Morgunblaðið - 12.12.1993, Page 4

Morgunblaðið - 12.12.1993, Page 4
% m MORCÍONEÍfAfllÐ SUNNUDÁGUR 1'2. DKSKMBKR i<)92 TÍMHN TIL AO RUNNINNUFP skóli sinn lögreglumann sem sér bæði um uppfræðslu og athugun á þeim málum sem upp kunna að koma innan veggja skólanna. Á þennan hátt kynnast bömin ung lögregl- unni eins og hún er, þ.e. hún sé til að hjálpa. Að öðrum kosti myndu mörg þessara barna læra að óttast og jafnvel hata lögregluna," segja þeir Geir Jón og Sveinn. Og þeir halda áfram, segja að lögreglan í Tallahasse hafi starfað samkvæmt þessu kerfi í þrjú ár og árangur sé þegar sjáanleg- ur. Þar sem kerfið hefur lengst verið til staðar hefur það verið við lýði í áratug og góður árangur augljós. Þá segja þeir athygl- isvert að ekki sé fyrir hendi ytra tilhneiging unglinga til að streyma út á götur að nætur- lagi til að drekka og vera með háreysti. „Ég geri ráð fyrir því að bömin séu heima hjá foreldrum sínum. Auk þess er mikið félags- starf unnið þama svo og íþróttastarf. Á þeim bæjum era menn einfaldlega reknir ef þeir era að reykja eða drekka eða nota fíkniefni. Kerfí þetta byijar fyrir alvöra er bömin eru 10 til 11 ára, en lögreglan byij- ar þó að heimsækja krakkanna og láta vita af sér er þeir era miklu yngri. Svona starfí þyrfti að koma á hér á landi. Við eram þessa dagana að miðla því sem við sáum þarna og heyrðum. Eram langt komnir með lokaskýrslu." Má af þeim orðum ætla að ástandið hér geti hríðversnað, sbr. þá staðreynd að of- beldisverk verða æ hrottalegri hér á landi? „Tucker benti okkur á í sumar að við yrðum að vera undir það búnir að stórfelld- ar breytingar gætu orðið í ofbeldisverkum hér á landi. Þeir ytra hafa upplifað kafla- skipti til hins verra með tilkomu almennrar byssueignar fyrst og síðan með tilkomu „krakksins“. Við viljum ekki vera þeir sem mála fjandann upp á vegg og segja að allt sé að fara til fjandans héma, en hitt er annað mál að menn mega ekki sofna á verðinu og tíminn til að tala er liðinn og tíminn til að framkvæma ranninn upp,“ segja þeir félagar. Að læra af landanum... Sem fyrr segir koma á næstunni tveir lög- reglumenn frá Flórída hingað til lands. Koma þeir til að kenna íslenskum kollegum sínum meira, eða koma þeir til að læra sjálf- ir? „Þeir koma til að læra. Þegar Tucker var héma í sumar lét hann þau orð falla að trúlega gætum við kennt þeim fleira heldur en þeir okkur. Eins og til dæmis í umferðar- málum. Þótt tillitsemi í umferðinni sé mun meiri hjá þeim, er eftirlitið meira hjá okk- ur. Þeir hafa enga bifreiðarskoðun og lætur nærri að séu öll ökuljós í lagi og bíllinn gangfær, sé ekki amast við þér. Skýrslu- gerð er öll stóram vandvirkari hjá okkur, einnig almennur mórall, en hjá þeim er um hálfgerðan einyrkjabúskap að ræða þar sem lögreglumenn fara um einir í bifreiðum sín- um og handskrifa jafnvel skýrslur í bílun- um. Þá erum við með einfaldara og skilvirk- ara dómskerfí. Þeir era margir á því að kviðdómakerfíð sé gallað og úr sér gengið og stefna beri að því að hafa þetta eins og hér, að einn dómari skeri úr um einstök mál. Auk þess hefur verið nefnt að stjórnun sé betri hjá okkur og samskipti öll á milli hæða, allt til dómsmálaráðherra. Hjá þeim era borgarfulltrúar og borgarstjórar of mik- ið með fingurnar í stjómunni, einnig virkar illa saksóknarakerfíð þar sem þeir eru kjörn- ir til 4 ára og hamast oft við að reka mál áfram, sjálfum sér til framdráttar. Og hvort sem menn trúa því eða ekki, þá er skriffinsk- an miklu meiri hjá þeim heldur en hjá okk- ur,“ segir þeir Geir Jón Þórisson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Félagarnir í fullum löggæsluskrúða í Tallahasee... eftir Guðmund Guðjónsson Fyrir skömmu komu ís- lensku löggæslumennirnir Geir Jón Þórisson og Sveinn Ingiberg Magnússon til síns heima á ný eftir sex vikna dvöl hjá lögreglunni í Flórida. Megnið af tíman- um, eða fjórar vikur fylgd- ust þeir með störfum lög- reglumanna í Tallahassee, höfuðborg Flórida. Heim- sókn þeirra var liður í sam- starfsverkefni lögregluyfir- valda á báðum stöðum og innan skamms munu tveir lögreglumenn frá Talla- haseelögreglunni endur- gjalda heimsóknina. For- saga þessara tengsla er, að fangelsismálastjórinn Har- aldur Johannessen nam sín afbrotafræði í Tallahasee og liður í náminu var að fylgjast með störfum lög- gæslumanna þar. Hann ásamt ræðismanni íslands, Hilmari Skagfield, komu síðan á tengslunum og í sumar sem leið bauð Þor- steinn Pálsson dómsmála- ráðherra Melvin L. Tucker, yfirmanni löggæslumála í Tallahasee til íslands. Tuc- ker hélt hér erindi og kynnti sér störf íslensku lögregl- unnar og var þeirrar skoðunar að báðir gætu af hinum lært sitthvað. í kjöl- farið voru þeir Geir Jón og Sveinn beðnir um að fara utan. Morgunblaðið hitti þá félaga í vikunni og bað þá að reifa eitt og annað sem fyrir augu bar. Þeir sögðu svo frá, að fyrstu dagarnir hafí farið í að sitja fjölmenna ráð- stefnu nærri Fort Lauderdale. Efni þeirrar ráðstefnu hafí verið svo sniðið að banda- rískri löggæslu, að dvölin þar hafi verið sísti hluti ferðarinnar. Aftur á móti hafí bæði verið lærdómsríkt og skemmtilegt að hitta kollega þeirra víða að komna. Þeir byijuðu fyrst að sperra augu og eyra fyrir alvöra er til Tallahasee var komið. Þá skiptu þeir sér, vora viku hvor í senn á einstökum deildum, fíkniefnadeild, tæknideild, morð- deild, umferðardeild, rannsóknardeild o.s.frv. „Við fylgdum þeim dag og nótt, óeinkennisklæddir,“ segir Geir Jón. Og hann bætir við að það hafi kannski komið þeim einna mest á óvart, og þó, að starfsumhverf- ið er allt annað í Tallahasee eða Reykjavík. „Þama snúast öll afbrot um skotvopn og fíkniefni. Það er að leggja allt í rúst þarna. í Reykjavík er rúmlega eitt morð að jafn- aði á ári, en eitt á þriggja vikna fresti að jafnaði í Tallahasee og er borgin þó ekki ýkja mikið stærri heldur en Stór-Reykjavík- ursvæðið. Það er ekki svo miklu meira að gera hjá lögreglunni þarna heldur en við þekkjum, en ofbeldið er skörinni hærra. Þarna er talað með byssum. Ef einhvern vantar 20 dollara er dregin upp byssa því til áréttingar. Og ef það er eitthvað mögl eru líkurnar miklar að hleypt verði af. Hér heima era helst dregnir fram hnífar í hita leiksins í slagsmálum. Hitt er svo annað mál, að stig ofbeldis í Reykjavík hefur þok- ast upp á við. Þótt ofbeldisverkum fjölgi kannski ekki sérlega mikið þá fjölgar alvar- legum og tilefnislausum ofbeldisverkum,“ segja þeir Geir Jón og Sveinn. Tálbeitur... Þeir félagar segjast ekki hafa tekið þátt í starfínu ytra, heldur verið óeinkennisklædd- ir áhorfendur. Þó brá út af því eitt sinn er þeir vora notaðir sem tálbeitur á „hóraveið- um“, eins og þeir komust að orði. Veiðarn- ar fóra þannig fram, að þeir Geir Jón og Sveinn fóru við þriðja mann, sem einnig var óeinkennisklæddur á þekktar veiðislóð- ir. Kollegi þeirra flórídanskur gaf sig á tal við líklegar stúlkur og kynnti sig sem há- skólaprófessor sem væri gestgjafí tveggja menntamanna frá íslandi. Þeir væra á heim- leið daginn eftir og væra í leit að „good time“. Ef að stúlkurnar gleyptu agnið var óðar farið að ræða um kaup og kjör, en „prófessorinn“ tók prúttið upp á segulband. Síðan vora stúlkurnar handteknar, skýrslur teknar og málin afgreidd. Og hvernig gekk svo veiðin? „Hún gekk ótrúlega vel,“ segja þeir félagar. En hvað þykir þeim félögum standa upp úr? Hvað lærðu þeir í Tallahasee sem þeir geta heimfært upp á heimahagana? „Fyrst og fremst forvamarstarfíð sem hefst í skól- unum. Hér heima fer fram gott forvarnar- starf í skólunum á vegum umferðardeildar- innar, en ástæða er til að uppfræða börnin strax um aðra vágesti. Við kynntumst þarna úti fyrirbæri sem skammstafað er „DÁRE“. Þar er tekið á hlutum eins og fíkniefnum, áfengi, tóbaki, áróðri í fjölmiðlum, sjálfsí- mynd bama. Þá er stungið á ýmsum hliðum þessara mála, eins og t.d. þrýstingi frá jafn- öldram. Víða viðgengst að krakkar reyni allt mögulegt einungis til að vera gjaldgeng- ir í félagahópnum. I þessu kerfí er krökkun- um kennt að segja nei án þess að skaða ímynd sína og einangrast. Þetta hefur tek- ist afar vel og í skólunum er það sérstakur hátíðsdagur er lögreglan kemur til að tala við bömin. Allir klæðast sérstökum bolum og húfum í tilefni dagsins. Þá hefur hver Sveinn t.v. og Gelr Jón t.h. með Melvln Tuc- ker á milli sín. Tveir íslenskir löggæslumenn voru í sex vikur hjá lögreglunni í Flórida FRAMKVÆMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.