Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
HJAIPARSÍS
Iman hjálpar
Sómölum
Sýningarstúlkan Iman, sem er
gift David Bowie, hefur á und-
anfömum árum lagt sitt af mörkum
til að hjálpa samlöndum sínum,
Sómölum, í erfíðleikum þeirra. Fyr-
ir utan að vekja athygli á málstaðn-
um í sjónvarpsþáttum lætur hún
hiuta af tekjum sínum ganga til
hjálparstarfs í Sómalíu. Má til sanns
vegar færa að hún búi hún yfír
hjartahlýju.
UTGAFA
Gæfa mín var að
kynnast þessu
undarlega fólki
Eftir Hildi Friðriksdóttur
Landsmenn hafa gjaman á til
I finningunnni að sjónvarps-
maðurinn Omar Ragnarsson sé
sífellt á ferð og flugi. Þetta á
eflaust alltaf við en ekki síst núna
þegar hann er að gefa út bók sína
Manga með svarta vanga og
geisladiskinn Ómar finnur Gátta-
þef. Ómar hafði mælt sér mót við
blaðamann upp úr kl. 8 að morgni,
en með símhringingu kl. 10 til-
kynnti hann að því miður hefði
verið svo mikið að gera að hann
hefði ekki komist. Væri ég á staðn-
um innan tíðar? Þá ætlaði hann
að skjótast áður en hann þyrfti að
fara út á land kl. 11. Daginn áður
hafði hann verið á Hvammstanga,
Snæfellsnesi og í Borgarfírði, en
nú lá leiðin norður á Akureyri og
til baka samdægurs. „Ég þurfti
líka að skjóta Pálma Gunnarssyni
söngvara norður í land aðfaranótt
þriðjudagsins, því augljóst var að
ekki yrði fært næsta dag. Ég ók
því tæplega 2.000 km á einum
sólarhring," sagði Ómar og viður-
kenndi að hann væri orðinn dálítið
lúinn. „En það gerir ekkert til, ég
hvíli mig bara um jólin — þessa
tvo daga sem er frí,“ sagði hann
og hló við.
Ómar hefur verið þekktur fyrir
að fjalla í sjónvarpsþáttum um fólk
sem sker sig úr að einhveiju leyti.
Hann var ekki nema níu ára þegar
hann hitti Möngu, sem er aðalper-
sóna bókarinnar, og því lá beinast
við að spyija hvort „öðruvísi“ fólk
hefði alltaf vakið athygli hans.
„Minningin þegar ég sá Möngu
fyrst situr fast í huga mér. Ég kom
úr framandi umhverfi borgarinnar
og hafði aldrei séð neitt þesu líkt.
Þessi svarta og skítuga kona, göm-
ul, tannlaus og ljót, orkaði mjög
sterkt á mig. Þema bókarinnar er
þar af leiðandi hversu manni hætt-
ir til að dæma fólk við fyrstu sýn.
Áður en kynnum okkar lauk fímm
sumrum síðar fannst mér hún vera
einhver besta og fallegasta kona
sem ég hafði kynnst,“ svaraði
hann.
„Ég var skrýtinn drengur og
Manga fann einhvem samhljóm
með þessu bami,“ hélt hann áfram.
„Ég sat iðulega inni í bænum þeg-
ar aðrir fóra í útreiðartúra og þá
voram við oft ein. Hún sagði mér
frá bernsku sinni, en sögurnar fóra
meira og minna framhjá mér. Sum-
ar sögumar sagði hún mér aftur
og aftur þannig að þær fóra að
festast í minninu. Síðustu sumrin
sem ég var í Hvammi áttum við
nokkur eintöl sem vora mér dýr-
mæt því ég man þau næstum orð-
rétt.“
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Ómar Ragnarsson ásamt dótturdóttur sinni Lilju Sóleyju Hauksdótt-
ur sem syngur með honum á plötunni Ómar finnur Gáttaþef. Með
þeim á myndinni er dóttir Ómars Lára.
Brúsinn gegndi hlutverki
— Af hveiju var hún alltaf með
steinolíubrúsann?
„Það var vegna þess að eina
sjálfstæðið sem hún varð aðnjót-
andi á æviskeiði sínu var að elda
ofan í sig sjálf. Hún átti lítinn prí-
mus og steinolían var eldsneytið á
hann,“ svarar hann og heldur
áfram: „Þessi kona var alveg ótrú-
leg. Þegar ég fór að gera þættina
um Gísla á Uppsölum var mér allt-
af í huga að ég hafði sjálfur upplif-
að ennþá magnaðri persónur en
nokkurn tímann hann. Og þijár á
sama bænum!
Frænka mín var óskaplegur öðl-
ingur og mátti ekkert aumt sjá.
Því vora allir „hreppsidjótarnir"
komnir á þennan bæ. Manga bjó
á bænum en hinar þijár í hálf-
hrandum torfbæ. Þær vora orðnar
mennskar moldvörpur. Gamla kon-
an fékk eina mörk af mjólk á dag,
annað fengu þær ekki. Smám sam-
an.urðu þær hálftrylltar af söfn-
unarástríðu og bærinn var orðinn
fullur af skrani. Þær áttu dýrindis
föt, peninga sem þær geymdu en
gengu í áburðarpokum sem þær
hnupluðu og saumuðu saman.“
— Dróstu sjálfur einhvem lær-
dóm af þessu strax í þá vera að
dæma ekki fólk við fýrstu sýn?
KVIKMYNDIR
Þóttíst
vera lömuð
Christina Ricci sem leikur
Wednesday í kvikmyndunum
um Addams-fjölskylduna segist
hafa haft þann draum þegar hún
var sex ára að verða fyrst kvenna
til að leika fótbolta í heimabæ sín-
um. Hún kveðst í raun aldrei hafa
hugsað út í það að verða leikari,
þrátt fyrir að vera álitin hafa góða
leikhæfileika þegar hún var yngri.
„Ef ég nennti ekki gera eitthvað
eins og til dæmis að þvo upp, þá
lét ég mig detta á gólfíð og þótt-
ist vera lömuð," sagði hún í nýlegu
samtali við blaðamann tímaritsins
US.
Fyrsta hlutverkið sem hún fékk
var að leika dóttur Cher í kvik-
myndinni „Mermaids“. Þær náðu
svo vel saman að Cher sendir
Christinu ennþá afmælisgjafir og
stundum sefur Christina heima hjá
Cher.
Christina sem er 13 ára segir
að það þýði ekkert að verða upp
með sér yfir kvikmyndaleiknum. —
Þegar ég kem heim eftir að tökum
lýkur segja bræður mínir við mig:
Hvað þykist þú eiginlega vera? og
það kennir mér að taka þetta ekki
of alvarlega. Svo bætir hún við:
„í hvert skipti sem ég fæ kvik-
myndahlutverk opnum við kampa-
vínsflösku." Og þegar hún sér
svipinn á blaðamanninum heldur
hún áfram: „Það er að segja ég
fæ ekkert af því!“
Christina Ricci sem er 13 ára lætur
frægðina ekki stíga sér til höfuðs,
a.m.k. ekki ennþá.