Morgunblaðið - 12.12.1993, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
Gangverk
tímans
„Blessadur
vertu ekki aó
eyóa i þessa
bölvuóu
vitleysu. Taktu
heldur myndir
af kofanum,"
sagói Jóhann
víó Ragnar
Ijósmyndara
þegar honum
þótti nóg um
myndatökur
af sér.
J óhann situr við eldhús-
borðið og smyr þykku
smjörlagi á rúgbrauðs-
sneið. Sneiðin er brotin í
tvennt, hann fær sér bita
og sýpur á rjómafernu.
Þetta er kostur sem stendur
undir.
Hann fagnar nýlegri verð-
lækkun á smjöri, rjóma og
annarri feitmetisframleiðslu
landbúnaðarins. Jóhann
segist hafa tekið mark á því
sem gamlir menn í hans
ungdæmi töldu heilsusam-
legt. Smjör, rjómi, feitt kjöt
og sauðatólg voru þar ofar-
lega á blaði. Samkvæmt
sömu kenningum var sykur
óhollur og þess vegna hefur
Jóhann heldur sneitt hjá
sætindum um ævina.
Ekki er annað að sjá en
að þessi næringarfræði hafi
reynst honum haldgóð, Jó-
hann er nú á 97. aldursári
og við hestaheilsu. Hann
ber aldurinn ótrúlega vel,
er kvikur á fæti og vel ern.
Það er ekki bara að hann
fari allra sinna ferða fót-
gangandi á Kirkjubæjar-
klaustri, þar sem hann á
nú heima, heldur bregður
hann gjarnan á skokk sér
til heilsubótar.
árum, og andaðist 13. júní
1977. Þeim Vilborgu og
Jóhanni varð sjö barna auð-
ið sem öll eru á lífi.
Á veggnum hjá Jóhanni
hanga tvær klukkur hlið við
hlið, kólfarnir ganga sitt á
hvað og önnur slær á heila
tímanum. Hringiverkið í
hinni líður fyrir brotna fjöð-
ur. Jóhann er vanur að fást
við dyntótt úrverk og í hans
höndum hafa klukkuröðlast
lengri lífdaga, þótt úrmak-
arar hafi kveðið upp yfir
þeim dauðadóm.
„Jón Pálsson föðurbróðir
minn var laginn við klukkur
og oft fenginn til að gera
við," segir Jóhann. „Það bil-
aði klukka heima en þá var
Jón dáinn og pabbi fékk
okkur Einari eldri bróður
mínum klukkuna, þávar
Einar um fermingu og ég
eitthvað fimm ára. Einar
reif klukkuna í sundur og
negldi saman fjöðrina, sem
var brotin, en það gekk
hægt að koma klukkunni
saman. Ég fór eitthvað að
fikta við þetta og tókst að
koma henni saman, svo
hefur þetta einhvern veginn
loðað við mig síðan."
Jóhann segist ekki hafa
lagt sig eftir þvi að gera við
bíla, enda aldrei átt bíl.
Honum fannst hann líka
vera orðinn full gamall til
að setja sig inn í bílavið-
gerðir þegar þeir komu.
R eglulegt tif klukknanna
markar brotabrot úr stöð-
:• y'-:'
/f'/yí f*'
WStm ',t
„Ég hef
aldrei staóiö
framarlega i
neinu/' svaraói
Jóhann þegar
spurt var um
hvaó stœói upp
úr 96 úra
lifshlaupi.
„Maóur hef ur
reynt aó halda i
horfinu, aó
einhver ju leyti
svona aó
minnsta kosti."
J óhann fæddist 5. sept-
ember 1897 á Efri-Steins-
mýri í Meðallandi og ólst
upp að Svartanúpi í Skaft-
ártungu. Foreldrar hans
voru Þorsteinn Pálsson og
Jóhanna Einarsdóttir. Þegar
ekki náðist í yfirsetukonu
var Jóhanna stundum feng-
in til að taka á móti börnum,
þeirra á meðal var Sigur-
björn Einarsson, síðarbisk-
up. „Pabbi minn varnú
heilsulítill lengi en var orð-
inn mjög gamall þegar hann
dó, 84 ára, það taldist mik-
ið í þá daga. Hann var ekki
síður hress heldur en ég
vará þeim aldri," segirJó-
hann.
Fjölskyldan fluttist aftur í
Meðallandið, nú að Efri-
Steinsmýri. Jóhann hóf síð-
arbúskap í næsta ná-
grenni, að Króki, með Vil-
borgu Guðmundsdótturfrá
Dalbæ. Árið 1945 fluttu þau
síðan niður undir Kúða-
fljótsós, að Sandaseli, og
þar bjuggu þau fram yfir
miðjan áttunda áratuginn.
Vilborg fæddist 12. desem-
ber 1893, fyrir réttum 100
ugri rástímans. Eilífðarvél-
in, sem aldrei stöðvast,
hefur verið Jóhanni hugleik-
in. Hann segist oft hafa
velt því fyrir sér hvernig
hægt sé að útbúa gangverk
sem gengurfyrirsjálfu sér.
Jóhann vill ekki afskrifa
möguleikann á því að slíkt
sé mögulegt nema annað
verði sannað með óyggj-
andi hætti.
Jóhann hefur löngum velt
fyrir sér nýjungum og reynt
að sjá hlutina í nýju Ijósi.
Þetta vakti umtal og spunn-
ust ýmsar sögur um upp-
finningarnar. Lengi lifði sú
sögn að Jóhann hafi smíðað
sér vængi og flogið á þeim
yfir Kúðafljótið. Ekki vill
hann kannast við það, en
neitar því þó ekki að hafa
aðeins velt fyrir sér fluglist-
inni.
í gegnum tíðina hefur
Jóhann sankað að sérýmsu
dóti, sumt kemur sér vel við
smáviðgerðir og annað við
smíðar. Dótið geyrmir hann
meðal annars í svefnher-
bergishorninu og þar hefur
hann líka lítinn rennibekk
og smíðatól. Hann hallar
sér oft á rúmið og rjátlar við
úrverk, þá er gott að hafa
verkfærin innan seilingar.
V egurinn niður að Sanda-
seli er farinn að gróa upp,
nokkrar kindur frá Strönd
eru að bíta og hrökkva úr
slóðinni þegarvið nálg-
umst. Þrjárstokkendur
fljúga upþ úr skurði, Jóhann
lét endurnar vera en felldi
stundum álftir á veturna.
„Það hafa verið nógir um
að drepa endurnar," segir
Jóhann. „Það tók nú fyrst
úr þegar minkurinn kom."
Jóhann egndi gildrur fyrir
óvin andanna, minkinn.
Gert var gat á endanná
olíutunnu og hún grafin til
hálfs ívatnsbakka þannig
að gatið sneri upp. Lögð
var spýta upp á tunnuna
og eitthvert agn haft ofaní.
Oft var það fiskmeti, eins
gafst Jóhanni vel að setja
fýlsvængi, enda sterkur
fnykur af þeim. Minkurinn
rann á lyktina og steypti sér
í tunnuna, en komst ekki
upp.
Jóhann betrumbætti
þessar gildrur og setti við
þær merkjabúnað, enda
hafði hann mikinn áhuga á
að drepa minkinn. Þegar
minkurinn fór að ólmast í
tunnunni kom hann við
spotta sem aftur reisti upp
litla flaggstöng. Jóhann gat
svo gáð af tröppunum í
Sandaseli hvort flaggað
væri við einhverja gildruna
og þýddi það að brátt yrði
einum minknum færra í
Meðallandi.
Sandaselið var grasgefin
jörð. „Slægjurnarvoru al-
veg óþrjótandi, eftir því sem
sagt var í gamla daga. Þetta
er óhemju víðlendi," segir
Jóhann. Landið er marflatt
og mýrarnar kafloðnar af
grasi.
í búðarhúsið í Sandaseli,
sem Jóhann segir að krakk-
arnir hafi byggt, stendur
enn. Við leggjum bílnum
nokkurn spöl frá bænum
og göngum framhjá tóftum
útihúsa. Þögull minnisvarði
um horfið mannlíf, enn einn
bærinn sem farinn er í eyði.
Þegar kemur í hlaðvarpann
tekur Jóhann á sprett og
hleypur eins og strákur á
vordegi. Til skamms tíma
miklaði hann það ekki fyrir
sér að skokka á milli heim-
ila barna sinna á Reykjavík-
ursvæðinu, þegar hann var
íheimsóknum. „Ég gat
labbað soldið á Reykjavíkur-
götunum, þótti það ekki
mikið," segir Jóhann hóglát-
ur þegar á það er minnst.
V eðrin gerast nú nær-
göngul við húsið sem áður
hýsti Jóhann og fjölskyldu
hans. Nokkrarrúðurvantar
íglugga og vindurinná
greiða inngöngu. Kringum
opinn stafnglugga er snjóföl
á húsveggnum, Jóhann tel-
ur það stafa af því að loftið
muni hafa hlýnað á leiðinni
í gegnum húsið og svo
þéttist rakinn í kringum
gluggann úti í kuldanum.
Hann talar hlýlega um
gamla bæinn sinn og furðar
sig á hvað hann stenst
ágang veðranna. Þau geta
orðið hörð á sléttum Meðal-
landsins, þarerekkertskjól.