Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 34
84 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
DRAUMALAND
PÁLS HANNESSONAR ER
GUYANA
Þó að það sé varla að finna þann
útkjájka á jörðu hér að þar sé
ekki íslending að finna, verður
að segjast eins og er, að nafnið
Guyana fer ekki hátt í þeirri
umræðu. Þeir eru raunar margir
í hinu upplýsta þjóðfélagi á Is-
landi sem hafa enga hugmynd
um hvar á hnettinum Guyana er.
Það skal upplýst hér, að Guyana
er í Suður Ameríku norðan-
verðri, á landamæri að Venezu-
ela, Brasilíu og Surinam. Og
Guyana á að minnsta kosti einn
hérlendan aðdáanda, því landið
er draumaland Páls Hannessonar
fyrrverandi tollfulltrúa.
Undirrótin og kveikjan að áhuga
mínum á þessu framandi landi
var sú, að' í fombókaverslun rakst
ég á bókina „British Guyana" eftir
Raymond Swith, endurprentun frá
Oxford University Press. Upphafleg
hugmyndatengsl og geðhrif mín til
landsins beindust að þáverandi leið-
togi Guyana, Forbes Burnham,
Hann var löglærður frá breskum
háskóla og lést árið 1985. Hann
var tollvörður í Bretlandi á stríðsár-
unum, en ég á sama tíma tollvörður
heima á íslandi. Þess vegna skrif-
aði ég honum bréf árið 1966 og
gaf honum atferlisskýrslu um mína
persónu, með því fororði að ég hefði
áhuga á því að gerast konsúll fyrir
land hans á íslandi, síðar meir, sem
fyrrverandi kollegi. Það áttum við
sameiginlegt. Bumham lét þegar
fastafulltrúa sinn í utanríkisráðu-
neytinu svara mér á þann veg að
það gæti vel komið til greina að
útnefna mig sem heiðurskonsúl, það
mætti ég bóka þótt síðar yrði. Land-
ið var bresk nýlenda þar til árið
1970 að það sleit nýlendusamband-
inu og varð yfirlýst samvinnulýð-
veldi eins og þeir kölluðu það. Að
viðmiðun við íslenskt þjóðfélag em
Guyanamenn kannski einskonar
framsóknarmenn," segir Páll.
Páll heldur áfram og lýsir landi
og þjóð: „Þetta hitabeltisland er
ægifagurt, magnþmngið og töfr-
ky,.._
VENESUE
SUÐUR
AMERIKA
Páll Hannesson
andi með heillandi og margbrotnu
fólki og miklum víðáttum. Það býr
yfír dýrmætari og fjölbreyttari sögu
heldur en flestum er kunn. íbúar
landsins em innan við milljón og í
höfuðborginni Georgetown búa að-
eins 200.000 manns. Borgin er víð-
fræg fyrir sín breiðu stræti, nátt-
úrasögusöfn og fagra og skipulega
grasagarða. Þá er Guyana eina land
Suður Ameríku þar sem aðaltungu-
málið er enska og er landið þó oft
nefnt „Land hinna sex þjóða“, sem
em Ameríkuindjánar, Englending-
ar, Afríkunegrar, Austur-Indverjar,
Portúgalar og Kínveijar. Þjóðin
semur sig að evrópskum lifnaðar-
háttum. Landið er að mestu skógi
vaxið nema rétt með ströndinni þar
sém þéttbýlið er mest. Auðlindimar
em mikið magn af báxíti, gulli og
demöntum, einnig rækta lands-
menn mikið hrísgijón og sykur.“
Og Páll klykkir út með þessum
orðum: „Þetta land hefur semsagt
verið mitt draumaland í 20 ár, og
þangað verð ég að fara einhvem
tíman áður en ég er allur.“
ÚR MYNDASAFNINU...
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
AJOLUM
Þótt jólahald landsmanna taki
breytingum eftir tíðarandan-
um er þó margt sem verið hefur í
föstum skorðum um
langt árabil. Ein af þeim
hefðbundnu athöfnum
sem minna Reykvíkinga
á að jólin nálgast er þeg-
ar kveikt er á jólatrénu
við Austurvöll. Annað
óbrigðult tákn jálahátíð-
arinnar er koma jóla-
sveinanna í bæinn og
litlu jól bamanna er fast-
ur liður í jólahaldinu. í Reykjavíkur-
höfn skrýðast skipin jólaljósum og
þannig mætti lengi telja. Jólin eru
nú á næsta leiti og af því tilefni
birtum við svipmyndir úr bænum,
en myndirnar em teknar á mismun-
andi tímum. Sú elsta er frá árinu
1952 og sýnir börn
halda litlu jólin hátíðleg,
en því miður tókst okkur
ekki að grafa upp hvar
myndin var tekin.
Yngsta myndin er hins
vegar frá árinu 1985 og
sýnir okkur að jólasvein-
ar nota hin ýmsu farar-
tæki til að komast leiðar
sinnar um bæinn, í
þessu tilfelli hefur hann fengið far
með hjólreiðamanni í miðbænum.
Annars skýra myndirnar sig að
mestu sjálfar.
Jólasveinninn tekur sér far með hjólreiðamanni á ferð sinni um
bæinn.
i
ÉG HEITI
. NIKULÁS NIKULÁSSON
NIKULÁS biskup í Myru í
Litlu-Asíu er fyrirmynd jóla-
sveinsins sem gefur gjafir og
gleður börnin á jólunum. Er-
Iendis er jólasveinninn gjarn-
an kallaður Saint Nicklaus,
stytt í Santa Claus. Samkvæmt
bókinni Nöfn íslendinga þekk-
ist nafnið Nikulás hér á landi
allt frá 12. öld og fyrsti íslend-
ingurinn sem vitað er til að
hafi borið það var Nikulás
ábóti á Munkaþverá, dáinn
1159.
Iþjóðskrá 1989 bar 61 karl
Nikulásarnafnið, þar af 20
sem hétu því að síðara nafni.
Nokkuð hefur dregið úr vinsæld-
um nafnsins, því í manntalinu
1703, þegar þjóðin taldi aðeins
tæpan fimmtung þess sem hún
er í dag, vom skráðir 122 Niku-
lásar.
Nafnið er grískt að uppmna
og merkir eiginlega „sigurvegari
þjóða“. Nikulásarmessa er haldin
6. desember í minningu Niku-
lásar biskups og þá birtist jóla-
sveinninn góðlegi um allan heim,
boðberi gleði, gjafa og góðvildar.
Það má því segja að heilagur
Nikulás beri nafn með rentu.
Einn Nikulás Nikulásson, án
millinafns, er í þjóðskránni og
er hann á 4. aldursári. Faðir
hans, Nikulás Einarsson, er einn
Nikulás Nikulásson
þriggja systkinasona sem heita
í höfuð afa síns, Nikulásar Frið-
rikssonar rafveitustjóra.
Nikulás Einarsson segir konu
sína hafa ráðið því að yngsti
sonurinn og fjórða bam þeirra
hjóna heitir Nikulás. „Það er al-
gengt hjá konum, þegar þeim
fínnst nóg komið af bömum, að
láta það yngsta heita eftir paþb-
anum!“
MEISTARAKOKKARNIR
ÓSKAR OGINGVAR
Meistarakokkar Morgunblaðsins
og Rásar 2, þeir Óskar og
Ingvar á Argentínu, em á hátíðar-
buxunum að þessu sinni eins og sjá
má á eftirfarandi. Þeir bjóða upp á
fjórréttað þar sem fordrykkurinn
er jólaglögg og síðan rekur hver
gersemin aðra. Gjörið þið svo vel:
Jólaglögg mat-
reiöslumeistarans
Fyrir 4
1 flaska rauðvín (750 ml)
'h bolli púrtvín eða koníak
1 stk. appelsína
'h bolli rúsínur
5 stk. negulnaglar
'h bolli púðursykur
1 stk. kanilstöng
'h, heslihnetur
Negulnaglar, kanilstöngin, púð-
ursykurinn og hneturnar soðið í litlu
vatni í 15 mfnútur. Þá er appelsínan
skorin í sneiðar og henni bætt út í
ásamt rúsínum, rauðvíninu, púrt-
víninu eða koníakinu. Hitað uns
verður vel volgt, en athugið að vín-
ið má ekki sjóða nema fyrir þá sem
vilja losna við alkóhólið.
Fylltar paprikur
2 stk. meðalstórar paprikur
1 stk. Camembert
1 dós kotasæla
3 msk. sýrður rjómi
3 blöð matarlím
Endinn er skorinn úr paprikunum
og kjaminn hreinsaður innan úr.
Camembert er maukaður í blandara
ásamt sýrða ijómanum. Þá er
kostasælunni hrært saman við.
Matarlímið er bleytt í köldu vatni
og brætt yfir hita og hrært saman •
við með sleif. Paprikurnar em þá
fylltar með blöndunniog látnar
standa í kæli í 2-3 tíma.
Meðlæti: Borið fram með kexi,
ávöxtum og rifsbeijahlaupi. Þessi
réttur er upplagður með jólaglögg-
inu.
Kalkúnapotfréttur
Fyrir 4
800 gr kalkúnaafgangar
1 stk. laukur, saxaður
'h dós aprikósur
'h I brún sósa
1 stk. grænt epli
1 stk. mandarína
Kalkúnakjötið er rifíð. Laukur
og kalkúnn steiktir saman í potti,
upp úr litlu smjöri. Þá er sósunni
bætt í og látið sjóða í 2-3 mínút-
ur. Að lokum er eplið skorið smátt
og mandarínan rifin í báta og bætt
í ásamt aprikósunum. Borið fram
með nýju brauði.
Sítrónufrómas
Fyrir 4
70 gr flórsykur
3 stk. eggjarauður
_____________i egg___________
'h I rjómi
4 blöð matarlím
safi úr 1 —2 sítrónum eftir stærð.
Flórsykurinn, eggið og eggja-
rauðumar er þeytt saman uns
blandan verður létt og ljós. Þá er
ijóminn þeyttur og honum bætt í
með sleif. Matarlímið er bleytt upp
í köldu vatni og brætt í helmingnum
af sítrónusafanum, hrært saman
við með sleif. Sett í skál og látið
stífna. ATH! Betra er að nota minna
af sítrónusafanum í lögunina en
bæta frekar safa í frómasinn eftir
smekk strax eftir að matarlímið er
komið út í.
H-