Morgunblaðið - 12.12.1993, Side 34

Morgunblaðið - 12.12.1993, Side 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 DRAUMALAND Þórhildar Ámadóttur er... AUSTURRÍKI „SKÍÐALÖND Austurrikis eru min draumalönd, þegar ég er komin upp í fjöllin finnst mér svo ótrúlega stutt milli himins og jarðar,“ segir Þórhildur Árna- dóttir húsmóðir. Þijá síðustu vetur hefur hún farið til Austur- rikis á skíði, og kann best við sig í því landi að vetri til. Mér finnst landið stórbrotið og ég fæ einhvern ólýsanlegan kraft og styrk frá fjöllunum," seg- Jr Þórhildur. „í tvö skipti höfum *við hjónin ekið frá Lúxemborg og niður til Austurríkis og það bregst ekki að þegar ég kem að landa- mærunum og finn að fjöllin nálg- ast finn ég þennan kraft. Eg tala nú ekki um þegar ég stend á fjalls- toppnum 'og horfi yfir landið. Hreinleikinn frá snjónum, styrkur- inn frá fjöllunum, krafturinn frá sólinni og bláminn frá himninum, þetta er eins og að fara inn i aðra vídd. Þama hleð ég batteríin og þau duga fram á sumar. í sumar fórum við í viku til Vínarborgar þegar allt var í blóma og það var auðvitað mjög gaman að upplifa vínarvalsana á hveiju "Íiomi, en landið virkaði þó ekki eins sterkt á mig og það gerir að vetri til. Mér geðjast vel að Austurríkis- mönnum, þeir eru heiðarlegir, ró- legir og virðast svo ánægðir með það sem þeir hafa. Það er eins og þeir hafi misst af „greiðslukorta- flippinu" og allir hafa tíma til að setjast niður og spjalla. Það sem mér finnst líka heillandi er þessi samvinna í fjölskyldunni. Hún rek- ur þama gjarnan lítiðfyrirtæki eða skíðahótel, og þar eru allir að vinna, afínn og amman, pabbinn og mamman og barnabömin þarna einhvers staðar á bakvið. Nú svo era húsin svo vinaleg í Austurríki, mikill viður inni í þeim sem gerir þau hlýleg^ og húsgögn- in gömul með sál. Eg gæti bara vel hugsað mér að flytjast þang- að.“ ÚR MYNDASAFNINU Olafur K. Magnússon ÍSkálholti Sunnudaginn 21. júlí árið 1963 var fyrsta almenna messan í nývígðri Skálholtskirkju. Sóknarpresturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson, predikaði, séra Bjami Jónsson vígslubiskup messaði og viðstaddir voru forseti Islands, bisk- upinn yfir íslandi, bisk- upar Norðurlanda og fleiri góðir gestir. Kirkju- gestir voru eins margir og kirkjan frekast rúmaði og höfðu margir setið í tvo tíma til. að tryggja sér sæti, að því er segir í frétt Morgunblaðsins af þessum atburði. í lok messunnar voru skírð þijú böm úr sókninni, þar af ein stúlka, sem hlaut nafnið Ragnheiður og þótti það vel við hæfí í ljósi fyrri atburða á þessum merka stað. Þennan sama dag tók biskup Íslands fyrstu skóflustunguna að lýð- háskóla í Skálholti á ásnum vestur af Skál- holtsstað. Myndirnar vora teknar þennan sumardag í Skálholti árið 1963. Fyrsta barnið sem sóknarpresturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson, skírði í kirlqunni var stúlka og hlaut hún nafnið Ragnheiður, dóttir Höllu Bjarnadóttur og Braga Þorsteinssonar bónda á Vatnsleysu. MEISTARAKOKKARNIR Sherrysíld og appelsínuís að er alltaf gaman að geta boðið gestum góðan síldar- rétt sem maður hefur átt þátt í að gera sjálfur. ísrétti getur oft verið þægilegt að eiga í frysti, appelsínuísinn sem uppskriftin er að svíkur engan ísunnanda. Gott er að bera með honum heita súkkulaðisósu, þeytt- an ijóma og ávexti. t Sherrysíld 4 flök marineruð síld Kryddlögur 2 msk. edik 3/4 dl sykur 2 dl tómatsafi 6 stk. piparkorn 3 msk. sherry ________i stk. lárviðorlauf_____ Kryddleginum hrært saman, síldarflökin sett útí og látið standa í kæli í a.m.k. 1 sólarhring. Appelsínuís 70 g flórsykur V2I rjómí 5 sfk. eggjarauður 1 dl appelsínuþykkni 1-2 msk. sítrónusafi Eggjarauður og sykur þeytt saman uns verður létt og ljóst. Rjómi þeyttur og bætt í með sleif. Appelsínuþykkni og sítrónusafa að lokum bætt í. Sett í form og fryst. ÞANNIG.... snéri Halldór á kjóann Sumir kunnaað telja- aÖrir ekki Það fara margar sögur af því hversu greindir fuglar eru og að þessir fuglar séu greindari en hinir. Alkunna er t.d. að hrafninn þyki bera af flestum öðrum fuglum að greind. Margir segja fugla fráleitt greinda, heldur ráði blind eðlishvöt gerðum þeirra. Sumt af því kunni að virðast greind, en svo sé ekki. Frá einu atviki má greina sem styður að sumir fuglar séu greindari en aðrir. Maður er nefndur Halldór Ólafsson, skjalavörður hjá Búnaðarbankanum. Hann er mikill áhugamaður um fugla, en um árabil hefur skúmur- inn heillað hann öðrum fuglum fremur. Eitt sinn fór hann við þriðja mann austur á sanda að skoða skúminn á varpslóðum sínum á Skógarsandi. Eins og þeir vita sem til þekkja, þá er afskaplega auðvelt að fínna egg skúmsins. Öðru máli gegnir um egg frænda hans, kjó- ans. Þau geta verið hvar sem er, liggjandi samlit á melunum. Hall- dór sagði ferðafélögum sínum að hann gæti sannað fyrir þeim að skúmurinn væri greindari en kjó- inn og það væri þrátt fyrir hald þeirra, ekkert vandamál að finna kjóaegg. Eigi langt frá varpstöðv- um skúmsins fór kjói að steypa sér yfir þá, þannig að öllum mátti ljóst vera að hreiður væri nærliggjandi. Þeir gengu nú um þar til að kjóap- arið var komið í mikla geðshrær- ingu, en þá sagði Halldór þeim að stoppa sem snöggvast. Síðan fór hann úr úlpu sinni, lagðist á mel- inn, dró úlpuna yfir sig og bað félaga sína að ganga hiklaust til bílsins og fylgjast með þaðan úr sjónauka. Hann myndi sýna þeim að kjóinn kynni ekki að telja upp að þremur. Það gekk eftir. Skömmu eftir að félagarnir voru komnir inn í bíl, settist kjóinn á melinn svo sem 20 til 30 metra frá Halldóri þar sem hann lá undir úlpunni, lagðist síðan á eggin, en Halldór spratt þá á fætur og steðj- aði rakleiðis að varpstaðnum. Þá var að aka aftur niður á sand og reyna að glepja skúminn með sama hætti. Skammt frá hreiðri var leikurinn endurtekinn, Halldór lagðist undir úlpu sína, en félagarnir hurfu til bifreiðarinnar. í stað þess að leggjast grunlaus og sigri hrósandi á eggin, hélt skúmurinn hins vegar áfram skuggalegum árásum á úlpuna og þá auðvitað um leið Halldór sem spratt síðan aftur sigri hrósandi á fætur. Hörfaði hann gleiðbrosandi undan hamslausum skúmnum sem er frægUr fyrir steypiflug sitt. Rak hann einu sinni flótta Halldórs svo ákaflega að Halldór tók ofan Sherlock Holmes kolluna sína og þeytti henni í átt að fuglinum. Fór aðgerðin á annan veg en til stóð, því kollan lenti ofan á haus fugls- ins, sem flaug vitstola hring eftir hring og sá ekkert fyrir húfunni. Endaði þetta sjónarspil með brot- lendingu skúmsins á melgresis- þúfu. Þar losnaði hann við húfuna, en Halldór sótti þangað eigur sín- ar. Vakti það athyli manna að skúmurinn lét alfarið af árásum sínum eftir þetta og var þó tals- verð nærvera við hreiðrið næstu mínútur! H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.