Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.12.1993, Qupperneq 27
íslendinga á Þingvöllum árið 1930. Við lágum í tjaldi í rigningunni á Þingvöllum, og þarna var Kristján X. kominn og ég man að það gekk illa að finna danska fánann þegar átti að flagga, en ekki þann fær- eyska, þótt hann væri ólöglegur þá - og þetta var auðvitað lítt dulbúin sjálfstæðisyfirlýsing. En á Þingvöll- um kynntist ég Thor Thors, hann var formaður íslensku stúdentanna. Við hittumst svo næst í New York árið 1947, hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann varð mikill vinur minn, og skipti þá litlu að okkur Dönum fynd- ist oft fisklykt af því hvernig íslend- ingar greiddu atkvæði. Ég hitti líka Ólaf bróður hans og hef umgengist marga íslendinga í gegnum tíðina, en sá sem ég þekki best núna er Steingrímur Hermannsson fyrrver- andi forsætisráðherra. Við höfum oft hist og skrafað mikið saman og erum góðir vinir.“ íslendingum fyrirgefið - Hvar varst þú í flokki varðandi sjálfstæði íslendinga? „Jújú, ég var svo sem fylgjandi því, en fannst þið hegða ykkur and- skoti illa með því að notfæra ykkur að Danmörk væri hersetin. Þið hefð- uð vel getað beðið, og það eiga margir Danir erfitt með að fyrirgefa ykkur. En ég hef hins vegar alltaf sagt að svo lengi sem fyrsta erlenda tungumálið ,sem krakkar eru látnir læra í skóla er danska, fyrirgef ég íslendingum allt.“ - Finnst þér að íslendingar ættu að ganga í Efnahagsbandalag Evr- ópu? „Það er náttúrlega ekki mitt mál að segja til um það. Það verður hver þjóð að gera slíkt upp við sig, en ég held þó að það myndi borga sig fyrir ykkur til lengri tíma litið.“ - Heimurinn hefur breyst mikið á þessari öld, hver er mesta breytingin frá þínum bæjardyrum séð? „Já, það hefur margt breyst, ekki síst vegna hinna gífurlegu framfara í tækni og vísindum. Én það sem hefur í mínum augum skipt mestu máli fyrir líf fólks er tilkoma Samein- uðu þjóðanna og nú síðast RÖSE. Þetta eru bara ekki nægilega sterk- ar stofnanir' ennþá til að tryggja heimsfriðinn. Enn er mörgu ábóta- vant hjá SÞ, til díémis kosningafyrir- komulagið. Ef SÞ ætla sér að hafa virkileg áhrif og völd verður að efla raunverulegt lýðræði innan þeirra. Það er til dæmis ekki nokkur hæfa að atkvæði Kína, með yfír milljarð íbúa, skuli hafá sama vægi og at- kvæði landa með undir hundrað þús- und íbúa. En .það liggur í augum uppi að fyrir litlar þjóðir eins og Dani og íslendinga skiptir tilvist SÞ gífurlega miklu. Aður fyrr gátu stærri þjóðir gengið yfir þær litlu án þess að nokk- ur hreyfði hönd eða fót. Þegar ég var ungur var Danmörk til dæmis mjög undir náð Þýskalands komin. Og þegar svo mikið er talað um núna að ekki megi gefa frá sér sjálfsákvörðunarréttinn og allt það, vll ég vekja athygli á því að sjálfsá- kvörðunarrétturinn hefur aldrei ver- ið mikill í hinum stóru málum - hann hefur komist fyrir aftan á frí- merki eins og maður segir. Það er mikil vanhugsun að óttast að gefa frá sér sjálfsákvörðunarréttinn. Með því að leggja í púkk með stórum þjóðum fær maður meira í staðinn fyrir það sem maður leggur fram. Samvinna, aukin tengsi á sem flest- um sviðum milli þjóða.er af hinu góða, sérstaklega fyrir hinar smærri þjóðir." - En hefur maðurinn eitthvað breyst, erum við orðnar betri mann- eskjur? „Það er erfitt að segja. Jú, vissu- lega hefur orðið jákvæð þróun á ýmsum sviðum sem tengjast húm- anismanum og mannréttindi eru al- mennari og viðurkenndari en í upp- hafi aldarinnar. Á hinn bóginn eru skuggahliðarnar meira áberandi en áður. Allir þessir glæpir og maf- íustarfsemi og eiturlyíjaneysla - þetta þekktist ekki í gamla daga í þessum mæli. Það sem er mest ógn- vekjandi eru ekki endilega einstakir glæpir heldur hvurslags ástand þeir endurspegla. Þannig að ég treysti mér ekki til að segja til um hvort við séum orðin betri eða verri mann- eskjur." MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 B 27 - Hver hefur verið þín lífsfílósóf- ía? „Æ, það er alltof fínt að tala um eitthvað svoleiðis, það á ekki við mig.“ - Það er þó óhætt að kalla þig mann mikilla hugsjóna . .. „Já, það má alveg kalla mig hug- sjónamann, það hef ég verið í mörg ár. Og það má segja að þær hug- myndir sem lágu til grundvallar æskulýðsráðstefnunni hér í Kaup- mannahöfn árið 1921 séu uppistaðan í þeim hugsjónum sem ég hef barist fyrir síðan á einn eða annan hátt. Þær snúast fyrst og fremst um rétt- arfar. í gamla daga tíðkaðist sjálf- tekt hér í Danmörku, menn gerðu sjálfir upp sín mál, en smátt óg smátt komust á lög og réttur og menn leituðu til dómstólanna til að fá skorið úr ágreiningsmálum. Ég hef barist fyrir því að það sama gilti í samfélagi þjóðanna, að það væru lög milli landa á sama hátt og lög gilda í sérhveiju landi. En ég hef einnig haft áhuga á öðrum hlutum eins og leiklist og kvikmyndum. Ég skrifaði bók um ár mín í Rússlandi og tók einnig saman lítið kver um æskulýðsráð- stefnuna í Kristjánsborgarhölí árið 1921. Svo hef ég unnið talsvert með ýmsa hluti, lífshlaup og örlög ákveð- inna manna eins og Grefferifeldts og því þegar við misstum Skán, Blekinge og Halland í hendur Svía. En það hefur aðallega verið fyrir skúffuna eins og maður segir. Ef það ætti að klára þetta á viðunandi hátt þyrfti ég sjálfsagt hálfa ævi í viðbót." - Þannig að þú hefðir kannski orðið rithöfundur ef... ? „Það er aldrei að vita. Á vissum tíma hefði ég alveg getað orðið há- skólamaður. En það var einmitt þá sem ég var beðinn um að fara til Rússlands fyrir Nansen, og eftir það tók líf mitt þá stefnu sem það hefur fylgt allar götur síðan.“ Hugsunin óbrengluð ' - Hvernig hefurðu farið að því að verða svona gamall? „Það er erfitt að segja af hveiju ég er orðinn svona gamall eða hversu lengi ég á eftir að tóra. Það hafa ýmsir smákvillar verið að hrella mig öðru hvoru, en ekkert alvarlegt enn- þá. Fæturnir eru reyndar að mestu búnir að gefa sig, en það er allt í lagi á meðan hugsunin er nokkurn veginn óbrengluð. En áður en þetta verður eitthvað sérstakt þarf maður nú fyrst að ná hundrað árunum, er það ekki? Næst verð ég 99 ára ... Og úr þessu skiptir svo sem ekki máli hvort ég verð huridrað eða ekki.“ - Hefurðu lifað sem kallað er heilbrigðu lífi? „Ja, ég reykti nú aldrei mikið og hef alla tíð forðast sterk vín, en þótt ágætt að drekka léttvín og bjór.“ - En ástæðan fyrir þessum háa aldri er kanpski sú, að þú hefur allt- af haft svo mikið að lifa fyrir? „Já, það hef ég og það hefur ör- ugglega skipt máli. Ég er viss um að hefði ég ekkert haft að starfa þá væri ég fyrir löngu vistaður í Veste r- k i rkj u garð i. “ Hermóð kvæntist Helen Sobolev í Rússlandi í maí 1924. Þeim varð ekki barna auðið og hún lést árið 1938. Hermóð hefur ekki kvænst síðan - er hann þá það sem kallað er einnar konu maður? „Já, ég hef ekki haft tíma fyrir fleiri." - Saknarðu þess ekki að hafa ekki átt nein börn? „Jú, það getur vel verið, en það er ekki hægt að fást um það. Og eins og ég segi, ég hef alltaf verið svo upptekinn og á þeytingi út um allar trissur." - Það má þá kannski segja að þú hafir fyrst og fremst lifað opinberu lífi og litlu einkalífi... „Já, það er alveg rétt. í vissum skilningi hef ég ekki átt neitt einka- líf. En ég get alls ekki farið að sýta það, því ég hef verið svo heppinn að hafa fengið að taka virkan þátt í því starfi sem skipt hefur mannkyn- ið mestu á þessari öld. Það er fyrst núna síðasta árið, að ég sit hér og kemst ekkert og verð að afþakka pent þegar mér er boðið eitthvert, hvort sem það er innanlands eða utan.“ Fákafeni 9 ■ Sími 684014 Erum einnig í Kringlunni. K v-fc i—J pa UJ8 H8 08 TI C/0 Hótel- rekstrarnám í Sviss □ 2ja ára háskólanám sem lýkur með próf- skírteini. Háskólagráða (Sviss/Bandaríkin). (1 ár í Sviss/ 1 ár í Bandaríkjunum). Svissnesk/bandarísk háskólagráða (7-8 annir). Framhaldsnám sem lýkur með prófskír- teini (1 ár). □ □ Stærsta leikfanga- verslun landsins Færum fjör i leikinn LEIKFÖNG Bók þessi er byggð á viðfangsmiklum rannsóknum geðlæknis á dáleiðslu fólks sem á ólíkan hátt greinirfrá ótrúlegri reynslu sinni af fyrri lífum. í Ijósi þessarar reynslu skýrir höfundurinn kenningar sínar um endurholdgun og lífið á milli lífa. Jík BÓKAKLÚBBUR BIRTINGS • 62 77 00 Öll kennsla fer fram á ensku. HOTEL CONSULT SHCC COLLEGES, CH-1897 Le Bouveret, Sviss. Sími (+41) 25 81 38 62 eða 81 30 51. Fax. (+41) 25 81 36 50. Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 Islenslet 'f>.V £é tt-skjáfcax ó tölvuna - jó, taklc! Nú geta allir notað tölvurnar sínar sem faxtæki, bæði til sendinga og móttöku yfir símalínu. Við kynnum nýjan íslenskan hugbúnað fyrir Windows: Létt-skjófax fyrir ein- menningstölvur (mótald innifalið). Þú getur sparað þér kaup ó sérstöku faxtæki og sent beint af tölvunni. Þú getur unnið ú tölvuna þó Létt- skjófaxið sé að taka ú móti sendingu. Tæknival Dúkkuvagnar Margar stæröir og geröir Kynningarverð á hugbúnaði og mótaldi fyrir 1 notanda kr. 29.900,- og fyrir allt að 5 notendur kr. 59.500,-. Verð er staðgreiðsluverð og með Vsk. Þú getur látið tölvuna um að senda faxbréf á stóra sem smáa hópa. Kynntu þér möguleikana nónar! Gott úrval af dúkkum Fótstignir og rafdrifnir bílar Fjölbreytt úrval fjarstýrðra bíla VEdES m Dúkkukerrur í miklu úrvali Ma cDonalb’s 1 Fákafen VEDES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.