um það bil eitt ár. Upprunalega var það stofnað af nokkrum konum
á staðnum i því skyni að „fá konur til að hugsa, þar sem atvinnu-
ástandið væri orðið bagalegt í bænum,“ eins og Ágústa Gísladóttir
komst að orði, en hún er í forsvari fyrir þær stöllur sem eru nú 13
talsins. „Það má skoða þetta sem tilraun, eða verkefni. Við höfum
beint sjónum okkar að Bláa lóninu og erum að framleiða minjagripi
tengda þeirri ferðamannaparadís. Gripirnir eru glerkrúsir sem við
setjum Iónið á ef þannig mætti að orði kornast," sagði Ágústa.
gústa sagði enn fremur, að
fyrstu sporin hefðu legið í Iðn-
tæknistofnun þar sem fram fór
námskeiðahald undir formerkj-
unum „athafnakonur". Síðan hafí
tekið við leit að viðeigandi húsnæði
fyrir starfsemina og styrkur hafi
fengist hjá Félagsmálaráðuneyti.
Húsnæði fengu þær, Grindavíkurbær
lét hópnum í té gamla kvenfélagshús-
ið. „Það fóru nokkrir mánuðir í að
tala þá til, en eftir að við fórum af
stað fyrir alvöru hafa bæjaryfirvöld
verið jákvæð og húsnæðið er hið
ágætasta. Þetta má einnig skoðast
sem uppbygging á starfi kvenna í
bænum, en til þessa hefur eina starf-
semi kvenna verið kvenfélagið. Nú
höfum við einnig vinnuhópinn og
verkefnið okkar,“ segir Ágústa.
Þegar talið berst að markaðsmál-
um framleiðslu Sölkukvenna segir
Ágústa að allt hafi litið hið besta út
er Grindavíkurbær var aðili að starf-
seminni við Bláa lónið, en eftir að
Heilsufélagið kom til skjalanna fari
ekki hjá því að upp sé kominn óvissu-
þáttur. „Það hafa ekki farið fram
neinar viðræður á milli okkar og for-
svarsmanna Heilsufélagsins, en það
verður að koma að því. Þeir eru með
margþætta starfsemi á prjónunum
við Bláa lónið. Við verðum þó að
halda okkar striki og við erum ekk-
ert hræddar við hvað kann að koma
út úr viðræðum við Heilsufélagið.
Við treystum því að þeir verði skiln-
ingsríkir," sagði Ágústa.