Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
B 25
„Þetta réð eiginlega úrslitum um
lífshlaup mitt. Það má eiginlega
segja að kynni mín af öllu þessu
fólki — ekki síst frænku minni
Björgu Runólfsdóttur — hafi
grunnmúrað lífsskoðun mína meira
en nokkuð annað.“
Lifðu eins og bjarndýr í hýði
Ómar segir það hafa verið sína
gæfu að kynnast þessu fólki, því
þannig hafi hann kynnst þúsund
ára tímabili í íslandssögunni sem
mörgum sé horfið. „í einum kaflan-
um segir frá ungum presti, Birgi
Snæbjörnssyni, sem kom í sveitina.
Hann heyrði af konunum tveimur
sem lifðu eins og bjamdýr í hýði.
Þetta voru Ásdís Jónsdóttir frá
Rugludal og dóttir hennar Ingunn
en einnig bjó þar stundum systir
Ásdísar. Enginn vissi í raun á
hveiju þær lifðu.
Presturinn hafði frétt að Ásdís
semdi sálma. Þar sem bærinn var
á kafi í snjó varð að moka niður
að honum. Þegar því var lokið
bönkuðu þeir upp á og Olli frændi
minn segir: „Nú verðum við bara
að bíða heillengi, því þær liggja í
dvala þarna inni.“ Loksins er opnað
og mjög mjó, sinaber og föl hönd
réttir fram ílát, sem frændi minn
hellti í. Presturinn, blautur á bak
við eyrun, kallar: „Get ég fengið
að tala við Ásdísi Jónsdóttur." Þá
var hvæst á móti: „Nei, þú getur
það ekki, hún er búin að vera rænu-
laus í margar vikur. Og ég hef
ekkert við þig að tala.“ Síðan var
hurðinni skellt aftur.
Birgir var ekki tilbúinn að sætta
sig við þetta, hafði samband við
hreppsnefndina og lækninn en fékk
þau svör að það þýddi ekkert að
ætla sér að taka völdin. Þeim hefði
einungis einu sinni tekist að kom-
ast inn í bæinn. Eftir IV2 tíma
dvöl sögðu þeir: „Við vorum svona
lengi vegna þess að konan svaraði
okkur í ljóðum. Við vorum kveðnir
í kútinn og komum orðlausir út.“
Hún hvæsti á eftir þeim: „Þið skul-
uð muna það að það var kona sem
barði ykkur og það mun aldrei
neinum verða hleypt inn í þennan
bæ. Fyrr munum við skera okkur á
háls.“
Nályktin var óþolandi
Svo líður frarri á vorið og það
fer að hlýna. Ingunn átti erindi að
Holtastöðum og spurði hreppstjór-
inn hana um líðan Ásdísar. „Ég
veit nú ekkert hvernig hún hefur
það, því hún hefur verið dáin lengi.
Úr því þú ert að minnast á þetta
þá væri ágætt að fá einhveija
hjálp. Við viljum jafnvel fara að
losna við hana því fýlan er orðin
óþolandi í bænum.“
Menn voru sendir þangað og
aðkoman var slík að menn áttu
ekki orð,“ sagði Ómar og bætti við
að sagan af því og greftruninni
hefði verið önnur eins uppákoma.
„Það kom í ljós að Manga var
af sama toga og gamla konan í
torfbænum. Hún var fluggáfuð.
Hún fór með ljóð fyrir mig, benti
mér á ijallið og sýndi mér hve
sköpunarverkið var fallegt. Hún
talaði um frelsið og lagði áherslu
á að ég horfði hátt en léti ekki
loka mig inni í einhveijum dal. —
Þetta var alveg ógleymanlegt,“
segir Ómar og bætir við að hann
geti varla minnst á Möngu án þess
að klökkna. „Draumur Möngu var
að eignast heimili, eiginmann og
barn. Hún felldi hug til ríks bónda-
sonar en þeim var fyrirmunað að
eigast vegna stéttamunarins. Síðar
felldi hún hug til vinnumanns á
bænum og varð barnshafandi. Hún
ætlaði sér að eiga barnið með því
að vinna eins og skepna, gekk fram
af sér og missti það í fæðingu fyr-
ir bragðið. Það var ekki fyrr en á
efri árum sem Manga fékk góða
húsbændur, en þá var það of seint,
því þá hafði hún misst barnið og
báða elskhugana."
FEGURÐARSAMKEPPNI
F egxirðardrottning
fékk íbúð í sárabætur
Norska stúlkan Rita Omvik
sem tók þátt í keppninni
Ungfrú heimur í Sun City í
Suður-Afríku fyrir skömmu
fór ekki með sigur af hólmi
heldur Lisa Hanna frá Jama-
ica. Rita kom hins vegar ekki
tómhent heim til Noregs, því
faðir hennar sem býr á Spáni
gaf henni íbúð í bænum
Torrevieja í sárabætur.
Grace Jones var ein dóm-
nefndaraðilanna og sagði hún
að Lisa Hanna hefði fengið
flest atkvæði hennar, enda
væru þær báðar frá Jamaica.
Hún bætti við að hún hefði
kosið að sjá Ritu meðal þeirra
efstu. Hins vegar hughreysti
hún hana með því að árið
framundan hjá Lisu Hönnu
væri ákaflega erfitt og hún
ætti
Rita
Grace Jones var
í dómnefnd
keppninnar
Ungfrú heimur.
Hún sagðist
gjarnan hafa vilj-
að sjá Ritu hina
norsku í úrslita-
sætunum en á
innfelldu mynd-
inni sést Rita
Omvik með föður
sínum, Torgeir
Omvik.
Nastassja Kinski og Quincy Jones
hafa tekið saman á ný.
SPURNING ALEIKUR
Sjö og níu ára
systkin unnu bíl
Systkinin Þórey 9 ára og Árni
7 ára duttu heldur betur í
lukkupottinn fyrir stuttu þegar
dregið var í Risaeðluleik Pepsi.
Þau hlutu aðalvinninginn, sem var
Renault Twingo-bifreið. „Þau voru
að vísu að vonast eftir risaeðlupla-
kati, en urðu að vonum ánægð
með bílinn,“ sagði móðir þeirra
Guðrún Baldursdóttir.
Fjölskyldan býr á Höfn í Horna-
firði og spjallaði Morgunblaðið
stuttulega við Þóreyju. „Ég trúði
því varla að við værum búin að
vinna bíl. Okkur langaði að eign-
ast risaeðluplakat og tókum þess
vegna þátt í keppninni. Við áttum
að safna tíu töppum og svara
þremur spurningum," sagði Þórey.
„Ég_ er í skólanum á morgnana
en Árni er eftir hádegi. Það var
hringt í okkur þegar hann var að
fara í skólann og við látin vita.
Krakkarnir spyija svolítið mikið
hvort við höfum verið að vinna bíl
og svoleiðis. Við eigum líka annan
bíl, Mitsubishi Lancer, svo að nú
eigum við tvo bíla.“
STJÖRNUR
Sundur
og saman
Yið sögðum frá því fyrr á þessu
ári að slitnað hefði upp úr
sambandi tónlistarmannsins Quincy
Jones, sem er sextugur, og hinni
33 ára gömlu leikkonu Nastössju
Kinski, ekkert löngu eftir að dóttir
þeirra Kenya fæddist. Nú hafa
skötuhjúin tekið saman aftur og
Quincy losað sig við dömuna sem
hann hafði tekið saman við í milli-
tíðinni. Quincy og Nastassja hafa
sést tvívegis saman með stuttu
millibili, 30. nóvember á forsýningu
kvikmyndarinnar „Sunset Boule-
vard“ og 6. desember á góðgerðar-
samkomu.
Árni 7 ára og Þórey 9 ára hlutu Renault Twingo-bifreið í Risaeðlu-
leik Pepsi.
HANZ
KRINGLUNNI