Morgunblaðið - 09.02.1994, Page 13

Morgunblaðið - 09.02.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 13 Lífróður gegn atvinnuleysi eftir Sigurð T. Sigurðsson Undanfarnar vikur hefur varla liðið sá dagur að fjölmiðlar hafi ekki birt viðtöl við ráðherra eða vitnað til ummæla þeirra um brýna nauðsyn þess að bæta atvinnu- ^ ástandið í landinu og hvað þeir ætli sér að gera fyrir þá sem verða að draga fram lífið á atvinnuleysis- bótum. Haft er eftir Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra að stjórnvöld rói lífróður gegn atvinnuleysinu, Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- ráðherra talar um nauðsyn ný- sköpunar í atvinnulífínu og Davíð Oddsson forsætisráðherra fullviss- ar íslensku þjóðina um að allt verði gert til að bæta atvinnuástandið. Aðrir ráðherrar hafa á lofti keim- líkar fullyrðingar. Ekki vantar að stórar fullyrð- ingar og loforð um aðgerðir gegn ríkjandi atvinnuleysi hafi komið frá öllum ráðherrum núverandi ríkisstjórnar, en lítið hefur orðið um efndir, þó svo að hérlendis séu þúsundir atvinnutækifæra ef þeir vilja nýta þau og hætta að láta sérhagsmunagróða fámennings- hópa ráða ferðinni. Ég ætla hér á eftir að benda stjórnvöldum á margs konar möguleika til að útrýma atvinnu- leysinu úr landinu og létta þeim þar með þann lífróður gegn at- vinnuleysi, sem þau auðsjáanlega hafa ekki burði til að standa í. Fullvinnsla fisks hér heima í stað þess að flytja fiskinn óunninn frá landinu, má auðveld- lega fullvinna hann hér innanlands í stórauknum mæli. Fisk veiddan í íslenskri fiskveiðilandhelgi á að bjóða til sölu á íslenskum fisk- mörkuðum og útflutningur ein- ungis heimilaður á umframhrá- efni. Það á skipulagt að fækka frysti- togurum og minnka þannig veiðar þeirra á hefðbundnum miðum á grunnslóð, en leggja þess meiri áherslu á náttúruvæn veiðarfæri, s.s. handfæri og línu. Sé rétt á málum haldið er þarna um að ræða a.m.k. 3.Ó00-3.500 viðbóta- störf, þar af 1.800-2.000 á þessu ári. Skipasmíði og viðgerðir í stað þess að láta útlendinga smíða og gera við skipin okkar er hægt að sinna þeirri vinnu hér heima. Fái íslenskur skipasmíða- iðnaður að sitja við sama borð og erlend skipasmíði mun hann fljót- lega verða samkeppnisfær hvað verð snertir. Um gæðin þarf ekki að efast. í lok þessarar aldar gæti fjölgun manna í járniðnaði numið 2-3 þúsund störfum. Stálbræðsla í stað þess að flytja brotajárn óunnið héðan frá landinu til vinnslu erlendis eins og nú er gert á að vinna það hér heima. Sam- kvæmt áliti erlendra sérfræðinga er stálbræðslan fyrir sunnan Hafn- arfjörð af haghvæmri stærð og vandalítið að reka hana með hagn- aði ef hún er keyrð á fullum af- köstum. Það voru því meiri háttar mistök af hálfu stjórnvalda að beita ekki áhrifum sínum til að samningar næðust við ítölsku aðilana sem voru hér á landi fyrir skömmu, en þeir vildu kaupa og gangsetja verksmiðjuna. Því miður virðist sem stjórnvöld hafi engan áhuga á rekstri verk- smiðjunnar og nýtingu á þeirri miklu umframorku sem til er í landinu. Þau virðast frekar kjósa þann kost að verksmiðjan verði rifin niður og seld í pörtum úr landi fyrir slikk og láta síðan fólk á atvinnuleysisbótum greiða fyrir mistökin. í fullum rekstri myndi stálbræðslan skapa 40-50 ný at- vinnutækifæri strax og hún færi í gang. Niðursuða Það vantar mikið á að markaðir okkar erlendis fyrir niðursoðnar afurðir séu fullnýttir. Nú þegar getum við selt mikið meira magn af rækju en nú er gert. Með lítilli fyrirhöfn og eðlilegri fjánnagnsfyrirgreiðslu væri hægt að gangsetja niðursuðuverk- smiðju, sem er með þann búnað og tæki sem til þar. Þetta er nið- ursuðuverksmiðja við Vesturgötu 15-17 í Hafnarfirði, sem Norður- stjarnan hf. starfrækti þar árum saman. Með fullum afköstum í niðurs- uðu á rækju og lifur, með loðnu- frystingu sem aukagetu, myndu starfa þarna yfir 40 manns. Ný fyrirtæki Með skynsamlegri fyrirgreiðslu lánastofnana og opinberra sjóða við nýjungar í atvinnulífinu væri hægt að skapa hundruð nýrra at- vinnutækifæra. Þetta er því miður sjaldan gert á þann hátt sem eðlilegast væri, því að flokkspólitík er að öðru jöfnu látin sitjá í fyrirrúmi og þá er meira farið eftir ættartengslum og flokkslínum heldur en köldu mati á staðreyndum. Þess vegna eru frábærar hugmyndir að nýjum atvinnutækifærum oft látnar mæta afgangi eða drepnar í fæð- ingu, nema að þeir sem koma þeim á framfæri séu af réttu sauðahúsi. Það er hægt að benda á fjöl- mörg ný fyrirtæki sem eiga undir högg að sækja með fjármagn úr opinberum sjóðum þó svo að fyrir- sjáanlegt sé að rekstur þeirra yrði arðvænlegur og þau myndu skapa fjölmörg atvinnutækifæri ef þau kæmust á laggirnar. Því miður virðist mun auðveldara að fá slíka fyrirgreiðslu út á flokksskírteini og ættartengsl en snjallar hug- myndir. Iðnlánasjóður Það er eftirtektarvert miðað við yfirlýsingar stjórnvalda um „lág- vaxtastefnu" að Iðnlánasjóður skuli komast upp með að krefjast 7% vaxta af fjármagni til upp- byggingar atvinnulífs í landinu. A sama tíma hótar forsætisráðherra bankastjórum ríkisbankanna brottrekstri fyrir sama glæp. Eitt- hvað hefur þeim fipast áralagið í lífróðrinum eða kannske þeir rói aðeins á annað borðið. Tollalækkanir á hráefni Með lækkun eða niðurfellingu á tollum á innfluttu hráefni sem ís- lenskur iðnaður byggir framleiðslu sína á yrði hann í fjölmörgum greinum samkeppnisfær við er- lenda keppinauta. Þetta myndi skapa það mörg störf til viðbótar við þau sem búið er að geta um að hægt væri að útrýma atvinnu- leysi frá dyrum launafólks á ís- landi næstu áratugina. Loforð og efndir íslenskt verkafólk er búið að fá nóg af fögrum loforðum frá núver- „Ég ætla hér á eftir að benda stjómvöldum á margs konar möguleika til að útrýma atvinnu- leysinu úr landinu og létta þeim þar með þann lífróður gegn at- vinnuleysi, sem þau auðsjáanlega hafa ekki burði til að standa í.“ andi stjórnvöldum og bíður eftir því að við þau verði staðið. Visual Basic námskeið Alþingismenn! Ef þið viljið að þjóðin taki mark á ykkur þá hætt- ið þessu orðaskaki. Framkvæmið heldur eitthvað af fögru loforðun- um sem þið gáfuð fyrir síðustu kosningar og sýnið að þið séuð í raun að róa lífróður gegn atvinnu- leysi. Að öðrum kosti skulið þið segja af ykkur og sækja um at- vinnuleysisbætur, sem eru að með- altali um 31 þúsund krónur á mánuði, svo þið kynnist sjáflir þeim kjörum sem þið ætlið öðrum. Höfundur erformaður Verkamannafélagsins Hlifar, Hafnarfirði. Sigurður T. Sigurðsson Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 mm ELANTRA glæsilegur bíll á góðu verði '94 árgerðin af Elantra er enn veglegri og öflugri en áður. Bíllinn er búinn 1,8 lítra og 126 hestafla vél sem skilar bílnunr góðri snerpu hvort sem gírkassinn er beinskiptur eða sjálfskiptur. Elantra er 4,36 m á lengd og 1,7 m á breidd. Verðfrá 1.295.000 kr. vökva og veltistýri rafdrifnar rúður samlæsing rafdrifnir speglar tölvustýrt útvarp og segulband 4 hátalarar Þið fáið negld vetrardekk, og sumardekkin í skottið - án aukakostnaðar útfebrúar HYUnDHI ...tíl framtíðar USMíGr ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.