Morgunblaðið - 12.12.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 12.12.1993, Síða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 jf * Ég skod. hr&Sa, þjónustcuwL, éf þupCHntar Í<jStUeófirm." -K Ast er . . skyndileg hrifning TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved © 1993 Los Angeles Times Syndicate Þegar hann kemur niður, segðu honum að hann hafí verið rangstæður... Ertu staðráðinn í að halda viðgerðinni áfram, á þak- inu? HÖGNI HREKKVÍSI JHerjgtittMaMfr BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100-Símbréf 691329 Aftanákeyrslur o g óðagot Frá Sveini Ólafssyni: Það er alveg furðulegt hvað óðagotið rekur mannskepnuna áfram. — Þegar ekið er í bíl í umferðinni hér, þá er eins og allir eigi lífíð að leysa. — Spennan skín útúr andliti bflstjórans næst á eft- ir, svo greinilega sézt í aftursjár- Frá Konráði FriðFinnssyni: Hvar er trú þín á vegi stödd í dag? Er máski smá rúm í hjarta þínu handa Kristi? Ertu tilbúinn til að afneita sjálfum þér og fylgja honum einum og boðskap hans afdráttarlaust? Er máski líkt farið með þér og hjá þeim er segja: „Ég hef enga þörf fyrir handleiðslu Krists“? En samt dó Kristur á krossinum fyrir þig og reis upp til að þú myndir trúa á hann og að hann megni að reisa þig upp á efsta degi og geti forðað þér frá hinni komandi reiði Guðs sem Guð mun sannarlega láta ganga yfír heiminn. Yfír þá menn er hafa hafnað nafni Jesú Krists og lifað óguðlegu lífi. „Og ég sá þá dauðu, stóra. og smáa, standa frammi fyrir hásæt- inu, og bókum var lokið upp. Og annarri bók var lokið upp. Og það er lífsins bók. Og hinir dauðu voru dæmdir, eftir því sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra. Og ef einhver fannst ekki skráður í lífsins bók, var honum kastað í eldsdíkið." (Obinb. 20.12-15.) En staðreyndin er að Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn frá þessum hörmungum sem ritað er um hér ofar, og eru orðin sönnu og tráu. Því Guð skapari speglinum, svo mikil eru átökin, þ.e. þessi innri átök óðagotsins. Og til að vera nógu fljótur ekur hann nánast aftan í manni. Og engin leið að fá bilið lengt. — Ef maður herðir á sér, þá er fylgt fast á eftir, og þó hálka sé og stór hætta, ef eitthvað bæri útaf, þá er fyrirhyggjan greinilega hlutur, himins og jarðar er reiðubúinn að fyrirgefa sérhverja misgjörð fólks- ins fyrir son sinn Jesú Krist. Og einmitt þess vegna biðjum við í hans nafni, í bænum okkar til Guðs. Hann einn er friðþægingin milli Guðs og manna. Þann mann er Guð eignar Kristi er fráleitt af því að viðkomandi er gáfaður, frábær og skemmtilegur. Oðru nær. Miklu fremur fyrir þær sakir að maðurinn hefur gert hjarta sitt meyrt gagnvart Guði og hleypt honum skilyrðislaust inn og staðfest frammi fyrir almættinu að vegir hans voru vegleysur og viðurkennt í einlægni eftirfarandi ritningarstað: „Og ekkert nafn er mönnum gefíð um víða veröld, sem getur frelsað oss.“ (Post:4.12.) Og frelsa oss frá hveiju? kann nú einhver að spyija. Auðvitað frá táli heimsins og því sem koma skal. Til er nefnilega bæði eilíft líf og eilífur dauði. Sál þín, hinn raun- verulegi þú, lifir eilíflega. Og fyrir þær sakir er hún líka afar dýrmæt í augum Guðs. Hann veit hvar sálin lendir nái hann sálinni ekki til sín. En menn eiga sjálfstætt val í þessum sem og öðrum efnum. Hugur þeirra er frjáls. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Þórhólsgötu la, Neskaupstað. sem þessir „kvikasilfursbílstjórar" þekkja bara ekki. — Og ef maður hægir á sér, þá er eins víst að maðpr fái flaut, til áminningar um að vera ekki að asnast til að reyna að fara varlega. — Ég kalla þá fyrrgreindu nafni, af því mér fínnst þeir eins og vera með kvikasilfur í líkamshluta að neðan, sem ég vil helzt ekki vera að nefna. — En greinilegt er að það er eitthvert rafmagn í þeim einhvers staðar. — Og gætni og svoleiðis kemur ekki til greina — rafmagnið eða kvika- silfrið verkar þannig, straumurinn er of sterkur eða kvikasilfrið á of mikilli ferð. En góðir hálsar: Væri nú ekki ráð að reyna að halda spennunni í lágmarki, svo allt springi ekki í loft upp, bíllinn líka, eða a.m.k. gæti hann annars bara lent aftan á næsta bíl, og allt farið í klessu. — Maður hefir séð aftanákeyrslu- röð. Allir bílarnir stórskemmdir. Og allt í tómu óðagoti og tilgangs- leysi — hreinn óþarfí. Það er nefnilega eitt lögmál, sem gildir og verður ekki breytt. — Maður kemst ekkert hraðar áfram við að áka alveg ofan í afturT endanum á næsta bíl. — Þó tauga- kerfið og spennan og kvikasilfrið og rafmagnið í manni gefi manni þá tilfínningu, að maður komist eitthvað hraðar áfram við svona háttalag, þá er það bara ekkert að marka. — Þið skuluð bara ekki taka neitt mark á svoleiðis vit- leysu. — Að taka ekkert mark á því gæti nefnilega forðað slysi og stórskaða á eigin bíl, svo ekki sé talað um aðra. Með hugheilum jóla- og nýárs- kveðjum til hygginna ökumanna. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. Göngnm með Kristi Yíkverii skrifar slendingar eru engir viðvaningar í skattheimtu, sussunei. Tíundin var lögleidd hér árið 1096 (eða 1097). Það er því stutt í 900 ára afmæli íslenzkrar skattheimtu, byggðri á „framtali" skattgreið- enda! Tíund var ekki lögleidd í Noregi fyrr en upp úr 1120, svo samanburður sé gerður við upp- runaslóðir íslendinga. Samkvæmt hinni fomu lögbók, Grágás, bar öllum, konum og körl- um, frá 16 ára aldri, að telja fram og virða eignir sínar á hreppasam- komum að hausti og sveija að rétt væri tíundað! Tíund gekk til kirkj- unnar og þurfamanna (framfærslu). Það var hið kaþólska kirkjuvald þess tíma, með þá Sæmund fróða Sigfússon í Odda og Markús lög- sögumann Skeggjason í farar- broddi, sem forgöngu höfðu um tí- undina. Hún var einskonar eigna- skattur hér á landi en tekjuskattur í Noregi. Árið 1996 verður 900 ára af- mæli tíundarinnar/skattheimtunn- ar á íslandi. Það hefur oft verið haldið upp á smærra afmæli. Von- andi verður það þó ekki gert með nýrri eða magnaðri skattheimtu en fyrir er. Víkveija finnst kjörið að nýta tilefnið og tækifærið til þess að setja þak á heildarskattheimtu ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af þjóðartekjum! \Tíkveija virðist almenn kröfu- ; harka á hendur samfélaginu vaxa. Við heimtum meiri fjármuni út úr tryggingakerfínu og vaxandi þjónustu á félags-, heilbrigðis-, mennta- og menningarsviðum. Minna er talað um kostnaðarlega undirstöðu þessara þjónustuþátta. Hvar verða þau verðmæti til sem bera eiga uppi lífskjör okkar og samfélagslega þjónustu? Svarið liggur ljóst fyrir: Verð- mætin verða til í atvinnulífinu, fyrst og fremst í útflutningsgreinum. Atvinnuvegirnir eru mjólkurkýmar sem næra/fjármagna heimilin, ríkið og sveitarfélögin. Vaxi sá hlutur, sem ríki og sveitarfélög taka til sín af þjóðartekjum, minnkar skipta- hlutur fólks og fyrirtækja. XXX Búum við nægjanlega vel að þessum mjólkurkúm? í orði, já; á borði, síður. í stefnuyfírlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „íslenzkt atvinnulíf stendur ekki undir viðunandi lífskjörum nema það fái þrifíst í alþjóðlegri sam- keppni sem farið hefur síharðn- andi. Brýnt er að starfsskilyrði inn- lendra samkeppnisgreina verði sambærileg við það sem gerizt með helztu viðskiptaþjóðum Islendinga. Til að svo megi verða þarf að skapa skilyrði fyrir lækkun skatta, draga úr eftirspurn ríkissjóðs eftir lánsfé, efla samkeppni á lánamarkaði og auka fijálsræði í milliríkjaviðskipt- um.“ xxx Hefur þessi stefnumörkun ræzt? Verðbóga hefur náðst niður á svipað stig og í grannríkjum. Raunvextir hafa lækkað. Aðstöðu- gjöld voru felld niður. Friður er tryggður á vinnumarkaði næstu misserin. Allt þetta kemur atvinnulífinu til góða. Að auki hafa heildarútgjöld ríkissjóðs lækkað á verðgildi krón- unnar í dag um hvorki meira né minna en tíu milljarða frá 1991. Lánsfjárþörf ríkissjóðs er talin verða 12 milljarðar á árinu 1994 en var 14 milljarðar í ár. Þetta er vissulega árangur. Ríkisútgjöld hafa á hinn bóginn ekki náðst nægjanlega niður; eru langt umfram greiðslugetu þjóðar- innar, veruleika þjóðar- og skatt- tekna. Sökum þess, sem og þjóðar- eyðslu umfram tekjur, eru skuldir við umheiminn allt of miklar. Og greiðslubyrðin rýrir almenn kjör. Stjórnvöld verða að búa atvinnu- lífínu sem líkast starfsumhverfi og samkeppnisaðilar erlendis starfa í. Og sjálfir verða atvinnuvegimir að þróa sig að nýjum veruleika, m.a. í lífríki sjávar, milliríkjaverzlun og neyzluvenjum innanlands. Á það skortir umtalsvert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.