Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
Hermóð Lannung man tímana tvenna.
Lenín ðsamt konu slnni, Krupskaya, í Gorkl 1922 þar sem hann
hvíldlst eftlr heilablóðfall.
eftir Pól Pálsson
HERMÓÐ Lannung er fimm
árum eldri en tuttugasta öldin.
Og það mun ekki vera of stórt
upp í sig tekið að fullyrða að
fáir - jafnvel enginn núlifandi
hafi verið eins nátengdur stór-
viðburðum þessarar grimmu
aldar og hann - það væri þá
helst fomleifafræðispíran og
ævintýrahetjan Henry Jones í
leiknu og stUfærðu mannkyns-
söguþáttunum „Æskuár Indi-
ana Jones“, sem Sjónvarpið
hefur sýnt við miklar vinsældir.
Hermóð er lögfræðingur að
mennt. Hann var fulltrúi í danska
sendiráðinu í Petrógrað í rússnesku
byltingunni árið 1917 og vann þá
jafnframt mikið fyrir Rauða kross-
inn; árið 1921 var hann aðalhvata-
maður og skipuleggjari fjölþjóðlegr-
ar ráðstefnu róttækra og fijáls-
lyndra æskulýðssamtaka í Kaup-
mannahöfn, sem hafði að markmiði
að koma á vinsamlegum tengslum
milli þeirrá þjóða sem bárust á bana-
spjót í fyrri heimsstyijöldinni; árin
1922-’24 starfaði hann við og stjóm-
aði lengst af hjálparstarfi norska
landkönnuðarins Friðþjófs Nansens
í hungursneyðinni sem þá ríkti í
Sovétríkjunum; hann var einn af
fulltrúum Dana á fyrsta allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna í Lond-
on árið 1946 og var í nefndinni sem
samdi Mannréttindasáttmála SÞ.
Hann tók einnig þátt í stofnun Evr-
ópuráðsins árið 1947 og vann að
mannréttindalöggjöf þess. Hann sat
bæði þing SÞ og Evrópuráðsins í
hátt á þriðja áratug, gegndi þar oft
formennsku í hinum ýmsu nefndum,
auk þess að vera þingmaður Rót-
tæka vinstriflokksins í Danmörku,
en í þann flokk gekk hann á unga
aldri og helgaði líf sitt. Hann hefur
verið einn skeleggasti baráttumað-
urinn fyrir friði í heiminum og for-
maður ýmissa heimssamtaka þar að
lútandi. Honum hefur verið veitt
heiðursdoktorsnafnbót við háskól-
ann í Moskvu, og er sömuleiðis heið-
ursfélagi í mörgum félögum, dönsk-
um og alþjóðlegum. Og svona mætti
lengi áfram þylja...
Hermóð býr í gömlu Qölbýlishúsi
á Amager, íbúðin ber Rússlandsást
eigandans vitni, veggimir þaktir
íkonum og myndum eftir rússneska
málara, hillur og skápar fullir af
rússneskum silfurmunum, á komm-
óðu trónir gullinn samóvar sem hélt
eitt sinn teinu heitu fyrir rithöfund-
inn Leó Tolstoj.
Lágvaxinn öldungurinn tekur á
móti mér sitjandi þvert á skrifborðið
í annarri stofunni, fætumir uppi á
stól, vafðir í teppi. A skrifborðinu
staflar af skjölum og síminn, sem
hringir oft á meðan við spjöllum.
Hermóð hefur greinilega í mörgu
að snúast og ég spyr hvað sé efst á
baugi hjá honum.
„Það sem ég er mest upptekinn
af þessa dagana er að vinna að því
að komið verði upp öflugum öryggis-
kerfum, annars vegar svæðisbundn-
um og hins vegar fyrir alla jörðina,"
segir hann og sýnir mér greinargerð
um þetta efni sem hann hefur nýlok-
ið við að semja fyrir utanríkismála-
nefnd Róttæka vinstriflokksins.
„Þetta starf er þegar komið talsvert
áleiðis með RÖSE (Ráðstefnan um
öryggi og samvinnu í Evrópu), en
því miður ekki nógu langt til þess
að við ráðum við alvarlegar krísur,
samanber það sem er að gerast í
fyrrum Júgðslavíu. Það þarf sem
sagt að styrkja samstarfið langtum
betur, og síðan, ef ekki er hægt að
ráða við vandamálin svæðisbundið,
verður heimskerfið að fara í gang,
það er að segja Sameinuðu þjóðim-
ar, sem eru heldur ekki nógu öflug-
ar á þessu sviði, eins og sama dæmi
sannar.
Að öðru leyti líður dagurinn við
lestur dagblaða, maður verður jú að
fylgjast með því sem er að gerast -
og ýmislegt stúss í hinum hversdags-
legri málum. Ég hef stofnað nokkra
sjóði sem veita styrki til friðarmála
og starfsemi safna og það er tals-
vert starf í kringum þá. Krönborg-
arkastali stendur líka hjarta mínu
nærri; ég hef setið í stjórn hans frá
upphafí fimmta áratugarins, lengur
en nokkur annar, og þrátt fyrir að
ég sé ekki embættismaður hafa þeir
viljað hafa mig þar áfram, því ég
þekki svo vel til allra mála sem tengj-
ast honum. Meðal annars er eitt af
mínum stóru baráttumálum að við
endurheimtum borðhimin Friðriks II.
Það var hann sem reisti Krónborg
og lét vefa þetta teppi sérstaklega
fyrir kastalann, en Svíar stálu því í
stríðinu árið 1658. Þetta er svona
svipað mál fyrir okkur og handritin
voru fyrir íslendinga á sínum tíma,
og ég talaði til dæmis oft um þetta
við Olof heitinn Palme, þótt það
bæri ekki árangur. En heim skal það
fyrr en síðar!“
Útför leníns
Það yrði alltof langt mál að fara
hér í saumana á hinum viðburðaríku
árum í Rússlandi fyrir og eftir bylt-
inguna 1917. Sjálfur hefur Hermóð
skrifað um öll þau ævintýri í bókinni
„Min russiske ungdom" (Gyldendal,
1978). En með því eftirminnilegasta
var útför Leníns .. .
„Já, Lenín, hann dó í lok janúar
árið 1924. Hann var mjög athyglis-
verður maður, og ég hef oft hugsað
um hve þáttur hans í sögunni er
sérstakur. Hann kom til Rússlands
í apríl 1917, en í júní varð hann að
flýja og fela sig í kofa við landa-
mæri Finnlands. Og kom ekki aftur
fyrr en 1 október, skömmu fyrir okt-
óberbyltinguna sem átti sér reyndar
stað dagana sjöunda og áttunda
nóvember eins og við vitum. Hann
fékk fyrsta hjartaáfallið árið 1922,
og svo komu þau eitt af öðru, þ.ann-
ig að þau ár sem hann var virkur í
Sovét voru í rauninni aðeins fimm.
En það var auðvitað gífurlegt hveiju
hann kom í verk á þessum fimm
árum, bæði góðu og vondu. Hann
vann Iíka allan sólarhringinn. Og svo
kom í ljós eftir andlátið að heilinn
í honum var svo kalkaður og hafði
rýrnað svo mikið að menn höfðu
Rætt við
Hermóó
Lannung,
fyrrum þing-
mann Rót-
tæka vinstri
flokksins í
Danmörku
varla séð annað eins!
En Lenín dó sem sagt ’24 og
undir það síðasta hafði hann búið
úti í sveit, á Gorkí-setrinu. Svo var
lík hans flutt til Moskvu, og ég var
með þegar tekið var á móti honum
á lestarstöð í útjaðri borgarinnar.
Það voru ekki margir viðstaddir. Ég
var þar í tvennskonar erindum ef
svö má segja: Annars vegar sem
frekar háttsettur erlendur diplómat,
hins vegar sem blaðamaður enska
blaðsins Daily News, því vinkona
mín sem var fréttaritari þess blaðs
hafði skroppið í frí til Englands og
beðið mig um að leysa sig af, enda
bjóst hún ekki við að neitt fréttnæmt
gerðist á meðan hún yrði í burtu.
En kistan var borin frá lestarstöð-
inni inn í borgina og það voru Stalín
og hinir strákarnir í flokksstjórninni
sem báru hana á öxlum sér að rúss-
neskum sið. Ég gekk fast á hæla
þeim.'og það var hræðilega kalt og
við gengum eftir snævi þöktum göt-
um til húss verkalýðshreyfingarinn-
ar. Stalín átti síðan eftir að launa
öllum nema einum af þeim sem báru
með honum kistuna með því að
senda þá yfir í annan og betri heim;
það voru Kamenev, Bukharin og
þeir strákar.
Núnú, við komum sem sagt í hús
verkalýðshreyfingarinnar og þá
gerðist dálítið sem mér þótti mjög
athyglisvert. Nú átti að koma honum
fyrir á hvfldarbörum svo fólk gæti
komið og vottað honum virðingu
sína. Það skipti sér enginn af mér,
svo ég fékk að fylgja konu Leníns
og systur inn í súlnasalinn þar sem
hann átti að hvfla og var því á besta
stað til að fylgjast með þessu öllu.
Lenín var komið fyrir á börunum
og hendur hans lagðar í kross, sem
var mjög skiljanlegt, enda góður og
gamall siður þegar látnu fólki er
hagrætt. En ég hugsaði með mér
að þetta væri athyglisvert og gengi
aldrei því það væri svo andkommún-
ískt. Það verður fróðlegt að sjá ljós-
myndimar í blöðunum á morgun,
hugsaði ég. Og auðvitað var hann
ekki með krosslagðar hendur á þeim.
Ég minntist síðan oft á þetta í sam-
tölum við kommúníska vini mína,
en var alltaf svarað á þann veg að
ég hlyti að muna þetta eitthvað
skakkt. En fyrir ekki svo mörgum
árum var ég sem formaður Dansk-
rússnesku menningarsamtakanna
staddur á Lenínsafninu í Moskvu og
forstöðumaðurinn spurði mig hvort
það væri eitthvað sem ég hefði sér-
stakan áliuga á í sambandi við ævi
Leníns. Ég spurði fyrst um eitthvað
saklaust, en bað síðan um að fá að
sjá þær allra fyrstu Ijósmyndir sem
teknar hefðu verið af Lenín eftir
andlát hans. Forstöðumaðurinn dró
þær fram - og á þeim er hann með
krosslagðar hendur.
En ég var líka við jarðarförina.
Frostið var svo mikið, að það þurfti
að sprengja fyrir grafhýsinu, sem
reist var til bráðabirgða. Þessi jarð-
arför er ein af áhrifamestu upplif-
unum lífs míns. Það var líka ekki
verið að jarða mann, heldur sjálfan
þjóðardýrlinginn."
500 ára friður
- Hvernig hefur verið fyrir þig
að fylgjast með þróun Sovétríkjanna
frá upphafi til enda?
„Það hefur vissulega verið mjög
athyglisvert, og ég vildi segja það
þannig, að ég vissi alltaf að Sovétrík-
in myndu líða undir lok, en ég hefði
aldrei trúað því að það gerðist svona
hratt. Ég hélt að það tæki lengri
tíma og myndi gerast á skýrari hátt;
það hefur verið svo mikil ringulreið
á öllu. Ég hef sjálfur aldrei verið
kommúnisti, en var árum saman
formaður Dansk-rússneska menn-
ingarfélagsins - kannski einmitt
vegna þess. Það hafa alltaf allir vit-
að að ég er fijálslyndur í stjórnmál-
um; meðlimur í Róttæka vinstri-
flokknum og heiðursfélagi í alheims-
samtökum fijálslyndra eins og Stein-
grímur ykkar Hermannsson. Og
þegar ég tók að mér formennskuna
var það ekki vegna þess að ég væri
hallur undir þjóðskipulagið, heldur
af því ég er svo hrifínn af landi og
þjóð, ef svo má segja. Rússar eru
athyglisverð þjóð með mikla sögu
að baki, stórkostlegar bókmenntir,
öfluga málaralist, sérstaklega í íkon-
um og annars konar helgimyndum,
hafa átt mörg góð tónskáld og svo
framvegis. Ég er einmitt um þessar
mundir að vinna að undirbúningi
hátíðahalda nú í ár í tilefni af því
að þá hefur haldist órofínn friður
með Dönum og Rússum í 500 ár -
sem er mjög sérstakt í alþjóðlegu
samhengi. Nánustu grannar okkar
hafa annaðhvort hertekið okkur eins
og Þjóðveijar eða rænt kirkjur og
hallir og skipum eins og Svíar - en
það hafa Rússar aldrei gert.“
Hermóð kom í fyrsta sinn til ís-
lands árið 1930 og hann hefur alla
tíð haft mikil samskipti við íslend-
inga og átt marga íslenska vini.
„Já, ég var með í för þegar marg-
ir Danir og Skandínavar sigldu með
skipinu Helge Olav til íslands til að
taka þátt í hátíðahöldunum í tengsl-
um við þúsund ára afmæli Alþingis