Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
Málamiðlun
menningarstrauma
Doktor Hjalti Hugason.
Bókin, eða ritverkið vegna 1000 ára
afmælis kristnitökunnar, er í
vinnslu og segir ritstjórinn Hjalti
að það sé von þeirra sem að verk-
inu standa að það geti komið út „nokkru
áður“ en hátíðahöld hefjast, helst árið 1998
eða svo. Hann segir að endanlegt form liggi
ekki fyrir, en hann sjái verkið fyrir sér sem
fjögur bindi og þau komi út hvert af öðru
og langur tími líði ekki milli binda. Undir-
búningsstarfið hófst upp úr áramótum 1990
til 1991, en þá hafði ákvörðun um útgáfuna
hafði verið tekin og ritnefnd skipuð. I henni
sitja auk ritstjórans Sigurjón Einarsson pró-
fastur á Kirkjubæjarklaustri, Jónas Gíslason
vígslubiskup .í Skálholti og Helgi Skúli
Kjartansson dósent og sagnfræðingur. Auk
Hjalta rita meginkafla þau Gunnar F. Guð-
mundsson, Loftur Guttormsson, Hanna
María Pétursdóttir og Sigurður Ámi Þórðar-
son, auk þess sem einstakir aðilar verða
fengnir til að taka að sér sérefni innan vissra
tímabila. Til dæmis hafa þær Ásdís Egils-
dóttir og Guðbjörg Kristinsdóttir verið ráðn-
ar til að skrifa um bókmenntir og listir á
miðöldum. „Við teygjum okkur eins langt
aftur í söguna og hægt er og þó að við sem
ritum megintextana séum að reifa sérstök
tímabil, liggja alls ekki fyrir ártöl eða dag-
setningar um það hvenær þessu tímabilinu
eða hinu lýkur. Eiginlega viljum við láta
verkið sjálft leiða það í Ijós. Þannig má
segja að hér fari í raun fram endurskoðun
á hefðbundinni tímabilaskiptingu, enda er
á ferðinni býsna sundurleitþróun, tiltölulega
lítið mótað kristnihald í upphafí, kaþólsk
miðaldakirkja, lútersk ríkiskirkja og svo
fjölþættur átrúnaður nútímans,“ segir
Hjalti. En hvert er eðli verksins?
„Þetta er ekki hrein kirkjusaga, heldur
fremur skoðun á gagnkvæmri mótun.
Konungurinn er látinn og erkiengillinn Mi-
kjáll vegur og metur hvort sálin sleppi til
himna. Árarnir t.v. eru greinilega ekkert á
því og leggja þétt á vogarskálamar og félag-
ar þeirra ýta einnig undir skál kóngsins.
Þ.e.a.s. hver áhrif kristni hefur haft á þjóð-
ina í gegnum aldimar og svo öfugt, hver
áhrif þjóðin hefur haft á þróun kristninnar.
Við fínnum vonandi eitthvað ferskt í þess-
ari skoðun okkar.“
Lengri aðdragandi
- Er eitthvað sem hægt er að nefna í
því sambandi?
„Það er vafasamt að vera að segja mikið
um það á þessu stigi málsins, en þó er eitt
sem ég vil nefna, eina forsendu sem ég hef
verið að vinna minn hluta textans út frá.
Þannig er, að ég tel að kristnitakan hafí
orðið með öðram hætti en almennt hefur
verið talið. Oft hefur verið talið að kristnita-
kan hafí verið hraðfara, en ég tel að hún
hafi átt sér langan aðdraganda og fjölþætt
þróun hafí komið við sögu. Ég tel að sú
þróun hafí byijað strax um landnám og hún
byggist á því að íslendingar vora alls ekki
einangraðir. Þvert á móti vora þeir í miklum
og góðum tengslum við umheiminn og ég
tel að kristnin hafi verið til staðar strax í
upphafí byggðar hér á landi, t.d. meðal lág-
stéttarfólks og kvenna. Hjá fólki sem var
óháðara valdastofnunum en höfðingjamir
sem þurftu að hugsa meira um völd og
áhrif í samfélaginu.
En þróunin kom einnig ofan frá ef þann-
ig mætti að orði komast, karlmennimir sem
meira máttu sín í þjóðfélaginu kynntust
nefnilega kristninni sem menningarfyr-
irbæri í vexti erlendis. Menn urðu til dæm-
is vitni að jólahaldi Noregskonunga og urðu
mjög hrifnir. Það má því segja að kristni
hafi borist upp eftir samfélaginu frá lág-
stéttunum og niður eftir samfélaginu frá
höfðingjunum. Þessi þróun náði hámarki
við kristnitökuna, hvort heldur hún var árið
999 eða 1000. Eftir það var trúin síðan að
þróast og segja má að hún sé að því enn,
að minnsta kosti má rekja ýmsa merka
atburði í íslandssögunni til þeirra breytinga
sem kristnitakan hafði í för með sér. Eg
leyfí mér að vinna út frá þessum forsend-
um,“ segir Hjalti og brosir að næstu spurn-
ingu, hvort slíkt verði ekki gagnrýnt, teygt
og togað. „Það má búast við því, en mér
sýnist þetta vera borðleggjandi."
Bókmenntaþjóðin
Hjalti er beðinn um að nefna dæmi um
ofanskráð. Hann heldur áfram: „Þó að at-
burðurinn sé kallaður kristnitakan þá er
þetta miklum mun meira en einvörðungu
trúarbragðaskipti. Þama staldrar heil þjóð
við og spyr sig áleitinna spuminga. Til
dæmis, eigum við að halda saman einu alls-
heijar samfélagi með einum lögum og einu
þingi? Eða eigum við að láta það viðgang-
ast að þjóðin klofni í tvennt, annars vegar
með fomu norrænu gildismati og hins veg-
ar með kristilegri siðfræði? Myndi slíkt ekki
leiða til ófriðar? Og hvað um utanríkispóli-
tíkina og þá hættu að einangrast ef siða-
skiptunum væri hafnað? Og hvað um þjóð-
legar hefðir? Ég sé kristnitökuna þannig
fyrir mér að hún er á margan hátt alveg
hliðstæð við umræðuna í dag. Hvemig hög-
um við búsetu okkar á tímum EB, EES og
eftir lok kalda stríðsins svo eitthvað sé
nefnt.
Svo er annað. Fjölþættur atburður á borð
við trúarbragðaskipti hlýtur að hafa víðtæk
áhrif. Til dæmis þróunin í að verða bók-
Þannig er, að ég tel að
kristnitakan haf i orðið
með öðrum hætti heldur
en almennt hefur verið
talið.
Það stóð raunar ekki lengi,
innbyrðiserjur fóru vax-
andi og náðu hámarki á
Sturlungaöld, en færa má
rök fyrir því að kristnitak-
an hafi á sinn hátt hleypt
af stað þeirri óáran.
Engu að síður voru jólin
nokkur hornreka í fyrstu,
landsmenn lögðu meira
upp úr Mikjálsmessuhaldi.
menntaþjóð. Sú þróun tengist kristnitökunni
með áberandi hætti. Munnleg menning
breytist í ritmenningu. Þá breytast sam-
skiptahættir og gildismat. Eftir kristnitök-
una tók við nokkurs konar friðaröld, alþingi
var nánast vopnlaust um tíma! Það stóð
raunar ekki lengi, innbyrðiseijur fóra vax-
andi og náðu hámarki á Sturlungaöld, en
færa má rök fyrir því að kristnitakan hafi
á sinn hátt hleypt af stað þeirri óáran.“
- Hvernig tengist það?
„Jú, það myndast nýjar samfélagsstofn-
anir, t.d. biskupsstólar sem verða gífurlega
sterkir. í kjölfarið fer eignasamruni vax-
andi og það ásamt valda- og samfélagsupp-
stokkun leiðir af sér vaxandi spennu í þjóð-
félaginu. Svona má æði lengi halda áfram,“
segir Hjalti.
Mikjáll
- En hver er saga jólanna í þessum hrær-
ingum?
„Jólahald mótaðist innan rómverska
heimsveldisins og snerist í fyrstu ekki um
fæðingu frelsarans. Þá var dagurinn 6. jan-
úar helgur og minnti á skírnina, heimsókn
vitringanna og kraftaverkið í Kana, er Jes-
ús breytti vatni í vín. Er trúin breiddist út
rakst hún alls staðar á siði og venjur ann-
arra trúarbragða og það verður að segjast
eins og er, að kirkjan var á þessum tíma
afar opin fyrir slíku. Hún aðlagaðist vel og
gat nýtt sér ýmislegt sem á vegi hennar
varð. Að þessu leyti sýna kannski jólin með
vissum hætti hvernig tveir menningar-
straumar mætast. Jólin falla nefnilega
smám saman að rómönskum ljós- og sólar-
hátíðum. Endurkoma ljóssins eftir dimmu
vetrarmánaða. Norðar í álfunni voru menn
á líkum nótum og vanir að halda blót um
þetta leyti. Þetta gat því ekki verið betra,
því sjálfur hafði Kristur sagt að hann væri
ljós heimsins. Þetta var því borðleggjandi
málamiðlun fyrir tvo menningarstrauma þar
sem áherslan á fæðingardag Krists varð
smám saman aðalatriði jólahalds kristninn-
ar.“
Og Hjalti heldur áfram. „Að tveir straum-
ar mætist og renni saman er eðli trúar-
bragðaskipta. Hvað okkur varðar eru
straumarnir ólíkir, en mynda samt sam-
fellu. Jólasveinninn til dæmis, Sánkti Kláus,
er í rauninni heilagur Nikulás sem breytist
smám saman í þann rauðklædda jólasvein
sem við þekkjum í dag. Hann er ráðandi,
en samt eram við með innlenda og þjóðlega
jólasveina sem voru í gerólíkum hlutverkum.
Við eram einnig með fyrirbæri eins og jóla-
köttinn sem auk þjóðlegu jólasveinanna
minnir á myrka hlið hátíðahaldsins sem
kristnin rennur hér saman við.
Jólahald var allt í mjög föstum skorðum
er íslendingar tóku kristni. Engu að síður
vora jólin nokkur hornreka í fyrstu, lands-
menn lögðu meira upp úr Mikjálsmessu-
haldi. Mikjáll var erkiengill sem gegndi
mikilvægu og fjölþættu hlutverki í trúarlífí
manna. Mikjáll var vemdari mannanna og
tákn hins góða í ævarandi baráttu gegn
hinu illa í heiminum. Hann setti sálir framl-
iðinna á vogarskálarnar í bókstaflegum
skilningi. Til era af honum myndir með
skálamar. Ef góðu verkin bára hin verri
ofurliði að mati Mikjáls, fengu sálimar vist
í himnaríki og Mikjáll fylgdi þeim þangað
persónulega. Um þetta snerist öll mannleg
tilvera og því ekki að undra þótt Mikjáls-
messuhald hafí borið annað ofurliði í fyrstu.
Messa Mikjáls var auk þess 29. september,
sem sagt mjög nærri jólahaldinu. Hitt er
svo annað mál, að þetta var aðeins í fyrstu,
fæðingardagur frelsarans náði brátt yfír-
höndinni og heldur henni enn,“ segir Hjalti.
Sérstaðan
Hjalta hefur orðið tíðrætt um samruna
menningarstrauma og samfelluna sem við
köllum kristni og jól. Síðustu orðin í þessum
hugrenningum eru: „Svona nálgun hjálpar
okkur. Hún vekur athygli á sérstöðum og
undirstrikar hverjar þær era. Og gefur svör
við spurningum. Spurningum um hvað sé
sérstakt við að vera íslendingur.“