Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
Koma þœr enn fyrrf
Heimsendingar
• r
Fyrirbæríð jólamyndir er næstum jafn gamalt al-
mennum kvikmyndasýningum á íslandi. Strax árið
1930 voru Gamla Bíó og Nýja Bíó farin að auglýsa
jólamyndir sérstaklega og allar götur síðan hafa
bíóin leitast við að bjóða uppá eitthvað umfram hin-
ar hversdagslegu sýningar um jólin. Þær voru mis-
jafnlega gamlar jólamyndirnar þegar þær komu i
bíóin hér áður fyrr, alit upp í nokkurra ára. Það var
ekki fyrr en áríð 1983 sem allar jólamyndirnar voru
sýndar hér sama árið og þær voru gerðar. Eftir það
eru jólamyndiraar nær undatekningarlaust nýjar.
Hin síðustu ár hefur
þróunin í kvikmynda-
sýningum orðið mjög ör.
Það borgar sig ekki að bíða
með sýningar á stórmynd-
mBBMMMMBHMi um fram
til jóla
heldur eni
þær sýnd-
ar um leið
og tæki-
færi gefst
eftir Arnold sem . er
Sndriðason yfírleitt
frá nokkr-
um vikum uppí fáeina mán-
uði frá frumsýningu er-
iendis (les Bandaríkjun-
um). Nýjar myndir eru það
sem mestu máli skiptir. En
það þýðir ekki að minni
áhersla sé lögð á að hafa
eitthvað bitastætt um jólin
— Aladdín með íslensku
tali er t.d. sönnun þess.
Jólamyndamálin eru enn
í þróun og í framtíðinni
má búast við að jólamynd-
imar í Bandaríkjunum
verði líka jólamyndirnar
hér.heima og út um allan
heim raunar. Hefur orðið
vart þessarar þróunar upp
á síðkastið. Sumar jóla-'
myndimar vestra em líka
jólamyndimar í Reykjavík.
Svo þetta sé sett á auðskil-
ið viðskiptamál fyrir pítsu-
glaða íslendinga: Ef Holly-
wood gerði pítsur væru
þeir í því þessa dagana að
bæta heimsendingarþjón-
ustuna þótt langt sé í land
að þeir gefí þær fríar.
í grein í nýlegu hefti
Variety, tímariti banda-
ríska skemmtanaiðnaðins,
er sagt frá því að jólin séu
að verða eins um allan
heim hvað biómál snertir.
Miðasala á bandarískar
bíómyndir utan Bandaríkj-
anna hefur slegið öll met
í ár og verður meiri en hún
var metárið í fyrra. Heims-
markaðurinn skiptir
bandaríska kvikmynda-
framleiðendur sífellt meira
máli og þeir reyna að svara
kreflandi eftirspurn eftir
flúnkunýjum myndum.
Nýjasta mynd Olivers Sto-
nes, „Heaven and Earth“,
verður framsýnd á jóladag
í Japan á sama tíma og
hún verður frumsýnd í
Bandaríkjunum. í Ástralíu
verða myndimar Veröld
Waynes 2, Systragervi 2,
„Beethoven 2nd“ og „Mrs.
Doubtfíre" framsýndar að-
eins nokkram dögum eftir
framsýningu vestra. Dreif-
ingaraðilar líta sérstaklega
til Japans og Ástralíu því
þar er langt jólafrí og í
Ástralíu er desember að-
sóknarmesti mánuður árs-
ins.
Á undan Japan; Add-
amsfjölskyldugildin, Fyrir-
tækið.
Kvikmyndahúsin hér
heima standa sig vel að þvi
er virðist miðað við önnur
lönd. Milljónaþjóð eins og
Spánn sýnir Pyrirtækið
með Tom Cruise i þessum
mánuði (útdauð hér heima)
og þeir í Japan fara bráð-
lega að skemmta sér á
„Cliffhanger" og Svefnlaus
í Seattle. Við eram einnig
á undan Japan með Add-
amsfíölskyldugildin svo
dæmi sé tekið (framsýnd
þar ájóladag) og Regnbog-
inn verður fjórum dögum
á eftir Tókíó með „The
Man Without a Face“.
19.000á
Píanóið
Alls hafa nú um 19.000
manns séð Píanóið eftir
Jane Champion að sögn Ing-
vars Þórðarssonar rekstrar-
stjóra Regnbogans.
Um 13.000 manns hafa
séð Þríhyminginn, tæp
10.000 Áreitni og um 5.000
„Red Rock West“.
Miklar breytingar hafa
staðið yfir á kvikmyndahús-
inu að
undan-
fömu en
áætlað er
að frum-
sýna jóla-
mynd-
ina,„„The
Man Wit-
hout a
Face“ með
Mel Gib-
son þann
22. desem-
ber.
Fljót-
lega á nýju
ári verða eftirtaldar myndir
framsýndar í Regnboganum:
Kryddlegin hjörtu frá Mex-
íkó, sem gerð er eftir sam-
nefndri skáldsögu er komið
hefur út á íslandi, spennu-
myndin Malice eftir Harold
Becker, Kalifornía, sem Sig-
uijón Sighvatsson framleiðir,
„Needful Things", sem gerð
er eftir sögu Stephens Kings,
og loks tvær listrænar mynd-
ir, önnur frá Frakklandi en
hin frá Hong Kong, „Germ-
inal“ með Gérard Depardieu
undir leikstjóm Claude Berrie
og Bless, hjákona mín eftir
kínverska leikstjórann Chen
Kaige, sem deildi Gullpál-
manum á Cannes með Jane
Champion fyrir bestu mynd-
ina.
Hjákonan
kvödd; úr mynd
Chen Kaige sem
hreppti Gullpál-
mann á Cannes
ásamt Píanóinu.
UÁrið 1993 ætlar að verða
ár Steven Spielbergs. Ekki
er nóg með að hann hafi
gert eina aðsóknarmestu
mynd allra tíma, Júragarð-
inn, og tryggt sig þannig í
sessi sem dýrmætasti leik-
stjóri Bandaríkjanna heldur
virðist hann líka ætla að slá
í gegn hjá gagnrýnendum
með nýjustu mynd sinni, helf-
ararsögunni Lista Schindl-
ers. Háskólabíó mun sýna þá
mynd og er áætlaður sýning-
artími í byijun mars. Einnig
hefur Háskólabíó sýningar-
réttinn á nýjustu mynd ít-
alska leikstjórans Bernardo
Bertolucci, Litla Buddha,
með Keanu Reeves í aðal-
hlutverki. Er áætlað að sýna
hana í febrúar.
UForvitnilegt leikaralið
kemur saman í nýrri mynd
sem ástralski leikstjórinn
Russell Mulchay leikstýrir
og er í undirbúningi. Hún
heitir „The Shadow" og með
aðalhlutverkin fara Alec
Baldwin, John Lone, Pene-
lope Ann Miller, Peter Bo-
yle, Tim Curry og sir Ian
McKelIen.
UBreski leikarinn sem fór
með hlutverk kvenmanns-
ins/karlmannsins í „The
Crying Game“ og hlaut út-
nefningu til óskarsverðlauna
fyrir heitir Jaye Davidson
eins og margir muna. Hann
er nú farinn að leika í Holly-
wood og heitir fyrsta myndin
hans þar „Stargate" og er
með Kurt Russell og James
Spader í aðalhlutverkum.
Framleiðandi er hasarmaður-
inn Marío Kassar en leik-
stjórinn heitir Ronald Emm-
erich.
af
og
íslenskt tal; úr dönsku fjölskyldumyndinni Krummunum.
íslenskt tal á
Krummunum
Frakkar era hrifnir
Jóhönnu af Örk
skal engan undra en nú
standa yfír tökur í Frakk-
landi á enn einni Jóhönnu-
myndinni og er franska
leikkonan Sandrine Bonna-
ire sú fjórtánda sem fer
með hlutverk hetjunnar.
Leikstjóri myndarinnar,
sem heitir „Jeanne la Puc-
elle“, er hinn 65 ára gamli
Jacques Rivette og hófust
nýlega tökur á henni í
Lorraine stutt frá þeim stað
sem sveitastúlkan gerðist
stríðsherra árið 1429 „til
að flæma Englendinga burt
úr konungsríkinu".
Rivette er einn af ný-
bylgjuleikstjóranum í
Frakklandi ásamt mönnum
eins og Truffaut, Godard,
Chabrol og Rohmer. Hann
ritstýrði kvikmyndatímarit-
inu fræga Cahiers du Ci-
néma. Hann er þekktur í
heimalandi sínu fyrir
myndir eins og „L’amoru
fou“ (1967) og „La bande
des quatre“ (1988) og hann
hefur aldrei látið lengd
mynda sinna flækjast fyrir
sér. Síðasta mynd hans,
„La belle noiseuse“ frá ár-
inu 1991, var næstum fjór-
ir tímar að lengd.
Ein af jólamyndum Há-
skólabíós er danska
fjölskyldumyndin Krumm-
arnir sem frumsýnd var í
gær en hún er fyrsta leikna
bíómyndin sem fær ís-
lenska talsetningu síðan
Ronja ræningjadóttir var
sýnd í Nýja Bíói árið 1986.
Þýðandi myndarinnar er
Ágúst Guðmundsson og
Þorbjöm Á. Erlingsson sá
um leikstjórn og fram-
kvæmdastjórn talsetn-
ingarinnar. Þeir sem ljá
persónum myndarinnar
raddir sínar eru: Jóhann
Ari Lárusson, Sólveig Arn-
ardóttir, Edda Heiðrún
Backman, Jóhann Sigurð-
arson, Sigurður Skúlason,
Ari Matthíasson, Gísli Hall-
dórsson, Róbert Arnfinns-
son, Jón Börkur Jónsson
og Rós Þorbjarnardóttir.
Krummarnir er byggð á
bamabókum danska rithöf-
undarins Thöger Birkeland
en leikstjóri myndarinnar
er Sven Methling. Atburðir
myndarinnar eru séðir með
augum hins 11 ára gamla
Mads sem er sonurinn í
dæmigerðri danskri fjöl-
skyldu þar sem vandamálið
er m.a. það að foreldrarnir
hafa ekki tíma fyrir börn
sín.
Jóhanna 14da
Enn eln Jóhanna; Bonnaire brosir breitt við tökur á
„Jeanne la Pucelle“.
IBIO
Jólamyndirnar eru nú
flestar komnar í hús
og kennir margra grasa.
Nýjustu myndirnar í
ár eru ævintýramyndin
Skytturnar 3 (ekki
Skyttumar III) og end-
urbætt Addamsfjöl-
skylda en stutt er síðan
þær vora framsýndar í
Bandaríkjunum.
Megnið af myndunum
er fyrir fjölskylduna og
unglinga en tveimur er
stefnt sérstaklega á full-
orðna fólkið. Önnur er
Öld sakleysisins í
Stjörnubíói, mögnuð
mynd Martins Scorsese
um samfélagsgerð há-
aðalsins í New York á
Viktoríutímabilinu en
hin er önnur Shakespe-
aremynd Kenneths Bra-
nags, Ys og þys út af
engu. Hún er auðvitað
mun léttari á bárunni
en meistarstykki Bra-
naghs, Hinrik V, en hef-
ur ekki fengið síðri
dóma.
Sú jólamynd sem þó
á kannski eftir að vekja
mesta athygli í ár verður
frumsýnd í Sambíóunum
á annan í jólum. Það er
Disney-teiknimynd og
heitir Aladdín. Hún er
fyrsta Disney-teikni-
myndin með íslensku
tali og ef eitthvað er að
marka bandaríska viku-
ritið „Time“ er hér um
að ræða teiknaða hlið-
stæðu myndarinnar
„Raiders of the Lost
Ark“.