Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
B 5
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Ulpan, derhúfan og hnífurinn
UM daginn var sautján ára strákur stung-
inn til bana á Aðaljárnbrautastöðinni í
Kaupmannahöfn. Um líkt leyti var annar
unglingsstrákur stunginn til bana af öðru
ungmenni í Stokkhólmi. í Reykjavík eru
hnífsstungur meðai krakka heldur ekki
óþekkt fyrirbæri. Þegar krakkarnir fara
n bæinn, fara þau ekki aðeins í úlpur og
setja á sig derhúfur, heldur stinga æ fleiri
þeirra einnig á sig hnífnum, sem föstum
hluta af klæðnaðinum.
Danska fórnarlambið hét Kenny. Þremur
vikum áður en hann dó var hann tvo daga
á spítala, til að ná sér eftir hnífsstungu, sem
hnífvæddur unglingur veitti honum. Hann
hafði sagt við vini sína að hann myndi örugg-
legh ekki lifa,< átján ára afmælisdaginn.
Kvöldið sem hann dó, hafið hann drukkið
eina hvítvínsflösku, svo honum var ekki
hleypt inn á diskótekið í úthverfí Kaup-
mannahafnar, þar sem hann bjó. Hann og
félagar hans tóku því lestina inn á Aðalbraut-
arstöðina. Þegar þeir stigu út, steig annar
hópur út úr annarri lest við sama pall. Kenny
og félagarnir veittust að þeim og kölluðu
einhver grófyrði að þeim. Félagarnir gengu
áfram og datt ekki í hug að loftið væri lævi
blandið. En þegar einn_þeirra leit við, sá
hann að Kenny hafði stoppað fyrir framan
einn í hinum hópnum og starði í augu hans.
Sá renndi frá sér úlpunni, dró fram hníf
með annarri hendinni, um leið og hann greip
hinni hendinni í hnakkadrambið á Kenny og
stakk hann í bringuna. Kenny hneig niður
og dó, um leið og hópurinn hljóp í burtu.
Atburðurinn hefur dregið athygli að ungl-
ingahópum, sem ráfa um miðborgina um
helgar. Svona hópar hafa lengi þekkst og
eins að þau klæddust einhveijum sérstökum
fötum, en hnífurinn í jakkavasanum er nýtt
fyrirbæri. Krakkarnir hafa hingað til verið
óvopnuð, en nú benda athuganir til að fimmti
hver taki hnífinn með, þegar hann fer í
bæinn um helgar. Hópunum, sem lenti sam-
an á járnbrautastöðinni og sem athyglin
beinist að í þetta skiptið, hafa hingað til
verið álitnir friðsamlegir.
Krakkarnir í þeim eru hallir undir svokall-
aða hipp-hopp tísku, sem er með bandarísku
yfirbragði. Þeir hlusta á rapp-tónlist, sem
kemur úr svörtu fátækrahverfunum vestra
og ganga með bandarískar hornabolta-der-
húfur, í stórum hettupeysum, víðum þvegn-
um gallabuxum og í úlpum eða jökkum með
merkjum liða úr bandarískum horna-, körfu-
eða fótbolta. Þeir tala oft ensku eða ensku-
skotið mál sín á milli og hafa ýmsa sérstaka
siði, eru til dæmis oft fremur hátíðlegir hver
við annan, heilsast og kveðjast með handa-
bandi, en þeir hafa líka ákveðnar aðferðir
við að svívirða hver annan. Ein þeirra er að
níðstara, sem þýðir að tveir horfast í augu,
þar til annar gefst upp og lítur undan og
hefur þá tapað. Það var þetta bragð, sem
espaði drápsmann Kennys til að grípa til
hnífsins.
Hipp-hoppararnir spanna vítt svið. Flestir
þeirra eru auðvitað bara venjulegir krakkar,
sem fara á flakk um helgar með vinum og
kunningjum, en í þessum hópi er líka harður
kjarni, sem er dottinn út úr öllu sem heitir
nám og vinna, en hefur leiðst út í afbrot.
Helgartúrarnir eru ekki aðeins fjörgaðir upp
með bjór og áfengi, heldur einnig með piilum
af öllu tagi, sem ekki eru endilega verkjatöfl-
ur, sem þau skola niður með áfengi. Þar
með verða áhrifin með öllu óútreiknanleg.
Drápsmaðurinn hafði borðað töflur á leiðinni
inn í bæ. Og það er þessi blanda, sem lög-
reglan og aðrir hræðast, nefnilega hnífar í
úlpuvasanum og áfengi og/eða pillur blóðinu.
Krakkagengin eru ekki samanreknir hóp-
ar, sem hleypa engum öðrum inn, heldur eru
þeir fremur lausir í reipunum. Krakkarnir
eru með einum i dag og öðrum á morgun.
Þannig var drápið á Kenny ekki hluti af
neinu uppgjöri, en þar sem báðir hóparnir
eru mikið á ferðinni í bænum og í lestunum,
vissu þeir hvor af öðrum. Og þegar til ofbeld-
is kemur, beinist það fremur að einhverjum
sem viðkomandi þekkir eða kannast við held-
ur en að öðrum vegfarendum af tilviljun.
Um helgar er leitað inn í bæ, en aðra daga
koma þau oft saman og hanga við verslun-
armiðstöðvar, sem eru helstu miðbæjarkjarn-
ar úthverfanna.
Afbrotum fækkar — en eingangrast
um leið við minni hópa
Þegar litið er til undanfarinna fimm ára,
kemur í ljós að unglingaafbrotum hefur
fækkað um sem nemur 25 prósentum. Ungl-
ingar virðast því almennt vera löghlýðnari
en áður. En uggvænlegt er að þijú af hveiju
fjórum afbrotum eru framin af sama litla
hópnum, sem nemur um þremur prósentum
af öllum unglingum. Þessi harði kjarni held-
ur oft saman, krakkarnir eru að mestu búin
að missa sambandið við foreldra og kennara
og eru því einangraðir frá öllum fullorðnum.
Greinileg fylgni er milli hverfa og afbrota.
Blokkar- og steinsteypuhverfin fyrir sunnan
og vestan höfuðborgina, þar sem ýmis fé-
lagsleg vandamál eru viðloðandi, eru gróðr-
arstía vandræðanna. Drápsmaðurinn er góð-
kunningi lögreglunnar, þó hann sé aðeins
fimmtán ára. Hann hefur nokkrum sinnum
komist í kast við lögin og hafði lögreglan
gefist upp á að elta hann uppi, og höfðu
félagsmálayfirvöld verið beðin um að taka
mál hans að sér.
Ymislegt er reynt til að snúa krökkunum
frá villu síns vegar. Ljóst er að refsingar
eins og skilorðsbundið eða óskilorðsbundið
fangelsi skilar litlum árangri og bítur lítt á
harðnaða unglinga, auk þess sem mörg ung-
mennanna eru of ung til að hljóta dóm.
Bestum árangri virðist skila að fá krakkana
til að taka þátt í klúbbstarfsemi eða láta
þau flytja inn á unglingaheimili, ef ástæða
er til, þar sem þau ráða mörgu sjálf, en eru
undir ákveðnum aga frá fullorðnum á staðn-
um og þar sem þau verða að skuldbinda sig
til að gegna þeim aga. Þegnskylduvinna í
stað fangelsis hefur einnig gefið góða raun.
Einn slíkur klúbbur er rekinn af lögreglu-
mönnum, sem sinna honum óeinkennis-
klæddir í frítímanum. Við fyrstu sýh virðist
kannski ósennilegt að krakkar, sem hafa
stundað afbrot og óknytti, vilji ganga í klúbb,
þar sem lögreglan ræður lögum og lofum,
en reynslan er önnur. Margir afbrotaungling-
ar taka tilboðinu fegins hendi, jafnvel þó
þeir þurfí að skuldbinda sig til að halda sig
frá afbrotum til að fá inngöngu. Og ef þeir
standa sig ekki, eru þeir reknir. í klúbbnum
og á heimilunum er fyrst og fremst reynt
að fá krakkana til að takast á við einhver
uppbyggileg verkefni, hvort sem um er að
ræða tómstundaiðju eða einhvers konar
vinnu eða nám. Útilegur og kanóferðir, þar
sem krakkarnir þurfa að nota kraftana, reyn-
ast líka vel.
Auk þess sem reynt er að vekja áhuga
krakkanna á einhveijum uppbyggilegum við-
fangsefnum, þá er „agi“ lykilorðið. Reynsla
þeirra sem vinna með krökkunum er oft sú
að agi sé þeim algjörlega framandi hugtak,
sem þau taka undir af misjafnri hrifningu í
upphafi, en læra fjótt að meta. Á heima-
velli hefur á einhvern hátt alveg mistekist
að aga þau og á unga aldri lærist krökkun-
um að lifa lífinu án foreldranna. Hvort sam-
bandið næst nokkurn tímann aftur, er önnur
saga. Eins og við er að búast vakti lát
unga mannsins miklar umræður um ofbeldi
og uppeldi, um unglingamenningu og skóla-
mál. Vandinn verður þó ekki leystur með
umræðum í útvarpi og sjónvarpi og greina-
skrifum fram og aftur. En með því að fara
út, tala við krakkana og bjóða þeim eitthvað
annað en versiunarmiðstöðvarnar og bæj-
arrápið, þá er kannski hægt að leiða einhveij-
um fyrir sjónir að lífinu sé betur varið á
öðrum vettvangi við aðra iðju.
Sigrún Davíðsdóttir
MYRKRIÐ ■»■■■■■■
Myrkrið bæði yljar þér og ögrar
svo ólgar í þér eitthvað meira en blóð.
I brjósti þínu frelsisþráin flögrar.
Þú fetar brátt í villidýrsins slóð.
Nóttin einsog kona full af kvíða
er kallar nafn þitt falin útí skóg.
Þú glottir mjúkt í húmið, vilt þó hlýða.
í hrævareldsins logum mynd þín bjó.
Það dimmir á meðan þú dansar
og daðrar með lostans brá.
Einmana skuggi þinn ansar
altekinn stjórnlausri þrá.
Yfir skógarturnsins dimma, dapra þaki,
í dauðateygjum, svífur ungur hrafn
er hvíslar, rámur, í kuldans krappa taki,
að kenndir þínar hafí hlotið nafn.
I fjöllum heimsins bergmálar og brestur
bergnuminn þú hlustar einn og kyrr:
A enda er runninn fangans langi frestur.
En ferð þín hefði átt að heijast miklu fyrr.
Um cmgurvserð draumanna,
hreinleika og mátt ástarinnar og
óumbeðna nálægð dauðans.
Um Ififfið.
**** SMS í DV
GULL MEÐ HERÐI TORFA -
HLUSTAÐU!
Pöntunarsími Japis: 91 - 625200 - 625088