Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
B 35
Biskupinn yfir íslandi, herra Sigjurbjörn Einarsson, tekur fyrstu skóflustunguna að lýðháskóla í Skál-
holti. Hjá honum standa forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, og Hörður Bjarnason, húsameistari,
höfundur Skálholtskirkju.
Kirkjugestir ganga úr kirkju að lokinni vígsluat-
höfninni.
Drengirnir tveir, sem séra Guðmundur Óli Ólafsson
skírði við vígslu Skálholtskirkju, voru Þorbjörn, son-
ur ty'ónanna í Auðsholti, Helgu Þórðardóttur og Tóm-
asar Tómassonar og Björn, sonur Júlíönnu Tyrfings-
dóttur og Halldórs Þórðarsonar á Litla-Fljóti.
SÍMTALID
er við Guðmund Bjömsson í Jólaskónum
Samdráttur í
jólaverslun
811290
Jólaskórinn, góðan dag.
— Góðan dag. Ég heiti Páll
Þórhallsson blaðamaður á Morg-
unblaðinu. Hvað er Jólaskórinn?
Jólaverslun með fatnað og skó.
— Og er hún opin allan ársins
hring?
Það fer svona eftir viðtökum
núna fyrir jólin. Hún verður að
heita eitthvað annað en Jólaskór-
inn eftir áramót.
— Voru þið semsagt bara að
byrja?
Við byijuðum 1. nóvember.
— Og hvar eru þið til húsa?
Suðurlandsbraut 16. Hér við
hliðina er svo jólamarkaður, Jóla-
bónus, sem selur jólaskraut, jóla-
tré og jólapappír.
— Hvernig hafa viðtökurnar
verið?
Þær voru mjög góðar í nóvem-
ber. Svo hefur heldur hægst um
um mánaðamótin. Við skiljum
ekki alveg af hverju. Okkur grun-
ar helst að fólk sé að bíða eftir
nýju kortatímabili. Kaupmenn
segja flestir að það sé ekki farin
nein jólaverslun af stað miðað við
það sem var á
sama tíma í fyrra.
Almennt tala
menn um að sam-
drátturinn í nóv-
ember sé 25-40%
frá því í fyrra.
— Hvaðan
koma vörurnar
sem þú ert með?
Þetta er bæði
eigin innflutning-
ur og svo keypti
ég vörur af þrota-
búi Miklagarðs en
þar starfaði ég
áður.
— Ertu með
eitthvað í skóinn fyrir börn?
Já, til dæmis ódýra sokka og
inniskó.
— Á hvaða verði eru svona
smáhlutir?
Ég er með sokka alveg niður í
95 kr. parið. Inniskórnir eru frá
495 kr.
— Og hvað frnnst þér hæfílegt
að gjöf í skóinn kosti?
Það er auðvitað mjög misjafnt
hvað fólki fínnst. Sumir kaupa
það mikið að skórinn þarf að vera
æði stór til að taka við því. Sem
föður fínnst mér eðlilegt að hafa
það bara örfá hundruð því nóg
er nú fárið samt á aðfangadag.
Ég held að fólk velti þessu mikið
fyrir sér núna. Markaðirnir eru
fímm eða sex hérna í bænum,
hafa aldrei verið fleiri, og fólk fer
á milli og ber saman verð og gæði.
—Voru svona markaðir til fyrir
nokkrum árum?
Þetta er búið að vera til lengi.
Ég held að Sambandið hafí verið
með þeim fyrstu í húsnæði Hús-
gagnahallarinnar. Það hefur auk-
ist að verslanir kjósi að losa sig
við vörur eftir hvert tímabil inn á
markaði af þessu
tagi. Þetta er
þekkt form um
allan heim og við
vorum tiltölulega
langt á eftir öðr-
um. Það er minna
lagt í innrétting-
ar en ella, færra
starfsfólk og
styttri opnunar-
tími sem gerir
það að verkum
að það þarf ekki
að hafa jafnm-
ikla álagningu og
ella.
FRÉTTA-
LfÓS
ÚRFORTÍD
Þjóðmitija-
safn leitar
aðstoðar
Ljósmynd/Þjóðmiiyasafn Islands
Ljósmyndadeild Þjóðminjasafnsins biður um upplýsingar um þess
ar tvær ljósmyndir.
MANNSKÆÐUR innflúensufar-
aldur, svonefnd spænska veiki,
gekk yfir heimsbyggðina árið
1918. Úm miðjan nóvember virð-
ast þrír af hverjum fjórum Reyk-
víkinga hafa verið rúmfastir.
Heimildir — eða öllu fremur
heimildaþurrð — vitna um að
reykvískum yósmynduinm var
ekki hlíft fremur en öðrum. Sára-
fáar þ'ósmyndir finnast varðandi
þennan atburð. í Ijósmyndadeild
Þjóðmipjasafns íslands eru ein-
ungis sjö þ'ósmyndir til, þar af
eru tvær hópmyndir teknar við
gamla Kennaraskólann við Lauf-
ásveg. Þjóðminjasafnið biður
Morgunblaðslesendur sem gefa
gefið upplýsingar um þessar
myndir að hafa samband.
alið er spænska veikin hafi
borist til landsins 19. október
með skipunum Botníu frá Dan-
mörku og Willemoes frá Bandaríkj-
unum, og litlu síðar með togaranum
Víði til Hafnarfjarðar frá Englandi.
Með Botníu bárust uggvænlegar
fréttir af sóttardauða og hörmung-
um vegna þessarar farsóttar. Blöð-
in tóku strax að boða varúð og
varnir en vágesturinn var þá þegar
kominn inn á mörg heimili. 2. nóv-
ember lést fyrsti sjúklingurinn. Vik-
una þar á eftir fækkaði stöðugt
fólkinu á götum Reykjavíkur og
allt athafnalíf lagðist niður, t.d.
komu blöðin ekki út dagana 6.-16.
nóvember. Um þetta leyti virðist
sem 75% bæjarbúa hafí verið rúm-
fastir en íbúafjöldinn var rösk
fimmtán þúsund.
Hjálparstarf
Hinn 9. nóvember skipaði
stjórnarráðið nefnd til að hafa á
hendi framkvæmdir um þá hjálp
sem unnt væri að veita fólki meðan
sóttin geisaði í bænum. Formaður
nefndarinnar var Lárus H. Bjarna-
son prófessor. Til að fá sem ábyggi-
legast yfirlit um líðan fólks og
ástæður, ákvað nefndin að skipta
bænum í 13 hverfi eða deildir og
var einn eftirlitsmaður fyrir hveija
deild, er gekk í öll húsin í því hverfi.
Nefndin hafði aðsetur í slökkvistöð-
inni við Tjarnargötu. Hjúkrunar-
nefndin hafði forgöngu fyrir því að
gera nokkurn hluta Miðbæjar-
bamaskólans að sjúkrahúsi. Ágúst
Jósefsson heilbrigðisfulltrúi var
fenginn til að vera ráðsmaður þar.
Ágúst getur þess í sínum endur-
minningum að undir lok nóvember-
mánaðar hafi sjúkradeildir verið
þijár og búið að flytja í skólann
156 sjúklinga, þar af 49 börn. Á
sama tíma dóu í skólanum 33 full-
orðnir og 2 börn ung. Líkgeymsla
var syðsta herbergið á neðri hæð í
vesturálmu Miðbæjarskólans.
Spænska veikin var í hámarki
um miðjan nóvember en í desember-
mánuði voru samt margir hjálpar
þurfí og áttu um sárt að binda
vegna fráfalls eins eða fleiri heimil-
ismanna. Heimildir eru fyrir því að
í Reykjavík hafi látist 142 konur
og 116 karlar. Dánarvottorð vantar
fyrir hluta þessa fólks, en telja verð-
ur að allur þorri þessi hafí dáið úr
innflúensunni. Veikin barst suður
og vestur um landið og til Vest-
fjarða. Hún barst í Miðijörð og
Hrútafjörð en var stöðvuð þar, en
þó er talað um að hún hafi stungið
sér niður á Siglufírði. Mannfall utan
Reykjavíkur er talið um 230 manns.
Fáar heimildir
Þrátt fyrir að það hafi oft heyrst
að spánska veikin (eða „spanska
veikin" eins og sumir kjósa að rita
hana) sé með eftirminnanlegri at-
burðum er eins og menn vilji gleyma
þessum hörmungum. Við fyrstu leit
eru sagnfræðilegar heimildir ekki
margar. Gísli Jónsson gefur nokk-
urt yfirlit um veikina í bók sinni
1918. Fullveldi íslands 50 ára.
Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi
segir einnig frá spönsku veikinni í
endurminningum sínum Minningar
og svipmyndir úr Reykjavík. Þórar-
inn Guðnason læknir gerði einnig
nokkra grein fyrir innflúensum og
spönsku veikinni í tveimur Morgun-
blaðsgreinum sem birtust 8. og 16.
júlí 1989.
Þegar leitað var eftir ljósmynd-
um frá þessum tíma varð uppskeran
rýr. Engar myndir voru á Ljós-
myndasafni Reykjavíkur og Inga
Lára Baldvinsdóttir á Ljósmynda-
deild Þjóðminjasafns sagði bók-
haldsbækur ljósmyndara benda
ótvírætt til þess að þeir hefðu verið
veikir; allar ljósmyndastofur meira
og minna lokaðar. Þjóðminjasafnið
ætti einungis sjö ljósmyndir af þess-
um atburði, fímm væru teknar í
Miðbæjarbamaskólanum og sýndu
sjúklinga á batavegi. Hinar tvær
væru merktar spænsku veikinni og
sýndu hóp fólks með númeraspjöld
við gamla Kennaraskólann við
Laufásveg. Inga Lára var þess mjög
fýsandi að Morgunblaðið birti þess-
ar myndir, það yrði gott fréttaljós 7
úr fortíð ef myndbirting leiddi til
meiri vitneskju um fortíðina. Hún
biður alla lesendur sem vita eitt-
hvað um þessar myndir, fólk á
myndunum, ljósmyndarann eða til-
drög myndatökunnar að hafa sam-
band við ljósmyndadeild Þjóðminja-
safnsins í síma 28888.