Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
B 23
Dansvænt léttmeti
Hljómplötur
Árni Matthíasson
Pís of keik hefur vakið verð-
skuldaða athygli undanfarin
misseri, enda hefur hljómsveitin
verið iðin við að senda frá sér
lipurlega samda og flutta dans-
tónlist. Þau lög sem hljómsveitin
hefur sent frá sér hefðu farið
nærri með að fylla á þriðju breið-
skífu ef allt er talið, en þó var
það ekki fyrr en nú fyrir jólin
að liðsmenn Pís of keik, Máni
Svavarsson, tónlistarheili sveit-
arinnar, Júlíus Kemp og Ingi-
björg Stefánsdóttir, gáfu sér
tíma til að hljóðrita breiðskífu.
Sú heitir Do it og kom út fyrir
skemmstu.
Danstónlist að hætti Pís of
keik hefur notið hylli undanfarið,
þó svo virðist sem harðari dans-
tónlist og hraðari hafi vinninginn
sem stendur. Eins og heyra má
á Do it er danstónlist Pís of keik
að mestu léttmeti, en þó ekki
alltaf léttvæg, og á milli eru
sprettir sem koma blóðinu á
hreyfingu. Platan er reyndar ekki
eins sterk og margur átti von á
í ljósi þeirra laga sem sveitin
hefur þegar sent frá sér, líklega
ekki nóg fjölbreytni í boði.
Veikleiki Pís of keik er líklega
söngur Ingibjargar Stefánsdótt-
ir, eða réttara sagt að rödd henn-
ar, sem er sykruð og mjúk, á
alls ekki við þegar sýður á keip-
um. Gott dæmi um það er upp-
hafslag plötunnar, sem er ósköp
meinlaus lagleysa, en þegar fer
að hitna í kolunum þegar fjórð-
ungur af laginu er eftir og kallar
á harðari rödd og kraftmeiri fell-
ur það um sjálf sig. Öðru lagi
plötunnar farnast öllu betur, er
ágætlega kraftmikið, sem skrif-
ast að nokkru á trommuleik Ing-
ólfs Sigurðssonar. Quere me er
það lag sem helst hefur heyrst í
útvarpi, en þar leikur Ellýs Vil-
hjálms stórthlutverk. Lagið sjálft
er ágætt evrópopp, með léttum
danstakti, en nærvera Ellýar
lyftir því upp úr formúlunni, í
það minnsta á meðan rödd henn-
ar heyrist. Eitt eftirtektarverð-
asta lag plötunnar er Fling at the
Gambling Table, sem minnir
óneitanlega á samstarf þeirra
Enos og Bymes (My Life in the
Bush of Ghosts) en skemmtilegt
hefði verið að fá að vita hver á
prédikunina sem ber lagið uppi.
Annað eftirtektarvert lag og gef-
ur fyrirheit er lagið Cosmo Girl,
þó ef til vill full sundurleitt, en
skemmtilegur saxófónleikur og
síðar kassagítarleikur gera mikið
fyrir það. Reyndar eru sprettir í
laginu Big Beat, þó það nái aldr-
ei flugi.
Plata Pís of keik er greinilega
ætluð fyrir erlenda útgáfu, í það
minnsta er umslag allt meira og
minna á ensku og ekki nema
gott eitt um það að segja. Það
er aftur á móti nöturlegt að sjá
„bestu pakkir“ til fjölskyldu og
vina; slíkt á bara heima á bil-
legri bílskúrsframleiðslu.
Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Reybjavíkur
Ragnar Magnússon og Páll
Valdimarsson sigruðu í Butler-tví-
menningnum, sem lauk sl. miðviku-
dagskvöld. Röð efstu para varð
annars þessi:
Ragnar Magnússon - Páll Valdimarsson 286
HrólfurHjaltason-SigurðurSverrisson 274
SigfúsÖmÁrnason-FriðjónÞórhallsson 240
Guðm. Páll Amarson - Þorlákur Jónsson 209
Bjöm Eysteinsson - Aðalsteinn Jörgensen 200
Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 194
Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Amþórsson 187
Guðm. Sv. Hermannsson - Helgi Jóhannsson 151
Sævar Þorbjömsson - Lilja Einarsdóttir 120
Það hlýtur að teljast til tíðinda
að staða átta efstu paranna breytt-
ist ekki innbyrðis frá fimmta kvöld-
inu og segja má því að úrslit hafi
legið fyrir tíu umferðum áður en
mótinu lauk.
Hæsta skor sjötta kvöldið fengu:
HrólfurHjaltason-SigurðurSverrisson 79
HalldórMagnússon-CecilHaraldsson 74
RaparMapússon-PállValdimarsson 55
Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 51
ísak Öm Sigurðsson - Haukur Ingason 49
Nú verður hlé á spilamennsku
vegna jólahalds og Reykjavíkur-
móts í sveitakeppni til miðvikudags-
ins 26. janúar. Stjórn BR óskar
spilurum gleðilegra jóla og þakkar
um leið góð samskipti á árinu sem
nú er að líða.
MIKIÐ ÚRVAIv /\F
BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM
Á FRÁBÆRU VERÐI
Opið í dag,
sunnudag frá
kl. 13-17.
húsgögn
ÁRMÚLA 44 - SÍMI 32035
Á geisladisknum Kom heim syngja hinir
frábæru söngvarar, Björgvin Halldórsson
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson og Gu
Gtinnarsdóttir 12 einstök trúarlög af alkunnri
snilld.
Öllum ágóða af sölu disksins verður varið til
þess brýna verkefnis að koma á fót
áfangaheimili fyrir stúlkur, en Krossgötur hafa
rekið slíkt heimili fyrir unga menn s.l. 7 ár.
Kom heim, góð tónlist, gott málefni og
knýjandi þörf!
Dreifíng:
JAPISð
KROSS
GÖTUR