Morgunblaðið - 12.12.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 12.12.1993, Síða 10
ÍO B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBEIl 1993 Móttækilegur fyrir ævintýrum Viðtol og myndir: Einor Folur Ingólfsson VIÐ höfðuni mælt okkur mót við Fimmtu breiðgötu í New York, í hverfi dýrra verslana, og ég sé hvar hann kemur eftir gangstéttinni gegnt mér. Bros- mildur heilsar hann fólki til hægri og vinstri, dyraverðirnir virðast þekkja þennan hávaxna mann með gleraugun og hárið niður á axlir. Hann er í ljósum frakka, í skyrtu og með bindi, fötin snjáð en snyrtileg. Fyrir utan skóna sem hanga varla saman. Kristinn Jón Guðmunds- son er maður andstæðna og honum tekst ætíð að koma mér á óvart, með skoðunum sínum og upplifunum. Við hverfum inn á kaffihús við 47. stræti til að ræða um manninn Kristin Jón, vini hans, lífsmáta og árin sem hann hefur eytt í Banda- ríkjunum sem ólöglegur inn- flytjandi, en Kristinn Jón er maðurinn sem sagt er frá í nýrri bók Stefáns Jóns Haf- stein, „New York, New York“. ristinn Jón er að koma úr fyrri vinnu sinni, hrað- hreinsun- inni, þar sem hann sendist með föt, og eftir tvo tíma á hann að vera mætt- ur á hinn vinnustaðinn, til ítölsku fataviðgerðarkonunnar sem hann sendist líka fyrir. Við höfum því góðan tíma. Kristinn fær sér dísætt kaffi eins og hann er vanur og seg- ist hlæjandi hafa hitt tvo ísfirðinga sem voru búnir að lesa bókina og leituðu hann uppi. „Þau tóku af mér ljósmynd og nú á ég heimboð víst á ísafirði. Það er nú gott að þekkja einhvern þar.“ En það er ekki víst að Kristinn Jón heimsæki ísafjörð á næstunni. Hann hefur ekki komið til íslands í sjö ár og ef hann yfir- gæfí Bandaríkin, þá fengi hann að öllum líkindum ekki að snúa aftur. Hann er nefnilega ólöglegur í land- inu og ef Innflytjendaeftirlitið kæmi yfir hann höndum þá yrði hann sendur heim. En árin í New York eru orðin sjö og á þeim tíma hefur ýmislegt drifið á dagana; Kristinn hefur unnið við hitt og þetta, búið í vafasömum hverfum, verið í sam- bandi við konur sem einhverjum þættu ennþá vafasamari, haft litla peninga umleikis og allt sem um- fram er það gefur hann frá sér. Kristinn Jón er þrítugur að aldri, og stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hann segist hafa lokið skólanum á fimm árum. „Ég var fallkandídat fyrsta árið, og var þannig strax orðinn einskonar and- ófsmaður á þeim árum.“ Hann kveðst vera í einhverskonar andófi gegn hinu þögla í kerfinu, því sem ekki er hægt að finna fyrir. Viðhorf- um þjóðfélagsins. „Og einhvem veg- inn þá hef ég ekki fallið í kramið víða þar sem ég hef verið.“ Hann var viðloðandi pólitík heima á íslandi. „Ég hékk utan í Fylking- unni og taldi mig vera að undirbúa jarðveginn fyrir alheimsbyltingu kommúnismans. Kommúnistar gerðu verkamanninn að göfugustu vem sem sköpuð hefur verið á jörð- inni, en ég sé það núna að kommún- istinn er ekkert göfugri en kapítal- istinn. Að hluta til er þetta sama manngerðin. Það sést hér í Ameríku að allir keppa að því sama, því að verða sér úti um sem mesta peninga. Annars leit Ameríka ekki út eins og ég bjóst við. Þetta er ekki Húsið á sléttunni, eða Hnetulundur! Það er gefin ákaflega villandi mynd af Ameríku í kvikmyndum. Það er meira af sleni hversdagslífsins hér en ég bjóst við. Miðað við hvað New York á að vera spennandi borg, þá Kristinn Jón Guðmundsson í New York. eru flestir sem búa héma lítt á lofti yfir þeirri staðreynd." Það var í september 1986 sem Kristinn Jón flaug til Ameríku, bú- inn að vinna við hitt og þetta en undi hvergi. Hvers vegna skyldi New York hafa orðið fyrir valinu? „New York er klassísk höfn heimshomaflakkarans, staður sem allir koma til. Þar bíður Frelsisstytt- an með kyndilinn og gefur öllum von!“ Kristinn skellir upp úr þegar hann segir þetta. „Það var svo klass- ískt að feta í fótspor allra þeirra sem höfðu komið á undan, ég sá mig sem arftaka hinna hijáðu, slitnu fátækl- inga Evrópu sem komu hingað. Þetta átti að auki að vera höfuðborg heimsins, og þar sem íslendingar era auðvitað mjög ameríkanseraðir, þá taldi ég þetta vera staðinn þar sem allt gerist. Ég keypti mér því flugmiða, sem var til eins árs, og bara skellti mér úti flóðið!" Rómantískur spenningur Þegar Kristinn kom til borgarinn- ar þá kopi hann sér fyrir á gistiheim- ili í Harlem, en þar átti hann eftir að búa í 15 mánuði. Hann átti ein- ungis 349 dali þegar hann kom og fyrstu dagana vora allskyns svindl- arar duglegir við að plokka þá af honum. Kristinn varð því fljótlega að fínna sér vinnu og var bent á að flugritadreifing væri eitthvað KRISTINN JÓN GUÐMUNDSSON ER ÓLÖGLEGUR í NEW YORK OG FINNST ÞAÐ RÓMANTÍSKT LÍF sem hægt væri að komast í. Hann leit á auglýsingar, fann lausa stöðu og var ráðinn til að standa í mið- borginni og rétta vegfarendum aug- lýsingar frá fataverslun. Þetta var upphafið að löngum og ströngum ferli. „Þetta var starf sem ég vand- ist, en í upphafí þá fannst mér ég vera að kafna þarna í mannhafínu. Vera kaffærður í jakkafötum. Það kom mér á óvart hversu vel mér gekk að koma sneplunum af mér, en þetta er list sem lærist." Við flug- ritadreifinguna kynntist Kristinn mörgum litríkum einstaklingum, og þar á meðal Miss Curry, sérkenni- legri konu sem þá var að verða sjö- tug og hefur haft margvísleg áhrif á líf hans. „Þessa fyrstu mánuði var ég mik- ið að velta fyrir mér hvort' ég ætti að fara í einhverja reisu, fara heima eða vera kyrr. Fyrstu mánuðina fann ég þó nokkram sinnum fyrir sterkum heimþrársveiflum. Svo allt í einu um jólaleytið var ég gripinn gífurlegri löngun til að hverfa inn í Ameríku og koma aldrei aftur. Það var eins og ég vildi bara snúa baki við öllu, og verða alvöra innflytj- andi. Það var eitthvað svo róman- tískt við að gerast landnemi í fram- andi landi,“ segir Kristinn og ’brosir hálfafsakandi. „Svo rénaði þessi löngun. Stundum langaði mig að koma til íslands, en nú gerist það sjaldnar." Þegar Kristinn Jón ákvað að snúa ekki aftur heim eftir fyrsta árið í Bandaríkjunum þá var landvistar- leyfi hans rannið út og hann orðinn ólöglegur í landinu. En hann er ekki viss um það hvort hann vilji vera löglegur, eða fá „græna kortið“ svonefnda. „Ég er ekki viss um hvort það sé eins spennandi að vera löglegur hér, því það er viss róman- tískur spenningur yfír að vera ólög- legur. Éf ég væri einn af þessum löggiltu, þá væri öll rómantíkin kannski farin.“ — Hvað er rómantískt við að vera ólöglegur innflytjandi? „Rómantíkin er kannski sú að geta ímyndað sér að maður sé ofs- óttur. A andófstímabili mínu á ís- landi þá tók enginn mark á því þótt ég væri með einhvern áróður, þar er allt leyfilegt, pólitískir andstæð- ingar era ekki lagðir í einelti; öllum er sama. En hér er það einskonar rómantísk fórnarlambstilfinning að geta átt von á því að vera tekinn fastur, fleygt í fangaklefa og rekinn úr landi. Það var þó það versta sem ég gat hugsað mér framan af dvöl- inni hér, því það hefði verið niður- læging að vera sendur til baka án þess að hafa unnið nokkuð. Þetta er allt saman tvírætt. En eftir fyrsta árið, þegar farið var að hóta mér, þá fannst mér allt vera að hrynja. Ég var þess vegna reiðu- búinn til að fara í hjónaband, bara ef það tryggði mér landvistarleyfi. En núna, eftir sjö ár, þá er eins og þetta sé meira varanlegt, eins og eitthvað hafi áunnist. Ég ímyndaði mér nú aldrei að ég myndi skapa mér einhvem feril, eða með öðrum orðum, verða frægur í Ameríku, en sumir telja það athyglisvert að ég skuli hafa haldið þetta út.“ — Finnst þér það sjálfum? Kristinn hikar. „Ja, ekki lengur. En ég velti ýmsu fyrir mér núna, eins og hvort ég vilji vera í þessu í tíu ár til viðbótar. Það er kannski kominn tími til að koma með nýjan þátt í ævintýrið, einhveija nýja fléttu. Það er spuming hvort ég sé ekki það skapandi íslendingur að ég vilji meira í lífinu." Aftur hikar Kristinn, en segir síðan: „Annars veit ég ekki hvað ég vil í lífínu. Það er eins og ég sé í einskonar biðsal hér.“ Hann brosir og bætir við: „En hvað sem verður þá er eins og ég vilji hafa hetjuljóma af því.“ — Sem er rómantík. „Já, ætli það ekki!“ Hlýt af hafa verið ástfanginn — Eitt af markmiðum þínum með komunni hingað var leit að ástinni. „Já, en ég hef aldrei verið fag- mannlegur hvað varðar konur. Eg kann ekki þá list að sigra þær, og er heldur óhetjulegur í þeim við- skiptum; ég hef aldrei kunnað réttu línurnar, réttu orðin. í New York eru meiri líkur á að hitta konur sem a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.