Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 32

Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 '■W* vjV -ý 9* S&9* ~*i8U * <U ^st é. s-f V* Ljónið öskrar Stórvirki í ævisagnaritun Jónas frá Hriflu var einn aðsópsmesti stjórnmálamaður íslendinga á þessari öld og áreiðanlega sá umdeildasti. Hann fór sjaldan troðnar slóðir og markmið hans voru ekki alltaf þau sömu og þeirra sem áttu að heita samherjar hans. Það gustaði af Jónasi hvar sem hann fór og stundum skall á gjörningaveður. Er árin færðust yfir einangraðist hann æ meir. Völd hans minnkuðu og gamlir fylgismenn sneru við honum baki. En röddin sem kveikt hafði eldmóð og baráttugleði með sumum, óslökkvandi hatursbál með öðrum, þagnaði þó ekki: Ljónið hélt áfram að öskra í nóttinni. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur hér Iokaþátt þessarar stormasömu átakasögu. Fyrri bækur hans um Jónas hafa vakið mikla athygli og hefur höfundurinn hlotið einróma lof fyrir fjörlega og lifandi frásögn samfara vandaðri úrvinnslu heimilda. IÐUNN Ástin fiskanna Falleg og áhrifamikil ástarsaga Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur er fáguð og hárbeitt ástarsaga sem vakið hefur mikla athygli. „Ástin fiskanna er ljúfsár og tregafull saga um ást í meinum sem kviknar og brennur á elskendum ... úr verður óvenju sterkt og áhrifamikið verk.“ (Gísli Sigurðsson, DV) „... það er gaman að lesa þessa bók í annað sinn og jafnvel oftar og skoða dýpra í atburðarás og persónur, samskipti þeirra og athafnir ... þar hefur Steinunn unnið stóran sigur með þessari sögu ...“ (Ingunn Ásdísardóttir, Rás 1) „Ástin fiskanna er lítil bók, ofurfalleg og minnisstæð. Hún er ákaflega vel skrifuð ... dálítið angurvær ástarsaga sem ég hef grun um að margar konur telji sig hafa lifað. ... Verkið snart mig á þann veg að í huganum hóf ég það yfir stað og stund.“ (Kolbrún Bergþórsdóttir, Pressunni) IÐUNN i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.