Morgunblaðið - 09.02.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 09.02.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994 41 Það er örugglega ekki kúl að vera stöðumæla- v vörður ^ Katrín Eitthvað svona flott, ins og flott manneskja Einar Orn Björgvin Þetta er annað orð yfir svalur Coco Lið Fellaskóla og Breiðholtsskóla glíma við rök með og móti spurningunni „Er Guð til?“. MORGRON Þessa dagana stendur yfir MOR- GRON, eða mælsku- og ræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrenn- is. Að þessu sinni taka 11 skólar þátt í keppninni, en þeir eru Árbæj- arskóli, Hólabrekkuskóli, Hvassa- leitisskóli, Laugarlækjarskóli, Rétt- arholtsskóli, Ölduselsskóli, Tjarnar- skóli, Seljaskóli, Austurbæjarskóli, Breiðholtsskóli og Fellaskóli. Fyrsta keppnin í undanúrslitum fór fram 1. febrúar. Fellaskóii og Breiðhoitsskóli kepptu þá með ræðu- efnið „Er Guð til?“ og lauk þeirri keppni með naumum sigri Fella- skóla. Tjarnarskóli sigraði Öldusels- skóla í kappræðu um hvort leyfa eigi vændi á Islandi og Austurbæjar- skóli sigraði Seljaskóla þar sem rökr- ætt var hvort leyfa eigi nekt á ís- landi. Stjórnendur keppninnar eru þau Guðjón Pétursson, Hafrún Kristjáns- dóttir og Svanhvít Tryggvadóttir. Úrslitakeppni MORGRON verður haldinn 24. mars. Vildi helst vera strákur Nafn: Karen Áslaug Vignisdóttir. Heima: Reykjavík. Aldur: 13 ára. Skóll: Laugalækjarskóli. Helstu áhugamál: Föt, strákar, skautar og mér finnst gaman að synda. Uppáhaldshljómsveit: Mér finnst 2Unlimited góð. Uppáhaldskvikmynd: Þær eru margar. Til dæmis myndin Banvænt eðli sem er í Háskólabíó. Besta bókin: Spor í myrkri eftir Þorgrím Þráinsson. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Ég myndi helst vilja vera strákur. Hvernlg er að vera unglingur í dag? Það er bara allt í lagi. Það er kannski af og til erfitt með foreldrana, en annars er það fínt. Þó að mamma og pabbi ráði yfir manni er maður samt nokkuð frjáls og getur svolítið gert það sem maður vill. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Ef ég mætti breyta einhveiju í heiminum myndi ég vilja breyta stríði, hungursneyð og öllu því leiðinlega. Ég myndi líka vilja að það væru ekki svona margir sjúkdóm- ar til. í þjóðfélaginu er það atvinnuleysið, það er leiðinlegt að heyra þetta alltaf í fréttunum. Svo er það þessi skuldasúpa sem þessi þjóð er í og ég myndi bara viljá að engin fjölskylda í þjóðfélaginu þyrfti að hafa nein vandamál. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara á skemmtanir í skólanum og vera með vinkonum mínum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Læra, hanga heima og hafa ekkert að gera. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða leikkona og læra um leiklist, svo langar mig að ferðast um heiminn, aðal- lega til Evrópu og Ástralíu. Mig hefur líka alltaf langað að eiga heima í Ameríku, ég bjó þar í fimm ár og væri til í að læra leiklist þar. Hvað gengur þú með í vösunum? Lykla, peninga, miðadrasl, buddu**'. og stundum veski í rassvasanum. Hvað viltu segja að lokum? Ég bið að heilsa öllum sem ég þekki og vona bara að allir hafi það gott. E LGJ H STEYPA í vikuritinu The Surt fund- um við þessa mynd af snákasölu- manni í Peking í Kína. Hann notar þá aðferð að setja litla snáka upp í nefið á sér og draga þá aftur út um munninn í þeirri von að geta selt þá. Hann gerir þetta oft á dag, en fólk er var- að við að gera þetta heima hjá sér enda gæti snákurinn ratað vitlausa leið og farið lif- andi niður í maga, og hver veit hvað gerist þá? Stærsti Legóturn á landinu í félagsmiðstöðinn Tónabæ var brugðið út af van-. landi, eða 2,5 metra hár. Eins og sjá má á mynd- anum helgina 21.-22. janúar slðastliðinn þegar efnt inni voru krakkarnir ánægðir með árangurinn. var til sérstæðs mai-aþons. Maraþonið var tvíþætt, Turninn sem byggður var í maraþoninu verður annars vegar voru krakkamir í snú-snú og hins til sýnis í Geysishúsinu frá 3. til 17. febrúar, en þar vegar byggðu þeir úr Legó-kubbum. Gerður var verður haldin sýning á því sem er að gerast t félags- stærsti Legó-turn sem byggður hefur verið hér á miðstöðvum borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.