Morgunblaðið - 12.12.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
B 19
VEÐRIÐ OG VIÐ
eftir Bergljótu Ingólfsdóttur
Sú einmuna veðurblíða sem við
nutum hér á suðvesturhorninu í
sumar sem leið, var sannarlega
kærkomin. Inni í lygnum fjörðum,
norðanlands og austan, eru menn
vanari slíkri sumarblíðu en við hér
á berangrinum út við opið haf.
Það má því gera því skóna að hér
hafi menn þakkað fyrir hvern dag.
Náttúran hefur skartað sínu
fegursta þó nokkuð hafi skort á
vætu. Hvergi á byggðu bóli er að
finna svo stórbrotna náttúrufeg-
urð sem hér á landi, forréttindi
okkar, sem hér erum borin og
barnfædd, verða aldrei metin til
fulls.
Það er oft haft á orði, að í minn-
ingum frá æskudögum finnist
mönnum að alltaf hafi verið sól-
skin. Vel má vera að nokkuð sé til
í því.
Á fullorðinsárum hvarflaði það
að þeirri er þetta ritar, að minning-
ar um sólrík sumur bernskunnar
væru eigin hugarsmíð. En það var
þegar ár eftir ár þurfti að dúða
barnahópinn, setja á þau húfu,
vettlinga og trefil, áður en farið
var í bæinn á sumardaginn fyrsta
og 17. júní.
Það var því viss léttir að sjá um
síðir á prenti töflu yfir veðurfar á
fjórða og fimmta áratug, það var
ekki um að villast, sumrin höfðu
bæði verið sólríkari og hlýrri en
síðar varð.
Fleira vitnaði auðvitað þar um
þegar að var gáð. I sjónvarpinu
var t.a.m. sýnd mynd, sem tekin
var þegar Bretar stigu hér á land
í síðari heimsstyijöldinni í maí
árið 1940. Nokkur manníjöldi
hafði safnast saman á Lækjartorgi
til að fylgjast með framgongu
hinna erlendu hermanna. Þar stóð
þá í fremstu röð strákur, bekkjar-
bróðir úr Miðbæjarskólanum,
klæddur stuttbuxum og sport-
sokkum. Og þetta var 10. dag
maímánaðar!
Fjölskyldumyndir í albúmi hafa
líka að geyma minningar um sól-
ríka sumardaga, þegar eftirmið-
dagskaffið á sunnudögum var
drukkið úti í garði, sunnan við
húsið hennar ömmu við neðan-
verða Vesturgötuna. Á myndunum
eru alltaf gestir, börn og fullorðn-
ir, sem sest hafa út í sólskinið til
að njóta gróðurs og veðurblíðu
með heimilisfólkinu.
Hún var því ekki draumsýn ein
sumarblíðan, sem við stelpurnar
þóttumst muna eftir, þegar við
vorum berleggjaðar í háleistum
allt sumarið og greinilegur lita-
munur á farinu eftir sokkana að
hausti.
Lífið og tilveram
Já, veðrið, vissulega hefur það
áhrif á daglegt líf okkar. Menn
verða bæði léttari í lund og spori
þegar vel viðrar. Það er líka vel
þegið að geta verið léttklæddur
og lokað vetrardúðann inni í skáp
um tíma.
Árstíðaskipti gera tilveruna
spennandi, hver árstíð býður upp
á óteljandi möguleika til að njóta
lífsins með einum eða öðrum hætti.
Alltaf kemur það jafn mikið á
óvart þegar innfæddir íslendingar
segja ástæðuna fyrir sjálfviljugri
útlegð frá fóstuijörðinni vera þá,
að annars staðar sé betra veður.
Það hlýtur að vera tilbreytingar-
lítið að vakna upp við samskonar
veður dag eftir dag og búast í
raun ekki við öðru.
Um hvað skyldu menn eiginlega
spjalla á förnum vegi þar sem
ekki er hægt að halda uppi vitleg-
um samræðum um veður og vinda?
Hugmyndir manna um veðurfar
fara auðvitað eftir búsetu, þar
miðar hver við sitt. Því var það
að bóndasonur úr skagfirskri sveit,
löngu fluttur á mölina, svaraði í
einlægni spurningu um veður, þar
sem hann hafði dvalið á sólar-
strönd:
„Blessuð verið þið,“ sagði hann,
„það var brakandi þurrkur allan
tímann!“
| GIVENCY skartgripir frá
S kr. 1.900
CHRISTIAN DIOR skartgripir
^ frákr. 3.100
MCM og YSL töskur og fyigihlutir
frá kr, 8.980
Franskir og ítalskir 18k demantshringir
frákr. 18.880
Svissnesk gæðaúr
frá kr. 4.940
BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 677230
® BÚNAÐARBANKINN
-Traustur banki
Ný þjónustafyrir nýja kynslóð
Stjörnubók
ankans og Snœfinnur
kur - tilvalin jólagjöf