Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994 19 íslenskur fiskur á Frakklandsmarkaði Lágmarks- verð skipt- ir litlu máli LÁGMARKSVERÐ á innfluttum fiski í Frakklandi, sem samið var um í kjölfar mótmæla sjómanna í síðustu viku, hefur óveruleg áhrif á íslenskan fisk, að sögn Elísabetar Oskarsdóttur, starfsmanns fisk- sölufyrirtækisins Uni Peche í Bou- logne-Sur-Mer. Elísabet segir að af þeim fiski sem íslendingar hafi flutt til Frakklands taki lágmarksverðið til ufsa og þorsks en vegna þess hversu lítið magn sé um að ræða skapi þetta ekki vand- ræði fyrir franska inrfflytjendur ís- lensks fisks. Ufsi hafi verið gerður svo til útlægur úr Frakklandi vegna lágra verða og þorskur sé aðallega seldur á Bretlandsmarkað. Elísabet segir ástandið að komast í eðlilegt horf smám saman, sjómenn séu ekki beint ánægðir með sam- komulagið sem gert var en þeit' sætti sig við það engu að síður. Hún segir sjómenn á Bretagne-skaga þó mun heitari, þar sé efnahagsvandinn mun stærri og forsprakkar æsingamanna duglegri en annars staðar í Frakk- landi. ----♦ ♦ ♦--- Liðin tíð að skepnur fái úrgangskjöt BRYNJÓLFUR Sandholt segir að úrgangskjöt af varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið notað sem skepnufóður á Suð- urnesjum í mörg ár eins og Hauk- ur Hjaltason heldur fram í Morg- unblaðinu í gær. Biynjólfur segir að í eina tíð hafi verið leyft að taka úrgang frá hótel- um, þ.á m. frá vellinum, og um það hafi verið sett sérstök reglugérð. Hún sagði til um ákveðna hitameðhöndlun kjötúrgangs áður en hann yrði gefinn skepnum. „Þá komu menn sér upp aðstöðu, þetta var viðurkennt og fylgst með því en í fleiri ár hefur þetta ekki verið gert vegna þess að það borgaði sig ekki, hitameðferðin var það kostnaðarsöm," segir Biynj- ólfur. Brynjólfur segir að ef það viðgang- ist að skepnur fái úrgangskjöt af varnarsvæðinu þá sé það brot á regl- um og gerist án hans vitundar. PAVlGRES Sterkar og lódýrar flísar ÁLFAÐORG í? KNARRARVOGI 4 « S 686755 Alinnréttingar STANDIX Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda. sýningarklefa o.mfl. CíKSÍ&Sl Faxafeni 12. Sími 38 000 KRAK NAFN Litið myndina með ykkar eigin litum, merkið hana og sendið til Morgunblaðsins. Nöfn 90 krakka verða dregin úr innsendum myndum og fá þau öll miða á bíómyndina Frelsum Willy sem sýnd er í Sam-bíóunum um þessar mundir. Einnig fá vinningshafar bol og blýant merktan Willy. Þá verða valdar úr nokkrar vel litaðar myndir sem verða birtar í Myndasögum Moggans. Utanáskriftin er: Morgunblabib - Frelsum Willy Kringlunni 1-103 Reykjavík C Ó f> A SKEMMTUN ALDUR HEIMILI SIMI POSTNR. STAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.