Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 18

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 SCHINDLER- SKRÁIN Steven Spielberg fær líklega Óskarsverðlaun fyrir kvikmynd um helför gyðinga Enginn kvikmyndagerðarmaður hefur gert eins margar metsölumyndir og Steven Spielberg og hingað til hafa myndir hans yfirleitt verið af léttara taginu og kunnastar fyrir tæknibrellur. I sumar sló hann í gegn með risaeð!umyndinni„Jurassic Park“, sem nú þegar hefur aflað Universal-fyrirtækinu 900 milljóna dollara tekna eða nærri 65 milljarða króna, en síðan hefur Spielberg snúið sér að alvarlegri viðfangsefnum og síðasta kvikmynd hans, Schindler-skráin, fjallar um einhverja hryllilegustu glæpi þessarar aldar - ofsóknir nazista gegn gyðingum. Liam Nee- son sem Oskar Schindler (til hægri) og Ben bókari hans. Á inn- felldu mynd- inni er Oskar Schindler. Eitt af óhugnalegum atriðum úr kvikmyndinni. Kvikmyndin var frumsýnd á mið- vikudaginn í 15 borgum i Bandaríkjunum og verður tekin til sýninga í öðrum löndum 10. febr- úar. Hún er svart/hvít og rúmlega þriggja tíma löng, fáir kunnir leikar- ar koma fram í henni og mynd um jafnhræðilegt efni er ekki líkleg til mikilla vinsælda. Hins vegar er ekki talið fráleitt að ætla að Spielberg hljóti Óskarsverðlaun fyrir kvik- myndina og þá mun gamall draum- ur hans rætast, því að hann hefur lengi keppt að því að fá verðlaunin. Schindler-skráin er sönn saga um þýzkan stríðsgróðabraskara, sem bjargaði rúmlega 1.300 pólskum gyðingum úr fangabúðunum í Ausc- hwitz. Kvikmyndunin fór fram í skugga dauðabúða nazista í Pól- landi og Spielberg hefur unnið að undirbúningi myndarinnar í tæplega 10 ár. Með gerð hennar telur hann sig sýna að hann _sé orðinn þroskað- ur listamaður. „Ég þurfti 10 ár til þess að verða nógu þroskaður til þess að geta sagt að nú væri ég tilbúinn að gera Schindier-skrána,“ segir Spielberg, sem er 46 ára gam- all. Sjálfur er hann af gyðingaættum og efni myndarinnar stendur honum nærri. Hann missti um 12_ættingja í helförinni í Póllandi og Úkraínu. Spielberg notar engin tæknibrögð í Schindler-skránni eins og í flestum öðrum kvikmyndum sínum og sam- starfsmenn hans segja skýringuna þá að síðasta mynd hans „komi frá hjartanu". írski leikarinn Liam Nee- son leikur Oskar Schindler, þýskan, kaþólskan, vínhneigðan, kvensaman iðnrekanda og nazista, sem flytst til Kraká eftir innrás nazista og verður bjargvættur verkamanna sinna, en brezki leikarinn Ben Kingsley fer með hlutverk bókara Schindlers af gyðingaættum. Schindler-skráin er persónuleg- asta og metnaðarfyllsta verk Spiel- bergs, sem hefur leikstýrt ijórum af tíu mestu metsölukvikmyndum allra tíma, en varð að beita öllum áhrifum sínum í Holiywood til þess að fá nýjustu mynd sína gerða. Framleiðsla myndarinnar kostaði 30 milljónir dollara og aðstandendur hennar vona að nafn Spielbergs tryggi góða aðsókn að mynd um helför gyðinga, sem hingað til hefur ekki verið efni í sölumyndir. Auglýs- ingakostnaði verður haldið í lág- marki. Allt frá því tökur myndarinnar hófust lagði Spielberg mikla áherzlu á að hvert einasta atriði í henni væri rétt. Hann sagði leikendunum að þeir tækju ekki þátt í gerð venju- legrar kvikmyndar heldur sagn- fræðiverks. Kvikmyndatakan fór að miklu leyti fram í miðaldaborginni Kraká, þar sem 65.000 gyðingar bjuggu þegar nazistar náðu henni á sitt vald, en aðeins nokkur hundruð nú. Spielberg sýnir mörg hrottafeng- in atriði í kvikmyndinni, þar á með- al útrýmingu gyðingahverfisins og skyndiaftökur í Plaszow-vinnubúð- unum. En um leið gætti hann þess að stilla ofbeldisatriðum í hóf til þess að koma ekki róti á hugi venju- legra áhorfenda, jafnvel þótt hann yrði þar með að hnika til sögulegum staðreyndum. Tæknilegur ráðu- nautur frá fv. Júgóslavíu, Branko Lustig, sem lifði af vist í fangabúð- um, kveðst stundum hafa skammað Spielberg fyrir að sum atriði væru ekki nógu raunsæ. „Ég sagði honum að meira hefði verið um barsmíðar og hann sagði: Já, en þær mega ekki sjást of mikið. Aðeins í bak- grunninum." Lustig bætirvið: „Hann vildi ekki sýna öli ódæðin." Kvikmyndunin tók þijá mánuði og margir komust oft í geðshrær- ingu, grétu jafnvel. „Um var að ræða sviðsetningu á dauða í tröll- auknum mæli - sex. milljóna manna,“ sagði Kingsley. „Við stóð- um við hliðina á draugum." Spielberg lét Neeson leika mann, sem margir telja dýrling, en er síður en svo flekklaus. „Schindler vildi auðvitað græða eins mikið og hann gat. En innst inni var hann mann- vinur,“ sagði Neeson. Þegar „end- anleg lausn gyðingamálsins" stóð sem hæst mútaði Schindler yfir- manni fangabúða til þess að fá að flytja 1.300 gyðinga til verksmiðju sinnar í Tékkóslóvakíu, þar sem hann faldi þá uns stríðinu lauk. Schindler dó í fátækt 1974 og kvik- myndin er byggð á verðlaunabók eftir Thomas Keneally frá 1982. - Margir í Hollywood telja að Schindler-skráin kunni að verða til þess að gagnrýnendur hrósi Spiel- berg fýrir að taka alvarlegt efni til umfjöljunar auk þess sem hann hljóti Oskarsverðlaunin í fyrsta sinn. Fyrir viku valdi félag kvikmynda- gagnrýnenda í Los Angeles Schindl- er-skrána“ bestu kvikmyndina, en Jane Campion var valin besti leik- stjóri fyrir Píanóið. Poldek Pfeffer- berg, einn svokallaðra „Schindler- gyðinga, kveðst gera ráð fýrir að myndin muni „ýta talsvert við fólki“. „Ég var ekki að leita að efni um gyðinga,“ sagði Spielberg þegar hann var að því spurður hvers vegna hann hefði ákveðið að gera kvik- mynd um Schindler-listann. „Bókin höfðaði til mín vegna þess að höf- undur hennar takmarkaði sig við staðreyndir og var óháður. Bókin var hlutlaust yfirlit um Helförina og höfðaði ekki til tilfinninga." Ég heiti Snœfinnur snjókarl og ég er BANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.