Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
SEGI
Morgunblaós-
menn
heimsóttu
einsetumann-
inn, bóndann
MEINJNGU sr
, MINAVIÐ,
PETUR OG PAL
Eftir Guðmund Guðjónsson.
Ljósmyndir Árni Sæberg
ÞÓRÐUR Runólfsson í Haga í
Skorradal kemur til dyra eftir
að knúið hefur verið dyra í um
tíu mínútur. Ástæðulaust að
vera með asa í afdölum. Enda
virðist ljóst er Þórður kemur til
dyra, að tíminn hafi staðið kyrr,
a.m.k. i Skorradal. Hann stend-
ur í gættinni, aldinn og skörðótt-
ur. Fremur lágur vexti. Fötin
hefur Þórður notað lengi og á
fótum er grænt stígvél og annað
brúnt. Hér utan tíma og byggð-
um ofar skiptir tískan enn
minna máli heldur en tíminn.
Hér skiptir máli að nýta það sem
til er á meðan það endist. Þórð-
ur er fæddur 1896 og er því 97
ára gamall. Hann hefur búið í
Haga í 71 ár og síðustu 11 árin
hefur hann verið einbúi á jörð-
inni. Ómar Ragnarsson hefur
heimsótt hann og þreytt sprett-
hlaup við Þórð upp brekkuna
frá bæjarhúsinu til fjárhússins.
Og Þórður hefur haft betur.
Maðurinn er furðu vel á sig
kominn, bæði andlega og líkam-
lega þótt árin séu mörg. Og svo
sprækur er hann, að hann hefur
skellt skollaeyrum við uppást-
ungum margra að nú skuli hann
átta sig á því að hans tími sé
kominn. Og bregða búi og eyða
síðasta ævikvöldinu á öldrunar-
stofnun annað hvort í Borgar-
nesi eða á Akranesi. „Þá myndi
ég aldrei framar lifa neinn glað-
an dag,“ segir Þórður. En við
erum ekki enn komnir inn fyrir
dyr. Þórður er gestrisinn og
býður okkur í hús. Við undirrit-
aðir fylgjum honum inn og höld-
um áratugi aftur í tímann um
leið.
órður býður okkur
ekki til stofu,
heldur til svefn-
herbergis, sem
jafnframt er
nokkurs konar
bókakontor.
Hann heldur meira til í svefnher-
berginu þessa daganna. Svimi hef-
ur ásótt hann síðustu vikur og
honum förlast gangurinn örlítið í
stiganum upp í herbergið. Hann
segir svimann hvimleiðan, en þetta
standi allt til bóta. Hann Ingólfur
í Borgarnesi hafi látið sig hafa
einhverjar töflur sem hann taki nú
og hafi þegar fengið nokkurn bata.
„Það verður að reikna með því að
eitthvað fari úrskeiðis þegar maður
er orðin svona gamall,“ segir Þórð-
ur.
í hertíbrginu er fátt eitt. Skápur
með bókum. Kista með bókum og
hilla með bókum. í hillunni má sjá
titla, eins og „Bændablóð“ og
„Bóndi er bústólpi". Svo er gamalt
borð, lítill sófi og rúmstæði. Á
borðinu er öskubakki og við spyrj-
um Þórð fyrst hvort verið geti að
hann reyki? Vart eigi hann langlífi
sínu reykingum að þakka. „Ég
reyki nú ekki lengur og hætti því
alveg fyrir 30 árum. Ég fékk mér
helst sígarettu gestum mínum til
samlætis en svo hætti ég því. En
þó ég reykti fann ég aldrei til
mæði og læknar sem hafa skoðað
mig segja að ég hafí alveg ótrúlega
góð lungu. Einn sem kom tók líka
af mér blóð og þegar hann var
búinn að rannsaka það sagði hann,
„hvað er þetta Þórður, blóðið úr
þér er eins og úr tvítugum manni!“
En hver er þá leyndardómurinn
á bak við hreysti þína og langlífi?
„Ég veit það ekki. Ætli það sé
ekki mataræðið. Ég hef alltaf hald-
ið mig við hollan og góðan íslensk-
an mat. Til dæmis súrmat. Ég
borðaði alltaf mikinn súrmat, en
varð svo að hætta því eftir að ég
hætti að geta lagað hann sjálfur.
Og ég hef varla látið ofan í mig
gosdiykki. Og ég nota vín. Ég
kann að nota vín.“ Og hvernig á
að nota vín?
„Já, ég hef notað vín. En aldrei
tekið meira en lítið staup,“ segir
Þórður, en lætur liggja á milli hluta
hvað lítið staup sé lítið og hversu
oft hann taki aðeins eitt lítið staup.
Hann vitnar í lækni einn sem varð
vitni að því er hann hressti sig við
í miðjum heyskap og sá hafí haft
orð á því að Þórður í Haga kynni
sko að fara með vín. Og nú halda
Þórði engin bönd:
„Svo er annað ,það er fjallaloft-
ið og einangrunin. Frá svona
nóvember kemur hér fátt fólk og
þá er ekki sennilegt að ég fái ein-
hveijar pestir sem ganga frá manni
til manns. Fyrir svona fímm, sex
eða sjö árum hringdi einn læknir-
inn úr Borgamesi og spurði mig
hvort hann mætti ekki koma til
mín og sprauta mig fyrir innflú-
ensu, en ég sagði, nei, þú þarft sko
ekki að koma fram að Haga til
Þórðar, ég þarf þess ekki. Það er
fleira, ég vil eiginlega ekki tala
um það, gæti verið álitinn hálf-
gerður bjáni, en ég fínn ekki til
gigtar. Þrátt fyrir alla þrældóms-
vinnuna í gegn um árin. Og minnið.
Það þykir alveg óskiljanlegt hvað
ég man. Ég get farið með ykkur
aftur til aldamóta. Hann hefur
sagt það hann Guðlaugur Þor-
valdsson sáttasemjari, að minnið
mitt sé einstakt. Við Guðlaugur
erum miklir vinir, hann á bústað
hér nærri og heimsækir mig oft“.
Þórður í Haga er fæddur 18.
september 1896. Honum og Hall-
dóru konu hans varð tveggja bama
auðið. Annar sona þeirra tveggja,
Óskar Þórðarson, á sumarbústað á
jörð föður síns. Óskar er nú 73 ára
gamall. Fyrrum var Þórður með
sauðfé, kýr og hesta, en nú hefur
búið dregist verulega saman. „Ég