Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.12.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 B 15 ljóshærðum manni, Clive Percival, sem var þar með vini sínum, Roger Holland. Það fór vel á með okkur öllum. Skömmu síðar bauð hann mér út og reyndist mjög viðfelldinn og skemmtilegur. Hann var að læra endurskoðun hjá fyrirtæki í mið- borginni og stundum mæltum við okkur mót síðdegis eftir skólatíma og fengum okkur kaffi og fórum svo hvort til síns heima. Hann bauð mér heim til sín og kynnti mig fyr- ir foreldrum sínum sem ráku stóra verslun í austurhluta London og voru mjög vel stæð. Um leið og Clive hafði lokið námi árið eftir, fór hann að vinna við fjölskyldufyrir- tækið sem seldi ýmislegt fyrir börn: fatnað, vagna, rúm, kerrur og leik- föng. Samband okkar varð smám saman nánara og okkur leið vel saman. Roger vinur hans var með Sylvíu í eitt ár og við fjögur vorum mikið saman þennan tíma. Ég var fremur óreynd í samskiptum kynj- anna og hafði aldrei átt kærasta á íslandi. Ég las nýverið bók eftir konu sem segir frá því þegar hún verður ástfangin af manni sem ekki er mikið fyrir augað. Hún er að skilgreina hvers vegna hún dregst að honum: „Mér líkar vel við hann,“ skrifar hún, „ég er veik fyrir þeim sem eru útundan, fötluðu fólki, inn- flytjendum, feita stráknum í bekkn- um og þeim sem enginn vill dansa við - hjarta mitt slær fyrir þetta fóik, af því að ég veit að ég er og mun alltaf verða ein af þeim.“ Þessi skilgreining á ekki við um mennina í mínu lífi sem báðir eru aðlaðandi og sjálfsöruggir, en að öðru leyti er þetta eins og talað út úr mínu hjarta. Ég hef einhverra hluta vegna heita og innilega sam- kennd með fólki sem fellur ekki inn í fjöldann og verður af þeim sökum bitbein hinna venjulegu. Kannski var ég innra með mér ein af þeim á unglingsárunum þó að yfirborðið væri slétt og fellt. Ég var í glöðum hópi skólafélaga og á engan hátt utan vegar, en ég var ekki ein af þeim sem strákar renndu sér fót- skriðu yfir gólfið til að vera fyrstir að bjóða upp. Mér var auðvitað boðið upp öðru hvoru eins og geng- ur, en oftar sat ég og lék glöðu stelpuna sem er alveg sama þó hún sitji ein við borðið meðan vinkonur hennar eru á dansgólfinu. Það er leikur sem margt fólk af báðum kynjum getur náð undraverðri leikni í. En nú var ég sem sagt orðin eins og hinar stelpurnar, komin með myndarlegan og sjálfsöruggan mann sem bersýnilega þótti mikið til mín koma.“ Ástríða til að mála í eftirfarandi kafla gefur Ka- rólína innsýn í viðhorf sín til málaralistarinnar: „Svo lengi sem ég man hef ég haft óstjórnlegan áhuga á myndum. Ekki bara málverkum, heldur hvers kyns myndum, blaðaljósmyndum, teikningum, landslagsmyndum og fjölskyldumyndum. Ekkert heillaði mig meira en þessar gömlu fjöl- skyldumyndir af svipbrigðalausu fólki með starandi augu. Eg minn- ist þess ekki að hafa séð fólk með lokuð augu á gömlum myndum. Það hefur stillt sér upp eins og mynda- styttur fyrir ljósmyndarann og gætt þess vandlega að depla ekki auga. Þessar myndir sökkva inn í mig. Stundum stilli ég upp nokkrum svona ljósmyndum í röð og sit og horfi á þær. Eitthvað í þeim, kannski svipur, hvernig fólk ber sig eða annað í myndinni, getur vakið hugmynd eða hugmyndir sem ég get unnið úr. Oft koma hugmyndir líka til mín fyrirhafnarlaust, eins og gjafir sem stráð er yfir mig og ég verð að hafa mig alla við að grípa áður en þær hverfa aftur. Ég teikna í skyndi litlar skissur til að ná hugmyndunum niður á blað og þá eru þær þar eins og peningar í Eg vissi snemma að ég vildi mála fólk. Ekki portret, heldur venjulegt fólk við venjulegar kringumstæður. Ég fann glöggt þegar ég var að horfa á þá málara- list, sem mest var hampað á fslandi þegar ég var yngri, að hún var ekki fyrir mig, þó að ég hrifist af þessari list sem slíkri banka sem ég get náð í þegar ég vil. Ég vissi snemma að ég vildi mála fólk. Ekki portret, heldur venjulegt fólk við venjulegar kring- umstæður. Ég fann glöggt þegar ég var að horfa á þá málaralist, sem mest var hampað á íslandi þegar ég var yngri, að hún var ekki fyrir mig, þó að ég hrifist af þessari list sem slíkri. Eg vildi mála öðruvísi og fékk á tilfinninguna að ég væri einhvem veginn utanveltu af því ég hafði ekki sama smekk á mynd- list og þeir sem í kringum mig voru. Þótti ekki vænt um það sama og öðrum. Þó að ég hefði viljað mála fólk þegar ég var yngri hefði ég ekki getað það, því það tekur mörg ár að ná tökum á því. Ég sé á myndum frá því ég var að byija að mála að ég hef ekkert ráðið við það. Fyrir mig var þetta eins og tjöm sem er gruggug af því að það var ókyrrð í henni sem þyrlar upp aurnum. Með þrotlausri vinnu verð- ur vatnið smám saman tærara þar til maður fer að eygja botninn. Vel má vera að til séu listamenn sem þekkja ekkert nema tærar tjarnir og þurfa ekki að fálma sig gegnum gruggugt vatn til að ná valdi á list sinni, en ég er ekki í þeim hópi. Sumir halda kannski að maður komist að raun um hlutina með því að sitja löngum stundum og hugsa um lífíð og listina, og lesa sér til um listir í listasögu- eða listaverka- bókum. Þannig hefur það ekki ver- ið í mínu tilviki. Líkast til hef ég nokkurs konar myndminni. Þegar ég horfí í kring- um mig, raunverulega horfi, fer ekkert framhjá mér, en í annan tíma er athyglin kannski ekki eins vak- andi. Ég get sest niður og ferðast um í huganum á staði, yfirleitt á íslandi, sem ekki eru til í raun og veru í dag, þessi heimur er bara til innra með mér. En ég get líka farið í huganum inn í annarra manna hús þar sem ég kom þegar ég var krakki og gengið þar og skoðað mig um og farið herbergi úr her- bergi. Ég man eftir öllum húsgögn- um, hlutunum uppi á bókaskápnum, hvernig fólkið sat og stóð, konunni sem sat alltaf við símann og hinni sem var með fiskibollu á gaffli, ég man eftir eldhúsum og tveimur konum sem stóðu þannig að birtan frá glugganum féll öðrum megin við þær svo að þær eru sérkenni- lega dökkar í myndfletinum sem ég sé fyrir mér. I huganum get ég farið óboðin inn í þessi hús bemsku minnar og sest svo niður og málað mynd sem verður til á þessu ferða- • lagi. Þetta er inni í mér og ég fer þangað og næ í það. Virkjun ímyndunaraflsins getur verið mjög lýjandi og stundum erf- itt að koma hugmyndum á blað og vinna úr þeim. Stöku sinnum tek ég mér frí og mála uppstillingar. Mér finnst það barnaleikur. Eitt- hvað sem maður gerir til að hvíla sig og skemmta sjálfum sér. Ég raða niður hlutum og mála þá eins vel og ég get en það reynir ekkert á mig. Ekki fremur en þegar ég er á Heathrow-flugvelli og stend á færibandi á sléttu gólfinu til að komast áfram í stað þess að ganga. Þarf ekki einu sinni að hreyfa fæt- urna. Öðru máli gegnir með módel, þvi að það er lifandi líkami, ekki ávextir í skál eða tré úti í garði. Með þessum orðum er ég ekki að varpa rýrð á uppstillingar almennt sem geta verið framúrskarandi listaverk eins og allir vita, en fyrir mig eru myndirnar sem berast til mín innan frá svo miklu erfiðari en það sem er áþreifanlegt og er fyrir utan mig að ég lít á þær sem afþrey- ingu. Astríða til að mála og teikna hefur alltaf búið með mér. Hún er ekki eitthvað se_m spratt fram á fullorðinsárum. Ég tók mest eftir þörfinni til að mála þegar aðstæð- urnar hindruðu mig í að gera það. Núna finn ég ekki fyrir þessu hungri því ég mála alla daga. Lengi var ég óörugg gagnvart verkum mínum þó að ég vissi hvað ég vildi, en finnst nú að ég valdi því sem ég er að gera. Með því er ég ekki að segjast vera komin á endastöð. Fjarri því. Ég veit að ég þarf að vinna mikið og á eftir að vaxa og þroskast sem listamaður, en núna veit ég hvað ég vil, hvað ég get og hvert ég er að fara. Bókartitill: Karólína — Um líf og list Karólínu Lárusdóttur, listmál- ara Höfundur: Jónína Michaelsdóttir Útgefandi: Forlagið Útkomutími: 6. desember Verð: 3,480 B R Æ Ð U m) ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 Sannkölluö eldhúsi Við hjd BRÆÐRUNUM ORMSSON HF. bjóðum eldhúsáhöld frá frönsku jyrirttekjunum TEFAL og EMILE HENRY. Tefalpottamir ogpönnumar eru meðfjögurra laga PTFE húð sem hefúr ótrúlega eiginleika. Matur festist ekki við og þrifnaður er sérlega auðveldur. Engin hætta er áað húðin flagni. Glerhúð á botni tryggirjafna hitadreifingu. Leirvaran frá EMILE HENRY er þekkt fyrir að vera einstaklega sterk ogþolir vel allar hitabreytingar. Gœðavarafrá BRÆÐRUNUM ORMSSON HF. ífallegum litum og á frábæru verði. Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.