Morgunblaðið - 09.02.1994, Side 9

Morgunblaðið - 09.02.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994 9 Fatnaður ný sending ^ KYUSO □ness' ■ DriCTMtirml Þar sem rbLOin Pl m vandlátir Kirkjuhvoli • sími 20160 LjLJHJ Versla. Spariskírteini til 5 ára: 4,98% raunvextir Spariskírteini til 10 ára: 4,99% raunvextir Það er ekkert sem kemur í stað eldri spariskírteina -nema ný spariskírteini. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, sími 91-62 60 40 Nú eru spariskírteini í 1. fl.D 1989 til innlausnar. Haltu áfram á öruggri braut og fáðu þér ný spariskírteinLmeð.sérstökum skiptikjörum í stað þeirra eldri. Þannig tryggir þú þér bestu raunvexti sem ríkissjóður býður í dag. Taktu aftur jafn trausta ákvörðun og þú tókst fyrir fimm árum og tryggðu þér ný spariskírteini með skiptikjörum hjá Seðlabanka Islands og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa. Þú getur einnig fengið ný spariskírteini með skiptikjörum hjá bönkum, sparisjóðum og helstu verðbréfamiðlurum. Viðskiptakjör og lífsafkoma Afkoma landsmanna ræðst að drjúgum hluta af viðskiptakjörum við umheiminn, enda flytjum við út hátt hlutfall lands- framleiðslu — og inn drjúgan hluta meintra lífsnauðsynja. Þau fyrirbæri sem skammstafanirnar EES og GATT standa fyrir skipta því framtíð okkar ríkulegu máli. Áhrif á íslenzkt efnahagslíf Jón Steindór Valdi- marsson fjallar um EES og GATT í íslenzkum iðnaði, fréttabréfi Sam- taka iðnaðarins, og segir m.a.: „Nýliðin áramót eru að mörgu leyti merki- legri en önnur fyrir ís- lenzkt atvinnulíf. Þar kemur einkum tvennt til. Aniiars vegar - er það gildistaka samningsins um hið Evrópska efna- hagssvæði — EES, hins vegar lyktir Urúgvæ-lot- unnar innan Hins al- menna samkomulags um tolla og viðskipti — GATT. Báðir þessir samningar eiga eftir að hafa mikil áhrif á ís- lenzkt atvimiu- og efna- hagslíf þegai' fram líða stundir, á því leikur eng- inn vafi...“ GATT ,.í tengslum við Úrú- gvæ-lotuna var reynt að leggja mat á hver áhrifin yrðu á umfang heimsvið- skipta. Niðurstaðan varð sú að þau gætu aukizt um allt að 70.000 millj- arða næstu tíu árin. Þessi auknu umsvif verða til þess að örva hagvöxt og skapa atvinnu. Þetta kemur íslenzku atvinnu- lífi auðvitað til góða. Auk hinna óbeinu áhrifa af GATT-sammngunum munu Islendingar einna lielzt verða varir við tollalækkanir á fiski, vél- um og tækjum til fisk- vinnslu sem kemur von- andi íslenzkum iðnfyrir- tækjum til góða. Hitt meginatriðið sem hefur bein áhrif eru ákvæðin um afnám innflutnings- hindrana við innflutning landbúnaðarafurða. Enn er ekki fullljóst hvemig þetta verður í fram- kvæmd en í öllu falli er ijóst að þessi innflutning- ur mun hafa talsverð áhrif á starfsumhverfi íslenzks matvælaiðnaðar sem byggist að miklu leyti á landbúnaðaraf- urðum sem hefur verið bannað að flylja til lands- ins.“ EES „EES-samningurinn liefur sömideiðis bæði bein og óbein áhrif. Fyrir iðnaðinn verða hin beinu álirif ekki svo áþreifan- leg enda hefm- hann búið við fríverzlun um margra ára skeið. Hin óbeinu áhrif em mikilvægari fyrir iðnaðinn og má þar nefna virkar samkeppn- isreglur, aðlögun starfs- skilyrða hérlendis að starfsskilyrðum erlendra keppinauta. Einnig mætti nefna reglur um frjálsa flutninga fjár- magns og aukið frelsi til fjárfestingar erlendra aðila í íslenzku atvinnu- lífi. Því má svo ekki gleyma að með EES- samningnum er Island hluti af stærsta markaðs- svæði heims. Þai' búa um 270 milljónir manna og um % allrar heimsverzl- unar em í höndum þess. Evrópska efnahagssvæð- ið er talsvert umfangs- meira en NAFTA-svæðið í Norður-Ameríku, hvort sem litið er til íbúafjölda, inn- eða útflutnings. Þá standa saulján ríki að EES-samningnum en þijú að NAFTA.“ EFTA Jón Sigurðsson, Is- lenzka jámblendifélag- inu, segir m.a. í sama blaði: „Menn fárast nú yfir atvinnuleysi, sem þjóðin hefur að hluta til keypt sig frá með stöðugri skuldasöfnun á þriðja áratug, en leita ekki svara við spurningunni, hvers vegna sú þróun varð ekki, sem menn efndu til um 1970 og átti að geta hleypt vexti i útflutnings- og sam- keppnisiðnað [þ.e. með EFTA og tollahlunnind- um á Evrópumarkaðij. Vönduð greining á þeim víxlsporum, sem á þessum áratugum hafa verið stigin og leitt til núverandi stöðu, er ómissandi til að varða leiðina út úr þeim ógöngfum til betri tíma. Þótt sú úttekt liggi ekki fyrir, má fuUyrða, að útflutnings- og sam- keppnisiðnaður, ferða- þjónusta, útflutningur þekkingargreina eða fullvinnsla sjávarafla, verða þá fyrst kröftugar vaxtargreinar, þegar vandamál sambýlis þeirra við sjávarútveg Iiafa verið leyst...“ Málþing Morfís í kvöld í MH MÁLFUNDAFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð efnir til málþings um stöðu og stefnu Mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskóla á íslandi í kvöld, miðvikudag 9. febrúar, kl. 20 í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamra- hlíð. Framsögu flytja Bjarki Már Karlsson, einn af stofnendum Morfís, Helgi Hjörvar, Stefán Pálsson og Magnús Einarsson. Á efth- verða opnar umræður. Ástæðan fyrir þessu málþingi, sem er haldin án aðildar fram- kvæmdastjórnar Morfís, er sú að mikill titringur og hiti hefur verið í mönnum hvað varðar skipulag, dómgæslu og margt fleira tengt framgangi keppninnar. Æskijegt er að sem flest ræðulið og rrtál- fundafélög sjái sér fært um að mæta og taki virkan þátt í umræð- unum sem og allir þeir sem á ein- hvern hátt eru viðriðnir keppnina. Aðgangur er öllum opin. SPARISKIRTEINI RIKISSJOÐS 1. FL. D 1989? Þann 10. febrúar nk. er gjalddagi finnn ára spariskírteina í 1. flokki D 1989. Ráðgjafar VÍB veita eigendum bréfanna ókeypis ráðgjöf við áframhaldandi ávöxtun spariíjárins. I boði eru meðal annars eftirfarandi verðbréf: • NÝ SPARISKÍRTEINI MEÐ SKIPTIUPPBÓT • SPEGILSJÓÐIR VÍB • ERLENDIR VERÐBRÉFASJÓÐIR J AMES CAPEL Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um gjalddaga spariskírteina og ávöxtun sparifjár. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • L „ft,; Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Sími; 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26. i j I J í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.