Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 11

Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 B 11 W\SIHD\/Hvadan kemurgeimryk? Þarsem ryk er til gagns Áhrifamikið samspil geimryks og ljóss. VIÐFANGSEFNI stjarnvísinda er fyrst og fremst stjörnur, vetrarbrautir og vetrarbrauta- kerfi. Tilurð, eiginleikar og efnasamsetning sljarna eru nú mæta vel skilin þó vitanlega séu margar eyður enn ófylltar. Það sem á undanförnum árum hefur vakið aukin áhuga á stjarnvísindamönnum er rúmið á milli stjarnanna og vetrar- brautanna og þá sér í lagi það efni sem þar er að finna. Þetta efni gengur iðulega undir nafn- inu geimryk. Þó geimryk sé ekki fyrir hendi í miklu magni þá birtist það í mismunandi afbrigðum sem hvert um sig getur gefið vísindamönnum mikilvægar upplýsingar. Gróflega er efninu á milli stjarn- anna skipt í tvo flokka. Loft- tegundir sem samanstanda nær eingöngu af vetni og geimryk sem er aðallega silikötsambönd s.s. súrefni og kísil, ásamt mismun- andi málmteg- undum. Dreifing efnisins um rúmið er mjög grisjótt. Að meðaltali inni- heldur einn rúm- sentimétri geim- rúms tvö vetnis- tóm en rykagnim- ar eru langtum sjaldgæfari, u.þ.b. ein rykögn á svæði sem jafngildir 3-4 Hallgrímskirkjum. Þó að þéttni geimryksins sé jafn lítil og raun ber vitni gætir áhrifa þess hér á jörð á margvíslegan hátt. Ljós stjörnu sem er í 3.000 ljósára fjarlægð hefur deyfst um helming þegar það nær jörðunni. Ljósstyrkurinn rýrnar um sama magn fyrir önnur þijú þúsund ljós- ár. Fyrir vikið berst næstum ekk- ert ljós til jarðarinnar frá mið- svæði vetrarbrautarinnar sem er í 30.000 ljósára fjarlægð. Þrátt fyrir smæð og grisjótta dreifíngu geimryks hafa vísinda- menn öðlast haldgóða þekkingu á ýmsum eiginleikum þess, s.s. stærð, lögun og samsetningu. Mest af þessari þekkingu hefur fengist með athugunum á þeim áhrifum sem geimrykið hefur á sólarljósið. í upphafi þriðja áratug- ar þessarar aldar uppgötvaði sviss- neski stjarnfræðingurinn Robert Trumbler að stjörnur sem staðsett- ar eru á bak við geimrykský tapa ekki einungis ljósstyrk heldur sýn- ast þær rauðleitari en aðrar stjörn- ur. Af þessu dró hann þá ályktun að geimryk dragi í sig meira af bláa þætti ljóssins en þeim rauðu. Þessi staðreynd gefur enn fremur upplýsingar um stærð geimryk- skornanna sem þurfa að vera minni en bylgjulengd rauðs ljóss, 0,7 míkrometrar. Venjulega er ljós sem stjörnur senda frá sér óskautað þ.e.a.s. ljósbylgjan getur sveiflast í allar ■ áttir þvert á útbreislustefnu ljóss- ins. Þegar ljósið hefur ferðast í gegnum geimryk er það að hluta til skautað og er sveifluháttur þess að mestu takmarkaður við ákveðna stefnu. Þetta bendir til þess að rykagnirnar séu ílangar og að þær raði sér þannig að lengdarásar þeirra eru samhliða. Þetta kemur til á eftirfarandi hátt. Áhrifa veiks segulsviðs gætir víð- ast hvar í geimnum. Þar sem rykagnirnar innihalda málmkennd efni snúa þær sér gjarnan eftir kraftlínum segulsviðsins, ekki ósvipað því ög nálin í áttavita. í þannig stellingu sleppur meira af því ljósi í gegn sem er skautað samhliða lengdarás rykeindanna. Auk sílikata er talið að geimryk innihaldi ýmis efni sem eru mikil- væg fyrir lífræn efnasambönd s.s. kolefni, köfnunarefni og vetni. Ásamt súrefni geta þessi efni myndað margvísleg efnasambönd, þar á meðal ís. Sú tilgáta hefur einnig verið sett fram af tveimur stjarnfræðingum að geimryk samanstandi að miklu leyti af þurrfrosnum veirum. Sömu vís- indamenn telja að þessar veirur hafi áður fyrr borist til jarðarinnar og stuðlað þar að myndun lífsins. Þessi hugmynd nýtur ekki al- menns stuðnings á meðal vísinda- manna. Myndun og hvarf geimryks er flókið fýrirbæri og ekki nema að hluta til skilið. Geimryk er á sí- felldri hreyfingu um rúmið fyrir tilstuðlan vinda sem ganga út frá stjörnum. Sólin blæs geimryki í burtu svo að viðhald þess krefst stöðugrar endurnýjunar. Talið er að hluti geimryks myndist við árekstur loftsteina og eins við yfir- borð gamalla og útbrunninna stjarna. Slíkar stjörnur spúa kol- efni eða súrefni út í geiminn. Kol- efnið myndar ýmis sótkennd efna- sambönd en súrefnið getur bundist kísil og ýmsum málmeindum. Augljóst er að geimryk getur myndast á margvíslegan hátt. Það hefur því mismunandi kornstærð, efnasamsetningu og þéttni, en það er einmitt fjölbreytni geimryksins sem hefur gert vísindamönnum kleift að öðlast nýstárlega þekk- ingu á ýmsum eiginleikum þess víðfemis sem er á milli stjarnanna og vetrarbrautanna. Hið rómaða 35 réttajólahlaðborð Shúla Hansen Verð: í hádeginu kr. 1.695,- Á kvöldin kr.2.395,- Verið velkomin á Matreiðslumeistarar: Skúli Hansen og Jóhann Sveinsson. SMlflbrú Veitingahús við Austurvöll Pantanir í síma 62 44 55 eftir Sverri Olafsson i • I i i . e • 7 •• 3tu heimsþekkt jynr honnun, gceði oggóða endingu. Gefðu vandaðajólagjöf gefðu SIEMENS heimiiisUeki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.