Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 36

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 36
 36 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Hafsteinn Jóhannsson kafari og siglingakappi er maður sem lifir lífinu eins og hann vill og lætur engan segja sér fyrir verkum, stendur fastur á sínu og óttast hvorki ofsa úthafsins né átök við yfirvöld. Hann var fyrirferðarmikill villingur í bernsku en lærði síðar köfun og gat sér síðar frægðarorð sem helsti bjargvættur fiskiskipa á íslandsmiðum og var ætíð skjótur á vettvang á Eldingunni. Hafsteinn hefur siglt víða um úfin höf á nýrri Eldingu og vann fyrir nokkru það fáheyrða afrek að sigla einn umhverfis hnöttinn á heimasmíðaðri skútu án þess að hafa nokkurs staðar viðkomu á leiðinni. í nærri fimm mánuði sá hann hvergi til lands og hafði ekki samskipti við nokkra lifandi veru, nema sævardýr og fugla himinsins. Hafsteinn á Eldingunni er fjörmikil og ógleymanleg lýsing af sterkum og sérstæðum einstaklingi sem mætir hverri mannraun af djörfung og siglir ótrauður sinn sjó - einn á báti umhverfis hnöttinn. IÐUNN m gae Hafsteinn á Eldingunni -Einn á báti umhverfis hnöttinn : • «* 'j’ 4» Eldhylur Eldhylur er fyrsta ljóðabók þjóðskáldsins Hannesar Péturssonar í áratug, bók sem geymir myndauðug og margræð Ijóð þar sem ógnin býr undir; þetta er skáldskapur sprottinn úr reynslu og skynjun skálds sem tengt er náttúru, sögu og umhverfi nánum böndum; máttug ljóð þar sem hvert orð vegur þungt; bók sem verður ljóðunnendum hugstæð. IÐUNN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.