Morgunblaðið - 12.12.1993, Side 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
Fyrsta jólakortið var sent
ÍLondonárið 1843
íslenskt jóla-
kort frá 1909.
JOIiAllORT
f 150ÁR
nýjár /
Nýárskort frá
1945.
eftir Fríðu Björnsdóttur
Á HVERJUM jólum skrif-
um við á og sendum bunka
af jólakortum og flest
fáum við álíka mörg kort
sjálf. Jólakortin eru óað-
skiljanlegur hluti af jó-
laundirbúningnum, en
vitið þið að um þessar
mundir eru 150 ár liðin
frá því fyrsta jólakortið,
sem sögur fara af, var
prentað og sent? Það var
í London árið 1843.
Um þær mundir bjó í London
kaupsýslumaðurinn Henry
Cole sem meðal annars varð þekktur
fyrir að setja á fót Victoria and Al-
bert Museum þar i borg. Cole var
alltaf vanur að senda skyldmennum,
kunningjum og viðskiptavinum
handskrifuð bréf með jóla- og nýárs-
óskum. Arið 1843 hafði hann hins
vegar óvenjumikið að gera fyrir jólin
og sá fram á að hafa ekki tíma til
að skrifa eins margar jólakveðjur
og hann helst óskaði. Hann vildi þó
alls ekki falla frá þeim skemmtilega
sið að senda vinum sínum jólakveðj-
ur, svo hann snéri sér til John Calc-
ott Horsley, þekkts listamanns við
Konunglegu Akademíuna í London,
og fól honum að teikna kort sem
hann gæti verið stoltur af að senda
frá sér.
Enn eru til tólf kort
Kortið var á stærð við venjulegt
póstkort eins og við þekkjum það í
dag og myndin á því var þrískipt. í
miðjunni er mynd af dæmigerðri
viktoríanskri fjolskyldu, afa og
ömmu, pgbba og mömmu og börn-
unum, sem lyfta glösum móti viðtak-
anda kortsins. Vinstra megin er
mynd af manni að gefa fátækum
brauð og tii hægri er kona að leggja
klæði yfir umkomulausa móður með
bam í fanginu. Hvor tveggja athöfn-
in tengist þeim jólasið að gefa þeim
sem minna máttu sín eitthvað um
Svona Ieit fyrsta jólakortið frá 1843 út. Myndin er frá Hallmark Historical Collection í Kansas City í
Missouri. Safnið á tvö eintök af þessu fyrsta korti. Fyrra kortið eignaðist safnið árið 1959, hitt nokkru
síðar. Kortin eru mjög dýrmæt, enda aðeins til tólf slík kort í heiminum.
jólin. Á kortinu stendur svo Merry
Christmas and a Happy New Year
to You. Prentuð voru og handmáluð
eitt þúsund eintök af þessu fyrsta
jólakorti heimsins. Enn eru til, eftir
því sem best er vitað, tólf slík korta.
Tvö þeirra eru í Hallmark Historical
Collection í Kansas City í Missouri
í Bandaríkjunum, annað meira að
segja óáskrifað. Hallmark safnið er
hluti af fyrirtækinu Hallmark Cards
sem er eitt stærsta kortafyrirtæki í
heimi og sendi frá sér sitt fyrsta
jólakort árið 1915. Ennfremur er
eitt kort Horsleys í Victoria and
Albert Museum í London. Á báðum
þessum stöðum hafa gestir getað
skoðað kortin nú fyrir jóiin á sérstök-
um sýningum, sem settar voru upp
í tilefni af 150 ára afmæli jólakorts-
ins.
Vinsældirnar jukust
Nokkur tími Ieið áður en sérhönn-
uð jólakort öðluðust einhveijar vin-
sældir, því fólk hélt áfram að búa
til sín eigin kort eða jóíabréf eins
og það hafði gert fram til ársins
1843. Um 1860 var fólk þó almennt
farið að skiptast á jólakortum í Eng-
landi. í Noregi var fyrsta jólakortið
prentað einhvern tímann á milli 1870
og 1880 og hér á landi fór fólk að
senda jólakort að einhverju ráði um
og eftir aldamótin. Upp úr 1865 fór
gengi jólakortsins að vaxa víðast
hvar og því hraðar sem prenttæknin
Þjóðlegt íslenskt kort eftir Þór-
dísi Tryggvadóttur frá 1970.
Nær öll kortin sem hér eru birt
eru úr jólakortasafni konu sem
fæddist árið 1896 og hélt til haga
hveiju korti sem hún fékk á
langri ævi, en hún lést 95 ára
gömul.
Kortfrá
UNICEF,
Barnahjálp
Sameinuðu
þjóðanna, frá
1982.
varð meiri. Það varð til dæmis um
1875 að skriður komst á kortafram-
leiðsluna í Bandaríkjunum þegar
prentarinn Louis Prang hóf að
prenta og framleiða kort. Fyrsta
bandaríska jólakortið er þó talið vera
frá því skömmu eftir 1850 og var
eiginlega ekki jólakort heldur öllu
fremur auglýsing frá verslun. Á
kortinu er mynd af heilögum Kláusi
og ijölskyldu sem sýnist ánægð með
jólagjafirnar sínar og í baksýn er
negraþjónn að leggja á jólaborðið.
Myndskreytingar
margvíslegar
Myndir á jólakortum hafa verið
með ýmsu móti í gegnum tíðina.
Vinsælustu kortin á árunum 1860
til 1880 minntu lítið á jólin. Á þeim
voru myndir af börnum, landslagi,
kettlingum, álfum, blómum, fiskum
og jafnvel skriðdýrum. Rétt er að
geta þess að myndskreytingin á korti
þeirra Coles og Horsleys olli nokkr-
um deilum. Bindindisfólk mótmælti
því að fólk væri sýnt við drykkju en
svo voru aðrir sem bentu á að mynd-
unum til hliðar við aðalmyndina
væri ætlað að flytja skilaboð um að
mönnum bæri að sýna fátækum og
þurfandi góðvild í tilefni jólanna, svo
ekki væri kortið alvont.
Þrátt fyrir allt hafa jólakort lengst
af haft yfir sér trúarlegt eða við-
kvæmnislegt, jafnvel rómantískt yf-