Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 6
6 B ~ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DBSBMBER 1993 Kjartan og Guórúná dönsku sviói Férskur fornaldarblær með nútímalegu sniði eftir Sigrúnu Davíðsdóftur, Kaupmannohöfn ÍSLENDINGASÖGURNAR og aðrar forn- bókmenntir hafa löngum verið norrænum skáldum og rithöfundum innblástursefni og á síðustu öld voru þær ein megin uppstaða rómantísku stefnunnar á Norðurlöndum. Dæmi um þetta er leikritið „Kjartan og Guðrún“, eftir danska skáldið Adam Öhlens- læger, sem nýlega var frumsýnt í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Sýning- unni hefur verið vel tekið af gagnrýnend- um, en enn á eftir að sýna sig, hvort leikhús- gestir feta í fótspor þeirra. Leikstjórnin var í traustum höndum Klaus Hoffmayers, sem hefur ekki síst Iagt sig eftir sígildum verk- um, bæði leikritum og óperum. wmm s Benedikte Hansen og Kim Jansson í hlutverkum Guðrúnar og Bolla. Mikael Blrkkjær sem Kjartan á sviði Konung- lega leikhússlns í Kaupmannahöfn. Eðlilega telst í verkahring Konunglega leikhússins að setja upp sígild, dönsk verk og þar ættu verk Öhlenslægers að vera ofarlega á blaði. Þau eru þó ekki sýnd nærri eins oft og verk annars dansks leik- ritahöfundar, Ludvigs Holbergs. Holberg skrifaði fyrst og fremst gamanleiki, meðan Öhlenslæger hélt sig við hið harmræna og kannski ögn þunga. Uppsetningin er tilraun til að sýna að Öhlenslæg- er eigi erindi við nútímann. Og af því tilefni er hann kallaður Öhlens- læger, en ekki Oehlenschlager upp á þýsku eins og höfundurinn gerði, því það þótti fínt á sínum tíma. Öhlenslæger fæddist 1779. Eftir að hann gafst upp á að verða leik- ari, hóf hann að lesa lögfræði, auk þess sem hann lagði stund á skáld- skap. Hann tók strax mið af nor- rænum efnum og leitaði fremur í norræna goðafræði en þá grísku, auk þess hann hreifst af þýska skáldinu Goethe og þýskri náttúru- heimspeki. Á árunum 1805-1809 ferðaðist hann um Þýskaland, Frakkland, Sviss og Ítalíu og efni frá þessum löndum setti svip á skrif hans, auk þess sem hann hélt fast í hið norræna. Árið 1809 sneri hann heim sem þekkt skáld. Árið eftir varð hann prófessor í fagurfræði og giftist Christiane Heger, en þau höfðu verið trúlofuð í ellefu ár. Eftir ftjósamar tíðir æskuáranna varð lífið sem prófessor og giftur maður öllu erfíðara. Kannski var konan orðin þreytt á biðinni. Alla vega þá var hjónabandið ekki sér- lega hamingjusamt og þar við bætt- ust harðvítugar deilur um skáld- skap við aðra danska andans menn um árabil. Öhlenslæger náði þó að lifa nógu lengi til að vera krýndur lárviðarsveig í dómkirkjunni í.Lundi sem skáldjöfur norðursins af sænska skáldinu Tegnér, auk þess sem hann öðlaðist viðurkenningu samtímans og síðari tíma, fyrir að hafa endumýjað danska skáldskap- arlist. Persónurnar úr Laxdælu, sagan frá Öhlenslæger „Kjartan og Guðrún" frá 1847 er síðasta leikrit Öhlenslægers. í fyrri leikritum hans voru persón- umar oft nokkuð flatar, fremur manngerðir en einstaklingar, en í lok ferils síns hafði hann fengið áhuga á sálfræðilegri mannlýsing- um. Persónur leikritsins eru því persónur af holdi og blóði, ekki bara manngerðir. Það er ekki sjálf sagan, heldur persónur Laxdælu, sem hafa orðið Öhlenslæger innblástursefni. Sög- una notar hann fijálslega. Þunga- miðjan er Guðrún og samskipti hennar við Kjartan og Bolla. í leik- ritinu er Guðrún látin vera frá Sikil- ey, sem skýrir blóðhita hennar og framandleika. Leikritið hefst á því að Kjartan er sendur af föður sínum til Noregs, en áður en hann fer, játar hann Guðrúnu ást sína. Hún tekur játningunni ólíkindalega og lofar engu. Bolli fýlgir Kjartani, en frá fyrstu er slegið á strengi af- brýðisemi Bolla í garð fóstbróður síns. í Noregi vinnur Kjartan bæði hylli Ingibjargar, systur Ólafs kon- ungs og konungs, en þó honum standi greinilega konungssystirin til boða, kýs hann að hverfa heim í von um að fá Guðrúnar. En Bolli hefur orðið á undan honum, sagt Guðrúnu að Kjartan ætlaði að kvænast Ingibjörgu, svo Guðrún fellst á að giftast Bolla, en með hæðnisyrðum þó. Þegar þau koma út úr kirkjunni, er Kjart- an sá fyrsti sem þau hitta. Guðrún brigslar Bolla um lygar, rífur brúð- arkransinn og stendur að lokum ein eftir. Hún gerir síðan tilraun til að tala Kjartan til, finnur að hann elskar hana, en hann tekur ekki í mál að hún skilji. Hún hvet- ur því Bolla til að vega Kjartan, því fyrr fái hún ekki frið, en um leið varar hún Kjartan við, sem vegur Bolla. Kjartan gleðst yfir að nú skuli Guðrún loksins fijáls, en þá verður Ingibjörg á vegi hans, skipreika frá Noregi. Þegar hann heilsar henni með kossi, sér Guðrún til hans, Ieggur ör á streng og ætlar að skjóta Ingibjörgu, en hæfír Kjartan, sem formælir Guð- rúnu og deyr. Að koma Ohlenslæger á hreyfingu „Kjartan og Guðrún" er ekki aðeins forvitnileg sýning, af því hún fjallar um íslenskar persónur, held- ur einnig af því uppsetningin er vísbending um hvernig setja má upp norræna klassísk, sem er oft svolít- ið þunglamaleg, þannig að persón- urnar geti hreyft sig fijálslega um sviðið, án þess þeim sé á ytra borð- inu íþyngt með hetjulega þöndum bijóstkassa í búningum upp úr „Hetjum í fornöld" eða „íslenskum þjópháttum" . .. í uppsetningunni hefur tekist einkar vel að skafa burt hátíðleika og tilfinningasemi. Búningar, leik- mynd, tónlist og leikhljóð skapa áhrifamikinn og sterkan, en einfald- an ramma um sýninguna. Reyndar minna búningar Birgitte Mellentin svolítið á búninga Karls Júlíussonar í hrafnamyndum Hrafns Gunn- laugssonar og tónlist Kim Menzers reyndar líka, en hvort tveggja er þó enn stílfærðara en í kvikmynd- unum. Leikstjórinn Kiaus Hoffmayer segir verkið tilheyra tímabili, sem stundum hafi verið kallað gullöld danskrar menningar, en viðmiðun sín hafi fyrst og fremst verið það, sem Öhlenslæger hafi sótt inn- blástur í. „Ég hef áhuga á að reyna að fá fram, það sem skáldið sóttist eftir í uppsprettu sinni, Laxdælu. Sagan einkennist af ferskleika og henni fylgir andblær víðáttu og heiðni. Þar er andstæðan við inni- lokað andrúmsloft borgarinnar og það siðgæði, sem Öhlenslæger lifði og hrærðist í. Þangað sækir hann eitthvað stærra og víðáttu- meira, en sam- tíminn bauð upp á. Sem leikstjóri get ég því gert eing- og hann og litið aftur til Lax- dælu, mér til inn- blásturs. Sagan er líka betri viðmið- un en samtími Öhlenslægers, því hún er nútíma- legri en leikritið, hún er hrárri. Þessi viðmiðun kemur fram í bún- ingunum, sem taka mið af vík- ingaaldarbúning- um, án þess að vera neinar end- urgerðir. En það var heldur ekki ætlunin að leikrit- ið bæri yfirbragð Þjóðminjasafns, heldur andblæ sögutímans. Hafið er viðmið- unin í sviðsmynd- inni. Það felur í sér bæði útþrána og heimþrána. „Lífíð er ferðalag" er sagt í leikritinu. Persónurnar eru á ferð, þeim skolar á strönd hvors annars bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. En kjaminn í leik- ritinu er hræðslan við ástina. Guð- rún þorir ekki að gefa sig ástinni á vald, heldur slær úr og í og það hefur skelfílegar afleiðingar. Til að gera leikritið aðgengilegra, hefur reynst nauðsynlegt að endur- skoða textann, sem er skrifaður í bundnu máli. í uppsetningunni hef- ur málið verið fært í nútímalegra horf, án þess að það fái á sig nú- tímablæ, en hrynjandinni haldið eins og hægt er. Snilli Öhlenslæg- ers liggur ekki í því að hann notar fomleg orð. Helsta hættan við uppsetningu sígildra verka er of mikil virðing fyrir höfundunum og verkum þeirra. Virðing er það versta sem hugsast getur til að nálgast sígild verk. Það þýðir ekki að nálgast Öhlenslæger sem skáldjöfurinn uppi á stalli, heldur verður að koma hon- um á hreyfingu. Ég vona að áhorf- endur geti séð þetta ...“ Geuðrún, sem elskar og hatar af einlægni Benedikte Hansen, sem fer með hlutverk Guðrúnar, er ein af fremstu leikkonum Dana af yngri kynslóðinni. Hún útskrifaðist sem leikkona 1981 og hefur verið við Konunglega leikhúsið síðan 1990, síðast í hlutverki Laviniu í leikritið Eugene O’Neill, „Sorg klæðir Elektru". Leikkonan er ekkert að skafa af hrifningu sinni á Guðrúnu. „Mér þykir fjarska vænt um hana. Hún fylgir óhikað tilfínningum sín- um, en hopar frá ástinni, þegar tækifærið kemur og það hefur hörmulegar afleiðingar. Hún elskar heitt og innilega og gæti svo vel hafa verið hamingjusöm. Hún hefur hæfileikann til að finna hreinar til- fínningar, það er engin hálfvelgja í henni. Hún er hrein og bein, elsk- ar, þegar hún elskar og hatar, þeg- ar hún hatar. Tilfinningar hennar eru hreinar og heilsteyptar, hún veit hvað henni fínnst, en hún er hviklynd, þegar hún stendur frammi fýrir ástinni, sem getur ræst. Hún er hrædd við það sem kemur á eft- ir, því hún hefur tvisvar sinnum verið særð í slæmum hjónaböndum. Fyrir mér er inntak leikritsins að ef þú elskar, reyndu þá að segja það strax, ekki bíða og sjá til. Þetta er eitthvert besta hlutverk, sem ég hef leikið. Það fylgir Guð- rúnu svo mikil gleði að hún er eins og sálarhreinsun. Hún er svo gjör- samlega laus við örvæntingu og allt lítilmótlegt. Eftir að hafa leikið Laviniu er það eins og frelsun að takast á við Guðrúnu. Leikritið er harmleikur, en samfara hreinleika, þá er eitthvað upphafíð yfir honum, svo hann gerir mann ekki hryggan. Ég hef lesið Laxdælu og þekki Guðrúnu Iíka þaðan. Fyrir mér er hún sú sama í sögunni og í leikrit- inu, en sagan er bara eins og meira útfærð en leikritið, sem er einfaldara og samþjappaðra. Við sem leikum í uppsetningunni nú erum mjög hrifín af leikritinu og glöð yfír að fá tæki- færi til að leika það. Svo mjög að nú dreymir okkur um að komast með það í leikferð til íslands. Við vonum innilega að það takist." Og hvers vegna ekki? Hvar eiga Kjartan, Guðrún og aðrar persónur leikritsins betur heima en einmitt þar, ekki síst í þessari fallegu og innilegu uppsetningu Klaus Hoffmayers og félaga hans ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.