Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 6

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 6
6 B c-oor qsjrri/MW'io i MORGUNBLAÐIÐ >ai i SlINNl ,___CTKL4JHMTrn<70M 'DAGUR 19. DESEMBER 1993 MATKRÁKAN f VKRÍS/Hvað erþab semyljar andartak en kveikir svo ólæknandi lóngunf Ostrur og bdjunostur PARÍS er borg rökkurs par excellence, borg eilífra Ijósaskipta. Síbreytileg birtan mild vegna grárra háhýsanna, þröngra stræta sem minna á fiskabúr: lagskipt líf í litum, botngróðurinn liflegast- ur. En gráminn er hlýr þökk sé ótal ljósastaurum frá liðnum öldum (þessum luktarlegu, rómantísku), upptendruðum búðargluggum og síðast en ekki síst heitum ilmi sem berst frá opnum bakaríum, sér- verslunum og sölumönnum ýmiss konar. Hvað er notalegra en ristað- ar kastaníuhnetur í kulda, ijúkandi pönnukökur í rigningu? Loðin villisvínslæri og varalitaðar kýr Kánnski er París aldrei jafn Lfalleg og á aðventunni: Þá gefur nú aldeilis á að líta, af að lykta og í að bíta! Kjötkaupmenn- irnir búnir að stilla upp jólabráð- inni og skreyta hana: fyrir ofan söluborðin hanga fasanar í hömum sínum og hérar í feldum, innan um grenigreinar, silkislaufur, jóla- kúlur og — tylftir loðinna villisvíns- læra! Einn slátrarinn hefur stillt upp sem tálbeitu tveimur kýrhaus- um sem hann hefur nostrað við að varalita og líma á augnhár; önnur beljan er með Chanel-slæðu bundna undir kverk, hin með slörhatt. Par- ísarbúar eru snillingar í að blanda saman náttúrulegu og ónáttúru- legu á notalega skondinn -og að manni finnst fullkomlega „eðlileg- an“ hátt; afar heimilislegur súrreal- ismi þessarar uppstillingar. Og sem betur fer flýtur mikill fiskur innan um allt kjötið. París- eftir Jóhönnu Sveinsdóttur arbúar borða mikinn fisk á aðvent- unni (eða segjast a.m.k. gera það), en þó fyrst og fremst ostrur. Nú er aðalostrutíminn, ekki hægt að þverfóta fyrir ostrukörfum fyrir framan fískbúðir, stórmarkaði og veitingastaði. Þeir eru ófáir sem gæða sér á ilmandi ostrum yflr jólin, ásamt smurðu rúgbrauði og kældu hvítvíni, t.d. Muscadet eða Sancerre. Beaujolais, gæsalifrarkæfa og súkkulaði Önnur matar- og drykkjarföng sem setja svip sinn á jólaföstuna hér er nýja Beaujolais-ið sem marg- ir þamba fram að jólum rétt eins og Skandinavar jólaglöggina — bara svona upp á stemmninguna — þótt flestir Frakkar viðurkenni að Beaujolais sé rauðvína síst, þrosk- ist lítið með aldrinum miðað við önnur vín og sé böivað glundur nýtt. Ég hef a.m.k. enn ekki fyrir- hitt einlægan Beaujolais-aðdáanda franskan. Já, það þarf sterkan vilja til að standast freistingar markaðsgatn- anna um þessar mundir, allar „deg- ustasjónirnar", smakkanirnar: margir vínkaupmenn og vertar hafa plarrtað tunnum út á gang- stétt, hafa í frammi fagurgala og áróður við vegfarendur sem skulu nokk fá að smakka á tveimur til þremur víntegundum með góðu eða illu. Þá eru ostasalamir alveg til að æra skilningarvitin og þar við bætist að sumir kjötiðnaðarmenn eru svo flottir á því að bjóða fólki að smakka rándýra foie gras, gæsa- eða andalifrarkæfu. 0g þá eru ónefndir les choolatiers, súkk- ulaði- og konfektgerðarmennirn- ir. . í Frakklandi er löng hefð á því sviði og mörg lærð rit hafa verið samin um súkkulaði út frá sagnfræðilegu, félagslegu, mann- fræðilegu, læknisfræðilegu og bók- menntalegu sjónarhorni. Oft er vitnað í súkkulaðiyfirlýsingu rithöf- undarins Madame de Sévigné (1626-1696): „Það gælir við bragð- laukana um stund, iljar þér andar- tak; svo kveikir það ólæknandi löngun, banvæna hitasótt." Madd- ama þessi var mikill súkkulaðifýk- ill, en ósagt skal látið hvort það stuðlaði á einhvem hátt að langlífí hennar. 80% súkkulaðisölu í París fer fram síðustu þtjár vikurnar í des- ember, en Frakkar em þó fráleitt jafnmiklir súkkulaðisvelgir og ná- grannar þeirra. Meðalsúkkulaði- og konfektneysla þeirra er fímm og hálft kíló á ári á mann; meðal- Belgi borðar aftur 6 á móti sjö og hálft kíló en Svisslendingurinn lætur sig ekki muna um ellefu kíló á ári. París er aldrei jafn falleg og á aðventunni. Jólasveinar með smokka — og berir menn Jólasveinar em mun sjaldgæfari í Frakklandi en Skandinavíu og Bandaríkjunum (og eins og ég hef áður rakið hefur Chirac Parísar- borgarstjóri sýnt því mikinn áhuga að fá hingað Grýlu og hyski henn- ar allt til að lífga upp á jólahald að ári). Nú í ár hafa jólasveinar á vegum Rauða krossins helst látið til sín taka, útdeilandi smokkum (í kjölfar alþjóðlega eyðnidagsins 1. desember) til þeirra foreldra sem fara með böm sín niður á ráðhús- torg til að verða aðnjótandi hins stórkostlega sjónarspils sem Chirac borgarstjóri fól ítölskum listamönn- um að útbúa handa Parísarbúum. Þetta er feneysk útgáfa af jólaguð- spjallinu: María, Jósef og Jesúbarn- ið í vöggunni líða á gondól eftir síkjum Feneyjaborgar sem þarna er endursköpuð á torginu. Og það er sjálfur Marcello Mastroianni sem flytur textann. Allt virðist hér í lukkunnar vel- standi — en því er ekki að neita að húsnæðisleysingjar sem hafast við í metró-göngum og víðar em skammarlega margir. Þeir segja borgarbúá halda æ fastar um pyngjuna þrátt fyrir það að jólahá- tíðin nálgist óðum. „Kannski er það kuldinn. Kannski er fólk of krók- loppið til að draga fram budduna," sagði náunginn sem ég keypti af síðasta tölublað málgagns hús- næðisleysingja, La rue, Götuna. En það er ekkert kalt, tíu stiga hiti upp á hvem dag, það er svo hlýtt í veðri að nokkrir listamenn sáu sig tilknúna að fækka fötum verulega á Montparnasse-búllu- varði síðastliðinn laugardagseftir- miðdag, vegfarendum til einskærr- ar kátínu. Ég get sagt eins og Hugleikendur í síðustu uppfærslu sem ég hlakka til að horfa á af myndbandi yfír jólin: „Ég bera menn sá ... Púrrur með flauelslinda Ýmis tímarit hafa fengið þekkta hönnuði til að útfæra hugmyndir að jólagjöfum fyrir lesendur sína. Ef einhver er enn að vandræðast með hvað hann eigi að gefa sinni heittelskuðu má taka þijú kíló af stásslegum púrmm, binda utan um þær miðjar svartan eða vínrauðan flauelislinda og festa í hann failega nælu, úr gulli eða silfri.. Gleðileg jól! 1Ý2 árs nám hefst 10. janúar nk. Hægt er að velja um dagnám eða kvöldnám. Upplýsingar og skráning ísímum 676612/686612 alla virka daga. Smiðshöfða 10,112 Reykjavík. Jólabónus P ennans Le Corbusier bekkurinn, er fáanlegur með leðri eða hrosshúð. Verð aðeins kr. 59.500,- ÁðurJU<51J(U- Takmarkað magn til afgreiðslu strax. em HÚSGÖGN Hallarmúla 2 Sími, 81 35 09 og 81 32 11 STANGVEIDI/£r ekkigraflax tilvalinn forréttur ájólum f Grafinn lax ÞAÐ SEM einkennir jólahátíðina hér á landi þegar frá er talið guðræknilegur þankagangur og hlýtt hugarþel er sennilega þungur magi eftir allt jólakjötið, ijúpur, hangikjöt, lamba- og svínasteik með brúnuðum kart- öflum og feitri sósu. Eg hef alltaf haft grun um að forréttir gegndu því hlutverki að sefa matarlyst borðgesta áður en kæmi að aðalréttinum. Til þess er full ástæða og falin í henni viss náungans um- hyggja. Víst er að þess- ir forréttir eru yfírleitt af léttara taginu og í hæfi- legu magni svona til að venja melt- ingarfærin við það sem á eftir kemur. Á undan kjötréttum er oft boðið upp á fisk- meti annað hvort úr sjó eða fersk- vatni, til að mynda grafinn lax. Það er tiltölulega einfalt verk að grafa lax. Um þetta leyti árs er um tvennt að velja þegar nálg- ast skal hráefnið. Veiðimenn fara að sjálfsögðu í eigin frystikistu og grípa þar upp smálax en aðrir verða að láta sér nægja eldisfisk úr búð. Gæta þarf fullkomins hreinlætis við þessa matargerð eins og annan matartilbúning, rétturinn er etinn hrár. Gott er að leggja nóg af dagblöðum undir fiskinn á eldhús- borðið eftir að lokið er að þvo hann og þerra. Góður flökunar- hnífur, vel brýndur, auðveldar verkið og flökin verða fallegri. Þeir sem eru hræddir við beitta hnífa skulu minnast þess að menn eftir Cylfu Pólsson Graflax er fyrirtaks forréttur. skera sig oftar á sljóum hníf sem skreppur til en hvössum kuta sem ratar rétta leið. Ekki verður farið náið út í það hvemig fiskur er flakaður, það á hver fullgildur þegn fiskveiði- þjóðarinnar að kunna. Þegar dálk- ur, uggabein og þunnildi hafa ver- ið skorin burt er nauðsynlegt að taka sér töng í hönd og fjarlægja beinin sem sitja eftir í framstykk- inu því að fátt er vandræðalegra en að sjá veislugesti tína út úr sér beinamusl í miðri mátíð. Sé fingri strokið eftir flakinu finnast bein- endamir. Nauðsynlegt er að skafa burt hvetja blóðörðu sem kann að sitja eftir. Sumir afhreistra roðið en ég sé enga ástæðu til þess. Þá er komið að kryddinu. í flök af 5-6 punda laxi segja matreiðslumeist- arar að þurfi 4—5 matskeiðar borð- salts, tvær matskeiðar sykurs, tæpa teskeið pipars, fjórar mat- skeiðar saxaðs dills og eina te- skeið fennikel- eða dillfræs. Allir hafa sína sérvisku og ekk- ert nema gott um það að segja að prófa sig áfram eftir sínum smekk, hyggjuviti og hugarflugi. Mér finnst t.d. óþarfi að nota syk- ur á fiskinn, sósan verður nógu sæt. Mér finnst líka að fennikel- eða dillfræin geti verið óþægilega bragðsterk á flakinu sjálfu og eigi betur heima í sósunni þar sem þau blotna upp, mýkj- ast og keima hana. í stað áðurnefndra fræja er skemmtilegt að nota hvannfræ sem maður hefur sjálfur safnað að hausti og þurrkað. í matreiðslubókum segir að kryddinu skuli blandað saman og stráð jafnt á flakið en mér fínnst ein- faldast að strá saltinu fyrst síðan piparnum og þekja svo með dilli. í sömu bókum segir gjarnan að leggja skuli flökin saman og fergja og snúa samlokunni tvisvar á sólarhring. Þetta hefur alltaf vafist fyrir mér og fundist óþarfa fyrirhöfn. Á tímum plastþynnunar er nóg að vefja plasti um hvort flak fyrir sig svo að kryddlögurinn fljóti ekki burt, leggja í fat og geyma í kæliskáp 2-3 daga meðan fískurinn er að lagerast. Niðursneiddur graflaxinn er svo borinn fram með ristuðu brauði, smjöri og sinnepssósu. Sósuna er best að búa til strax eftir að lokið er að ganga frá laxinum, láta hana standa svo frækornin sem í hana fara fái tíma til að mýkjast og mildast. í sósuna er notað majones og/eða sýrður tjómi, gott sinnep, hunang eða púðursykur og saxað dill. Þessu er síðan bland- að saman eftir smekk, saltað og piprað svo að sósan verði ekki væmin. Sé notað hunang þarf að athuga að það blandast illa saman við köld matarefni tekin úr ísskáp. Að grafa lax er eldforn verkun- ar- og geymsluaðferð á norðlæg- um slóðum. Fyrri kynslóðir gátu ekki stungið flökunum í kæliskáp svo að grafin var jarðhola til að leggja þau í til geymslu. Af því er nafnið graflax dregið. Þessa er vert að minnast þegar þunnskorin fisksneiðin kitlar bragðlaukana. Saga matargerðarlistarinnar er ekki síður merkileg og heillandi en saga annarra menningarþátta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.