Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994 39 Söngurinn frá Taizé Frá Tómasi Sveinssyni: UNDANFARIN misseri hefur kvöldsöngur með Taizé-lagi verið iðkaður reglulega í Háteigskirkju á fimmtudagskvöldum kl. 21 og í Seltjarnarneskirkju á þriðjudögum kl. 20.30. Mér finnst tímabært að gera örlitla grein fyrir hvaðan þetta kemur og þeim hugmynnum, sem að baki búa. Fyrir rúmum aldarfjórðungi fóru nokkiir íslenskir guðfræðinemar til Taizé og kynntust bænalífi bræðr- anna þar, fluttu hingað hugmyndir og að hætti Taizé-bræðra voru tíða- gjörðir fluttar í Háteigskirkju í sam- vinnu við sr. Arngrím Jónsson um árabil. Fyrir nokkrum árum bárust ný lög frá Taizé til Hveragerðis um hendur sr. Tómasar Guðmundsson- ar. Þaðan hefur þetta breiðst út um landið og svo hafa ýmsir kynnst þessum bænasöng á erlendri grund og hrifist, flutt með sér nýja söngva. Bræðurnir í Taizé eru þekktir innan kirkjunnar, þeim hefur orðið vel ágengt í starfi sínu og hafa mikil áhrif. Þeir leggja mikla áherslu á það, sem sameinar kristna menn. Bræðurnir Taizé er lítið þorp, hálffalið milli hæða í austurhluta Frakklands skammt frá bænum Cluny. Þar hefur samkirkulegt bræðrafélag starfað frá árinu 1940. Kjarninn í tilveru bræðranna eru þtjár dagleg- ar bænaguðsþjónustur. Nú heim- sækir Taizé íjöldi fólks, ólíkrar lífs- reynslu, á öllum aldri og alls staðar að úr heiminum til þess að lifa um stund með bræðrunum í bæn og íhugun. Bróðir Roger kom í fyrsta skipti Vegna myndarinn- ar Bóndi er bústólpi Frá Helgu Brekkan: AÐ GEFNU tilefni vil ég taka það fram að með gerð þessarar myndar var ekki ætlunin að sverta íslenska bændur, síður en svo. Hlutur minn í þessari mynd var sá að ég var beðin af Helga Felixsyni að vinna að efnisöflun um efnið landbúnað- arkerfið. Mér skildist við lestur efn- is og af viðtölum að vandamálið virtist vera miðstýring sem margir bændur lýstu óánægju sinni með, svo og markaðsmálin. Ég vona að Sjónvarpið haldi áfram að vera opið fyrir gagnrýnum myndum cg að fleiri fái að komast að því af nógu er að taka í íslensku þjóðfélagi. Má þar til dæmis nefna Kolkrabbann sem gera mætti heila þáttaröð um. Spilling og einkavina- væðing í íslensku karlrembusamfé- lagi gæti önnur mynd heitið. Virðingarfyllst. HELGA BREKKAN, Allhelgonagatan 10, 118 58 Stokkhólmi. KONTRAPUNKTUR ELDRI borgari hringdi og hon- um finnst slæmt hvað þátturinn Kontrapunktur er seint á dag- skrá sjónvarpsins á sunnudög- um. Þetta eru mjög góðir og fróðlegir þættir en því miður sýndir allt of seint á kvöldin. til Taizé árið 1940 og var þá 24 ára gamall. Hann dreymdi um að stofna samfélag, sem hefði „Krist og fagnaðarerindið að grundvelli". Hann valdi þessu samfélagi stað, þar sem mikil mannleg þjáning ríkti í lífi fólks. Það geisaði stríð og heim- ili hans varð athvarf margra flótta- manna, sérstaklega gyðinga, sem flúðu undan yfirgangi nazista. Að tveim árum liðnum bættust fleiri í hópinn. Árið 1949 voru bræðurnir orðnir sjö og ákváðu þeir þá að lifa einlífi það sem eftir væri ævinnar. Fjöldi þerra, sem gengist hafa und- ir klausturheiti, hefur aukist ár frá ári (árið 1994 eru bræðurnir um það bil eitt hundrað frá 20-30 lönd- um). í upphafi voru bræðurnir frá hinum ýmsu mótmælendakirkjum, síðar bættust rómversk- kaþólskir í samfélagið. Hér er þvi um sam- kirkjulegt samfélag að ræða og fjöl- þjóðlegt. Bræðurnir búa ekki allir samtímis í Taizé, smáhópar setjast gjarna að meðal fátæks fólks á ýmsum stöðum í heiminum og iðka þar kristið líferni í bæn og náunga- kærleika. Frá árinu 1966 hefur kaþólskt systrafélag tekið að sér og skipulagt móttöku og uppihald gesta, sem til Taizé koma, en þeir skipta þúsundum. Það þarf að panta vikudvöl að sumri með miklum fyr- irvara, það er ekki eins þéttsetinn bekkurinn á veturna. Köllun Taizé er að vinna að sam- félagi allra manna, að vera „dæmi- saga um samfélag". Frá upphafi hefur takmarkið verið að sætta og sameina sundraða kristna kirkju. Sáttargjörðin nær til allra, vegna þess að kirkjan er öllum athvarf. Unga fólkið Bræðurnir í Taizé lifðu frekar einangruðu lífi fyrstu 20 árin. Smám saman fjölgaði þeim, sem heimsóttu þorpið. Stóran hluta árs- ins koma gestir frá ýmsum löndum og taka þátt í vikulangri samveru. Unga fólkið tekur þátt í bænaiðkun samfélagsins og í samræðuhópum, þar sem menn deila með sér áhyggj- um og dýpstu vandamálum lifsins og láta ljós heilagrar ritningar bregða birtu á líf sitt. Það er ljóst, að ungt fólk alls staðar í heiminum leitar að leiðum til þess að end- urnýja bænalíf sitt og lífsstíl. Marg- ir koma til Taizé til að reyna íhug- un og þögn kyrrðardaganna. Starf- ið er ekki einvörðungu bundið Ta- izé. Bræðurnir kynna og breiða út markmið samfélags síns með heim- sóknum og þátttöku í mótum víða um heim. Þannig komast hundruð TAPAÐ/FUNDIÐ Lyklar fundust FJÓLUBLÁ lyklakippa sem hægt er að krækja á buxna- hanka með þremur húslyklum og einum hjólalásalykli á fannst á Bergstaðastræti fyrir utan söluturninn Ciero fyrir viku. Upplýsingar í síma 16908. þúsunda í kynni við boðskap Taizé- bræðranna. Taizé-bræðurnir vilja ekki mynda skipulagða „hreyf- ingu“, þeir leggja stöðugt áherslu á ábyrgð einstaklingsins, að hver og einn iðki kristna trú og líferni í umhverfi sínu. Bróðir Roger skrifar árlega bréf, þar sem hann gefur fólki ráðlegg- ingar í tilteknum vanda og leggur áherslu á nokkur sígild grundvallar- atriði kristinnar trúar, sem alltaf þarf að hafa í huga. Þesi bréf skrif- ar hann sjálfur eða í samvinnu við bræðurna. Þau eru gefin út í lok hvers árs og í tengslum við „Evr- ópumótið“, sem að þessu sinni var haldið í Mi'nchen dagana 28. desem- ber 1993 til 1. janúar 1994, þar sem ungt fólk safnast saman til bæna og íhugunar. Fyrir ári síðan tóku yfir eitt hundrað þúsund manns þátt í Evrópumótinu í Vín í Austur- ríki. Tónlistin í áranna rás hefur tónlistin í Taizé tekið miklum breytingum. Sívaxandi fjöldi ungs fólks af ólík- um uppruna, tungumálum, menn- ingu og stéttum, sem heimsækir Taizé, gerir miklar og nýjar kröfur til tónlsitarinnar. Taizé-vinurinn, tónskáldið og kirkjutónlistarmaður- inn Jacques Berthier frá París kom til hjálpar. Honum og bræðrunum hefur tekist að koma til móts við þessar nýju þarfi með tónlist, sem einkennist af stuttum lögum, sem auðvelt er að læra og útsetningum, sem stöðugt bæta við nýjum blæ- brigðum í endurtekningunni, flutt af kór, einsöngvurum eða hljóð- færaröddum. Tónlist í háum gæða- flokki þrátt fyrir einfaldleika sinn. Það er fjölþjóðlegt andrúmsloft í Taizé, þess vegna eru textar gjarn- an á latínu, sérstaklega viðlögin. Latínan er hlutlaus, hún dregur ekki taum eins tungumáls fram fyrir annað, við erum stödd á hlut- lausu svæði. Framburðarvandamál eru lítil sem engin. Markmið tónlistarinnar er bænin. Sá háttur að endurtaka stuttar bænir eða bænasöngva á djúpar rætur í kristnu trúarlífi: Hér má nefna Jesúbæina, sem feður grísku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa iðkað um aldir og margir hafa að nýju fundið hvíld og gleði í (Drottinn Jesús Kristur, sonur Guðs, frelsari heimsins, miskunna þú oss) og notkun talnabandsins meðal róm- versk-kaþólskra. Þessi bænaaðferð getur komið á innra jafnvægi með okkur, svo að andi okkar verði opn- ari og móttækilegri fyrir því, sem er nauðsynlegt og mikilvægt í lífinu. TÓMAS SVEINSSON, sóknarprestur í Háteigsprestakalli. Pennavinir ÁTJÁN ára ítölsk stúlka með mik- inn íslandsáhuga: Maria G. Canacetti, Via Quasimodo 6, 71049 Trinitapoli (FG), Italia. LEIÐRÉTTING Sinfóníuhljóm- sveit íslands í gagnrýni Ragnars Björnssonar laugardaginn 5. febrúar um fimmtu áskriftartónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, misritaðist eitt orð og breytti merkingu setningarinnar. Hún átti að hljóða svona: „Tónaljóð- ið Moldá verður að liðast áfram á sama hátt og fljótið, látlaust og voldugt, líkt og slanga sem liðast eftir landslaginu ákveður sjálf sína viðkomustaði, heggur átakalaust þegar henni hentar“ (en ekki „þeg- ar henni batnar"). Einnig féll niður síðasta máls- greinin sem átti að koma á eftir orðsendingu Ragnars til Jóns Ás- geirssonar gagmýnanda. Hún hljóðar svo: „Frá Ragnari Björns- syni gagnrýnanda Mbl.“ Hlutaðeigendur em beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI Öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug og vináttu á nírœÖis afmœli mínu þann 6. janúar sl., vil ég þakka af alhug. Guö geymi ykkur öll. Dagbjört Kristjánsdóttir. Vinum mínum, ncer og fjœr, er sýndu mér mikla vinsemd á 70 ára afmœli mínu 28. janúar sl. með heimsóknum, heiÖrunum, gjöfum, blóm- um og heillaóskum, sendi ég hugheilar kveðjur og þakkir. LifiÖ heil! Karl Guðmundsson, íþróttakennari. 11 luldumenn í Manitoba Við Snorri og Snæbjörn huldumenn I Gimli, Manitoba, Kanada erum aö leita upplýsinga um huldumeyjarnar Freyju og Fjólu. Ef einhverjir vita um þær og hvar þær kynnu aö búa eru þeir vinsamlegast beðnir um aö hafa samband við sáluhjálpara og umboösmann okkar: Leó Frímann Kristjánsson, Box 5, Gimli, Manitoba Roc ÍBO, Kanada. Samhjdlp kvenna ^ OPIÐ HÚS Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hefur opið hús fimmtudaginn 10. febrúar n.k. kl. 20.30 í Skógarhlíð 8, í húsi Krabbameinsfélagsins. Gestur kvöldsins, Marioline Roodbergen, sjúkraþjálfari flytur erindi um sogæðabjúg á handlegg. Athugið að fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku. Alllr velkomnlr Kaffiveitingar J Kynningarfundur DALE CARNEGIE• Þjálfun Fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69 Námskeiðið Hi Eykurbæim og árangur einstaklingsins -■ Byggir upp leiðtogahæfnina Hi Éfæfirminni þitt og einbeitingarkraftinn Hi Skapar sjálfstraust og þor ■ Árangursríkari tj á n i n g -■ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur -■ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrir Dale Carnegie® némskeiðin. Metsölublad á hverjum degi! Konráð Adolphsson D.C. kennari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.