Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
Krtti ónáttúra
á kvenfólki
að vera með hmf
Texti: Jón Stefónsson/Myndir: Einar Falur Ingólfsson
Himinninn var kafskýjaður og kuldi í lofti þegar við rennd-
um í hlað á Víðifelli, Fnjóskárdal. Fjórir hundar tóku gelt-
andi á móti bílnum. Þeim er ekki vel við okkur, hugsaði
ég og gekk með Einari upp að öðru íbúðarhúsinu. Einn
hundanna gekk fast á eftir okkur en hinir þrír stóðu við
bílinn. Tveir þeirra geltu meðan sá þriðji merkti sér annað
afturdekkið.
Hulda beið okkar í garðinum. Hún bauð okkur að ganga
inn og þiggja kaffi. Mér var hrollkalt og því kaffisopanum
feginn. Við tölum aðeins um ótíðina og Hulda rifjar upp
draum frá nóttinni áður. „Ég var á bændafundi“, segir hún
þar sem hún situr undir eldhúsglugganum og strýkur hendi
yfir ennið „og fólk sat á bekkjum meðfram veggjum upp
á gamla mátann. Það var urgur í því enda verið að ræða
um mikinn niðurskurð. Þá kemur Vigdís Finnbogadóttir
forseti inn og sest á einn bekkinn. Menn rjúka til og vilja
bjóða henni betri sæti, en hún svarar bara: Ég sit þar sem
ég sest!“ Er þetta fyrir áframhaldandi ótíð, spyr ég óviss,
enda óvanur því að lesa í drauma. Hulda brosir bara, ypp-
ir öxlum. „Það kemur í ljós“, segir hún og býður okkur
meira kaffi.
sínum. Á veturna situr hún síðan
og sker út aska, pennastokka, hala-
snældur og aðra þjóðlega gripi.
„Þetta eru nú bara hjáverk", segir
hún hógværðin uppmáluð, fer með
okkur fram í stofu og dregur fram
nokkra smíðisgripi. „Ég þarf að
passa mig vel að sitja ekki of lengi
við. Á það til að gleyma mér alveg
og fæ þá í axiinar. Verð stundum
hreint tréstirð í höndunum. Hér er
ekki stórt heimili en þó í mörgu að
snúast og því get ég ekki byrjað í
útskurðinum fyrr en um jólin. Svo
hendi ég öllu frá mér þegar kemur
fram í apríl og fer þá í mo!dina.“
Hún tínir fram nokkra hluti og út-
skýrir skurðinn og uppruna mynstr-
anna. Ertu eitthvað að selja munina,
„Það þótti ónáttúra á *
kvenfólki að vera alltaf
með hníf en ekki þessí
venjulegu kvennaáhöld.
En ég kom nú frá þannig
heimili að það var ekki
mikið sett út á þó ég
væri ekkert fullkomin."
spyr ég. „Það er nú lítið, þetta er
mest svona gjafadót handa ættingj-
um. Yngsta barnabarnið var nú ekki
nema tíu ára þegar hann fór að
impra á því að hann þyrfti að fá ask
í fermingargjöf. Ég sagði honum að
ég yrði nú löngu dauð þegar kæmi
að því. Ja, þú getur þá byijað núna,
svaraði hann. Og ég skar út ask og
er búin að geyma í tvö ár. Ég er
með hann hérna uppi á lofti“, segir
Hulda og er rokin upp stigann og
við í humátt á eftir.
Útskurður og handbolti
Hulda sótti námskeið í útsögun
og grunnum útskurði þegar hún var
15 ára. „Þetta var á hinum alverstu
krepputímum", segir hún og horfír
annarshugar á askinn sem yngsta
barnabarnið fær í fermingargjöf.
„Ég varð því að fara heim eftir einn
mánuð. En ég hélt nú áfram að
dunda mér við þetta. Að vísu hafði
ég hvorki aðstæður né réði yfir tækni
til að skera almennilega út, kunni
ekki að skera djúpt. Ég lærði það
ekki fyrr en kvenfélagið hélt nám-
skeið fyrir einum þrettán árum. Það
þótti ónáttúra á kvenfólki að vera
alltaf með hníf en ekki þessi venju-
legu kvennaáhöld. En ég kom nú frá
þannig heimili að það var ekki mik-
ið sett út á þó ég væri ekkert fuil-
komin.“
Hulda segist hafa lært vandvirkni
hjá föðurbróður sínum, sem var
smiður góður. Hann smíðaði til
dæmis skíði úr harðviði sem hann
mótaði, stakk síðan öðrum endanum
í stóran pott og sauð dágóða stund.
Þegar viðurinn var orðinn mjúkur,
sveigði hann endana og þá voru
skíðin tilbúin. En útsögunarnámske-
iðið var ekki það eina sem Hulda
sótti á unglingsaldri. Eitt sinn kom
maður frá Noregi og hélt íþrótta-
námskeið í Alþýðuskólanum að
Laugum, kenndi þar meðal annars
handbolta. Um þijátíu sóttu nám-
skeiðið og var Hulda yngsti þátttak-
andinn og auk þess eina konan.
„Berklarnir tóku hana“
Þú ert þá fyrsta konan sem hefur
æft handbolta hér á iandi, segi ég
við Huldu. Hún segist nú ekki vilja
fullyrða neitt um það. í þessu rek
ég augun í mynd af konu sem kem-
ur mér kunnuglega fyrir sjónir. Ég
kannast nú eitthvað við þessa konu,
segi ég. Hulda tekur myndina niður
og handleikur hana eins og brot-
hættan hlut. „Þetta er skáldkonan
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum.
Einhver mesta vinkona sem ég hef
átt.“ Hulda þagnar dágóða stund,
horfír á myndina og minningarnar
gefa andliti hennar dreymandi svip.
Eg svipast um í bókahillunni, finn
kvæðasafn Guðfinnu og les síðasta
erindið úr Mig dreymir enn:
Mig dreymir enn og dreymir.
Ég draumalöndin á.
Ég fór um þau eldi,
sem enginn maður sá.
Ég fel mig þar í laufi,
er lífið gengur hjá.
Guðfinna var söngkennari í Al-
Handverk Huldu.
■ulda er 84 ára gömul og
ber aldurinn ákaflega
vel. Fylgist grannt með
öllu sem gerist og er
stálminnug. Á veturna
sér hún um húsverkin
íyrir sig, dóttur sína,
Álfhildi Jónsdóttur og
I tengdason, Árna S. Olafsson. En á
sumrin helst hún illa inni og er dag-
| langt „í moldinni", eins og hún orð-
ar það. Hún er þá í tijáræktinni,
plantar, grisjar og snyrtir trén sem
eru í kringum og fyrir ofan húsið.
Huldu er umhugað um að hafa fal-
legt í kringum sig. Fyrir neðan þjóð-
veginn eru til dæmis nokkrar litlar
tjarnir með grónum bökkum og fal-
legum hólmum. Fyrir rúmum fimmt-
án árum Jýi Hulda grafa fyrir tjörn-
unum og borgaði með ellilaunum
Hulda B.
Kristjánsdótt-
ir, Víðifelli
Þingeyjar-
sýslu, talar
um útskurd,
skáldkonu og
fortíðina.